Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 22
82 LÆKNAblaðið 2018/104
tækt meira en drengir á frídögum (p<0,01). Þá hreyfðu drengir og
stúlkur sig marktækt meira á skóladögum en frídögum (p<0,001).
Bæði stúlkur og drengir sváfu skemur á skóladögum (p<0,001)
en frídögum. Ekki var marktækur kynjamunur á svefnlengd á
skóladögum né á frídögum. Þegar hvíldartími skóladaga var bor-
inn saman við ráðlagðan svefntíma unglinga, minnst 8 tíma næt-
ursvefn, náðu einungis 5,0% drengja og 19,8% stúlkna ráðlögðum
hvíldartíma. Á frídögum náðu 68,9% drengja og 65,6% stúlkna
ráðlögðum hvíldartíma fyrir unglinga.
Í töflu IV er borin saman hreyfing sem mæld var með
hreyfimælum annars vegar og metin með spurningalistum hins
vegar. Stúlkur og drengir sem stunduðu íþróttir og/eða líkams-
rækt í meira en 6 klukkustundir á viku hreyfðu sig einnig meira
dag hvern samkvæmt hröðunarmælum, samanborið við þau sem
hreyfðu sig minna en 6 tíma á viku (p<0,001). Þá mældist einnig
marktækt meiri hreyfing með hröðunarmæli hjá þeim sem sögð-
ust reyna á sig líkamlega þannig að þau mæddust eða svitnuðu
að minnsta kosti 6 daga vikunnar en hjá öðrum (p<0,001). Sam-
bærilegur munur fékkst milli þeirra sem stunduðu íþróttir með
íþróttafélagi og hjá þeim sem stunduðu ekki íþróttir, sérstaklega
meðal drengja. Þá mældust ungmenni sem stunduðu íþróttir
með 21,1% fleiri slög samkvæmt hröðunarmælum en þeir sem
stunduðu ekki íþróttir (p<0,001).
Tafla V sýnir niðurstöður fyrir samanburð á svefni mældum
með hreyfimælum og svefni metnum með spurningalistum. Um
helmingur þátttakenda taldi sig „oftast sofa nægilega mikið“ sam-
kvæmt spurningalista. Þessi ungmenni hvíldust og sváfu einnig
lengur samkvæmt hröðunarmæli en þau sem sögðust sofa nóg
„um helming nátta“ eða „mjög sjaldan“.
Í töflu VI eru hvíldartími og svefnlengd mæld með hreyfimæli
skoðuð út frá hreyfingu samkvæmt spurningalistum. Ekki var
marktækur munur á hvíldar- eða svefnlengd þeirra sem náðu við-
miðum um hreyfingu (≥6 tíma á viku) og þeirra sem ekki náðu
þeim viðmiðum samkvæmt niðurstöðum spurningalista. Ekki var
heldur marktækur munur á svefnlengd eftir þátttöku í íþróttum.
Einungis 11,3% þátttakenda uppfylltu viðmið um hreyfingu
samkvæmt spurningalista og viðmið um svefn mældan með
hreyfimæli yfir vikuna. Á skóladögum náðu einungis um 10,9%
þátttakenda að uppfylla viðmið um bæði hvíldartíma og hreyf-
ingu.
