Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 35
skíðakennara og fleiri upp í Kerling- arfjöll en þá voru allar ár óbrúaðar. Ég uppgötvaði eitt sinn ekki fyrr en ég var mætt á staðinn að ég væri bara á sandölunum og í pilsi meðan allir aðrir voru í skíðagöllunum.“ Kristín fékk starf sem skrifstofu- maður þegar Kjarvalsstaðir voru opnaðir árið 1973 og starfaði þar í tíu ár. Hún fór einnig sem fararstjóri með eldri borgara til Spánar nokkur haust. Kristín tók svo við starfi sem forstöðumaður Félags- og þjónustu- miðstöðvarinnar í Hvassaleiti 56-58 árið 1986, en það var fyrsta félags- miðstöðin sem byggð var í samvinnu við VR í Reykjavík. Þar starfaði hún í sextán ár. Kristín starfar í Soroptimista- klúbbi Bakka og Selja og er í Svöl- unum, sem er félagsskapur flug- freyja. Hún var í fyrstu stjórn Markarholts, hjúkrunarheimilis og íbúða fyrir eldri borgara, og í stjórn Hlíðar og Múlabæjar. „Ég fer mikið í leikhús og á tón- leika og lestur góðra bóka er mikið áhugamál hjá mér. Svo spila ég brids einu sinni í viku með góðum hópi vin- kvenna. Ég nýt lífsins með fjölskyldu og góðum vinum sem eru mér mikils virði á þessum tímamótum. Við ætl- um að vera í Gullmolanum okkar í Húsafelli í tilefni dagsins.“ Fjölskylda Kristín giftist 19.3. 1963 Valdimar Örnólfssyni, f. 9.2. 1932, fyrrverandi íþróttastjóra Háskóla Íslands. For- eldrar hans voru hjónin Örnólfur Valdimarsson, f. 5.1. 1893, d. 3.12. 1970, kaupmaður og útgerðarmaður, og Ragnhildur Kristbjörg Þorvarðar- dóttir, f. 24.2. 1905, d. 16.9. 1986, kennari og húsmóðir. Þau bjuggu á Suðureyri við Súgandafjörð til 1945 er þau fluttu til Reykjavíkur. Synir Kristínar og Valdimars eru: 1) Jónas, f. 3.6. 1963, véla- og orku- verkfræðingur í Kaupmannahöfn, var kvæntur Elsebeth Aller og eru börn þeirra Laura Kristín fréttamaður, Dagmar, listnemi í Kaupmannahöfn, og Valdimar Björn, nemi í mennta- skóla; 2) Örnólfur, f. 4.11. 1964, bækl- unarskurðlæknir, bús. í Garðabæ, var kvæntur Sóleyju Þráinsdóttur tauga- lækni og eru börn þeirra Hinrik Þrá- inn verkfræðinemi, Kristín Valdís verslunarskólanemi og Valdimar Kári grunnskólanemi; 3) Kristján, f. 12.1. 1967, bæklunarskurðlæknir í Bodö í Noregi, en kona hans er Car- oline Saga Tun skurðlæknir og börn þeirra Una Kristín, Edda Sofie og Sturla grunnskólanemar. Bróðir Kristínar er Kári Jónasson, f. 11.2. 1940, fyrrverandi fréttamaður, og kona hans er Ragnhildur Valdi- marsdóttir skrifstofumaður frá Sel- fossi. Foreldrar Kristínar voru hjónin Jónas Jósteinsson, f. 7.9. 1896, d. 4.3. 1989, yfirkennari í Reykjavík, og Gréta Kristjánsdóttir, f. 22.1. 1901, d. 21.9. 1993, húsmóðir. Úr frændgarði Kristínar Jónasdóttur Kristín Jónasdóttir Geirlaug Gunnarsdóttir húsfreyja í Varmadal Þorlákur Jónsson bóndi í Varmadal á Kjalarnesi Sigríður Þorláksdóttir húsfreyja í Álfsnesi Gréta Kristjánsdóttir húsfreyja í Reykjavík Kristján Þorkelsson bóndi og hreppstjóri í Álfsnesi á Kjalarnesi Birgitta Þorsteinsdóttir húsfreyja í Helgadal Þorkell Kristjánsson bóndi í Helgadal í Mosfellssveit Mínerva ósteins- dóttir húsfr. í Rvík JBryndísJónasdóttir hjúkrunarfr. í Rvík Mínerva Haralds- dóttir tónlistar- kennari í Rvík Guðrún Eva Mínervu- dóttir rit- höfundur