Morgunblaðið - 16.02.2018, Page 35

Morgunblaðið - 16.02.2018, Page 35
ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2018 Velkomin í okkar hóp! Innritun og nánari upplýsingar í síma 581 3730 og á jsb.is Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt fyrir konur og stelpur sem tekur mið af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti, hreysti og vellíðan. E F L IR / H N O T S K Ó G U R LÍTILL TÍMI FYRIR RÆKTINA? Komdu þér í fantaform með 1-2-3 æfingakerfinu okkar Taktu einn krefjandi 30 mínútna tíma, ef þú ert á hlaupum. Svo geturðu bætt við öðrum og þeim þriðja eftir því sem hentar þér best. 90 ára Guðni Þorvaldur Jónsson Magnús Gissurarson Pálhanna Magnúsdóttir 85 ára Elín Halldórsdóttir Þorsteinn S. Steingrímsson 80 ára Áslaug A. Jóhannsdóttir Erla Margrét Jónsdóttir Helgi Sigfússon Snjólaug J. Jóhannsdóttir 75 ára Birgir Arnar Freyja P. Sigurvinsdóttir Guðrún Helgadóttir Gunnar Jónatansson Magnea G. Sigurðardóttir Sigurður S. Guðmundsson Þrándur Ingvarsson 70 ára Bergljót Jónsdóttir Guðmundur A. Grétarsson Jón Benediktsson María Jónsdóttir Stefán Ingi Valdimarsson 60 ára Ágúst Vernharðsson Björn Thoroddsen Bryndís B. Guðbjartsdóttir Guðmundur Sigtryggsson Guðmundur Þór Jónsson Guðrún Elva Arngrímsdóttir Gunnlaug Jóhannsdóttir Jóhann Þór Sigurðsson Svanfríður Sigurðardóttir Valgarð Ármannsson Þorvaldur Þórðarson Þröstur Ólafsson 50 ára Aðalbjörg Karlsdóttir Björn Jónsson Edda Bangon Khiansanthia Fe Fledelyn Oriol Flosi Þorgeirsson Hanna Guðlaugsdóttir Lixin Wang Sigrún Benedikz Snæbjörn Óttarsson Sverrir Reynisson 40 ára Alicja Obuchowska Arnar Ólafsson Arndís Ösp Hauksdóttir Árný Jónsdóttir Bryndís Sveinsdóttir Cristi-Constantin Carp Guðrún B. Jóhannsdóttir Harpa Sigmarsdóttir Hilmar Þór Hafsteinsson Iryna Dyer Romans Popovs Sigríður Harpa Wolfram Sverrir Hannesson Thelma E.Hjaltadóttir Tomasz S. Wieckowski Vésteinn Ingibergsson Þorgerður Gunnarsdóttir 30 ára Aneta Wojtowicz Armando Beqirai Arna Hjörleifsdóttir Árni Ásgeirsson Daníel Helgason Destiny Mentor Nwaokoro Dorota P. Feria Escobedo Helena Ósk Gunnarsdóttir Íris Björnsdóttir Manon A. Zohra Villemont Marcin Slawosz Sozanski Nela Rajic Óðinn Þór Jónsson Raimondas Mickevicius Sebastian Dawid Hydel Vilhjálmur Atlason Til hamingju með daginn 30 ára Soffía er að ljúka BSc-prófi í viðskiptafræði og starfar hjá Fjárvakri. Maki: Elías Jóhann Jóns- son, f. 1985, markaðs- fulltrúi hjá Póstinum. Börn: Viktoría Karla, f. 2015, og Hinrik Karl, f. 2016. Foreldrar: Þuríður Ragna Sigurðardóttir, f. 1955, hjúkrunarfr. og for- stöðum., og Kristján A. Ólafsson, f. 1954, dóm- vörður hjá Hæstarétti. Soffía Rún Kristjánsdóttir 30 ára Pálmi ólst upp á Bíldudal, býr í Kópavogi og er bifvélavirkjameist- ari hjá Öskju. Maki: Guðrún Hjartar- dóttir, f. 1989, hjúkrunar- fræðingur í diplómanámi. Dóttir: Ólafía Tara, f. 2015. Foreldrar: Gísli Matt- híasson, f. 1962, verk- taki, kranamaður og vélamaður, og Lára Þor- kelsdóttir, f. 1961, leik- skólakennari. Pálmi Þór Gíslason 30 ára Guðjón ólst upp á Akranesi, býr þar, stundar nám í véla- og orku- tæknifræði við HR og er lögregluþjónn á Akranesi. Maki: Salome Jónsdóttir, f. 1995, nemi í hjúkrunar- fræði við HÍ. Foreldrar: Guðmundur Árni Gunnarsson, f. 1955, verkstæðismaður hjá Hópferðabílum Reynis Jó- hannssonar, og Erla Þórð- ardóttir, f. 1953, hús- freyja. Guðjón Smári Guðmundsson aftur heim. Friðrik Ingi tók þá við framkvæmdastjórastöðu