Umræða
Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að nokkuð mik-
ið vanti upp á að íslensk ungmenni uppfylli viðmið um ráðlagða
hreyfingu og svefn. Samkvæmt svörum þátttakenda við spurn-
ingalistum uppfyllti ríflega helmingur drengja en nokkuð færri
stúlkur viðmið um hreyfingu. Þar sem 39,6% drengja og 29,4%
stúlkna hreyfðu sig oftar en 6 sinnum í viku af það mikilli ákefð
að þau mæddust eða svitnuðu má ætla að hreyfing ungmennanna
komi að einhverjum hluta af miðlungs- eða mikill ákefð eins og
ráðleggingar mælast til. Stúlkur hreyfðu sig meira en drengir á
frídögum samkvæmt niðurstöðum úr hröðunarmælum (3D-slög/
mín/dag) en ekki var marktækur munur á hreyfingu stúlkna og
drengja aðra daga. Þessar niðurstöður eru frábrugðnar niðurstöð-
um rannsóknar frá árinu 20113 á hreyfingu íslenskra barna og
unglinga mældri með hröðunarmælum sem bornir voru á mjöðm
(ActiGraph 7124) þar sem einungis 9% 15 ára unglinga uppfylltu
viðmið um ráðlagða daglega hreyfingu (>3400 slög/mín/dag). Þar
kom einnig fram munur á hreyfingu kynjanna þar sem einungis
1,5% stúlkna og 14,5% drengja uppfylltu viðmiðin. Hafa ber þó
í huga að breytileg skilgreining á miðlungserfiðri hreyfingu og
mælitækin sem notast er við geta haft áhrif á hlutfall þeirra sem
uppfylla viðmiðin. Í núverandi rannsókn var nokkuð gott sam-
ræmi milli hreyfingar samkvæmt spurningalistum og mældri
með hreyfimælum, þar sem þau sem sögðust hreyfa sig meira
samkvæmt spurningalista mældust einnig með 21,1% meiri með-
altalshreyfingu samkvæmt hreyfimælum en þau sem gáfu svar
um minni hreyfingu. Þá má sjá að fleiri drengir en stúlkur sögð-
ust stunda íþróttir og mæðast eða svitna 6 sinnum í viku eða oftar
en stúlkur mældust þó með fleiri slög á mínútu með hreyfimæl-
um á frídögum. Þetta gæti gefið til kynna að hreyfing stúlkna og
drengja sé að einhverju leyti frábrugðin og að hreyfing stúlkna
fari síður fram sem skipulögð æfing eða þjálfun en meðal drengja.
Það gæti þýtt að hreyfing stúlkna sé að meðaltali af minni ákefð
en hreyfing drengja. Engin viðurkennd viðmið um magn eða
ákefð hreyfingar mældrar með hreyfimælum eru til, svo erfitt er
að bera hreyfigögn frá úlnliðsmæli saman við almennar hreyfi-
ráðleggingar.
Niðurstöður rannsóknar á hreyfingu barna og unglinga á Vest-
urlöndum benda til að hreyfing minnki um 7% árlega á aldurs-
bilinu 7-19 ára. Mest dró úr hreyfingu stúlkna á aldursbilinu 9-12
ára en 13-16 ára hjá drengjum. Talið er að kynþroski hafi áhrif
á þessar breytingar og stúlkur þroskist að meðaltali fyrr sem að
R A N N S Ó K N
Tafla V. Huglægt mat á svefni samanborið við hlutlægt mat úr hröðunarmælum.
Huglægar svefnbreytur úr spurningalista: Sefur þú nóg? Alla daga
Of mikið (n=3) Oftast (n=136) Helming nátta (n=67) Sjaldan (n=60) p
Niðurstöður úr hreyfimælum fyrir alla vikuna
Hvíldartími (klst/dag) 8,0 ± 1,2 7,7 ± 0,6 7,5 ± 0,7 7,2 ± 0,7 <0,001
Svefntími (klst/dag) 6,8 ± 1,0 6,7 ± 0,6 6,6 ± 0,8 6,4 ± 0,6 0,017
Svefnnýting (%) 85,7 ± 2,0 87,2 ± 4,3 88,0 ± 4,4 88,5 ± 3,6 0,149
Hvíldust >= 8 klst (n, %) 1,0 (33,3) 40,0 (29,4) 12,0 (17,9) 8,0 (13,3) 0,057
Sváfu >= 8 klst (n, %) 0 (0) 2,0 (1,5) 3,0 (4,5) 0 (0) 0,289
Hreyfing (3D-slög/mín/dag) 2037,1 ± 301,5 2049,3 ± 441,5 1967,1 ± 540,8 2040,4 ± 458,7 0,697
Skammstafanir: n, fjöldi, % hlutfall. 3D-slög/mín/dag, meðalslög á mínútu á dag.