Morgunblaðið - 24.04.2018, Síða 28

Morgunblaðið - 24.04.2018, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2018 ✝ Elín Þóra Frið-finnsdóttir fæddist í Reykjavík 13. október 1956. Hún lést á Ísafirði 9. apríl 2018. Foreldrar henn- ar voru Friðfinnur Ólafsson forstjóri, f. 1917, d. 1980, og Halldóra Sigur- björnsdóttir hús- móðir, f. 1916, d. 1995. Systkinin voru sex: Björn, f. 1939, d. 2012, Guðríður, 1942, Ólafur, f. 1945, d. 2017, Stefán, 1948, Sigrún Bára, 1950, og Steingrímur, f. 1952, d. 2002. Elín Þóra eignaðist dótturina Evu Bergþóru, f. 1972, með Guðbergi Davíðssyni. Sambýlis- maður Evu er Eyjólfur Sveins- son og börn þeirra eru Sveinn Atli, f. 2002, og Sara Ragnheið- ur, f. 2006. Fyrir átti Eva Dag Árna, f. 1996. Árið 1977 giftist Elín Hallgrími Thorsteinssyni anum á Akureyri. Árið 2012 lauk hún MA-prófi í frum- byggjafræðum frá Háskólanum í Tromsö, en lokaritgerð henn- ar byggðist á rannsóknum á skólamálum á Grænlandi. Árið 1980 flutti Ella Þóra heim frá Bandaríkjunum og hóf störf hjá Ríkissjónvarpinu þar sem hún vann við dagskrár- gerð og stjórnaði upptökum á fjöldanum öllum af þáttum bæði á lista- og skemmtideild og síðar fréttastofunni. Ella Þóra tók þátt í upphafsárum Stöðvar 2 og átti einnig mikinn þátt í uppbyggingu Skjás 1. Ella Þóra vann einnig við kvik- myndagerð. Hún skrifaði hand- rit og leikstýrði barnamyndinni Bjarginu og tók þátt í gerð Kristnihalds undir Jökli og Skilaboða til Söndru. Ella Þóra vann við kennslu víða bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni og nú síðustu ár við Grunnskólann á Ísafirði. Ella Þóra var mjög skapandi og meðfram öðrum störfum var hún leirlistakona, vann við þýð- ingar og skrifaði greinar í tímarit og dagblöð. Útför Ellu Þóru fer fram frá Háteigskirkju í dag, 24. apríl 2018, klukkan 13. og er dóttir þeirra Hildigunnur Hall- dóra, f. 1980. Þau skildu árið 1989. Eiginmaður Hildi- gunnar er Ólafur Steinn Ingunnar- son og dætur þeirra eru Katrín Nanna, f. 2010, Matthildur Saga, f. 2014, og Nína Mel- korka, f. 2018. Ár- ið 1995 giftist Elín Þóra Styrmi Sigurðssyni. Dóttir þeirra er Salka Sól, f. 1990. Þau skildu árið 1998. Sambýlismaður Sölku Sólar er Daníel Þór Magnússon og dóttir þeirra Aría Björk, f. 2016. Ella Þóra lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1976. Hún nam fjöl- miðlafræði við Lewis and Clark College í Portland, Oregon og lauk þaðan BA-prófi 1980. Árið 2004 bætti Ella við sig prófi í kennslufræðum frá Háskól- Við mamma ólumst eiginlega upp saman. Einungis fimmtán ár- um eldri en ég var hún enn barn þegar ég fæddist. Hún dröslaðist með mig út um allt, í gegnum MH, til Bolungarvíkur þar sem hún kenndi veturinn eftir stúdentspróf, til Bandaríkjanna í háskólanám, og svo aftur heim. Hún var stundum pirruð á mér, aðallega þegar ég var óendanlega lengi að klára matinn minn eða „tók viku í að ferðast milli herbergja“, en alltaf var mér ljóst að hún elskaði mig. Það var ekki fyrr en ég var orðin fullorðin sjálf sem ég áttaði mig á því sem hún hafði gengið í gegnum að verða mamma svona ung. Hún var ekki að láta smáatriðin stoppa sig, hvort sem þau voru nú raunverulega smá eða ekki. Einn af hennar bestu kostum var hæfileikinn til að gera það besta úr öllum aðstæðum og finna gleðina hvar sem hún var í boði. Að sumu leyti var