Morgunblaðið - 16.02.2018, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2018
LISTHÚSINU
Frönsku flauelspúðarnir
Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-15Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050
komnir í Kaiufrá
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ert heltekin/n af ferðaþrá þessa
dagana. Reyndu að svala þessari þörf þinni,
þú átt það skilið eftir alla vinnuna síðustu
mánuði.
20. apríl - 20. maí
Naut Vertu óhrædd/ur við að losa þig við
hluti sem þú hefur ekki lengur not fyrir.
Reyndu að forðast að grípa til ósanninda til
að komast hjá átökum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er ekki þitt verk að ala fullorðið
fólk upp. Hofðu beint fram og láttu aðra um
vandamál sem þér koma ekki við. Þú færð
símhringingu sem á eftir að gleðja þig mikið.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Reyndu að ná betri tökum á skapi
þínu, þannig að það hlaupi ekki með þig í
gönur. Uppeldið getur tekið á, en mundu að
það tekur enda.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú þarft að venja þig af þessum stöð-
ugu áhyggjum sem þú hefur af öllu og öllum.
Allt sem þú gerir gengur vel og hratt fyrir sig.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Veltu ekki of lengi fyrir þér hvernig þú
átt að framkvæma hlutina því þú gætir misst
af lestinni. Þú ert sterkari en þú heldur.
23. sept. - 22. okt.
Vog Óvænt tækifæri gefst til ferðalaga á
næstunni. Reyndu að sitja á strák þínum þótt
öðrum verði á mistök. Taktu skrefið í átt að
heilsusamlegra lífi strax í dag.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú skalt forðast það í lengstu
lög að viðra þær skoðanir þínar sem kunna
að stangast á við stefnu yfirmanna þinna. Allt
dafnar í návist þinni.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þær aðstæður hafa skapast að
þú ert í óvenjuvaldamikilli aðstöðu og því
skiptir miklu máli að þú kunnir með vald þitt
að fara. Allir þurfa ást og allir eru færir um að
gefa hana.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Varastu stóryrtar yfirlýsingar og
skuldbindingar sem kunna að koma þér í koll.
Þú ert alltaf skrefi á undan öðrum þegar
kemur að tísku og færð mikla athygli þess
vegna.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Enginn ætlast til þess að þú verðir
sérfræðingur einn, tveir og þrír. Taktu þér
pásu á hverjum degi til að staldra við og
ákveða næstu skref.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú hefur sett stefnuna á ákveðið tak-
mark og þá er bara að vinna að því og hvika
hvergi. Forðastu þýðingarmiklar ákvarðanir
og láttu vera að skuldbinda þig á einhvern
hátt.
Sigurlín Hermannsdóttir skrifaðiá Leirinn á þriðjudag að um
fátt væri meira ort en veðrið þessa
dagana enda gæfust næg tilefni:
Nú kemur hér endalaust lægð eftir
lægð
og landsbúar taka því flestir með
hægð
þótt rosinn sé rétt eins og gengur.
Ef umhleypingsveðurfar væri ekki til
og vart þekktum hálku og snjó eða byl
þá mundi enginn yrkja neitt lengur.
Ólafur Stefánsson situr heima á
búi sínu, Syðri-Reykjum í Bisk-
upstungum, þar sem vegir hafa
verið að teppast:
Veðurspáin vart er grín,
viðsjált mjög að fara’ af stað,
en silfur falda Sigurlín,
sendir vísu fyrir það.
Enn yrkir hann og nú dýrt:
Spá að vanda vart er fín,
vinnur grand að feta slóð.
Sirtings banda sólarhlín
söðlar gand í vísnamóð.
Guðmundur á Sandi var mikið
náttúrubarn og náttúruskoðari. Og
hringhendan var honum eðlislæg:
Bylgjan syngur; háreist hrönn
hrín á þingi vinda.
Kyljan dyngir fyllu af fönn
framan í bringu rinda.
Strokur gráar húsin hrjá,
hrímga skjái sparka;
ýlustráin hljóða há,
hringi á snjáinn marka.
