Morgunblaðið - 24.04.2018, Qupperneq 34
Ég er að trappamig niður ívinnunni, það er
ágætt að gera það þann-
ig í stað þess að hætta al-
veg einn daginn því ég
hef ennþá gaman af því
að vinna,“ segir Reynir
Adamsson arkitekt sem
á 70 ára afmæli í dag.
„Ég seldi teiknistofu og
íbúðarhús við Laugaveg
í fyrra og við hjónin
fluttum í Lund í Kópa-
vogi. Ég get því farið að
ráða meira tímanum
mínum og hvað ég tek
mér fyrir hendur.“
Reynir hefur verið að
ljúka ýmsum verkefnum
eins og hönnun nýs hót-
els í Reykjavík en er
núna aðallega að sinna
minni verkum eins og að
hanna íbúðarhús og
sumarbústaði. „Ég vil
ekki binda mig núna við
verkefni sem geta tekið
mörg ár.“
Reynir var einnig fararstjóri fyrir þýska ferðamenn á Íslandi og ís-
lenska ferðamenn í Þýskalandi. „Það eru nokkur ár síðan ég fór síðustu
ferðina sem leiðsögumaður. Ég lærði arkitektúr í München og vann þar
í þrjú ár eftir námið. Veran úti mótaði mann mikið en ég fór þangað
beint eftir stúdentspróf í MA og er alinn upp á Akureyri.
Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að ferðast, hef ferðast mikið um
fjöll og firnindi á Íslandi og mikið farið til útlanda. Svo eigum við hjónin
lítið gamalt hús í Hrunamannahreppi þar sem mér finnst gott að vera,
en ég er líka smiður og hef gaman af því að smíða og gera upp gömul
hús og byggja ný.
Í tilefni dagsins má segja að ég verði í faðmi konunnar því öll börnin
eru í útlöndum en það stendur til að ná þeim saman þegar haustar og
halda veislu.“
Eiginkona Reynis er Margrét Magnúsdóttir, hjúkrunar- og geisla-
fræðingur, og vann hún lengi hjá Krabbameinsfélaginu. Börn hennar
og fósturbörn Reynis eru Magnús Már, málari í Noregi, og Dóróthea
Huld, verslunarmaður í Reykjavík, og saman eiga þau hjónin Sunnu,
kennara í Noregi.
Hjónin Reynir og Margrét á ferð í Toskana
á Ítalíu fyrir nokkrum árum.
Minnkar smám sam-
an við sig vinnuna
Reynir Adamsson er sjötugur í dag
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2018
K
ristín Jónasdóttir fædd-
ist 24. apríl 1933 í
Reykjavík Hún átti
heima fyrstu árin á
Egilsgötu 30, en síðan
flutti hún í Mávahlíð 8. „Ég fór í
Sundhöllina á hverjum degi og man
vel í stríðinu hvað hermennirnir voru
góðir og elskulegir. Þegar var snjór
þá vildu þeir keyra mann heim á sleð-
anum úr sundinu og svo gáfu þeir
mér svo mikið súkkulaði að móðir
mín var farin að hafa áhyggjur.“
Kristín lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskóla Austurbæjar og fór
síðan í Samvinnuskólann í Reykjavík
og útskrifaðist árið 1951. Hún var í
Húsmæðra- og uppeldisskóla í Silki-
borg í Danmörku 1955 og fór til Mad-
rid í spænskunám veturinn 1962.
Kristín vann í bókhaldsdeild SÍS í
fimm ár en fékk starf hjá Loftleiðum
sem flugfreyja 1957 og starfaði þar til
ársins 1963. „Ég varð að hætta þá
vegna þess að ég gifti mig, en flug-
freyjur máttu ekki vera giftar í þá
daga. Ég var heimavinnandi hús-
móðir í 10 ár og gætti bús og barna.
Ég tók líka þátt í starfinu í Kerlingar-
fjöllum, pantaði vörur og keyrði
Kristín Jónasdóttir, fv. flugfreyja og forstöðumaður – 85 ára
Fjölskyldan Kristín og Valdimar ásamt sonum og barnabörnum heima í Bláskógum árið 2016.
Mátti ekki vera flug-
freyja eftir giftingu
Hjónin Á skíðum í Madonna di Campiglio á Ítalíu fyrir tíu árum.
Kópavogur Kári Týr
Kristinsson fæddist
27. desember 2017.
Hann vó 4.150 g og var
55 cm langur. For-
eldrar Kára eru
Kristinn Jakobsson og
Telma Huld Ragnars-
dóttir.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Kíktu á verðið
Tilboðsverð
7
.995
-41ær r
Scandi inniskór
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is