þetta líka hennar helsti galli. Þannig var mamma. Hún var svo ótrúlega klár en óþolandi vitlaus á sama tíma. Samband okkar mæðgna var ekki alltaf auðvelt en mamma hafði ávallt óbilandi trú á mér. Hún var ekki mikið fyrir að setja manni reglur eða gera kröfur um eitt eða neitt annað en að vera góð mann- eskja. Þegar ég var lítil passaði ég mig á því að labba alltaf samhliða henni yfir götur svo ef við yrðum fyrir bíl værum við saman. Seinna þegar ég var unglingur labbaði ég hinum megin á götunni því hún var í ósamstæðum fötum og notaði gamla barnakerru fyrir pokana sína. Hún fór gjarnan sínar eigin leiðir og fannst almennt fátt leið- inlegra en það sem var fyrirsjáan- legt. Það er ekki klisja að segja að hún var einstök manneskja og mik- ill gleðibolti. Við unnum saman eða í sama bransa í mörg ár og hún var að öllu öðru ágætu fólki ólöstuðu minn besti samstarfsmaður. Hún var hugmyndarík, úrræðagóð og fljót að lesa aðstæður. Það var ekki til sú lykkja sem mamma var ekki til í að leggja á leið sína. Oft urðu lykkjurnar að skemmtilegum útúrdúrum en álíka oft að illfærum pyttum. Mér finnst ég heppin að hafa fengið að fara þessa vegferð með henni og er þakklát fyrir allt það sem hún gaf mér. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir. „Ég verð hér.“ Svona enduðu flestöll símtöl við mömmu. Mamma var búsett á Ísa- firði og því vorum við ekki oft á sama staðnum en Facetime-símtöl bættu það upp. Nú er mamma dáin og verður því ekki á hinum enda línunnar aftur. Ég sakna hennar óbærilega mikið. Á fullorðinsárum mínum áttum við mamma í mjög góðu sambandi. Við töluðum saman í símann á hverjum degi, stundum oft á dag. Hún var oft í símanum í mynd þótt við værum ekkert endilega að spjalla, bara að hafa hvor aðra ná- lægt. Mamma vildi að ég hringdi þegar ég væri að elda eða vaska upp eða hanga og bara vera memm. Mamma hafði óbilandi trú á okkur systrunum. Þegar ég spjall- aði við mömmu leið mér eins og ég gæti gert hvað sem er því henni fannst ég alltaf flottust, klárust og skemmtilegust. Mamma hafði skemmtilegasta hlátur í heimi og kom hann oft fram og þá oft í hlát- ursköstum. Var hún alltaf til í að spjalla og stytta manni stundir og segja manni sögur, oft af fólki sem ég hafði ekki hugmynd um hvað var. Hún hafði áhuga á litlu hlut- unum í lífinu og vildi þannig vita hvernig hefði verið í íþróttaskólan- um hjá Aríu eða hvort kvefið henn- ar væri farið eða hvernig hún hefði sofið þá nóttina. Vildi hún alltaf fá að spjalla við Aríu og sagði þá „leyfðu mér að sjá mína aðeins“. Mamma var stússari af guðs náð. Vildi helst lifa eins og hún væri í miðri fréttaútsendingu með marga bolta á lofti og mikið plan og marga staði að fara á. Þegar hún kom í bæinn einkenndust þær ferðir af stússi en líka af því að hafa kósí. Mamma hafði svo einstaka nærveru að það var svo gott að vera í kringum hana og hafa hana hjá sér. Alltaf vöknuð á undan öll- um og búin að hella tvisvar upp á kaffi. Við horfðum á sömu sjón- varpsþættina og gátum mikið spjallað um söguþráðinn í Grey’s Anatomy og biðum spenntar eftir næstu seríu af Marvellous Mrs. Maisle. Mamma elskaði af öllu sínu hjarta og ég sakna hennar svo. Tómleikinn er svo mikill eftir að hún fór. Ég sakna þess að hringja þegar ég er búin að sækja Aríu og spjalla um daginn, sakna þess að