Svava ósteinsdóttir húsfreyja á Akureyri J Jóhann Konráðsson söngvari á Akureyri Jóhann Már Jóhannsson söngvari og bóndi Kristján Jóhannsson óperusöngvari Baldvin Björnsson ullsmiður í Rvíkg Björn Th. Björnsson listfr. og rithöfundur Salvör Kristjánsdóttir húsfr. á Heiðarbæ í Þingvallasveit Björn Árnason gullsmiður á Ísafirði ári Jónasson fyrrverandi fréttamaðurDaði Kárason vélaverkfræðingur í Rvík K Þórunn Káradóttir sjóntækjafræðingur í Rvík Kristján Karl Kristjánsson prentari í Rvík Kristján Kristjánsson hljómsveitarstjóri KK sextettsins Pétur Kristjánsson söngvari Björg Jónsdóttir húsfreyja á Grænhóli, síðar í Kanada Sigurgeir Sigurðsson bóndi á Grænhóli á Barðaströnd, síðar í Kanada Ingibjörg Sigurgeirsdóttir húsfreyja áAkureyri Jósteinn Jónasson húsmaður og bóndi í Naustavík í Hegranesi Steinunn Jónsdóttir ráðskona í Hróarsdal Gísli Jónasson kólastjóri í Rvíks Jónas Gíslason guðfræðiprófessor og vígslubiskup í Skálholti Jónas Jónsson bóndi, smáskammtalæknir og ljósfaðir í Hróarsdal í Hegranesi, Skag. Jónas Jósteinsson yfirkennari í Reykjavík Flugfreyjan Kristín árið 1961. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2018 Sigursveinn Davíð Kristinssonfæddist 24. apríl 1911 áSyðsta-Mói í Fljótum í Skaga- firði. Foreldrar hans voru hjónin Kristinn Jónsson, f. 1878, d. 1967, bóndi þar og k.h., Helga Sigurlaug Grímsdóttir, f. 1875, d. 1957. Sigursveinn var í námi í fiðluleik hjá Theódóri Árnasyni 1936-1937 og í Tónlistarskólanum í Reykjavík og lauk þar prófi í tónsmíðum 1954. Sig- ursveinn var í tónlistarnámi í Kaup- mannahöfn 1950-1951 og í tónsmíði og kórstjórn í Deutsche Hochschule fur Musik í Berlín 1956-1957. Sigursveinn var söngkennari í barnaskólanum á Ólafsfirði 1948- 1949 og annaðist jafnframt músík- kennslu fyrir barnaskólann á Siglu- firði. Sigursveinn var skólastjóri Tónskóla Sigursveins D. Kristins- sonar í Reykjavík frá stofnun hans árið 1964 til ársins 1985 og var einn af stofnendum félags tónlistarskóla- stjóra 1969 og var í fyrstu stjórn þess. Sigursveinn var söngstjóri karla- kórsins Kátra pilta á Ólafsfirði 1944- 1950, stofnaði Samkór Verkalýðs- og sjómannafélags Ólafsfjarðar 1948 og stjórnaði honum til 1950. Sigursveinn stofnaði Söngfélag verkalýðssamtak- anna í Reykjavík í mars 1950 og stjórnaði því til 1957 og var stjórn- andi Söngfélags Siglufjarðar 1958- 1962. Hann lamaðist 1924 og beitti sér fyrir stofnun fyrstu Sjálfsbjarg- arfélaganna árið 1958 og var hann varaformaður Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra, 1959-1982 og í stjórn Öryrkjabandalagsins. Sig- ursveinn var bæjarfulltrúi í Ólafsfirði frá stofnun kaupstaðar 1944 til 1946. Sigursveinn samdi sönglög fyrir einsöng og kór, einnig stærri verk fyrir orgel og hljómsveit, sum flutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands. Kona Sigursveins var Ólöf Grímea Þorláks- dóttir, f. 26.9. 1895, d. 9.10. 1988, list- málari. Sonur Sigursveins og Gerdu Jacobi: Kristinn, f. 1957. Synir Ólaf- ar: Kristinn, Eggert og Rögnvaldur. Sigursveinn lést 2.5. 