Morgunblaðið - 05.04.2018, Page 10

Morgunblaðið - 05.04.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Nýjar vörur í hverri viku Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Lindon stretchbuxur Margar týpur og litir Stærðir 36-50 Verð frá 8.980    Tónlist er einnig í hávegum á há- tíðinni, opinberir tónleikar verða í Sjallanum og á Græna hattinum    Fjöldi tónlistarmanna kemur fram á tónleikunum; Aron Can, Emmsjé Gauti, JóiPé X Króli, Birn- ir, Úlfur Úlfur, Flóni, KÁ-AKÁ, GDRN, Young Karin, DJ SURA, Yung Nigo Drippinmm svo ein- hverjir séu nefndir. Þá verða tónlist- armenn á ferð í nýrri verslun 66 Norður og á Akureyri Backpackers á morgun, föstudag.    Akureyrarbæjar og Hollvina- félag Húna II hafa samið til 2020. Bærinn styrkir félagið vegna ýmissa verkefna í þágu bæjarbúa og um leið gerir samningurinn Húnamönnum kleift að standa undir rekstri bátsins og halda honum við.    Eitt af því sem framundan er hjá Húnamönnum er þátttaka í til- raunaverkefninu Að míga í saltan sjó, í samvinnu við ungmennahúsið Rósenborg. Það gengur út á að bjóða ungmennum, sem hafa verið í félagslegum vanda, að taka þátt í líf- inu um borð og fræðast. Morgunblaðið/Skapti Gert klárt Undirbúningur var á fullu í gær efst í Gilinu þar sem hápunktur hátíðarinnar verður á laugardagskvöld. Enn skal stokkið af stað  Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme um helgina  Hollvinir Húna II semja við bæinn og halda sínu striki Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Snilld Keppendur sýndu glæsileg til- þrif í fyrra á brettum og vélsleðum. Hér er Hákon Birkir Gunnarsson sem vann stökkkeppni sleðamanna. ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is AK Extreme, árleg snjóbretta- og tónlistarhátíð, hefur fest sig ræki- lega í sessi á Akureyri og fer nú fram enn einu sinni, í miðbænum og Hlíðarfjalli.    Hátíðin hefst í dag kl. 18.30 með fjallabruni á skíðasvæðinu í Hlíð- arfjalli, þar sem einnig verður grill- veisla fyrir þá sem gera sér ferð á svæðið til að fylgjast með.    Annað kvöld verða brettamenn á ferð efst í Gilinu og leika listir sínar, á sama stað og gámastökkið verður á laugardagskvöldið; hápunktur há- tíðarinnar, þar sem mikill fjöldi fólks hefur jafnan safnast saman til að horfa á og hefur verið boðið upp á mikil tilþrif. Að þessu sinni verða all- ir bestu brettamenn Íslands meðal keppenda, að sögn aðstandenda há- tíðarinnar, ásamt erlendum hetjum. Stéttarfélagið Framsýn boðar aukna hörku í komandi kjaraviðræð- um og málefnum lífeyrissjóða í harðorðri ályktun sem félagið sendi frá sér í gær: „Samtök atvinnurek- enda óttast breytingarnar sem framundan eru með nýju fólki í brúnni hjá öflugustu stéttarfélögum landsins. Það er vel, enda löngu tímabært að íslenska verkalýðs- hreyfingin hristi af sér doðann og bíti hraustlega frá sér. Látum þá skjálfa!“, segir í niðurlagi ályktunar sem ber yfirskriftina; Um vorið í ís- lenskri verkalýðshreyfingu. Þar segir að með kjöri á nýrri for- ystu í stærstu stéttarfélögum innan ASÍ sé að verða til ný sýn á baráttu verkafólks. ,,Þar er meðal annars talað fyrir löngu tímabærum breyt- ingum á lífeyrissjóðakerfinu.