stússast með henni um bæinn og heyra hennar sögur eða fá skilaboð klukkan sex á laugardagsmorgni um hvort ég sé vöknuð og til í spjall. Mamma er ekki hér lengur og ég veit ekki hvernig heimurinn virkar án hennar. Það sem ég veit er að hún fylgist með okkur og verður búin að gera kósí þegar ég kem og hitti hana næst. Salka Sól Styrmisdóttir. Mamma mín var engri lík. Með henni upplifði ég svo mikið enda vílaði hún aldrei fyrir sér að taka mig með sér neitt, hvort sem það var í vinnuna, til útlanda eða boð sem henni einni hafði verið boðið í. Ég held hún hafi litið á okkur dæt- ur sínar sem hluta af sér og ef þú bauðst henni þá varstu í raun líka að bjóða okkur. Í minningunni er eins og ég hafi alltaf verið með henni í vinnunni þegar ég var barn. Hún var frábær fyrirmynd þar. Ég horfði á hana stjórna ófáum útsendingum, alltaf með gleðina sem sitt helsta stjórn- tæki. Mamma hafði mjög góðan húm- or og það var ríkt í henni að hafa húmor fyrir sjálfum sér og leyfa öðrum að hlæja með þegar eitt- hvað fyndið kom fyrir hana sem það ósjaldan gerði. Hún náði þó aldrei að horfast almennilega í augu við áfengissýkina og það gerði margar stundir mjög erfiðar en af þeim lærði ég líka margt. Það er sárt að missa einhvern sem elskar þig svo skilyrðislaust. Mamma hafði alltaf tíma fyrir sam- tal fyrir okkur. Um helgar beið hún eftir að við vöknuðum og vær- um tilbúnar í Facetime-spjall. Þeg- ar tvær eldri dætur mínar voru ungbörn átti hún það til að stytta þeim stundirnar á Facetime á meðan ég eldaði. Þegar hún kom í bæinn sagði hún þeim sögur frá því í „gamla daga“. Það gladdi dætur mínar mjög. Mamma trúði því að það væri óþarfi að eyðileggja góða sögu með sannleikanum og hæfi- legar ýkjur gerðu allt skemmti- legra. Það var rétt hjá henni. Mér finnst erfitt að hugsa til þess að sú allra minnsta fái ekki að njóta þessara stunda með ömmu sinni. Hildigunnur Thorsteinsson. Hún amma Ella Þóra var hvorki auðveld né einföld manneskja. Ég sá hana til dæmis aldrei í fötum sem pössuðu saman, en samt var hún alltaf flott. Hún var ávallt voðalega elskuleg við mig. Ég þurfti aldrei að spyrja sjálfan mig hvort amma elskaði mig, því hún faldi það aldrei. Oft fannst mér hún skrítin, eins og þegar hún tjáði sig um alla póstana mína og reifst stundum meira að segja við vini mína. Hún studdi mig í hverju sem ég tók mér fyrir hendur, var alltaf fyrst til að hlusta á tónlistina mína og deildi gjarnan því sem ég samdi með öðrum. Þrátt fyrir að við vær- um oft í mikilli fjarlægð hvort frá öðru var hún á fullu að sýna mér hvað henni þótti vænt um mig. Hún var ekki gallalaus, en hún var ótrúlega góð manneskja sem ég á eftir að sakna mikið. Ég mun alltaf sjá eftir að hafa ekki talað við hans eins mikið og ég hefði kannski átt að gera þessi síðustu ár sem hún var á lífi. Dagur Árni Guðmundsson. Við Ella Þóra kynntumst þegar ég byrjaði með Hiddu, dóttur hennar. Ég var ein taugahrúga þegar ég hringdi bjöllunni á Selja- veginum þar sem mér hafði verið boðið í mat. Það var mikið kapps- mál að okkar fyrstu kynni yrðu sem best. Ekki man ég hvað var á boðstólum en ég man að ég gat varla stunið upp orði meðan á matnum stóð af ótta við að segja einhverja tóma vitleysu. Eftir mat- inn settumst við inn í stofu og af einhverjum sökum barst talið að bókum og bíómyndum. Þar