Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018 Í lausu lofti Göturnar í borginni eru með þeim skítugri en reynt er að halda glugg- um háhýsis við Grandaveg í Reykjavík hreinum með þvotti, þegar færi gefst. Hari Hvað hefði gerst ef Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, hefði auglýst inni á Facebook- síðu flokksins eftir frambjóðendum í stjórnarkjöri Efl- ingar? Hann hefði sent inn þau skila- boð að stjórn Efl- ingar hefði brugðist fólkinu í fé- laginu og það þyrfti að hreinsa þessa óværu úr stjórninni. Hann hefði síðan beðið óánægt fólk í Efl- ingu að gefa sig fram til að velta stjórninni. Gefa sig fram með því að senda honum eða Sjálfstæð- isflokknum skilaboð. Hefði ekki allt orðið vitlaust? Hefði almenn- ingur í landinu sætt sig við það að Sjálfstæðisflokkurinn hæfi með þessu móti beina árás á stjórn stéttarfélags? Hann hefði líka get- að gert meira. Haft samband við formenn stéttarfélaga á Akranesi og VR og beðið þá um að koma í bandalag með sér. Hvað haldið þið nú, góðir lesendur og landsmenn, að hefði gerst við þessa árás stjórnmálaflokks, annars en Sósí- alistaflokksins inn í sjálfstætt stéttarfélag? Ef Bjarni Ben hefði nú gert bandalag við vini sína til dæmis á leiðandi miðlum eins og Visi.is og á Fréttablaðinu um að birta bara falsfréttir um A-lista- framboðið í Eflingu en hampa mótframboðinu. Hvað hefði gerst? Er ekki sama Jón og séra Jón!? Svari nú hver fyrir sig. Halda mætti að þetta væri al- veg galin samlíking! En svo er ekki. Það var nefnilega nákvæm- lega þannig sem það gerðist að Sósíalistaflokkurinn hóf árásina á stjórn Eflingar. Það má halda áfram með samlíkinguna og spyrja hvort Sjálfstæðisflokkur- inn hefði fengið aðgang að félags- skrá Eflingar og kjörskrá. Þá má spyrja hvort hann hefði fengið lista yfir alla trúnaðarmenn Efl- ingar. En mótframboð stjórnar Eflingar í B-lista hef- ur talið mikla ósvinnu að þau fá ekki afhentan lista trúnaðarmanna til eigin brúks í stjórn- málaflokki! Efling telur enga heimild til að afhenda lista trún- aðarmanna með innri upplýsingum um fé- lagið, hvorki til A lista né B lista í félag- inu eða stjórnmála- flokka. Þessu er líkt við það í mót- framboðinu í Eflingu að skrifstofa og starfsmenn leggi nú stein í götu B-listans í kosningabaráttunni. Er heil brú í þessu? En af hverju urðu þá lítil sem engin viðbrögð við því þegar ann- ar leiðtogi stjórnmálaflokks aug- lýsti eftir fólki í stjórnarkjöri Efl- ingar? Er það vegna þess að hann heitir Gunnar Smári Egilsson en ekki Bjarni Benediktsson? En þetta gerði sá sami Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíal- istaflokks Íslands, á Facebook- síðu flokksins 22. janúar sl. Hann hélt þeirri iðju áfram þar til fólk gaf sig fram í framboðið. Innan verkalýðshreyfing- arinnar er fólk úr öllum stjórn- málaflokkum. Þau sem styðja stjórnmálaflokka og eru í forystu verkalýðsfélaga eiga það öll sam- eiginlegt að þau eru fyrst og fremst að berjast fyrir málstað verkafólks og koma sjónarmiðum launafólks til skila. Það er almennt dauðadómur yfir fólki í forystu stéttarfélags að láta nota sig í flokkspólitískum tilgangi. Það virkar nefnilega ekki í hina áttina að líta á verkalýðshreyfinguna sem vettvang til að afla stjórn- málaflokkum fylgis. Það væri óvirðing við alla þá baráttu verka- fólks í gegnum tíðina að taka þátt í henni einungis í þeim tilgangi að koma flokkspólitískum viðhorfum á framfæri og reyna að stuðla að uppgangi stjórnmálaflokks á kostnað samtaka launafólks. Verkalýðsbarátta er alltaf pólitísk í eðli sínu. En hún er ekki flokks- pólitísk. Þann 8. febrúar