Morgunblaðið - 05.04.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 05.04.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Nýjar vörur í hverri viku Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Lindon stretchbuxur Margar týpur og litir Stærðir 36-50 Verð frá 8.980    Tónlist er einnig í hávegum á há- tíðinni, opinberir tónleikar verða í Sjallanum og á Græna hattinum    Fjöldi tónlistarmanna kemur fram á tónleikunum; Aron Can, Emmsjé Gauti, JóiPé X Króli, Birn- ir, Úlfur Úlfur, Flóni, KÁ-AKÁ, GDRN, Young Karin, DJ SURA, Yung Nigo Drippinmm svo ein- hverjir séu nefndir. Þá verða tónlist- armenn á ferð í nýrri verslun 66 Norður og á Akureyri Backpackers á morgun, föstudag.    Akureyrarbæjar og Hollvina- félag Húna II hafa samið til 2020. Bærinn styrkir félagið vegna ýmissa verkefna í þágu bæjarbúa og um leið gerir samningurinn Húnamönnum kleift að standa undir rekstri bátsins og halda honum við.    Eitt af því sem framundan er hjá Húnamönnum er þátttaka í til- raunaverkefninu Að míga í saltan sjó, í samvinnu við ungmennahúsið Rósenborg. Það gengur út á að bjóða ungmennum, sem hafa verið í félagslegum vanda, að taka þátt í líf- inu um borð og fræðast. Morgunblaðið/Skapti Gert klárt Undirbúningur var á fullu í gær efst í Gilinu þar sem hápunktur hátíðarinnar verður á laugardagskvöld. Enn skal stokkið af stað  Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme um helgina  Hollvinir Húna II semja við bæinn og halda sínu striki Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Snilld Keppendur sýndu glæsileg til- þrif í fyrra á brettum og vélsleðum. Hér er Hákon Birkir Gunnarsson sem vann stökkkeppni sleðamanna. ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is AK Extreme, árleg snjóbretta- og tónlistarhátíð, hefur fest sig ræki- lega í sessi á Akureyri og fer nú fram enn einu sinni, í miðbænum og Hlíðarfjalli.    Hátíðin hefst í dag kl. 18.30 með fjallabruni á skíðasvæðinu í Hlíð- arfjalli, þar sem einnig verður grill- veisla fyrir þá sem gera sér ferð á svæðið til að fylgjast með.    Annað kvöld verða brettamenn á ferð efst í Gilinu og leika listir sínar, á sama stað og gámastökkið verður á laugardagskvöldið; hápunktur há- tíðarinnar, þar sem mikill fjöldi fólks hefur jafnan safnast saman til að horfa á og hefur verið boðið upp á mikil tilþrif. Að þessu sinni verða all- ir bestu brettamenn Íslands meðal keppenda, að sögn aðstandenda há- tíðarinnar, ásamt erlendum hetjum. Stéttarfélagið Framsýn boðar aukna hörku í komandi kjaraviðræð- um og málefnum lífeyrissjóða í harðorðri ályktun sem félagið sendi frá sér í gær: „Samtök atvinnurek- enda óttast breytingarnar sem framundan eru með nýju fólki í brúnni hjá öflugustu stéttarfélögum landsins. Það er vel, enda löngu tímabært að íslenska verkalýðs- hreyfingin hristi af sér doðann og bíti hraustlega frá sér. Látum þá skjálfa!“, segir í niðurlagi ályktunar sem ber yfirskriftina; Um vorið í ís- lenskri verkalýðshreyfingu. Þar segir að með kjöri á nýrri for- ystu í stærstu stéttarfélögum innan ASÍ sé að verða til ný sýn á baráttu verkafólks. ,,Þar er meðal annars talað fyrir löngu tímabærum breyt- ingum á lífeyrissjóðakerfinu.