Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 16
76 LÆKNAblaðið 2018/104 R A N N S Ó K N líðan. Raunar voru sjúklingar með ótilgreinda brjóstverki sem sýndu kvíða-, þunglyndis- og streitueinkenni að jafnaði yngri en þeir sem ekki fundu fyrir slíkum einkennum. Rannsóknir hafa áður tengt hærri aldur við betri andlega heilsu og það þrátt fyrir verri líkamlega heilsu.29 Hugsanlega er eldra fólk hæfara til að takast á við streituvaldandi aðstæður vegna aukins innsæis, æðruleysis og betri tilfinningastjórnunar. Því má velta fyrir sér hvort yngri sjúklingar með ótilgreinda brjóstverki þurfi meira á sálfræðilegum stuðningi og bættri þjónustu að halda. Meira en helmingur bæði hjartasjúklinga og sjúklinga með ótilgreinda brjóstverki fann fyrir áframhaldandi brjóstverkjum eftir útskrift. Algengi slíkra verkjaupplifana var sambærilegt við rannsóknir með skemmri og lengri eftirfylgnitíma,12,30 sem bendir til þess að um algengt vandamál sé að ræða sem líklega veldur sjúklingum ama og áhyggjum. Slíkur verkjavandi er sérstaklega alvarlegur þar sem áframhaldandi brjóstverkir hafa verið tengdir við verri andlega líðan meðal sjúklinga með ótilgreinda brjóst- verki.12 Í þessari rannsókn voru slíkir viðvarandi verkir einmitt tengdir við meiri kvíða og þunglyndi, óháð áhrifum aldurs, kyns og tímalengdar frá útskrift. Slík tengsl fundust hins vegar ekki meðal hjartasjúklinga sem er athyglisvert í ljósi þess að ekki mældist munur á áhyggjum af áframhaldandi verkjum milli sjúk- lingahópa. Hafa ber þó í huga að hópur hjartasjúklinga var tals- vert fámennari og afköst til að greina mun innan hans því lík- lega minni. Hugsanlega skiptir upplifun sjúklinga á meðferð og upplýsingagjöf þar máli, þar sem hlutfallslega fleiri sjúklingum með ótilgreinda brjóstverki fannst þá vanta skýrar leiðbeiningar um hvað þeir ættu að gera ef verkurinn kæmi aftur. Í ljósi þess að þriðjungur sjúklinga með ótilgreinda brjóstverki hafði mikl- ar áhyggjur af áframhaldandi brjóstverkjum og fjórðungi þeirra fannst þeir ekki fá nægar upplýsingar á meðan á innlögn stóð varðandi brjóstverk sinn, má álykta að ákveðinni upplýsingagjöf til þessa sjúklingahóps sé ekki fullnægt. Hugmyndir sjúklingahópanna um hvaða þættir viðhéldu brjóstverkjum þeirra voru áþekkar en að mörgu leyti á skjön við þær upplýsingar sem þeim voru veittar af heilbrigðisstarfsfólki. Athyglisvert var að flestir, eða þriðjungur sjúklinga með ótil- greindan brjóstverk, töldu að brjóstverkur þeirra væri tilkominn af andlegum eða bæði andlegum og líkamlegum orsökum, en afar fágætt var að heilbrigðisstarfsfólk nefndi andlega þætti sem mögu- lega orsök fyrir brjóstverk. Einnig var mun algengara að hjarta- sjúklingar tryðu því að andlegir þættir gætu skýrt brjóstverkinn heldur en að þeir hafi fengið slíkar skýringar frá heilbrigðisstarfs- fólki. Heilbrigðisstarfsfólk nefndi aftur á móti helst vefræna og lífsstílstengda þætti sem aðra mögulega orsakaþætti. Sjúklingar virðast því vera opnir fyrir þeim möguleika að brjóstverkir geti verið tilkomnir af sálrænum orsökum. Þessar niðurstöður benda til þess að þörf sé á því að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk leggi meiri áherslu á að miðla upplýsingum áfram til sjúklinga sinna um möguleg tengsl andlegrar líðanar og líkamlegrar heilsu. Í ljósi þess að fyrri rannsóknir hafa sýnt að ótilgreindir brjóst- verkir geti meðal annars orsakast af sálrænum kvillum á borð við kvíða og þunglyndi4,5 er full ástæða til að benda sjúklingum á þau hugsanlegu orsakatengsl. Óvissa um orsök brjóstverkja virðist ala á langvarandi áhyggj- um meðal sjúklinga með ótilgreinda brjóstverki31 og leiða til auk- innar notkunar heilbrigðisþjónustu. Slík tilhneiging kom fram í þessari rannsókn, þar sem nærri helmingur sjúklinga með ótil- greinda brjóstverki hafði leitað sér læknisaðstoðar áður vegna brjóstverkja. Þá voru skýringar frá heilbrigðisstarfsfólki um aðr- ar mögulegar orsakir brjóstverkja einmitt sá þáttur í þjónustunni sem flestum þátttakendum fannst ábótavant. Í erlendum rann- sóknum hafa athugasemdir sjúklinga með ótilgreinda brjóstverki varðandi upplýsingagjöf einnig beinst að ónógum upplýsingum eða skýringum um orsakir brjóstverkja.14,15,31 Ályktanir Þessi rannsókn veitir mikilvægar upplýsingar um líðan og lífs- gæði sjúklinga með ótilgreinda brjóstverki og upplifun þeirra af þjónustu bráðadeilda. Ljóst er að verulegur fjöldi sjúklinga með ótilgreinda brjóstverki leitar á bráðadeildir Landspítala og að þeir finna fyrir svipaðri líkamlegri og andlegri vanlíðan og hjartasjúk- lingar þrátt fyrir lægri aldur. Viðvarandi verkjaupplifun meðal bæði sjúklinga með ótilgreinda brjóstverki og hjartasjúklinga var algeng en hafði eingöngu samband við andlega vanlíðan meðal fyrrnefnda hópsins. Hafa ber í huga við túlkun niðurstaðna að mislangur tími leið frá útskrift sjúklinga til þátttöku þeirra. Hætta er á að minni sjúklinga um atburði sem gerðust við komu á spít- ala dvíni eftir því sem lengra líður frá útskrift, sem getur valdið skekkju í svörum þeirra. Í heild benda niðurstöðurnar þó til þess að úrbóta sé þörf í stuðningi og upplýsingagjöf til sjúklinga með ótilgreinda brjóstverki. Bent hefur verið á mikilvægi þess að veita þessum hópi sérstaka athygli á bráðadeildum, til dæmis með meiri eftirfylgni eða að veitta fullvissu um orsakir verkja, þar sem kvíði og áhyggjur geta bæði viðhaldið brjóstverkjum og ýtt undir frekari endurkomur.10 Meðferðarúrræði sem hafa beinst bæði að vefræn- um og sálrænum orsökum verkja hafa verið prófuð erlendis fyrir þennan sjúklingahóp með góðum árangri.32 Slík nálgun hérlendis gæti leitt til betri lífsgæða fyrir stóran hóp sjúklinga og sparnaðar í heilbrigðiskerfinu og fyrir samfélagið í heild. Þakkir Rannsóknarhópurinn færir starfsfólki gæða- og sýkingavarnar- deildar kærar þakkir fyrir afnot af húsnæði við framkvæmd þessarar rannsóknar, og starfsfólki á Hjartagátt og bráðamóttöku þakkir fyrir veittan stuðning. Rannsóknin var styrkt af Rann- sóknarsjóði Íslands og Vísindasjóði Landspítala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.