Morgunblaðið - 16.02.2018, Side 4

Morgunblaðið - 16.02.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2018 Með því að velja hráefnið af kostgæfni, nota engin aukaefni og hafa verkhefðir fyrri tíma í hávegum, framleiðum við heilnæmar og bragðgóðar sjávarafurðir. Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup, Sunnubúðin, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík. Það var sannarlega öðruvísi um að litast við Bessastaði í gær en sama dag fyrir ári, 15. febrúar 2017. Þá voru Bessastaða- túnin farin að grænka, sól ríkti í heiði, forsetafáninn bærði vart á sér, fuglarnir tylltu sér á mosagræna bakka Lambhúsa- tjarnar og snjórinn í Esjunni var hverfandi. var óvenjuhlýr en eins og landsmenn hafa orðið varir við í þessum mánuði hefur lægðagangurinn verið óstöðvandi, með tilheyrandi fannfergi og ófærð. Sagt er að skammtímaminni landans sé lélegt þegar kemur að tíðarfari og áreiðanlega flestir búnir að gleyma góða veðrinu fyrir ári. Á myndinni til hægri sést að í gær var sólin þó á lofti en Bessastaðir og Esjan umlukt snjó, tjörnin ísilögð, fáir fuglar á sveimi og forsetinn ekki heima. Fyrir ári birtist frétt í Morg- unblaðinu um að trjárunnar væru farnir að bruma og vor- laukar að gægjast upp úr moldinni. Fyrri hluti febrúar í fyrra Skammtímaminnið stopult þegar veður er annars vegar – fyrir ári var vor í lofti og snjórinn í Esjunni að hverfa Bessastaðir 15. febrúar 2017 og 2018 Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon Guðni Einarsson Erna Ýr Öldudóttir Heiðar Friðriksson í Ólafsvík ber heilsugæslulækni alvarlegum sökum í opnum pistli sem hann birti á Face- book 12. febrúar. Hann skrifar að konan sín hafi dottið, rekið höfuðið í vegg og rotast snemma morguns 21. janúar sl. Heiðar hringdi strax í 112 og bað um lækni og sjúkrabíl í hvelli, en konan lá meðvitundarlaus á gólf- inu. Hann lýsti aðstæðum og ástandi konunnar fyrir starfsmanni Neyðar- línunnar. Konan rankaði við sér en var of máttfarin til að standa upp. Heiðar gat komið henni upp í rúm þar sem hún lá þegar sjúkraflutningamenn komu. Þeir hjálpuðu við að klæða hana og var hún sett á sjúkrabörur. Annar sjúkraflutningamaðurinn sagði að heilsugæslulæknirinn ætlaði ekki að koma, þeir ættu að flytja kon- una beint suður á bráðamóttöku. „Ég lét hann segja mér þetta aftur því ég trúði ekki að læknir sem vissi allt um sjúkdóm hennar myndi haga sér svona, hún hefði getað verið höf- uðkúpubrotin, handleggsbrotin eða með heilablæðingu. Honum var bara alveg sama um það, hún skyldi ekki fá neina þjónustu hjá honum, hann hafði nefnilega hringt í hana fyrir nokkrum mánuðum og sagt henni að hún fengi aldrei þjónustu hans fram- ar af því að hún hefði klagað hann til klögunarstjórans á Akranesi,“ skrif- ar hann. Eiginkona Heiðars, Gunnhildur Linda Vigfúsdóttir, lést 30. janúar, 63 ára gömul, og var hún jörðuð 10. febrúar. Heiðar spyr hver beri ábyrgð á þessu og gefi lækni vald til að neita sjúklingi um lögboðna þjón- ustu. Hann kveðst ætla að fara með málið eins langt og hann geti. Komið í hendur landlæknis „Málið er nú í höndum landlæknis og hann ætlar að taka sér þann tíma sem hann þarf til að skoða þessi mál. Þetta sem þarna er greint frá er við- bót við það sem ég var búinn að klaga þetta fólk fyrir áður,“ sagði Heiðar í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði málið snúa einungis að heilsu- gæslustöðinni í Ólafsvík en stöðin er hluti af Heilbrigðisstofnun Vestur- lands (HVE). Heiðar sagði að tiltekinn læknir á heilsugæslustöðinni hefði hringt til Gunnhildar og tilkynnt að hann myndi aldrei framar veita henni þjónustu. Það gerðist í framhaldi af því að Heiðar sendi framkvæmda- stjóra lækninga hjá HVE kvörtun vegna framkomu starfsfólks á heilsu- gæslustöðinni gagnvart Gunnhildi. Síðasta sumar sendi Gunnhildur skriflega kvörtun til landlæknisemb- ættisins vegna framkomu starfs- manna heilsugæslunnar. Landlæknir tók strax á málunum. Heiðar sagði að hann væri búinn að fá