náði ég Ellu. Upp frá þessu urðum við hinir mestu mátar. Við gátum alltaf dottið í spjall og hún hafði oftar en ekki unnið með eða haft einhver önnur kynni af velflestum þeim sem bar á góma. Ef svo kom fyrir að ég kannaðist ekki við þann sem um var rætt greip Ella til hinnar klassísku „við pabbi þinn þekktum þetta fólk svo vel“, setningar þær mæðgurnar nota óspart. Það var ekki alltaf auðvelt að vera tengdur Ellu, en það var oft- ast gaman. Hún gat verið svo skemmtileg og fyndin (oft án þess að reyna það), en það var líka ein- hver harmur undir niðri og mörg óleyst mál í sálarlífi hennar. Það er furðu oft svo stutt á milli hláturs og gráts. Ella var yndisleg amma og dætrum mínum fannst skemmti- legt hvað hún var skrýtin. Hún sagði þeim sögur af Hiddu þegar hún var lítil við mikla kátínu þeirra. Hún föndraði og prjónaði gjafir handa þeim og gaf þeim föndurdót sem hún kenndi þeim að nota. Því miður fær yngsta dóttir mín ekki að kynnast Ellu en þegar fram líða stundir eigum við eftir að segja henni ófáar sögurnar af ömmu hennar, og hlæja með. Ólafur Steinn Ingunnarson. Amma Ella er nú farin, alltof, alltof snemma. Hún var mikilvæg- ur hluti af lífi okkar eins og svo margra annarra. Þegar við hugsum um ömmu kemur hláturinn hennar fyrstur upp í hugann. Hún var alltaf að segja sögur og oftar en ekki end- uðu þær í miklum hlátri. Það var ekki erfitt að giska hvern mamma var að tala við á Skype eða Face- time þegar amma var á hinum end- anum enda heyrðist hláturinn langar leiðir. Hún var reyndar allt- af til í spjall og fannst flest sem við sögðum henni ótrúlega skemmti- legt og merkilegt. Ef hún var heima hjá sér dró hún oft fram eitt- hvað sem hún var að vinna í með höndunum, nýjan lampaskerm, gardínur eða eitthvert furðuverk. Okkur fannst þetta frábært. Og henni líka. Eftir að hún uppgötvaði listáhuga Söru sendi hún alls konar föndurdót í allar afmælis- og jóla- gjafir og fannst ótrúlega gaman að sjá hvað hún skapaði. Við eyddum helst tíma saman á sumrin, oftast á Íslandi. Amma var ekki mikið að velta sér upp úr fjöll- unum í fjarlægð en lagði því meiri áherslu á að benda okkur á merki- lega hluti sem voru beint fyrir framan okkur hvort sem það var hreiður eða skrítinn rafmagns- staur. Eða jafnvel fugladrit sem leit út eins og Ronald Reagan. Svo var hlegið. Hún lét sér aldrei leið- ast. Þegar ekkert annað var í gangi dró hún fram iPad-inn sinn og skoraði á keppni í Candy Crush. Hún var með margar útgáfur og var meistari í þeim öllum. Eitt sumarið kom hún til okkar í Kaliforníu og passaði okkur allt sumarið. Við vorum fjögurra og átta ára og fyrir okkur var ótrú- lega skemmtilegt og minnisstætt að vera í stöðugum ævintýrum og uppátækjum allt sumarið. Það var farið á ströndina næstum hvern einasta dag og þegar þangað var komið var allt grandskoðað, undir steinum, inni í þaranum og ofan í sandinum. Henni fannst líka gam- an að skoða fólkið og velta fyrir sér sögum þess. Hún fann út að strætó gekk ókeypis yfir daginn og það var aldeilis notað. Það var farið með strætó upp í dal og út á nes og niður í bæ, alltaf eitthvað nýtt. Og á bókasafnið á hverjum degi. Við höldum að það hafi aðallega verið til að við myndum vinna lestrar- keppni þar sem verðlaunin voru besti ísinn í bænum. Hvort sem það var hvatinn eða ekki þá unnum