“ Lýsir Framsýn sig reiðubúna að starfa með nýju fólki að málefnum verka- fólks og breytingum. Sameining og gagnsæi lífeyrissjóða, reglur um há- marks-stjórnarsetu innan þeirra, ásamt siðferði í fjárfestingum lífeyr- issjóða séu atriði sem m.a. hafi verið félaginu hugleikin. Það sé t.a.m. sið- laust að forstjóri olíufélags fái greiddar bónusgreiðslur og hagnist með því persónulega á að halda niðri launum annarra starfsmanna, það gerist í skjóli lífeyrissjóða sem eru í eigu viðkomandi starfsmanna. „Það verður ekki síst verkefni nýrrar verkalýðshreyfingar að vinna á móti siðleysi af þessu tagi og skera upp lífeyrissjóðakerfið, þá með hags- muni sjóðfélaga að leiðarljósi.“ Hreyfingin bíti hraustlega frá sér  Boðar breytingar með nýju fólki í brúnni og uppskurð lífeyrissjóðakerfis Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Unglingar í Garðaskóla í Garðabæ hafa ekki farið í skólasund frá því á haustönninni 2016 vegna viðgerða á Ásgarðslaug. Brynhildur Sigurðardóttir, skóla- stjóri í Garðaskóla, segir að ekki hafi verið möguleiki á að fara með nemendurna annað. Í Garðaskóla eru nemendur á unglingastigi frá 8. til 10. bekkjar og er kennt eftir ein- staklings stundarskrá. Brynhildur segir að ef það hefði átt að koma sundinu inn með akstri til og frá hefðu unglingarnir þurft að vera í skólanum langt fram eftir degi sem hefði ekki gengið upp. Skortur á sundkennslu brýtur ekki í bága við aðalnámskrá grunn- skóla. „Svo lengi sem við kennum einhverjar íþróttir og svo lengi sem við náum að útskrifa nemendur með tíunda stig í sundi er þetta í lagi. Það þarf ekki að liggja ákveðið tímamagn á bak við þá áfanga sem nemendur þurfa að klára í sundi heldur snýst þetta um ákveðna hæfni. Nemendur í 10. bekk taka sundprófið um leið og Ásgarðslaug verður opnuð nú í apríl. Við vitum að langflestir unglinganna eru vel syndir og ná prófinu en þeir sem vantar eitthvað upp á hæfnina hjá fá sundtíma fram að skólalokum í vor og taka þá prófið.“ Í Garðaskóla og Flataskóla, sem er fyrir 1. til 7. bekk, eru hátt í 1.000 nemendur samtals. Brynhild- ur segir að það hafi verið hægara sagt en gert að ætla að koma þeim í aðrar sundlaugar eftir að Ásgarðs- laug var lokað, það séu allar sund- laugar í fullri notkun í skólasundi. Sundkennsla hluta vetrar Ólöf S. Sigurðardóttir, skólastjóri Flataskóla, segir alla bekki þar, ut- an 2. bekkjar, hafa verið í sundi í vetur en ekki fengið eins mikla sundkennslu og þau hefðu annars fengið. „Annar bekkur fékk meiri sundkennslu en hann átti að fá í fyrra en ekkert núna í vetur, en þau byrja svo þegar Ásgarðslaug verður opnuð og verða út skólaárið. Fyrsti bekkur er búinn að vera í sundi í all- an vetur en aðrir árgangar hafa fengið sundkennslu hluta vetrar.“ Ólöf segir að sundkennslunni hafi verið bjargað í vetur með herkjum en nemendurnir voru keyrðir í Álftaneslaug og Sjálandslaug. Þó að nemendurnir fái færri sundtíma en ella er gætt að því að þau fái sína íþróttatíma í hverri viku. „Ef sundið dettur út eru kenndar aðrar íþrótt- ir. Það fara t.d. allir bekkir í Bláfjöll einu sinni yfir veturinn á skíði og vorum við að ljúka síðustu skíða- ferðinni núna,“ segir Ólöf. Samkvæmt upplýsingum frá Garðabæ á að opna Ásgarðslaug formlega eftir breytingarnar sum- ardaginn fyrsta. Engin sundkennsla í vetur  Nemendur í Garðaskóla í Garðabæ hafa ekki fengið sundkennslu í vetur vegna lokunar Ásgarðslaugar Morgunblaðið/Ásdís Skólasund Allir grunnskólanemendur eiga að fá sundkennslu hvern vetur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.