svör frá tveim- ur læknum en vantaði greinargerð og svör frá heilsugæslustöðinni í Ólafs- vík. Hann sagði að sami læknir og sagði Gunnhildi upp þjónustu hefði verið á vakt 21. janúar. Heiðar sagði að Gunnhildur hefði lengi verið mikill sjúklingur. „Þetta er búið að standa yfir í nokkur ár,“ sagði Heiðar. Hann sagðist ekki vilja segja að slysið 21. janúar hefði valdið andláti Gunnhild- ar níu dögum síðar. Heiðar kvaðst fyrst og fremst gera athugasemd við að læknirinn hefði ekki komið þegar Gunnhildur datt. Það hefði stórséð á henni og blætt úr höfðinu á henni. Læknarnir hefðu vitað að hún var með lífshættulegan sjúkdóm og þekkt sjúkrasögu henn- ar. „Ég ætla að stoppa svona vitleysu og meðferð á sjúklingum ef ég get,“ sagði Heiðar. „Ég get ekki sætt mig við að fólk sé blokkerað svona. Ég fór alltaf með konunni minni til læknis og sagði henni hvað læknarnir sögðu við hana. Þeir kölluðu hana öllum ill- um nöfnum. Landlæknir er að skoða þetta. Svo bættist þetta við. Kona sem er að berjast fyrir lífi sínu á ekki að fá svona trakteringar.“ Heiðar sendi landlækni beiðni um að atvikið 21. janúar yrði skoðað. Læknirinn tjáir sig ekki Jóhanna F. Jóhannesdóttir, for- stjóri HVE, sagði að um tvö mál væri að ræða. Það fyrra væri í ferli. Hún kvaðst fyrst hafa heyrt af málunum þegar færsla Heiðars birt- ist á Facebook. Það að læknir hefði ekki svarað útkalli yrði skoðað vel. Almennt talað sagði Jóhanna að læknir heilsugæslunnar gæti ekki sagt sig frá bráðaþjónustu þegar ekki væri annar læknir á svæðinu. Læknirinn sem um ræðir ætlar ekki að tjá sig um málið við fjölmiðla. Læknir borinn þungum sökum  Ekkill í Ólafsvík segir heilsugæslulækni hafa neitað að veita veikri eiginkonu sinni þjónustu  Lækn- irinn sem um ræðir ætlar ekki að tjá sig um málið við fjölmiðla  Landlæknir skoðar ásakanir ekkilsins Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ólafsvík Kona, sem var mikill sjúklingur, datt og slasaðist. Maður hennar óskaði eftir sjúkrabíl og lækni. Sjúkrabíllinn kom en læknirinn ekki. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðu- sambands Íslands, segir að viss spenna sé að hlaðast upp, nú þegar aðeins tvær vikur eru til stefnu fyrir ASÍ að taka ákvörðun um það hvort kjara- samningum verður sagt upp um mán- aðamótin. Gylfi var í gær spurður hver staðan væri í hinni sameiginlegu endurskoð- unarnefnd ASÍ og SA. „Í sjálfu sér hafa mál í þeirri nefnd bara verið rædd og til skoðunar. Þar er engin afstaða tekin eða ákvarðanir. Menn ræða auð- vitað málin heima í héraði og skiptast á skoðunum um málin,“ sagði Gylfi. Að- spurður hvort hann teldi að einhver spenna væri að hlaðast upp, nú þegar svona stuttur tími væri til stefnu, þar til ákvörðun þyrfti að liggja fyrir um það hvort kjarasamningum verður sagt upp sagði Gylfi: „Já, auðvitað er það að gerast, það er mjög eðlilegt, ekki síst vegna þess að tímapunkturinn er að nálgast og þá þarf að taka ákvörðun. Það leiðir til þess að menn þurfa að fara að horfa á málin raun- hæfum og praktískum augum og meta stöðuna í baklandinu. Við það eitt verð- ur meiri spenna, það er ljóst.“ „Í samninganefnd ASÍ þurfa menn að ráða ráðum sínum og komast að nið- urstöðu um hvað menn vilja gera,“ sagði Gylfi. Hann segir að ákvörðun á þessum vettvangi sé tvíþætt: Meirihluti nefnd- armanna þurfi að vera sammála um niðurstöðuna og auk þess þurfi meiri- hlutinn að hafa meirihluta fé- lagsmanna að baki sér. „Auðvitað eru miklar væntingar inn- an stéttarfélaganna um einhverjar að- gerðir af hálfu stjórnvalda til þess að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Hing- að til hafa ekki fengist mikil svör frá stjórnvöldum. Eitt er að glíma við for- sendubrestinn en hitt er að svara því til hvers hann á að leiða. Enn hafa ekki fengist skýr svör við því,“ sagði Gylfi. Segir vissa spennu að hlað- ast upp hjá stéttarfélögum  Eðlilegt, segir forseti ASÍ, þegar tvær vikur eru til stefnu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.