Morgunblaðið - 03.03.2018, Page 21

Morgunblaðið - 03.03.2018, Page 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018 Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Ís- lands, segist engan afslátt geta gefið þegar ásakanir um alvarlegan trúnað- arbrest, áreitni eða ofbeldi í tengslum við starf kirkjunnar koma upp. Þetta kemur fram í yfirlýsingu, sem biskup sendi frá sér í gær vegna gagnrýni úrskurð- arnefndar á máls- meðferð og niður- stöðu í a.m.k. einu af þeim fimm málum gegn séra Ólafi Jóhannssyni sem bárust fagráði þjóð- kirkjunnar um meðferð kynferðis- brota. Agnes segir afstöðu sína skýra, bisk- up hljóti ávallt að taka ásakanir um óviðeigandi háttsemi presta eða ann- arra starfsmanna kirkjunnar alvar- lega. „Það er í mínum huga óhugsandi að æðsti embættismaður kirkjunnar stígi til hliðar og bregðist ekki við ef ein- staklingur leitar til embættisins eftir hjálp við leysa úr erfiðum og viðkvæm- um málum.“ Samskipti presta við sókn- arbörn og samstarfsfólk á vettvangi kirkjunnar eigi að vera hafin yfir allan vafa og þar verði að ríkja algjört traust. „Ég vil standa vörð um rétt þeirra sem telja á sér brotið í samskiptum á kirkjulegum vettvangi og mun áfram leggja mitt af mörkum við að brjóta viðkvæm mál til mergjar.“ Biskup segir jafnframt að komi til áfrýjunar í umræddu máli muni hún leggja sig fram um að skýra aðkomu sína og afstöðu fyrir áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar. Skv. heimildum Morgunblaðsins rík- ir óvissa um framhald a.m.k. eins af þeim málum sem úrskurðarnefndin fjallaði um, en úrskurðað var að séra Ólafur væri sekur um siðferðisbrot. Óvissan sé m.a. til komin vegna rangr- ar málsmeðferðar fagráðs og biskups í einu málanna, þar sem í rökstuðningi biskups er vísað til vitneskju um fleiri mál, sem grundvöll þeirrar ákvörðunar sem hún tók um séra Ólaf. Almennt gildir að ekki má refsa tvisvar fyrir sama verknaðinn og því gæti orðið lögfræðilegt viðfangsefni að finna út hvort beita megi séra Ólaf úr- ræðum vegna mála sem biskup hafði vitneskju um og vísaði til í ákvörðun sinni. Óhugsandi að stíga til hliðar  Málsmeðferðarreglur til trafala Agnes M. Sigurðardóttir Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–16 Allir velkomnir Þórunn Bára Björnsdóttir Boðskort Sýningaropnun 3. mars kl. 14 Náttúruskynjun Sýning í Gallerí Fold 3. - 17. mars Flytjendur Nemendaóperan ásamt sinfóníusveit Miðasala í Hörpu • sími 528 5050 songskolinn.is songskolinn@songskolinn.is sími 552 7366 Söngskólinn í Reykjavík Johann Strauss LEÐURBLAKAN ...ein vinsælasta óperetta allra tíma Sýningar í Hörpu • Norðurljósum mánudaginn 5. mars kl. 19.30 þriðjudaginn 6. mars kl. 19.30 Atvinna ÚR BÆJARLÍFINU Björn Björnsson Sauðárkróki Þessa dagana standa yfir veru- legar endurbætur á Sundlaug Sauð- árkróks sem lengi hefur þurft að bíða gagngerðra endurbóta. Segja má að oftast hafi það verið rætt í aðdrag- anda hverra sveitarstjórnarkosninga að ekki yrði lengur undan vikist að gera nú þessari gömlu heilsurækt verulega til góða, en svo sem oft vill verða þóttu framkvæmdir dýrar og annað meira aðkallandi.    Það er fyrirtækið K-tak, sem annast framkvæmdina, gerður er nýr inngangur, og allt sundlaugarhúsið tekið í gegn, utan laugarkersins. Breytingar eru gerðar á búnings- klefum, sem nú verða allir á annarri hæð ásamt afgreiðslu og vaktstofu. Gott aðgengi fatlaðra verður að öllum rýmum, skipt er um allar lagnir, gólf- efni, hurðir og glugga, ásamt því að komið verður fyrir lyftu sem alltaf hefur vantað.    Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdum verði að mestu lokið fyrir Landsmót á komandi sumri, en verk- lok eru áætluð 15. ágúst nk. Heildar- framkvæmdin, þ.e. sá áfangi sem nú er í gangi og sá sem síðar verður ráð- ist í framkvæmdir við, en það eru vað- laugar rennibrautir og fleiri heitir pottar, mun kosta um 600 milljónir.    Á fimmtudag landaði hið nýja og glæsilega skip Fisk Seafood, Drang- ey, um 120 tonna afla til landvinnslu félagsins þar af þorskur og ufsi 105 tonn, en á mánudag landaði Málmey rúmlega 200 tonnum, en mánudagur og fimmtudagur eru hinir venju- bundnu löndunardagar skipanna,    Þónokkrar framkvæmdir eru fyrirhugaðar við höfnina, m.a. eru væntanlegir menn frá Köfunarþjón- ustunni einhvern næstu daga til að gera við stálþil á aðalviðlegukanti hafnarinnar sem hafa farið nokkuð illa vegna tæringar, og einnig hafa verið tekin botnsýni úr höfninni vegna fyrirhugaðrar dýpkunar sem vænst er til að farið geti fram í sumar og verði lokið fyrir næsta vetur. Að sögn hafnarvarðar er afkoma hafnarinnar góð og voru tekjur henn- ar 45-46 milljónir á sl. ári.    Hjá hinu gróna fyrirtæki Steinull hf. sem nú hefur starfað á fjórða áratug verða hinn 31. mars þær breytingar að Einar Einarsson framkvæmdastjóri lætur af störfum, en hann hefur verið starfsmaður fyr- irtækisins allt frá stofnun, en síðast- liðin tæp 30 ár, frá hausti 1988, fram- kvæmdastjóri. Við starfi Einars tekur Stefán Logi Haraldsson. sem verið hafur framkvæmdastjóri Límt- rés Vírnets í Borgarnesi.    Afkoma fyrirtækisins hefur verið mjög góð um árabil og fram- leiðsla og sala síðastliðins árs á pari við það sem var á árunum 2006-2007, og verksmiðjan fór í gegnum hið margumtalaða og fræga hrun án tap- rekstrar. Afkoma síðasta árs var einnig mjög góð þrátt fyrir tvær al- varlegar bilanir í október sl. sem urðu vegna sendingar á gölluðum raf- skautum. Í fyrirtækinu er nú unnið á þremur vöktum og eru starfsmenn 36.    Allmiklar framkvæmdir eru á vegum sveitarfélagsins. Tekinn verð- ur í notkun á vordögum nýr upphit- aður gervigrasvöllur, en hann ásamt endurbótum á sundlauginni, og mal- bikun á bílastæðum og plönum við íþróttahús og Árskóla mun gera íþróttasvæði bæjarins glæsilegra en áður. Þá eru áætlaðar allmiklar mal- bikunarframkvæmdir bæði á Sauð- árkróki og annars staðar í sveitarfé- laginu.    Fullhönnuð verður viðbygging við Grunnskólann austan vatna á Hofsósi fyrir nýjan leikskóla og byggður verður nýr körfuboltavöllur við Varmahlíðarskóla ásamt því að skipt verður um laugarkerfi í sund- lauginni þar. Auk malbikunar við íþrótta- svæðið verða slíkar framkvæmdir á verndarsvæði á höfninni og á nokkr- um götum sem þurfa nú endurbóta við.    Þá eru áætlaðar 80 milljónir í endurbætur á „Gamla samlaginu“ við Aðalgötuna en þar eru aðgerðir sem miða að því að fegra og bæta útlit hússins og forða því frá frekari skemmdum.    Sveitarfélagið var með ágætlega jákvæðan rekstur á sl. ári og gerði fjármálastjóri ráð fyrir yfir 100 millj- óna rekstrarafgangi, þannig að Skag- firðingar láta sig engu skipta þó að sí- fellt skipti veður um ham, með roki, rigningu eða hríð, því að dag er tekið að lengja verulega og vorið fram- undan. Sundlaugin endurbætt Morgunblaðið/Björn Björnsson Sauðárkrókur Miklar endurbætur fara nú fram á Sundlaug Sauðárkróks.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.