Morgunblaðið - 24.04.2018, Page 15

Morgunblaðið - 24.04.2018, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2018 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is Meira til skiptanna Tveir prestar eru í kjöri í síðari umferð kosninga til vígslubisk- ups í Skálholtsumdæmi. Kjörið hófst í gær og lýkur 7. maí. Kosið er með póstkosningu og liggja úrslit fyrir um miðjan maí. Í kjöri eru þeir tveir prestar sem efstir urðu í fyrri umferð, Kristján Björnsson, sóknar- prestur í Eyrarbakkaprestakalli, og Eiríkur Jóhannsson, prestur við Háteigskirkju. Séra Kristján fékk flest atkvæði í fyrri um- ferðinni en vantaði 17 atkvæði upp á hreinan meirihluta. Tveir vígslubiskupar eru í Þjóðkirkjunni og hafa aðsetur á hinum fornu biskupsstólum, í Skálholti og Hólum í Hjaltadal. Þeir hafa tilsjón með kristni- haldi í umdæmum sínum og eiga að vera biskupi til aðstoðar um kirkjuleg málefni og annast þau biskupsverk er biskup Íslands felur þeim. helgi@mbl.is Tveir prestar í kjöri til vígslubiskups í Skálholtsumdæmi Ný nöfn voru um helgina skráð á farandbikarinn sem Íslandsmeist- arar í brids varðveita í eitt ár, þegar sveit Kjarans varð hlutskörpust á Íslandsmótinu í sveitakeppni. Tólf sveitir spiluðu í úrslitakeppn- inni og eftir að þær höfðu allar spilað saman einfalda umferð spiluðu fjór- ar efstu sveitirnar um Íslandsmeist- aratitilinn. Sveit Kjarans var efst að loknum fyrri hluta úrslitanna. Hún vann síðan alla leikina þrjá í loka- úrslitunum og var því verðugur sig- urvegari. Í sveit Kjarans spiluðu Bergur Reynisson, Guðjón Sigurjónsson, Rúnar Einarsson, Skúli Skúlason, Stefán G. Stefánsson og Vignir Hauksson. Enginn þeirra hefur unn- ið Íslandsmótið í sveitakeppni áður. Í öðru sæti varð sveit Hótels Ham- ars og í 3. sæti sveit J.E. Skjanna. Ný nöfn á Íslands- bikarinn Bridsmeistarar Íslandsmeistararnir í bridssveit Kjarans með verðlaun sín. Frá vinstri eru Skúli Skúlason, Vignir Hauksson, Bergur Reynisson, Stefán G. Stefánsson, Guðjón Sigurjónsson og Rúnar Einarsson. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Stjórnarkjöri í VM, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, lauk sl. sunnu- dag en úrslit verða ekki opinberuð fyrr en á aðalfundi félagsins á morg- un. Tveir voru í kjöri til formanns; Guðmundur Helgi Þórarinsson vél- fræðingur og Guðmundur Ragnars- son, núverandi formaður, sem gefur kost á sér áfram en hann hefur verið formaður félagsins frá 2008. Mikil ólga á vinnumarkaði „Það er undirliggjandi mikil ólga á íslenskum vinnumarkaði og endur- nýjun kjarasamninga mun væntan- lega verða mjög erfið á næsta ári. Að hið svokallaða SALEK sé nánast dautt var mörgum að kenna en sennilega á pólitíkin mestan þátt í því hvernig sú vegferð fór,“ segir Guðmundur Ragnarsson í ávarpi í ársskýrslu VM, sem lögð verður fram á aðalfundinum á morgun. Ær- ið verkefni sé framundan að skipa samninganefndir og móta kröfur í öllum kjarasamningum VM áður en samningar renna út. „Síðan á eftir að sjá hverjir ætla að vinna saman og hver ætlar að fara fyrstur. Það eru því spennandi tímar framundan. Síðan er stóra málið sem öll stéttarfélög eru að kljást við, en það er að fá félagsmennina eða bak- landið til að vera virkara og mæta á fundi. Við höfum reynt ýmislegt hjá VM til að ná athygli félagsmanna en ekkert virkar. Það þýðir ekki að gef- ast upp í þessu verkefni, það verður að halda áfram að koma því á fram- færi að félagið verður miklu sterkara ef félagsmennirnir taka þátt í starfi þess,“ segir hann í ársskýrslunni. Viðræður um bókanir við SFS vegna vélstjóra ganga ekkert Fram kemur að viðræður félags- ins við Samtök fyrirtækja í sjávar- útvegi um bókanir í kjarasamningi vélstjóra á fiskiskipum ganga ekk- ert. „Þetta eru mikil vonbrigði, það hefur ekki staðið á okkur að reyna að koma krafti í vinnuna. Ég hefði hald- ið að þar sem bókanirnar voru það stór þáttur í síðasta kjarasamningi viti útgerðarmenn hvað bíður þeirra í lok samningsins ef engu verður lok- ið af þeim,“ segir hann. Um 3.400 félagsmenn eru í VM og starfa rúmlega 80% félagsmanna í landi og rúmlega 19% á sjó. Reyna að ná at- hygli félagsmanna en ekkert virkar Utanríkisráðu- neytið hefur hafið undirbúning að fullgildingu samnings Evr- ópuráðsins um forvarnir og bar- áttu gegn ofbeldi á konum og heim- ilisofbeldi. Stefnt er að því að vel- ferðarráðherra afhendi framkvæmdastjóra Evr- ópuráðsins fullgildingarskjal Íslands í París síðar í vikunni. Evrópuráðið samþykkti samning- inn um forvarnir og baráttu gegn of- beldi á konum og heimilisofbeldi 11. maí 2011 og undirrituðu íslensk stjórnvöld hann sama dag. Síðan þá hafa íslensk stjórnvöld m.a. gert nauðsynlegar breytingar á íslenskri refsilöggjöf til að hægt yrði að full- gilda hann. Samningur um forvarnir senn fullgildur Ásmundur Einar Daðason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.