Morgunblaðið - 24.04.2018, Page 22

Morgunblaðið - 24.04.2018, Page 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2018 Hinn 3. apríl sl. birt- ist grein í Morgun- blaðinu sem ber heitið „Gegn líknardrápum á Íslandi“ eftir Guð- mund Pálsson, sér- fræðing í heim- ilislækningum. Auk þess að nota frekar niðrandi orðalag gætir í greininni nokkurs misskilnings. Mark- miðið með þessari grein er að leiðrétta hann svo að upplýst umræða geti orðið, sem er eitt af markmiðum Lífsvirðingar, fé- lags um dánaraðstoð.  Guðmundur segir að venjuleg líknandi meðferð dauðvona sjúk- linga sé fullnægjandi og nútíma- verkjameðferð taki sífellt fram- förum. Það er vissulega rétt að mikil þróun er í verkjameðferð. Það er hins vegar óskhyggja að halda að líknarmeðferð geti afmáð alla þján- ingu. Það hverfur ekki öll þjáning þótt hægt sé að stilla flesta líkam- lega verki. Oft er um að ræða tilvist- arlega eða andlega þjáningu vegna skertra og óviðunandi lífsgæða. Á Íslandi líkt og í öðrum löndum er fólk sem líður óbærilega þjáningu. 85% þeirra sem biðja um dánar- aðstoð í Hollandi hafa upplifað það versta sem lífið hefur upp á að bjóða.  Guðmundur segir að lögleiðing dánaraðstoðar myndi vekja van- traust almennings gagnvart læknum og skapa óöryggi við umönnun lang- veiks og eldra fólks. Hið rétta er að með því að leyfa dánaraðstoð með ströngum skilyrðum er hægt að auka öryggi, draga úr líkum á mis- notkun og tryggja að ekki sé farið gegn vilja sjúklings.  Guðmundur telur að sjúklingar gætu fundið fyrir óbeinum þrýstingi til að binda enda á líf sitt. Vissulega getur hættan verið fyrir hendi og því er mikil áhersla lögð á það við þjálf- un lækna að þeir gangi úr skugga um að ósk einstaklingins sé sjálf- viljug og ekki um neinn þrýsting að ræða.  Guðmundur segir hættu á að tímamörk dánaraðstoðar breytist með tímanum. Þegar dánaraðstoð er leyfð verði farið að beita henni á víð- tækari forsendum en ætlað var í upphafi. Reynslan frá Hollandi sýnir að svo er ekki. Vissulega hefur hlut- fall þeirra sem fengu dánaraðstoð hækkað síðan lögin tóku gildi 1. apríl 2002 en hlutfall lækna sem bundu enda á líf sjúklings án samþykkis hans hefur lækkað.  Guðmundur segir dánaraðstoð geta lagst þungt á samvisku að- standenda. Reynslan í Hollandi og Belgíu sýnir að flestir aðstandendur líta á dánaraðstoð sem kærleiksverk enda er um að ræða dýpstu ósk ein- staklings. Þeir upplifa minni sorg- areinkenni og áfallastreitu og segja mikilvægt fyrir sorgarferlið að geta kvatt ástvininn. Óbærileg þjáning hefur aftur á móti varanlega nei- kvæð áhrif á upplifun og minningar aðstandenda, líkt og fólk hérlendis hefur lýst sem hefur fylgt ástvini í gegnum lífslokameðferð.  Guðmundur telur að lækna- stéttin myndi bera mikinn skaða og „dauðalæknar“ skera sig úr sem „af- tökulæknar ríkisins“. Eru þeir það ekki nú þegar þar sem þeir fram- kvæma fóstureyðingar? Íslenska út- gáfan að heitorði lækna frá 1932, sem nær allir læknar sem hafa út- skrifast úr læknadeild Háskóla Íslands hafa undirritað, hljómar svo: „Ég, sem rita nafn mitt hér undir, lofa því og legg við drengskap minn, að beita kunnáttu minni með fullri alúð og samviskusemi, að láta mér ávallt annt um sjúklinga mína án manngreinarálits, að gera mér far um að auka kunnáttu mína í læknafræðum, að kynna mér og halda vandlega öll lög og fyr- irmæli er lúta að störfum lækna.“ Ekki er hægt að sjá að læknar myndu „óhreinkast ef líflátsverk yrðu vinna sumra þeirra“ líkt og Guðmundur heldur fram.  Guðmundur vísar í dæmi frá Belgíu þar sem dánaraðstoð var framkvæmd án samþykkis sjúkl- ings. Auðvitað geta komið upp tilfelli þar sem ekki er farið að lögum. Í Hollandi og Belgíu þarf læknir að skila skýrslu þegar dánaraðstoð hef- ur farið fram til þar til skipaðrar nefndar sem skoðar hvort rétt hafi verið staðið að framkvæmdinni og lögum fylgt í hvívetna. Árið 2017 voru í Hollandi aðeins gerðar at- hugasemdir í 0,2% tilfella. Hérlendis er notuð lífslokameðferð sem er byggð á breskri hugmyndafræði (Liverpool Care Pathway). Á heima- síðu Heilbrigðisstofnunar Suður- lands segir m.a. um hana: „Læknir tekur ákvörðun um lífslokameðferð í samráði við hjúkrunarfræðing og að- standendur einstaklingsins.