Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 43
LÆKNAblaðið 2018/104 103
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
á málþingi sem helgað var sársauka eins
og hann birtist í bókmenntum okkar og
stóð Dagný Kristjánsdóttir prófessor fyrir
því. Sérstakt málþing var helgað spænsku
veikinni er geisaði hér afmælisárið 1918
og kom fram í máli Magnúsar Gottfreðs-
sonar smitsjúkdómalæknis að þetta var
mannskæðasti faraldur sem gengið hefur
yfir heimsbyggðina.
Greinilegt var að málþing um mis-
notkun ópíóða og lyfseðilsskyldra lyfja
vakti áhuga margra og varð tilefni langr-
ar greinar Guðrúnar Hálfdanardóttur
blaðamanns í Morgunblaðinu. Þá var fjall-
að um lyfja- og áfengisvanda aldraðra á
sérstöku málþingi og kom skýrt fram
að vandinn er stærri en menn gera sér
almennt grein fyrir og full ástæða til að
vekja máls á honum. Skjánotkun barna
er áhyggjuefni margra foreldra og for-
ráðamanna barna og fylltist málþing um
efnið útúr dyrum. Þar var reynt að setja
Fulltrúar Blóðbankans: Anna Margrét Halldórsdóttir og Þorbjörn Jónsson heiðurs-
félagi í LÍ, og Kristján G. Guðmundsson heimilislæknir.
Ingunn Benediktsdóttir, Ferdinand Jónsson, Andri Snær, Páll Matthíasson og Högni
Óskarsson: geðlæknar taka rithöfundinn tali.
Á málþinginu um spænsku veikina talaði Sjón um verðlaunabók sína Mánastein (2013). Bókin er algert metfé, gerist í Reykjavík haustið 1918. Söguhetjan
er Máni Steinn, munaðarlaus strákur sem elst upp hjá ömmu sinni, og er á jaðri samfélagsins einsog nafn hans ber með sér. Kvikmyndir, samkynhneigð, far-
sóttin í bænum, fullveldið, læknisþjónusta – þetta eru allt ráðandi öfl í sögunni. Á málþinginu töluðu líka Magnús Gottfreðsson og Ólafur Guðlaugsson, og
Haraldur Briem mætti til að hlýða á lærisveina sína.
Helgi Sigurðsson, Óttar Guðmundsson, Birgir Jakobsson, Eiríkur Jónsson, Ólöf Garðarsdóttir og Vilhelmína Haralds-
dóttir, - þau voru burðarásar á málþingi um íslenska lækna í 1000 ár. Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar
ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur.
fingurinn á hvernig mætti bregðast við
þessum vanda og takmarka notkun barna
og unglinga af snjalltækjum og tölvum.
Þar brennur vandinn sérstaklega á skóla-
stjórnendum sem telja sig ekki hafa rétt til
að banna notkun snjalltækja í skólunum.
Í pallborðsumræðum kom fram að heil-
brigð skynsemi væri líklega besta vopnið í
þessari baráttu, foreldrar ættu að setja gott
fordæmi með því að draga úr eigin notkun