Morgunblaðið - 16.02.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.02.2018, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2018 Stjórnendur Kvikmyndahátíð- arinnar í Berlín, sem hófst í gær og stendur til 25. febrúar, hafa skipu- lagt ýmsa viðburði og umræður meðan á hátíðinni stendur þar sem sjónum verður beint að kynferðis- legri áreitni og ofbeldi. Frá þessu greinir Politiken og er á það bent að hátíðin sé sú stærsta sem haldin er síðan #metoo-byltingin hófst seint á síðasta ári. Að sögn Dieters Koss- lick, framkvæmdastjóra hátíðar- innar, er þetta gert til að undir- strika að hátíðinni sé ætlað að stuðla að umburðarlyndi og fjöl- breytileika. Í frétt Politiken kemur fram að stjórnendur hátíðarinnar hafi þurft að hætta við sýningu fimm mynda vegna ásakana um ósæmilega hegð- un í garð leikstjóra eða leikara. Alls keppa 19 myndir um Gullbjörninn. Þýska leikkonan Claudia Eisinger lagði til að rauða dreglinum væri í ár skipt út fyrir svartan til að mót- mæla kynferðislegu ofbeldi en því höfnuðu stjórnendur hátíðarinnar. Samkvæmt frétt The Guardian hefur þýska leikkonan Anna Brüggemann hrundið af stað átak- inu #NobodysDoll (sem þýða mætti sem „ekki puntudúkka neins“) sem ætlað er að storka „glápi feðraveld- isins“. Segir hún tískusýningarnar á rauða dreglinum færa kvikmynda- bransann aftur til miðju síðustu ald- ar. „Ætlast er til að konur klæðist þröngum, flegnum kjólum og staul- ist áfram á ómögulegum hælum til að ganga í augu þeirra sem eiga að dæma hvort þær séu söluhæfar eða ekki. Það er kominn tími til að klæðnaðurinn verði fjölbreyttari og að við getum horft upp til stefnu- fastra kvenna sem þora að fara sín- ar eigin leiðir,“ segir Brüggemann og hvetur konur í kvikmyndabrans- anum til að klæðast hverju því sem þeim þyki þægilegast hvort sem það eru gallabuxur og kúrekastígvel eða stuttermabolur og strigaskór. „Það er heldur ekkert að því að klæðast flegnum flíkum. Aðalatriðið er að konunum líði vel í fötunum,“ segir Brüggemann. Ofannefndur Dieter Kosslick und- irstrikar að ólíkt stjórnendum Kvik- myndahátíðarinnar í Cannes hafi stjórnendur hátíðarinnar í Berlín aldrei gert kröfu um hælaháa skó á rauða dreglinum. Segir hann fólki í kvikmyndabransanum velkomið að klæðast hverju sem er á rauða dreglinum. „Við vísum hvorki kon- um í flatbotna skóm frá rauða dregl- inum né körlum í hælaháum skóm.“ Brüggemann bendir á að málið snúist ekki bara um skrifleg boð og bönn, heldur fyrirmyndir. „Átak mitt snýst um að skoða hvenær kon- ur verða að viðfangi sem körlum finnst að þeir hafi rétt á að nota,“ segir Brüggemann og leggur áherslu á að konur verði að hafa frelsi til að stjórna eigin útliti. „Jafnrétti hefst þegar konur hætta að hugsa um líkama sinn sem eitt- hvað sem þær þurfi sífellt að bæta.