“ Ekki er hægt að sjá að leitað sé sam- þykkis sjúklingsins. Lífsloka- meðferð var reyndar afnumin í Bret- landi árið 2013 þar sem aðstand- endur deyjandi sjúklinga gagnrýndu meðferðina og rannsókn yfirvalda leiddi í ljós ýmsa misbresti.  Það er rétt að aðeins 2-3% heil- brigðisstarfsfólks hafa sagst geta hugsað sér að verða við ósk um dán- araðstoð í könnunum sem fram- kvæmdar voru 1997 og 2010. Hins vegar töldu 18% lækna og 20% hjúkrunarfræðinga dánaraðstoð réttlætanlega árið 2010. Tímabært er að gera nýja könnun eins og þingsályktunartillagan leggur til þar sem tíðarandinn hefur breyst. Sam- kvæmt könnun sem Maskína fram- kvæmdi fyrir Siðmennt í nóvember 2015 eru 74,9% Íslendinga mjög eða frekar hlynnt dánaraðstoð á meðan aðeins um 7% eru frekar eða mjög andvíg. Við Íslendingar þurfum að taka yfirvegaða umræðu um dánaraðstoð. Það er von mín að úttekt á stöðunni í öðrum löndum ásamt könnun meðal heilbrigðisstarfsmanna sé mikilvægt skref í þá átt. Dánaraðstoð – rétt skal vera rétt Eftir Ingrid Kuhlman Ingrid Kuhlman » Það er von mín að út- tekt á stöðunni í öðr- um löndum ásamt könn- un meðal heilbrigðis- starfsmanna sé mikil- vægt skref til að upplýst umræða geti orðið. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð. ingrid@lifsvirding.is Í fréttum fyrir skömmu var þetta meðal þess helsta: Ríkisbankarnir Landsbankinn og Íslandsbanki greiða samtals tæpa 40 milljarða króna í arð vegna reksturs 2017. Og verður nú ekki undan því vik- ist að rifja eftirfarandi upp: Milli 1.700 og 2.000 eldri (heldri) borgarar hafa ekkert nema einfald- an lífeyri frá Tryggingastofnun til að lifa á, segir Mogginn og ekki lýgur hann. Hvað ber til þess? Þetta er fólkið sem ásamt öðrum hefur lagt grunninn að velmegun landsins. Grunninn að bankakerfinu og ótal mörgu fleira. Það má lepja dauðann úr skel. En varðhundar kerfisins fá afturvirkar eingreiðslur upp á millj- ónir króna. Fyrir utan alla bitling- ana. Fyrir hvað? Forseti vor hefur svarað þeirri spurningu. Hin nafnkunna Þingeyrar- akademía ályktaði svo um daginn: „Ellilífeyrisþegar, sem ekkert hafa til að moða úr nema einfaldan ellilífeyri, fái strax tvær milljónir króna og það skattfrjálst úr sameig- inlegum sjóði landsmanna, sem aft- urvirka eingreiðslu.“ Hvar á að taka peningana? Af arði Landsbankans segir akademían. Reiknum með að þetta séu 2.000 manns. Tvær milljónir á mann gera fjóra milljarða króna. Eins og dropi í hafið fyrir banka allra landsmanna! Sé Íslandsbanki tekinn með í þenn- an reikning er þetta rúm 10% af arði beggja þessara ríkisbanka á liðnu ári. Það þarf engan starfshóp eða nefnd í þetta mál segja mannvits- brekkurnar í Þingeyrarakademí- unni. Ekkert vesen! Skyldi fjárveit- ingavaldið hafa vit á að gera þetta? Varla. En hvers vegna ekki? Trúlega af því að afturvirkar eingreiðslur eru bara fyrir varðhunda kerfisins sem við kjötkatlana sitja og vita ekki aura sinna tal. Einföldu gamalmennin og afturvirka kjötkatlaliðið Eftir Hallgrím Sveinsson, Guðmund Ingvarsson og Bjarna G. Einarsson » Skyldi fjárveitinga- valdið hafa vit á að gera þetta? Varla. En hvers vegna ekki? Af því að þeir sem við kjötkatl- ana sitja ganga að sjálf- sögðu fyrir. Guðmundur Ingvarsson Hallgrímur er bókaútgefandi, Bjarni er fv. útgerðarstjóri og Guðmundur fv. stöðvarstjóri Pósts og síma á Þingeyri. Bjarni Georg Einarsson Hallgrímur Sveinsson Umræða er nú haf- in hér á landi um væntanlega innleið- ingu þriðja orku- málapakka Evrópu- sambandsins ESB í EES-samninginn, en ýmsir aðilar hafa lýst andstöðu sinni. Al- þingi hefur endanlegt ákvörðunarvald. Þriðji orku- málapakkinn er jafn- an kenndur við ACER („Agency for the Cooperation of Energy Regulators“). Norðmenn hafa nú þegar tekið ákvörðun um að fella orku- málapakkann inn í EES-samning- inn, sem gildir milli EFTA- ríkjanna