Skipa- afgreiðslu Hafnarsjóðs og sinnti því starfi 1974-76. Þá var Skipa- afgreiðslunni hætt og við tók nýtt félag, Herjólfur hf. Friðrik Ingi varð fyrsti forstjóri þess en hann og stjórn félagsins tóku á móti nýju skipi, Herjólfi, í Kristjánsund í Noregi 1976. Friðrik Ingi starfaði hjá Herjólfi til 1978. Þá hóf hann sjálfur rekstur Skipaafgreiðslu F. Óskarssonar og byggði m.a. hús við Friðarhöfn fyrir afgreiðslu sína, sem nú hýsir Fisk- markað Vestmannaeyja. Skipa- afgreiðsluna rak hann til 1986. Þá flutti hann til Reykjavíkur og hefur síðan sinnt endurskoðun og bók- haldi, lengst af hjá ÞB endurskoðun ehf., en einnig á eigin vegum. Þó að Friðrik Ingi búi nú í Mos- fellsbæ á hann, og sambýliskona hans, íbúð og lögheimili í Vest- mannaeyjum og þar dvelur hann og starfar af og til. Friðrik Ingi spilar á píanó, er snillingur á harmonikku og hefur auk þess samið nokkur sönglög. Fjölskylda Fyrrv. eiginkona Friðriks Inga er Auður Dóra Haraldsdóttir, f. 26.6. 1949, fyrrv. bankastarfsmaður. Þau slitu samvistum árið 2000. Synir Friðriks Inga og Auðar Dóru eru 1) Örlygur Gunnar Frið- riksson, f. 3.7. 1967, rafvirkjameist- ari í Norwich á Englandi en kona hans er Tracy M. Fridriksson og er dóttir þeirra Thordis M. Soffía, dag- skrárgerðarkona hjá BBC í Cam- bridge; 2) Óskar Sveinn Friðriks- son, f. 22.5. 1969, sjávarútvegs- hagfræðingur og framkvæmdastjóri hjá Eimskip í Rotterdam í Hollandi, en kona hans er Sigrún Grettis- dóttir og eru dætur þeirra Tinna Ósk og Hekla Rún. Fyrir átti Óskar Sveinn soninn Friðrik Inga, raf- virkja- og véltæknifræðing hjá KAPPS ehf., en unnusta hans er Þóra Johnsdóttir og eiga þau dótt- urina Emblu Guðrúnu en fóst- ursonur Óskars Sveins er Andri Már, félagsfræðingur, kennari og tónlistarmaður, og unnusta hans er Karen Sif Heimisdóttir og sonur þeirra Gunnar Atli; 3) Freyr Frið- riksson, f. 19.6. 1976, véltæknifræð- ingur, framkvæmdastjóri og aðal- eigandi KAPPS ehf., kvæntur Elfu Hrönn Valdimarsdóttur og eign- uðust þau fjóra syni, Valdimar Frey, Tjörfa Frey, sem er látinn, Teit Frey, og Darra Frey. Sambýliskona Friðriks Inga er Guðlaug Kristófersdóttir, f. 21.11. 1940, fyrrv. bankastarfsmaður. Systkini Friðriks Inga eru Sig- urður Óskarsson, f. 24.5. 1944, húsa- smíðameistari, kafari og hönnuður, búsettur í Vestmannaeyjum, og Kol- brún Ósk Óskarsdóttir, f. 29.9. 1950, fyrrv. læknaritari í Hafnarfirði. Foreldrar Friðriks Inga voru Óskar Sigurðssonar, f. 1.6. 1910, d. 4.6. 1969, löggiltur endurskoðandi og framkvæmdastjóri Vinnslustöðv- arinnar hf., og Soffía Friðrika Zop- haníasardóttir, f. 6.12. 1919, d. 5.8. 1985, húsfreyja. Friðrik Ingi Óskarsson Hallfríður Þorláksdóttir vinnukona á Hvítanesi, síðar í Rvík Gísli Gíslason vinnum. á Hvítanesi og verkam. í Rvík Zophanías Sveinsson b. og smiður að Stóru-Býlu í Innri- Akraneshr. Soffía Friðrika Zophaníasdóttir húsfr. í Vestmannaeyjum Sigurbjörg Sigurðardóttir húsfr. í Staðarhöfða í Innri- Akraneshr. Sveinn Eiríksson útvegsb. í Staðarhöfða Sigurður Óskarsson húsasmiður og kafari í Eyjum Kolbrún Ósk Óskarsdóttir húsfr. í Hafnarfirði Lilja Sigurðarsdóttir húsfr. á Eyrarbakka Ingvi Magnús Zophaníasson húsgagnasmiður í Rvík Sigurður Zophaníasson sjóm. í Eyjum Sveinbjörg Zophaníasdóttir húsfr. í Rvík Kjartan Reynir Zophaníasson bifvélavirki í Kópavogi Guðrún Oddsdóttir húsfr. í Tungu, frá Sámsstöðum, af Víkingslækjarætt Jón Ólafsson b. í Tungu í Fljótshlíð Auðbjörg Jónsdóttir húsfr. í Bólstað Sigurður Ólafsson útgerðarm., skipstj. og smiður í Bólstað í Eyjum Oddur Ólafsson læknir í Rvík Davíð Oddsson ritstj. Morgunblaðsins Ólafur Oddsson íslenskukennari við MR Þorgerður Oddsdóttir húsfr. í Hrútafellskoti Ólafur Guðmundsson b. í Hrútafellskoti undir Eyjafjöllum Úr frændgarði Friðriks Inga Óskarssonar Óskar Sigurðson endurskoðandi og forstj. Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum Gísli Pálsson mannfr. og prófessor Karl Pálsson rafeindafr. hjá Isavia Auðbjörg Pálsdóttir kennari í Rvík Lilja Pálsdóttir bankastj. hjá Íslandsbanka Bára Sigurðar dóttir húsfr. í Eyjum og Rvík Gunnar Friðberg Sigurþórsson b. í Miðkrika í Hvolhreppi Sigurður Sigurþórsson fyrrv. b. á Þórunúpi í Hvolhreppi Ásta Laufey Gunnarsdóttir húsfr. á Hvolsvelli Ingibjörg Gísladóttir húsfr. í Stóru-Býlu Ólafur Oddsson ljósmyndari í Rvík  Hjördís Sigursteinsdóttir hefur varið doktorsritgerð sína í félagsfræði við Háskóla Íslands. Ritgerðin nefnist „Heilsa og líðan starfsfólks íslenskra sveitarfélaga í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Leiðbeinandi var dr. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir aðstoðarrektor vís- inda og prófessor í félagsfræði í félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Í doktorsnefnd sátu auk hennar dr. Guð- björg Andrea Jónsdóttir forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, dr. Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði í stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, og Asbjørn Grimsmo, vísindamaður hjá Work Research Institute í Ósló og Akershus University College of Applied Sciences. Flestum er vel í minni fall íslensku bankanna á haustdögum 2008 og þær afleiðingar sem það hafði á almenning sem og fyrirtæki/stofnanir í landinu. Starfsfólk íslenskra sveitarfélaga hefur verið talið búa við mikið starfsöryggi og því var fróðlegt að skoða breytingar á starfsaðstæðum þessa hóps árin eftir fall bankanna og vinnutengda heilsu þeirra og líðan. Rannsóknin náði til 20 sveitarfélaga með 2.000 íbúa eða fleiri á tímabilinu 2010-2013. Sjónum var beint að tveimur starfshópum innan sveitarfélag- anna, annars vegar starfsfólki skólanna og hins vegar starfsfólki elliheimila og sambýla. Niðurstöð- urnar sýna að álagið jókst einkum á milli áranna 2010 og 2011, en þó einnig á milli áranna 2011 og 2013. Á þessu tímabili fjölgaði einn- ig þeim sem voru frá vinnu vegna veik- inda og þeim sem leituðu til læknis vegna heilsubrests sem rekja mátti til aðstæðna í vinnunni. Það sama gilti um starfsfólk sem hafði orðið fyrir einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustaðnum ann- aðhvort af hálfu samstarfsfólks, yf- irmanna eða skjólstæðinga og/eða að- standenda þeirra. Niðurstöðurnar sýna að áðurnefnd einkenni jukust mest á vinnustöðum þar sem uppsagnir höfðu átt sér stað. Í ljósi þessa er mikilvægt að stjórnendur hafi í huga möguleg langtíma neikvæð áhrif samdráttar í starfsmannahaldi á starfsaðstæður og líðan fólks á tímum kreppu og aðhalds- aðgerða. Hjördís Sigursteinsdóttir Hjördís Sigursteinsdóttir er fædd 20. febrúar 1967 á Akureyri. Hún lauk MA- prófi í félagsfræði í Háskóla Íslands og er nú aðjunkt við viðskipta- og raunvís- indasvið Háskólans á Akureyri. Börn Hjördísar eru Brynhildur Laufey, Elsa Rún, Bjarndís Ragna og Geirfinnur Brynjar og barnabarn hennar er Ísabella Marý. Doktor

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.