“ AFP Dómnefnd Þýska kvikmyndahátíðin hófst í 68. sinn í gær. Dómnefnd hátíð- arinnar skipa þetta árið (í fremri röð frá vinstri) belgíska leikkonan Cecile de France, þýski leikstjórinn Tom Tykwer sem jafnframt er formaður dóm- nefndar, bandaríski framleiðandinn Adele Romanski, (í aftari röð f.v.) spænski leikstjórinn Chema Prado, bandaríski kvikmyndagagnrýnandinn Stephanie Zacharek og japanska tónskáldið Ryuichi Sakamoto. Fókus á kynferðis- legt ofbeldi í Berlín The Shape of Water Nýjasta kvikmynd leikstjórans Gu- illermo del Toro hefur hlotið fjölda verðlauna og er tilnefnd til Óskars- verðlauna í 13 flokkum. Sögusvið myndarinnar er háleynileg rann- sóknarstöð í Bandaríkjunum í upp- hafi sjöunda áratugar síðustu aldar og segir af mállausri verkakonu, Elisu, sem sér þar um þrif. Í stöð- inni er dularfull sjávarvera í mannsmynd til rannsóknar og heillast Elisa af henni. Milli þeirra myndast einkar sérstakt ástarsam- band og ákveður Elisa að bjarga verunni þegar hún kemst að því að líf hennar er í hættu. Hefst þá spennuþrungin atburðarás. Með að- alhlutverk fara Doug Jones, Sally Hawkins, Michael Shannon og Oc- tavia Spencer. Metacritic: 87/100 Black Panther Nýjasta ofurhetjumyndin úr smiðju Marvel og sú fyrsta um ofurhetjuna Black Panther, eða Svarta pardus- inn. T’Challa, konungur Wakanda, snýr aftur til heimalands síns eftir andlát föður síns og á hann erfitt verkefni fyrir höndum, að sameina ættbálka landsins í baráttu gegn mönnum sem ógna ekki aðeins ríki hans heldur öllum heiminum. Leik- stjóri myndarinnar er Ryan Coog- ler og með aðalhlutverk fara Chad- wick Boseman, Lupita Nyong’o, Michael B. Jordan, Danai Gurira, Martin Freeman, Andy Serkis, For- est Whitaker og Angela Bassett. Metacritic: 87/100 Söngsýningar og Tarkovsky Í Bíó Paradís verður boðið upp á nokkrar sérsýningar, í kvöld er það söngsýning á Mamma Mia! og á morgun verður önnur söngsýning, á Rocky Horror Picture Show. Kvikmyndaklúbburinn Svartir sunnudagar sýnir svo Offret, eða Fórnina, eftir leikstjórann Andrei Tarkovsky á sunnudaginn. Vatnavera í mannslíki og Svarti pardusinn Bíófrumsýningar Ástarsaga Úr verðlaunamyndinni The Shape of Water sem segir af sambandi vatnaveru og verkakonu. Wild Mouse Georg missir vinnuna sem tónlistargagnrýnandi á þekktu dagblaði í Vínarborg. Bíó Paradís 20.00 Podatek od milosci Bíó Paradís 20.00 Call Me By Your Name Athugið að myndin er ekki með íslenskum texta. Metacritic 93/100 IMDb 8,3/10 Bíó Paradís 17.30, 22.30 Óþekkti hermaðurinn Sögusviðið er stríðið milli Finnlands og Sovétríkjanna 1941-1944. Morgunblaðið bbbnn Bíó Paradís 17.30, 22.30 In the Fade Metacritic 63/100 IMDb 7,2/10 Bíó Paradís 17.45 Mamma Mia! Sing along sýning. Bíó Paradís 20.00 The Post 12 Yfirhylming sem náði yfir setu fjögurra Bandaríkja- forseta í embætti, varð til þess að fyrsti kvenkyns dag- blaðaútgefandinn og metnaðarfullur ritstjóri, lentu í eldlínunni. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 83/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Kringlunni 17.30, 20.00, 22.30 Winchester 16 Sérlunduð kona sem erfir fyrirtæki sem framleiðir skotvopn, telur að draugar fólks sem var drepið með Winchester rifflum, ásæki sig. Metacritic 28/100 IMDb 5,3/10 Sambíóin Egilshöll 22.35 Sambíóin Akureyri 22.20 Den of Thieves 16 Metacritic 50/100 IMDb 7,3/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.50 The 15:17 to Paris 12 Metacritic 45/100 IMDb 5,2/10 Sambíóin Álfabakka 20.30, 22.50 Sambíóin Egilshöll 17.50, 20.00, 22.10 Sambíóin Akureyri 20.00 Maze Runner: The Death Cure 12 Metacritic 52/100 IMDb 7,2/10 Laugarásbíó 22.35, 22.45 Smárabíó 19.30, 22.20 Molly’s Game 16 Metacritic 7/100 IMDb 7,6/10 Laugarásbíó 19.50 Three Billboards Outside Ebbing, Missouri 16 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 88/100 IMDb 8,4/10 Háskólabíó 18.10, 20.50 Bíó Paradís 22.00 The Commuter 12 Metacritic 68/100 IMDb 5,7/10 Laugarásbíó 22.35 The Shape of Water 16 Metacritic 86/100 IMDb 7,8/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 19.30 Smárabíó 22.30 Háskólabíó 18.00, 21.00 Jumanji: Welcome to the Jungle 12 Metacritic 58/100 IMDb 7,0/10 Smárabíó 19.40 Svanurinn 12 Morgunblaðið bbbmn IMDb 7,0/10 Háskólabíó 18.10 Bíó Paradís 22.30 The Greatest Showman 12 Metacritic 48/100 IMDb 8,0/10 Háskólabíó 18.00, 20.50 Star Wars VIII – The Last Jedi 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 85/100 IMDb 8,4/10 Sambíóin Álfabakka 17.20 Lói – þú flýgur aldrei einn Lói er ófleygur þegar haustið kemur og farfuglarnir fljúga suður á bóginn. Morgunblaðið bbbbn Laugarásbíó 15.50, 18.00 Smárabíó 15.30, 17.40 Borgarbíó Akureyri 18.00 Bling Sambíóin Álfabakka 15.40, 18.00 Sambíóin Egilshöll 17.50 Sambíóin Akureyri 18.00 Sambíóin Keflavík 17.30 Ævintýri í Undirdjúpum IMDb 4,0/10 Sambíóin Álfabakka 15.50 Paddington 2 Metacritic 89/100 IMDb 8,1/10 Laugarásbíó 15.50, 17.45 Smárabíó 15.00, 17.00 Ferdinand Metacritic 58/100 IMDb 6,8/10 Smárabíó 17.10 Svona er lífið Morgunblaðið bbbbn Háskólabíó 20.40 T’Challa, nýr konungur í Wakanda, þarf að vernda land sitt frá óvinum bæði erlendis frá sem og innanlands. Metacritic 87/100 IMDb 7,1/10 Laugarásbíó 17.00, 19.50, 22.35 Sambíóin Álfabakka 17.00, 20.00, 22.50 Sambíóin Egilshöll 17.00, 18.00, 20.00, 21.00, 22.45 Sambíóin Kringlunni 16.40, 19.30, 22.20 Sambíóin Akureyri 16.40, 19.30, 22.20 Sambíóin Keflavík 16.40, 19.30, 22.20 Smárabíó 16.30, 17.25, 19.10, 19.50, 22.00, 22.30 Black Panther 12 Fifty Shades Freed 16 Christian og Ana eru hamingjusamlega gift en draugar fortíð- arinnar ásækja þau og hóta að eyðileggja líf þeirra. Metacritic 34/100 IMDb 3,6/10 Laugarásbíó 20.00, 22.15 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 22.00 Smárabíó 20.00, 22.30 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.10 Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio Darkest Hour Í upphafi seinni heimsstyrj- aldarinnar hvíla örlög hins frjálsa heims á öxlum óreynds forsætisráðherra Bretlands, Winstons Churc- hills. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 75/100 IMDb 7,4/10 Sambíóin Egilshöll 20.00 Sambíóin Kringlunni 17.00, 19.40, 22.20 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.