hvatti Gunnar Smári enn og aftur fólk til að styðja B-framboðið á Facebook- síðu Sósíalistaflokksins. Hann er stjórnandi stuðningssíðu B-listans á Facebook. Hann hefur einnig hvatt fólk til að gefa peninga til styrktar B-framboðinu. Það myndi nú heyrast í fólki ef aðrir leiðtogar stjórnmálaflokka myndu skipta sér með svo afdráttarlaus- um hætti af stjórnarkjöri í verka- lýðsfélagi. Hvað ef Bjarni Ben. hefði opinberlega safnað saman sjálfstæðismönnum til að bjóða sig fram í Eflingu og hefði svo lýst op- inberlega yfir stuðningi við fram- boðið sem hann bjó til og beðið fólk um að gefa því peningana sína? Finnst fólki þetta í lagi? Að lokum þetta. Myndi það líð- ast nokkrum öðrum en róttækum sósíalistum með afskræmda hug- myndafræði sem lifir nú einungis á minjasöfnum í fyrrverandi aust- antjaldsríkjum, að fremja svona innbrot í sjálfstætt stéttarfélag? Því miður er allt of fáum ljóst sem styðja B-listann að hér er um ósvífin afskipti stjórnmálaafla að ræða. Fylgismenn þess láta einsk- is ófreistað til að koma sjálfstæðri stjórn verkalýðsfélags fyrir katt- arnef til að koma stjórnmálaflokki til valda í verkalýðshreyfingunni. Þess vegna styðjum við reynt fólk sem við getum treyst. Þess vegna styðjum við A-listann. Eftir Elínbjörgu Magnúsdóttur »Hvað ef Bjarni Ben. hefði op- inberlega safnað sam- an Sjálfstæðisfólki til að bjóða sig fram í Eflingu og beðið fólk um að gefa framboð- inu peningana sína? Elínbjörg Magnúsdóttir Höfundur á langan feril innan verkalýðshreyfingarinnar og var jafnan trúnaðarmaður eða tals- maður launafólks á sínum vinnu- stöðum. Hún situr í uppstilling- arnefnd Eflingar og í trúnaðarráði félagsins. Hvað hefði gerst ef Bjarni Ben. hefði reynt að fella stjórn Eflingar? Sá sem hér heldur á penna varð þess aðnjót- andi að kenna íslensku ásamt öðrum greinum í tæpan áratug fyrir hálfri öld við gagn- fræðastig og fram- haldsdeildir í Neskaup- stað. Nú deili ég áhyggjum fjölmargra um framtíð íslensk- unnar vegna örra tækni- og samfélagsbreytinga og ágengni hins enska málheims sem þeim tengist. Tölvutækni og netið leika hér lykilhlutverk en fyrirtækja- risarnir Facebook og Google ásamt með YouTube hirða nú um helming af auglýsingatekjum gegnum netið á heimsvísu. Aðferðafræði þessara auðhringa byggist á svonefndu al- grími (algorithmus) og blasir við hverjum manni sem notar leit- arvélar. Hún bitnar ekki síst á börn- um sem ánetjast auðveldlega. Að sögn þeirra sem best þekkja til vinn- ur kerfið nú sjálfvirkt, óháð mann- legum inngripum. (Christoph Drös- ser. Ausser Kontrolle. Die Zeit. 8. febr. 2018). En þrátt fyrir þessar ógnir dugar ekki að leggja árar í bát og fyrir lítið málsvæði eins og okkar skiptir sköpum að brugðist sé við með öll- um tiltækum ráðum, tæknilega og sam- félagslega. Hægagangur í tvo áratugi Íslenskt samfélag hefur brugðist seint og ómarkvisst við tækniþróun síðustu áratuga og þá ekki síst til varnar tungumálinu í tölvuheimum. Sem menntamálaráðherra reið þó Björn Bjarnason myndarlega á vaðið 1998 með því að hefja úttekt á stöðu mál- tækni og hrinda af stað tungutækni- áætlun í kjölfarið. Fjárveitingar voru hins vegar skornar við nögl og því skilaði þessi brýna atrenna takmörk- uðum árangri. Íslensk málnefnd und- ir forystu Guðrúnar Kvaran setti 2008 fram markvissar tillögur að ís- lenskri málstefnu og m.a. skrifaði Ei- ríkur Rögnvaldsson drög að kafla um íslensku í tölvuheiminum. Nefndin varaði við hægagangi á þessu sviði „og þar sem tölvutæknin sækir ört á í umhverfi okkar má búast við að enskan yfirtaki fleiri og fleiri þætti daglegs lífs.