Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 3
Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Magnús Gottfreðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Elsa B. Valsdóttir Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Magnús Haraldsson Sigurbergur Kárason Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Esther Ingólfsdóttir esther@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 2000 Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi Áskrift 14.900,- m. vsk. Lausasala 1490,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráð- ar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Cita- tion Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 Við erum stödd á skurðstofu Landspítalans. Klukkan er að verða tólf á hádegi laugardaginn 8. nóvember 1958. Það er mollulegt innandyra, hitinn 26 gráður. Stórri aðgerð er lokið. Búið er að fjarlægja 80% af maga sjúk- lings með sár á skeifugörn. Viðstaddir aðgerðina voru Njörður P. Njarðvík blaðamaður og Andrés Kolbeinsson ljósmyndari sem síðar lýstu aðgerðinni í máli og myndum á síðum Vikunnar 1959; 21/24: 4-7. Fjölgun maga- og meltingarsjúkdóma virðist hafa verið töluverð því blaðamaður kallar þá tískusjúkdóma sem valdi geðvonsku og taugaóstyrk. Sagt í kerskni en þó í takt við tímann. Þökk sé framförum í tækni og vís- indum voru fleiri sjúkdómar greinanlegir og læknanlegir en áður. Þökk sé bættum efnahag og efldu almanna- tryggingakerfi hafði aðgengi almennings aukist að heil- brigðiskerfi sem (þá sem endranær) stóð á tímamótum. Deildum spítalans fjölgaði sem og menntuðu og sér- hæfðu starfsfólki. Framtíðin var björt. Flestum er ljóst að við hlið skurðlæknanna starfar hópur sérhæfðra lækna og annars fagfólks sem grein- ir sjúkdóminn, undirbýr og framkvæmir aðgerðina og hjúkrar sjúklingnum og styrkir. Í Vikunni er fókusinn þó á skurðlæknunum sem er líkt við hermenn: „Harður glampi skín úr augum þeirra, og eftir þrjár klukkustundir eru handtökin jafnhröð og í fyrstu, þótt aldrei hafi verið hlé. Eftir uppskurðinn breytast þeir aftur í venjulega menn, en þegar næsta kall kemur íklæðast þeir aftur einkenn- isklæðum hermannsins, hins eina hermanns, sem berst fyrir Iífi, ekki dauða.“ Minni dramatík er í kringum störf allra hinna. Nú þegar skurðlæknarnir eru horfnir á braut hugar eini svæfingalæknir spítalans að sjúklingnum. Til aðstoðar Valtý Bjarnasyni eru tvær ónafngreindar (hjúkrunar)konur. Önnur heldur á flösku með blóði. Öll eru klædd drifhvítum sloppum, með hvítar húfur og maska. Svæfingavélin, fremst á myndinni, er einföld að gerð og tengd súrefn- is- og glaðloftskútum. Sjúklingurinn mun sofa áfram. Framundan er tveggja vikna lega á sjúkrahúsinu og aðlögun að lífi án hringvöðvans sem stýrir því að maturinn berist of fljótt niður í þarmana. LÆKNAblaðið 2018/104 63 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL www.laeknabladid.is Stétt með stétt Læknablaðið hefur fengið Önnu Þorbjörgu Þorgrímsdóttur til liðs við sig til að velja og skrifa um kápumyndir á 104. árgangi blaðsins í tilefni 100 ára afmælis Læknafélags Íslands. Myndirnar tengjast þeim efnum sem eru í brennidepli afmælisgreina hvers tölublaðs. Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir er sagnfræðingur og safnafræðingur og fyrrum stjórnandi Lækningaminjasafnsins. * gáttatif án lokusjúkdóms. Heimildir: 1. Patel MR, Mahaffey KW, Garg J, et al. Rivaroxaban versus warfarin in non- valvular atrial fibrillation. N Engl J Med. 2011;365(10):883–91. 2. SmPC fyrir Xarelto. L. IS .M K T. 01 .2 01 8. 01 56 Ja nú ar 2 01 8 XARD0112 – Bilbo ▼ Staðfest virkni og öryggi hjá sjúklingum með gáttatif* og marga fylgisjúkdóma1 Virkni og öryggi Xarelto til varnar heilablóðfalli voru sannreynd í þýði þar sem 87 % sjúklinga voru með CHADS2-skor milli 3 og 6.1 Vörn gegn heilablóðfalli með einni töflu á dag2 Dagur B. Eggertsson læknir og borgarstjóri minntist frumkvöðulsins Guðmundar Hann- essonar læknaprófessors á Læknadögum. Guð- mundur ýtti bæði Læknablaðinu og Læknafélagi Íslands af stokkunum, og erindið hélt Dagur í tilefni aldarafmælis LÍ. Guðmundur var einsog kunnugt er ekki bara læknir, heldur var samfélagið sjálf honum hugleikið. Ritgerð hans: Um skipulag bæja, kom út árið 1916, og er nýlega endurútgefin. Dagur fjallaði um tengsl lýðheilsu og borgarskipulags og vitnaði þar til Guðmundar sem kynnti nýjustu hugmyndir um skipulagsmál fyrir Ís- lendingum í upphafi síðustu aldar. Guðmundur sat í skipulagsnefnd með Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins og höfðu þeir mikil áhrif á skipulag þéttbýlis þegar íslenskt samfélag breytt- ist úr sjálfsþurftabúskap á landsbyggðinni í borg- arsamfélag með gatnakerfi, frárennsli, hitaveitu og stofnunum margvíslegum. Guðmundur hugsaði ekki eingöngu um lík- amlega heilsu borgaranna heldur einnig andlega vellíðan. Hann lagði mikla áherslu á fagurfræði skipulags og bygginga þannig að fólki liði vel í almenningsrýmum borgarinnar. Dagur brá upp alls kyns fróðleik um stöðu skipulagsmála nú 100 árum eftir stofnun LÍ, - og ekki víst að Guðmund- ur þótt framsýnn væri hefði getað séð fyrir allar þær vendingar. Og til dæmis þá staðreynd að við Íslendingar ferðumst í bíl til og frá vinnu mun meira en okkar nágrannaþjóðir sem bæði ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur miklu frekar en við. - Allt er það spurning um skipulag og pólitík, og Dagur vitnaði til orða Virchows: Politics is public health in the most profound sense. Skipulag byggðar er lýðheilsa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.