Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 48
108 LÆKNAblaðið 2018/104 Yfir 10.000 fengu ávísað metýlfenídati árið 2017 Magnús Jóhannsson læknir magnus@landlaeknir.is, Anna Björg Aradóttir sviðsstjóri, Jón Pétur Einarsson lyfjafræðingur, Ólafur B. Einarsson sérfræðingur F R Á E M B Æ T T I L A N D L Æ K N I S 2 2 . P I S T I L L Heildarfjöldi þeirra sem fá ávísað metýlfenídati jókst um 13,1% árið 2017 miðað við árið 2016. Fjöldi notenda hefur aukist ár frá ári bæði hjá konum og körlum og tvöfalt fleiri fengu lyfinu ávísað árið 2017 miðað við árið 2012. Árið 2017 voru 35 karlar og 25 kon- ur af hverjum 1000 íbúum sem leystu út metýlfendíat, sjá töflu I.1,2 Fjöldi ávísaðra dagskammta jókst samhliða aukningu í fjölda einstaklinga sem fékk lyfinu ávísað.1,2 Árið 2017 fengu rúmlega 3000 einstaklingar ávísað metýlfenídati sem ekki höfðu fengið ávísað lyfinu árið áður. Fjöldi nýrra notenda meðal barna yngri en 18 ára var 1311 en fullorðinna var 1886, sjá töflu II. Fjöldi nýrra notenda frá árinu 2012 til 2017 jókst um 78%.1 Svip- uð aukning var meðal barna og fullorðinna en einnig meðal karla og kvenna. Hlutfallslega mest aukning var á meðal einstaklinga á miðjum aldri en flestir nýir notendur eru í aldurshópnum 10-29 ára,1,2 sjá graf 1. Alls hafa 26.000 Íslendingar fengið ávísað metýlfenídati frá árinu 2002 en talsverður fjöldi er aðeins á lyfinu í stuttan tíma.1 Tæplega 1000 karlar og 700 konur fengu lyfjunum ávísað árið 2016 en ekki árið eftir, eða um 16% allra sem voru á metýlfenídati árið 2016.1 Algengi ADHD er talið vera um 5% meðal barna en 3% meðal fullorðinna og því eru alltaf einhverjir sem losna við einkennin þegar þeir komast á fullorðinsaldur. Lyfin gagnast ekki öllum og einnig eru dæmi um að fólk þoli ekki lyfin vegna auka- verkana. Þá er einhver hópur fólks með ADHD sem finnur lausn sinna mála með öðru móti en lyfjagjöf. Ekki er ætlast til þess að þeir sem eiga sögu um misnotkun lyfja eða ákveðinna fíkniefna séu á örvandi lyfjum. Embætti landlæknis fær reglulega vísbendingar um að lyfin gangi kaupum og sölum bæði til fíkla í harðri neyslu en einnig til annarra, eins og til dæmis fólks sem er í námi. Fyrir heilbrigða og þá sem eru með ADHD fylgir alltaf einhver áhætta notkun örvandi lyfja og rannsóknir sýna að vafasamur vitrænn ávinningur sé fyrir heil- brigða einstaklinga af örvandi lyfjum.3 Ótvírætt er að lyfin geta hjálpað fólki að vaka og halda einbeitingu og að þau hjálpi fólki með ADHD en varasamt getur verið að fólk sé að taka lyfin án samráðs við lækni. Eitt helsta áhyggjuefni varðandi örvandi lyf er notkun lyfjanna í mjög stórum skömmtum í langan tíma. Geðrof er til dæmis vel þekkt ástand meðal einstaklinga sem misnota örvandi efni. Árið 2017 fengu 74 einstaklingar ávísað að meðaltali yfir 120 mg af metýlfenídati hvern dag ársins og 20 einstaklingar amfetamíni í yfir 40 mg skammti hvern dag ársins, en þetta eru mjög stórir skammtar. Stórir skammtar af örvandi lyfjum til langs tíma geta leitt af sér aukaverkanir eins og geðrof, flog en einnig hjarta og æðasjúkdóma. Embætti landlæknis hefur óskað eftir skýringum frá læknum sem ávísa lyfjum í þessum skömmtum og eru slíkar ávísanir að mestu bundnar við fámennan hóp lækna. Ekki er óal- gengt að þessir sjúklingar eigi við margvíslegan vanda að stríða Tafla II. Fjöldi nýrra metýlfenídat-notenda á ári. Ár Börn Fullorðnir Samtals 2012 763 1036 1799 2013 871 1147 2018 2014 945 1165 2110 2015 1076 1567 2643 2016 1177 1857 3034 2017 1311 1886 3197 Tafla I. Fjöldi einstaklinga sem fær ávísað metýlfenídati á hverja 1000 íbúa. Breyting milli ára (%) ÁR Karlar Konur Karlar Konur 2009 16,0 8,6 2010 17,5 10,2 9,1 18,3 2011 18,6 11,0 6,4 7,6 2012 20,7 12,6 10,9 15,0 2013 23,4 14,5 13,4 15,1 2014 25,1 15,8 7,3 9,1 2015 28,4 18,5 13,0 16,9 2016 32,6 22,2 14,6 20,0 2017 35,3 25,5 8,5 14,8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.