“ Tillögur málnefnd- arinnar undir kjörorðinu Íslenska til alls var samþykkt 2009, en aðgerðir stjórnvalda reyndust svifaseinar sem fyrr. Í skýrslu Máltækniseturs 2013 kom fram að lítill sem enginn stuðn- ingur væri hérlendis við íslenska máltækni. Meðal ástæðna var rakið að opinbert sjóðakerfi brygðist seint og ómarkvisst við umsóknum um verkefni á þessu sviði. Haustið 2014 skipaði menntamálaráðherra nefnd um notkun íslensku í stafrænni upp- lýsingatækni og 2016 bættist við stýrihópur þriggja sérfróðra ein- staklinga til að hafa umsjón með kortlagningu á máltækni og vali á tæknilegri útfærslu fyrir íslensku. Fyrir atbeina hópsins og tillögur er nú loks tekið að rofa til. Aðgerðaáætlun til 5 ára Í fyrravor kynnti menntamála- ráðuneytið tillögur nefndar um verk- áætlun um máltækni fyrir íslensku 2018-2022. Með henni er stigið stórt skref af opinberri hálfu í samvinnu við stofnanir og fyrirtæki til að koma upp innviðum fyrir íslenska mál- tækni. Markmiðið er að koma ís- lenskri máltækni í almenna notkun í tölvum og tækjum og skipuleggja frá upphafi hlutverk stofnana, háskóla, ríkis og atvinnulífs í því skyni. Í skýrslu um áætlunina segja höfundar m.a.: „Nú er svo komið að mál- tæknibúnaður er orðinn alltumlykj- andi og ljóst orðið að tungumál sem verða fyrir utan þróun á þessu sviði munu eiga erfitt uppdráttar á allra næstu árum.“ Hér er því í raun ekk- ert val. „Sækja þarf af festu og harð- fylgi að erlend stórfyrirtæki á svið- inu bjóði upp á íslensku í sínum kerfum með sama hætti og önnur tungumál.“ Gert er ráð fyrir að til verkefnisins verði varið samtals 2,3 milljörðum króna, þar af eru veittar til þess 450 m.kr. samkvæmt fjár- lögum í ár. Umsjón með framkvæmd áætlunarinnar verður falin sjálfs- eignarstofnuninni Almannarómur sem efnt var til 2014, m.a. til að tryggja að íslenska standi jafnfætis öðrum tungumálum í tækniheim- inum. Skólar og heimili í lykilhlutverki Þótt ofangreindar aðgerðir séu brýnar og nauðsynlegar koma þær fyrir lítið ef notendur íslenskunnar kasta henni fyrir róða og taka upp ensku í innbyrðis samskiptum. Þar gera hættumerki hvarvetna vart við sig eins og margir votta sem gerst mega vita. Ég minni á ummæli Bjart- eyjar Sigurðardóttur talmeinafræð- ings í Fréttablaðinu 20. febrúar sl. þess efnis að orðaforði barna sem eiga íslensku sem móðurmál sé sífellt að verða enskuskotnari. „Mörg börn á leikskólaaldri eru jafnvel með sterkari orðaforða á ensku en ís- lensku“ , segir hún. Úrslitin um framtíð tungumálsins ráðast þó um- fram allt á heimilunum og í samstarfi heimila og skóla. Lestur fyrir börn á ungum aldri og eftirlit með netnotk- un þeirra getur einnig skipt sköpum og í því samhengi er hóflegur vinnu- dagur foreldra mikilvæg forsenda. Fyrir hálfri öld voru ritgerðir og stí- læfingar drjúgur þáttur í íslensku- námi á öllum skólastigum og sendi- bréf gengu þá enn manna á milli. Sá tími er liðinn, en þörfin fyrir gott og agað málfar er áfram til staðar. Brýnasta verkefni Íslendinga nú um stundir er að tryggja grundvöll og viðhald tungu okkar og varðveita með því lykilinn að menningararf- inum. Ásamt með ríkinu hafa sveit- arfélögin sem umráðaaðilar leikskóla og grunnskóla hér mikilvægu hlut- verki að gegna. Á það er ástæða til að minna nú í aðdraganda sveitar- stjórnarkosninga að vori. Eftir Hjörleif Guttormsson »Úrslitin um framtíð tungumálsins ráðast þó umfram allt á heim- ilunum og í samstarfi heimila og skóla. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Fjölþætt og öflugt átak þarf til bjargar íslenskri tungu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.