“ Lýsir Framsýn sig reiðubúna að starfa með nýju fólki að málefnum verka- fólks og breytingum. Sameining og gagnsæi lífeyrissjóða, reglur um há- marks-stjórnarsetu innan þeirra, ásamt siðferði í fjárfestingum lífeyr- issjóða séu atriði sem m.a. hafi verið félaginu hugleikin. Það sé t.a.m. sið- laust að forstjóri olíufélags fái greiddar bónusgreiðslur og hagnist með því persónulega á að halda niðri launum annarra starfsmanna, það gerist í skjóli lífeyrissjóða sem eru í eigu viðkomandi starfsmanna. „Það verður ekki síst verkefni nýrrar verkalýðshreyfingar að vinna á móti siðleysi af þessu tagi og skera upp lífeyrissjóðakerfið, þá með hags- muni sjóðfélaga að leiðarljósi.“ Hreyfingin bíti hraustlega frá sér  Boðar breytingar með nýju fólki í brúnni og uppskurð lífeyrissjóðakerfis Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Unglingar í Garðaskóla í Garðabæ hafa ekki farið í skólasund frá því á haustönninni 2016 vegna viðgerða á Ásgarðslaug. Brynhildur Sigurðardóttir, skóla- stjóri í Garðaskóla, segir að ekki hafi verið möguleiki á að fara með nemendurna annað. Í Garðaskóla eru nemendur á unglingastigi frá 8. til 10. bekkjar og er kennt eftir ein- staklings stundarskrá. Brynhildur segir að ef það hefði átt að koma sundinu inn með akstri til og frá hefðu unglingarnir þurft að vera í skólanum langt fram eftir degi sem hefði ekki gengið upp. Skortur á sundkennslu brýtur ekki í bága við aðalnámskrá grunn- skóla. „Svo lengi sem við kennum einhverjar íþróttir og svo lengi sem við náum að útskrifa nemendur með tíunda stig í sundi er þetta í lagi. Það þarf ekki að liggja ákveðið tímamagn á bak við þá áfanga sem nemendur þurfa að klára í sundi heldur snýst þetta um ákveðna hæfni. Nemendur í 10. bekk taka sundprófið um leið og Ásgarðslaug verður opnuð nú í apríl. Við vitum að langflestir unglinganna eru vel syndir og ná prófinu en þeir sem vantar eitthvað upp á hæfnina hjá fá sundtíma fram að skólalokum í vor og taka þá prófið.“ Í Garðaskóla og Flataskóla, sem er fyrir 1. til 7. bekk, eru hátt í 1.000 nemendur samtals. Brynhild- ur segir að það hafi verið hægara sagt en gert að ætla að koma þeim í aðrar sundlaugar eftir að Ásgarðs- laug var lokað, það séu allar sund- laugar í fullri notkun í skólasundi. Sundkennsla hluta vetrar Ólöf S. Sigurðardóttir, skólastjóri Flataskóla, segir alla bekki þar, ut- an 2. bekkjar, hafa verið í sundi í vetur en ekki fengið eins mikla sundkennslu og þau hefðu annars fengið. „Annar bekkur fékk meiri sundkennslu en hann átti að fá í fyrra en ekkert núna í vetur, en þau byrja svo þegar Ásgarðslaug verður opnuð og verða út skólaárið. Fyrsti bekkur er búinn að vera í sundi í all- an vetur en aðrir árgangar hafa fengið sundkennslu hluta vetrar.“ Ólöf segir að sundkennslunni hafi verið bjargað í vetur með herkjum en nemendurnir voru keyrðir í Álftaneslaug og Sjálandslaug. Þó að nemendurnir fái færri sundtíma en ella er gætt að því að þau fái sína íþróttatíma í hverri viku. „Ef sundið dettur út eru kenndar aðrar íþrótt- ir. Það fara t.d. allir bekkir í Bláfjöll einu sinni yfir veturinn á skíði og vorum við að ljúka síðustu skíða- ferðinni núna,“ segir Ólöf. Samkvæmt upplýsingum frá Garðabæ á að opna Ásgarðslaug formlega eftir breytingarnar sum- ardaginn fyrsta. Engin sundkennsla í vetur  Nemendur í Garðaskóla í Garðabæ hafa ekki fengið sundkennslu í vetur vegna lokunar Ásgarðslaugar Morgunblaðið/Ásdís Skólasund Allir grunnskólanemendur eiga að fá sundkennslu hvern vetur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.