1990. Merkir Íslendingar Sigursveinn D. Kristinsson 85 ára Birgir Ólafsson Guðmundur Eggertsson Halldóra Jafetsdóttir Hörður Bergmann Kristín Jónasdóttir Sveinbjörn Tryggvason Þórunn Böðvarsdóttir 80 ára Dóra Egilson Emil Wilhelmsson Guðríður Karlsdóttir Hanna G. Ingibergsdóttir Þórhalla Haraldsdóttir 75 ára Christa Hauksson Jacob Jacobsen Lúther Olgeirsson Ólafur Kristinn Sigurðsson Ólöf Kristín Magnúsdóttir Phyllis Nduku Mureithi Sigríður K. Sól Ólafsdóttir 70 ára Aðalheiður Ingvarsdóttir Ása Norðfjörð Bára Björk Lárusdóttir Guðmundur J. Jónsson Hafsteinn Guðmundsson Hanna Kristín Guðmundsd. Hildur B. Guðlaugsdóttir Hildur Ósk Leifsdóttir Óli Viðar Thorstensen Reynir Adamsson Steinar Karlsson 60 ára Ásgeir Kristjánsson Ásgerður Ólöf Þórarinsd. Ásta Sólrún Guðmundsd. Bjarnfríður Hjartardóttir Eggert Smári Eggertsson Elín Ástríður Gunnarsdóttir Guðfinna Gísladóttir Hróbjartur Ágústsson Ingibjörg M. Jóhannsdóttir Íris Víglundsdóttir Jón Sveinsson Lilja Víglundsdóttir Margrét H. Þorsteinsdóttir Stefanía Erla Pétursdóttir 50 ára Anna Lilja Marshall Anne Mette Pedersen Drífa Dröfn Geirsdóttir Gísli Þór Magnússon Guðrún Erla Jónsdóttir Harpa Guðmundsdóttir Júlíus Örn Arnarson Kristinn Wium Tómasson Loftur Steinar Loftsson Róbert Sævar Magnússon Sveinn Rúnar V. Pálsson Unnar Kristinn Erlingsson Þórarinn Finnbogason 40 ára Atli Hafþórsson Ágúst Gunnarsson Eiður Örn Harðarson Gunnar Þór Jóhannesson Ívar Júlíusson Lilja Rún Sigurðardóttir Markéta Foley Oddný Eva Böðvarsdóttir Sigurvin Rúnar Leifsson 30 ára Arnhildur Hálfdánardóttir Ásgeir Bjarnason Dennis Lindkvist Pedersen Jenny Katarína Pétursdóttir Kristín Jónsdóttir Margrét Kjartansdóttir Páll Elvar Pálsson Sandra Sæbjörnsdóttir Sara Guðrún Þorkelsdóttir Sigríður Björk Bragadóttir Steinunn Birgisdóttir Telma Huld Ragnarsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Eiður er frá Sel- fossi en býr á Hvolsvelli. Hann vinnur hjá bygg- ingadeild Landstólpa. Maki: Anna Rún Einars- dóttir, f. 1984, sjúkraliði og íþróttakennari. Börn: Arnþór Elí, f. 2006, Eyþór Orri, f. 2010, og Ævar Þór, f. 2017. Foreldrar: Hörður Hans- son, f. 1942, rútubílstjóri, og Svanlaug Eiríksdóttir, f. 1950, vann hjá HSU. Þau eru bús. á Selfossi. Eiður Örn Harðarson 30 ára Páll fæddist í Gautaborg en býr í Kópa- vogi. Hann er viðskipta- fræðingur og sér um sölu- og markaðsmál hjá Eimverk Distillery. Systkini: Sandra Dögg, f. 1978, og Eva María, f. 1983. Foreldrar: Páll Breiðfjörð Pálsson, f. 1958, hita- veitustjóri á Egilsstöðum, og Agnes Huld Hrafns- dóttir, f. 1961, sálfræð- ingur. Páll Elvar Pálsson 30 ára Telma býr í Kópa- vogi og er læknir á LSH. Maki: Kristinn Jakobsson, f. 1981, verkefnastjóri hjá Markmar. Börn: Katla Rakel, 2016, Kári Týr, f. 2017. Stjúpbörn: Kristjana Lind, f. 2003, Kristinn Þór, f. 2007, og Katrín Emma, f. 2012. Foreldrar: Ragnar Jóns- son, f. 1966, og Elín Lára Jónsdóttir, f. 1966. Fóstur- faðir: Snorri Páll Einarsson, f. 1968. Telma Huld Ragnarsdóttir Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Markmið okkar er að spara viðskiptavinum tíma, fyrirhöfn og fjármuni. VANTAR ÞIG STARFSFÓLK Handafl er traust og fagleg starfsmannaveita með margra ára reynslu á markaði þar sem við þjónustum jafnt stór sem smá fyrirtæki. Suðurlandsbraut 6, 108 Rvk. | SÍMI 419 9000 | info@handafl.is | handafl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.