við keppnina og ísinn var góður. Þannig var amma með okkur, uppátækjasöm og gjafmild. Við vitum að það var ekki sól hjá henni á hverjum degi en hún passaði að það væru alltaf góðir dagar þegar hún var með okkur. Elsku amma, þín verður sárt saknað. Sveinn Atli Eyjólfsson, Sara Ragnheiður Eyjólfsdóttir. Lokaorð til Ellu. Að fá þann heiður að kynnast þér, þeim mikla hlátri, gleði og kærleika sem þú gafst mér og öll- um í kringum þig, skilur mig eftir auðmjúkan og þakklátan fyrir allar okkar stundir. Ég mun aldrei gleyma okkar fyrstu kynnum þar sem þú tókst mér, fjórtán ára gömlum kærasta dóttur þinnar, opnum örmum og með viðmóti eins og við hefðum þekkst alla tíð. Hlýleiki, forvitni og væntumþykja einkenndi þetta fyrsta matarboð okkar sem og all- ar okkar stundir. Ég ber þér einn- ig ómældar þakkir fyrir að kynna mig á þeirri stundu óvænt fyrir rauða framandi chillíinu, og mjólk- urglasinu sem fylgdi þar á eftir. Hverri stund með þér fylgdi ævintýri, hverju samtali hlátur og hverri sögu þekking. Ég á eftir að sakna þín sárt. Brottför þín hefur skilið eftir stórt skarð í lífi okkar Sölku og Aríu. Þar sem brottför þín kom skjótt og án fyrirvara gafst ekki tími til þess að kveðja. Ég mun ávallt minnast þín og halda minningu þinni lifandi í Aríu okkar. Aríu sem minnir svo ótrúlega á ömmu sína. Þótt þú kveðjir okkur allt of snemma skilurðu eftir þig her af yndislegum afkomendum sem allir erfðu þína yndislegu nærveru, góð- mennsku og kímnigáfu. Þú getur því kvatt okkur stolt, og við þökk- um þér fyrir allt sem þú gafst okk- ur. Þinn tengdasonur, Daníel (Danni). Þegar fréttirnar um andlát Ellu Þóru móðursystur bárust mér settist ég á gólfið, orkan mín hvarf eins dögg fyrir sólu og orðaforðinn þar með. Ég var gáttuð og slegin. Áminningin um hve hverfult lífið er var hörð. Góðar sögur eiga ekki að líða fyrir sannleikann er mottó fjöl- skyldunnar, sögur má ýkja og laga til fyrir skemmtanagildið eitt sam- an. Svartur húmor, söngur, gleði, einkennilegir söngtextar og ýmis- legt fleira hefur loðað við þessa stórskemmtilegu fjölskyldu og nú hafa þau uppi á himnum kippt enn einum stuðpinnanum til sín – og það er sárt, súrt og erfitt. Það var bara fyrir nokkrum dögum sem við Ella frænka spjöll- uðum saman. Hún var að tékka hvort við strákarnir kæmum ekki í heimsókn í sumar, hvort hún fengi ekki að gefa okkur ísfirskar kringl- ur á Ísafirði og monta sig af uppá- haldsbænum sínum. Hún virtist hafa fundið sig á Ísafirði. Ella var í mínum huga eins og eitt af okkur systkinunum. Mamma talaði líka um hana þann- ig og færði mér fréttir af daglegum verkum Ellu, ferðalögum, lífi og til- veru – enda fóru ófáir klukkutímar í hverri viku í símtöl þeirra á milli. Hún var stór partur af mömmu alla tíð og átti þar alltaf vísan stað – hjá okkur öllum hinum líka. Þessi uppáhaldsfrænka mín var einkar skörp, með fimm háskóla- gráður og bílpróf. Hún vissi allt um ótrúlegustu hluti og sökkti sér í hin undarlegustu fræði. Ella var líka alltaf skemmtilega undarleg – hún var hávær, hláturmild, hrekkjótt og glaðvær. Ella prjónaði einu sinni handa mér lopapeysu, mögulega þá skrítnustu sem ég hef eignast – svarta peysu með rauðu mynstri og rauðu þæfðu blómi sem hún saumaði á. Ég á líka forláta ker- amikbolla sem hún bjó einu sinni til handa mér, ójafnir og uppáhalds. Ekkert sem Ella gerði var venju- legt og það var einmitt það sem gerði hana svo einstaka og elskaða. Það er erfitt að sætta sig við að Ella sé farin og eftir stendur djúpt skarð. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (HJH) Ástar- og samúðarkveðjur frá mér og bræðrum mínum, Stefán Hrafni, Friðfinni Erni og Guð- mundi Má. Halldóra Anna Hagalín. Fyrir algera hundaheppni fór Ella Þóra Sólveigarvillt í símanum sínum um páskana (sorrí, Sólveig Bergmann – ég vona að þið hafið náð saman) og við áttum gott frænkuspjall. Um hve frábær unga kynslóðin er – tónlistarfólk sem er komið í röð á laugardagsmorgni á Aldrei fór ég suður með börnunum sínum að bíða eftir veganmorgun- verði kl. 9. Í stað þess að fara á fyll- erí og verða óléttur á útihátíðum, eins og maður gerði. Um hvernig hún væri nú búin að fá alla búslóð- ina sína vestur og ætlaði alltaf að eiga heima á Ísafirði þar til yfir lyki. Svo sammæltumst við um að hittast í sumar, hún bauð okkur fjölskyldunni gistingu eins og eftir ættarmótið í Heydal fyrir tveimur árum, og svo ætluðum við að drekka saman kaffi í Selárdal – eða eitthvað meira ef útveggurinn yrði kláraður á Sólsetri okkar systra. Ég var líka svo hundheppin að fá að vinna með Ellu Þóru og Evu Bergþóru frænkum mínum á fréttastofu Sjónvarpsins undir lok síðustu aldar og kynnast Hiddu og Sölku í sama pakkanum. Mikið rosalega var gaman að vera með þeim mæðgum, verða vinkona þeirra og finna hvernig fjölskyldutengslin og væntum- þykjan ganga í erfðir. Friðfinnur pabbi hennar Ellu og amma mín Sólveig voru nefnilega sérstaklega náin, og okkur þótti ósköp eðlilegt að sá kærleikur skilaði sér í næstu kynslóðir. En enginn veit fyrr en allt í einu! Þetta er einn uppáhaldsfras- inn minn frá Ellu Þóru síðan við frænkur unnum saman á frétta- stofunni og ég hef notað hann óspart við góð tilefni – en aldrei datt mér í hug að hann myndi verða leiðarstef fyrir hennar eigin brotthvarf. Og þetta með að eiga heima á Ísafirði þar til yfir lyki – Ella mín, er það ekki fulldrastískt að undirstrika það með þessum hætti? Mér þykir verst að ég skuli ekki hafa sagt henni þarna um daginn hvað mér þætti vænt um hana, hvað mér fyndist hún skemmtileg- ust af öllum, og hvað hún væri ótrúlega hlý og yndisleg, gestrisin og gjafmild. En nú segi ég ykkur þetta í staðinn, Eva, Hidda og Salka Sól – hún Ella Þóra var einstök í öllum skilningi og veröldin er sýnu fá- tækari fyrir það að hún skuli vera farin svona allt í einu. En sem bet- ur fer hafið þið allt það besta frá henni og okkar ætt – og meira til! Sólveig Ólafsdóttir. Að mömmu undanskilinni var Elín Þóra Friðfinnsdóttir áhrifa- mesta kona lífs míns síðustu þrjá áratugi 20. aldar. Við vandræða- börnin vorum bestu vinir og gagn- kvæm væntumþykjan mæld í bíl- förmum. Sennilega af því að við vorum bæði uppátækjasöm og kannski smávegis upptekin við að binda bagga okkar öðrum hnútum en samferðafólk okkar Þessi ævintýralega móðursystir mín var helsti stuðningsmaður minn í uppreisn æskuáranna, sem teygði sig vel fram yfir þrítugt í mínu tilviki, en var ennþá í blúss- andi gangi hjá Ellu Þóru sextugri. Var fyrsta manneskjan sem talaði við mig eins og fullorðinn einstak- ling. Skemmtilega óviðeigandi að Elín Þóra Friðfinnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.