Dauðinn hóar hátt við sjó,
hleypur flóann kringum;
lætin óa úti í mó
öllum snjótittlingum
Löngum stúrin líður önn;
ljúfum dúrum hallar.
Rjúpan lúrir, lögð í fönn,
læst í búri mjallar.
Bárugangur bítur stein,
bjargatanga mótar.
Sýldum drang og svalri hlein
sær í fangi rótar.
Það er erfitt að botna þvílíkan
skáldskap nema með því að rifja
upp lausavísur gamlar, – þessi er
alkunn:
Ungur maður og aldrað fljóð
ekki á saman í heimi,
en gamall karl og kona rjóð
kærleik trúi eg þau geymi.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Lægð eftir lægð
og ort á Sandi
Í klípu
„LEIKLISTIN ER DRAUMASTARFIÐ MITT.
ÞETTA ER BROSTNA DRAUMASTARFIÐ
MITT.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG VEIT EKKI HVAÐA DÝR ÞETTA VAR, EN
ÞAÐ GAT SVO SANNARLEGA HLAUPIÐ.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
að koma heim og finna
ilminn af nýbökuðu
brauði.
AF HVERJU HREYFIRÐU ÞIG
EKKI MEIRA? EKKI MÉR
AÐ KENNA ÞYNGDARAFLIÐ
VAR EKKI MÍN
HUGMYND
HVERNIG LÍTA
ÞEIR ÚT?
HRÓLFUR! ÁHÖFNINNI HEFUR
VERIÐ GERÐ FYRIRSÁT!
EINS OG FERNINGAR!
DÆS
STYNJ
Á
Víkverji botnar takmarkað í klaka-mynduninni á bílastæðinu fyrir
utan híbýli hans.
x x x
Þegar veður er umhleypingasamt,sem er nú ekki beinlínis óþekkt á
höfuðborgarsvæðinu á veturna, þá
skilur það eftir sig klaka á stéttum og
bílastæðum.
x x x
En klakamyndunin er stórfurðuleg ábílastæði Víkverja. Jafnvel þótt
klakinn hafi minnkað verulega á 95%
hluta svæðisins þá verður iðulega eftir
klakabunga.
x x x
Bungan er gjarnan mjög myndarlegog verður á stærð við hraða-
hindrun með tilheyrandi óþægindum
fyrir bifreiðar og reiðhjól.
x x x
Hún er auk þess alla jafna mjög líf-seig og gefur ekki eftir fyrr en í
kringum þjóðhátíðardaginn.
x x x
Víkverja er skapi næst að fá góðanveðurfræðing til að greina fyrir-
bærið. Til dæmis Harald „Batman“
eða Einar „roðbrók“ ef þeir eru ekki
störfum hlaðnir nú þegar veðurfræð-
ingar hafa hreinlega misst töluna á
öllum þeim lægðum sem heimsótt
hafa eyjuna í vetur.
x x x
Þótt axlir kunningja Víkverja gróismátt og smátt má eins og áður
minna sveitarstjórnarmenn á að at-
kvæði gætu falist í því að fara í aðferð-
ir gegn hálkunni. Færri beinbrot ættu
að teljast af hinu góða.
x x x
Okkar glæsilegi borgarstjóri hefurreyndar í nógu að snúast, það
þarf að smúla út úr óvenjumörgum
hornum þessa dagana. Einhverjir
grallaraspóar hafa til dæmis verið að
senda gamla pönkara inn á fundi hjá
honum í einu alfínasta draugahúsi
borgarinnar. Leiðinlegt þegar glæsi-
menni í pólitíkinni þurfa að ganga
einnig í störf útkastara ofan á allt ann-
að. Nóg er nú samt af vandamálum í
borgarkerfinu. vikverji@mbl.is
Víkverji
Innan skamms mun heimurinn ekki
sjá mig framar. Þér munuð sjá mig
því ég lifi og þér munuð lifa.
(Jóh: 14.19)