Morgunblaðið - 03.03.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018
www.spanareignir.is
Einstakt tækifæri til að
eignast fallegt heimili í sólinni
Aðalheiður Karlsdóttir
löggiltur fasteignasali
adalheidur@spanareignir.is
sími: 893 2495
– aðeins 20 mín frá Alicante flugvelli.
GLÆSILEGT EINBÝLISHÚS Á EINNI HÆÐ.
Rúmgóð verönd. Stór og sólríkur lokaður
garður með einkasundlaug.
Stofa, borðstofa, gott eldhús.
Þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi.
Yfirbyggt bílastæði inni á lokaðri lóð.
Innbú getur fylgt eftir samkomulagi.
Miðstýrt ofnakerfi.
Ótal golfvellir á svæðinu.
Stutt á strönd.
LA MARINA Á SPÁNI
Verð: Ikr. 38.400.000,-
VIÐ HÖFUM SELT FASTEIGNIR Á SPÁNI SÍÐAN 2001.
ÞÚ ERT Í ÖRUGGUM HÖNDUM HJÁ OKKUR.
Landslagið á vinstri vængstjórnmálanna hefur löngum
verið mun litríkara en á hægri
vængnum. Flokkar hafa ítrekað
sundrast og sameinast síðustu
öldina eða svo og stofnað marg-
vísleg kosningabandalög þess á
milli.
Margskonar sellur, semstuddu ólíka kenningasmiði,
harðstjóra
eða fjölda-
morðingja
kommúnism-
ans og sósíal-
ismans, lifn-
uðu og dóu á
víxl þannig
að engir
nema rækilega innvígðir gátu
greint frumuskiptin til hlítar.
Seinni árin hefur minna borið áþessum hreyfingum yst á
vinstri væng stjórnmálanna, en
svo spratt fram Alþýðufylkingin
og fékk fylgi sem nam um það bil
einni hefðbundinni sellu.
En þetta var ekki nóg, því aðfyrrverandi stórmógúll úr
glannalegustu hliðum viðskipta-
lífsins taldi fullreynt með kapítal-
ismann og stofnaði eigin sellu.
Síðan fór sú sella í leiðangur tilað taka yfir verkalýðshreyf-
inguna í landinu, væntanlega til
að undirbúa byltinguna og breyta
kröfugöngunum í afturgöngur.
Og þá gerist það að reynt erað kljúfa atómið með því að
úthýsa meðlimum nýju sellunnar
úr sellu Alþýðufylkingarinnar.
Allt er þetta ákaflega skemmti-legt krydd í tilveruna. En
ætli þátttakendum þyki engum að
fortíðarþráin hafi gengið full-
langt?
Afturgöngurnar
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 2.3., kl. 18.00
Reykjavík 0 heiðskírt
Bolungarvík -1 alskýjað
Akureyri -2 snjókoma
Nuuk 2 alskýjað
Þórshöfn 2 alskýjað
Ósló -4 heiðskírt
Kaupmannahöfn -3 snjókoma
Stokkhólmur -4 heiðskírt
Helsinki -10 heiðskírt
Lúxemborg -5 snjókoma
Brussel -2 snjókoma
Dublin 0 snjókoma
Glasgow 1 alskýjað
London -1 snjókoma
París 8 skýjað
Amsterdam -1 heiðskírt
Hamborg -6 heiðskírt
Berlín -4 heiðskírt
Vín -5 snjókoma
Moskva -10 heiðskírt
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 5 rigning
Barcelona 13 léttskýjað
Mallorca 14 skýjað
Róm 12 skýjað
Aþena 15 skýjað
Winnipeg -8 skýjað
Montreal -1 alskýjað
New York 2 þoka
Chicago 2 skýjað
Orlando 22 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
3. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:28 18:52
ÍSAFJÖRÐUR 8:38 18:52
SIGLUFJÖRÐUR 8:21 18:35
DJÚPIVOGUR 7:59 18:20
Nú líður að komu fyrsta skemmtiferðaskips árs-
ins, Magellan, til Reykjavíkur. Áætlað er að skipið
komi föstudaginn 9. mars og hafi sólarhrings við-
dvöl í Sundahöfn.
Hin eiginlega vertíð skemmtiferðaskipanna
hefst ekki fyrr en 3. maí með komu Celebrity
Eclipse sem er risaskip, 122 þúsund bróttótonn
með tæplega 3.000 farþega.
Magellan er 221 metra langt og 28 metra breitt
skip, 40.052 tonn og er farþegarými skipsins fyrir
1.452 farþega.
Í ár eru áætlaðar 168 skipakomur til Faxaflóa-
hafna sf., með heildarrými fyrir 147.000 farþega.
Til samanburðar komu 135 farþegaskip til Faxa-
flóahafna á síðasta ári með alls 128.000 farþega.
Mestu tíðindi sumarsins verður koma skemmti-
ferðaskipsins MSC Meraviglia. Það er langstærsta
skemmtiferðaskip sem komið hefur til Reykjavík-
ur í brúttótonnum talið. Skipið er smíðað í Frakk-
landi og var tekið í notkun árið 2017. MSC Mera-
viglia er 171.598 brúttótonn og 315 metrar að
lengd, með rými fyrir rúmlega 4.500 farþega og í
áhöfn eru 1.540 manns. Káetur og svítur farþeg-
anna eru á 14 hæðum. Skipið mun koma þrisvar,
hingað, þ.e. 26. maí, 29. júní og 2. ágúst.
sisi@mbl.is
Fyrsta skipið er væntanlegt í næstu viku
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Magellan Fyrsta skemmtiferðaskipið á þessu ári
og er væntanlegt hingað í lok næstu viku.
Í sumar eru áætlaðar 168 komur skemmtiferðaskipa til Faxaflóahafna
Lögreglan á höf-
uðborgarsvæðinu
hefur fengið eina
tilkynningu
vegna grun-
samlegs manns
sem stóð úti á
götu og virtist
vera að taka
myndir af húsi.
Þegar húsráðandi ætlaði að ná tali af
manninum flýtti hann sér upp í bíl
og brunaði í burtu.
Fjallað var um málið í hópnum
„Vesturbærinn“ á Facebook í byrjun
vikunnar. Þar varaði málshefjandi
við manninum sem virtist vera að
grandskoða hús.
Fleiri höfðu tekið eftir svipuðum
mannaferðum fyrir utan heimili sín.
Til að mynda greindi maður frá því
að hann hefði tekið eftir svipuðum
mannaferðum fyrir utan heima hjá
sér í Kópavogi.
„Við höfum fengið eina tilkynn-
ingu út af þessu,“ segir Jóhann Karl
Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn
við mbl.is. Hann sagði að lögregla
gæti lítið aðhafst en hún þyrfti helst
að fá fleiri tilkynningar og bílnúmer
til þess. Jóhann segir að þessi til-
kynning tengist ekki innbrotum í
Hafnarfirði og Garðabæ.
Tók mynd-
ir af húsi
Grunsamlegar
ferðir í Vesturbæ