Noregs, Íslands og Lich- tenstein annars vegar og ESB hins vegar. Við atkvæðagreiðslu í norska Stórþinginu var það stað- fest með töluverðum meirihluta. Varla er hægt að gera ráð fyrir öðru en að Lichtenstein muni samþykkja ACER, enda býður lega landsins í miðri Evrópu upp á það. Töluvert flókin staða gæti komið upp ef Ísland hafnaði ACER eftir samþykkt Norð- manna. Ekki er raunhæft að gera ráð fyrir að hægt verði að sam- þykkja hluta samningsins, ann- aðhvort þarf að samþykkja allt eða hafna öllu. Allt eða ekkert. Í nýliðinni umræðu í Noregi um ACER var nokkrum atriðum hald- ið fram af andstæðingum innleið- ingar. Í eftirfarandi lista er þeim atriðum svarað og jafnframt snúið yfir á íslenska raforkukerfið: 1. ACER fjallar ekki um hvort eigi að leggja sæstreng frá Íslandi til Bretlands. Ákvörðun um það er alfarið á hendi íslenskra stofnana, sem til þess eru bærar. 2. ACER fjallar ekki um rekst- ur raforkusæstrengja milli landa þ.e. hvaða straumur er sendur hverju sinni og í hvaða átt. Það ákvarðast eingöngu af framboði og eftirspurn í einstökum aðildar- ríkjum, sem þau hafa full tök á sjálf. 3. ACER fjallar ekki um að hækka orkuverð til almenn- ings á Íslandi, við ákveðum það sjálf. Við munum áfram sem hingað til taka þátt í þróun raforkumarkaða með ACER þar sem verðlagning á losun gróðurhúsalofttegunda skiptir mestu máli. 4. ACER fjallar ekki um fram- sal á forræði í eftirliti með raf- orkumálum á Íslandi til EBE, það verður áfram sem hingað til hjá Eftirlitsstofnun EFTA, sem nefnd er ESA („EFTA Surveillance Authority“). 5. ACER fjallar ekki um fram- sal á forræði yfir íslenskum virkj- unum til EBE, hvorki hvað varðar byggingu nýrra virkjana né rekst- ur þeirra. 6. ACER fjallar ekki um aukið álag á vatnsaflsvirkjanir, sem gæti haft spillandi umhverfisáhrif t.d. með því að breyta vatnsstöðu í miðlunum tíðar og meira. Varðandi lið 2 þá hefur því mið- ur enn ekki tekist að koma á fót raforkumarkaði hér á landi þrátt fyrir heimildarákvæði í raf- orkulögum 2003, en Landsnet til- kynnti nú síðast fyrir nokkrum vikum að uppboðsmarkaði með raforku yrði komið á fyrir 2020. Uppboðsmarkaður tók til starfa í Noregi 1993 eða fyrir 25 árum. Noregur varð árið 2011 aðili að samrekstrarlíkani raforkukerfa („Market Coupling“) með öðrum Evrópuríkjum og er ekki annað að sjá en þeir hafi haft af því veru- legan ávinning. Fyrir þann tíma þurfti að reka sérstakan uppboðs- markað fyrir flutning um sæ- strenginn NORNED milli Noregs og Hollands. Sá markaður er nú aflagður. Ég fer ekki dult með þá skoðun mína að við ættum að taka fullan þátt í samstarfi Evrópuþjóða í raf- orkumálum og samþykkja þess vegna ACER. Hér á landi er hvorki geta né skilningur á því að halda uppi fullnægjandi gæða- stjórnun í raforkukerfinu og sam- starf við stærra og viðurkennt batterí eins og ACER væri bara af hinu góða. Við ráðum varla við að þróa allt frá botni og viðhalda í síbreytilegum heimi. Það væri allt í lagi að fá til þess fróða menn að kanna ennþá einu sinni hvort aðild að ACER setji örugglega ekki það vonlausa skil- yrði að okkur væri skylt að tengj- ast raforkukerfi Evrópu með sæ- streng. Stefán Már Stefánsson lögfræðingur og prófessor kæmi til greina, en hann var einn þriggja framsögumanna um ACER á opnum fundi sjálfstæð- ismanna í Valhöll um daginn. Ég geri nú orð Steins Steinars að mínum, en þau eru úr kvæðinu „Samræmt göngulag fornt, grein- argerð með samnefndu frum- varpi“. Það er skylda hvers leiðandi manns á verði að vaka til verndar, ef þjóðlegt einkenni í háska er statt. Ef Alþingi lætur nú mál þetta til sín taka, má telja, að til gagns hafi það verið saman kvatt. ACER og þriðji orkumála- pakki Evrópusambandsins Eftir Skúla Jóhannsson Skúli Jóhannsson »Ég fer ekki dult með þá skoðun mína að við ættum að taka fullan þátt í samstarfi Evr- ópuþjóða í raforku- málum og samþykkja þess vegna ACER. Höfundur er verkfræðingur. skuli@veldi.is Atvinnublað alla laugardaga mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.