Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 35
LÆKNAblaðið 2018/104 95 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R könnuðum myndun verndandi ónæmis gegn pneumókokkassýkingum. Einnig tókum við sermi úr börnum sem höfðu verið bólusett og sprautuðum í mýs og sýndum fram á að það verndaði mýsnar gegn bæði lungnabólgu og blóðsýkingu af völdum pneumókokka. Við bólusettum þungaðar mýs til að athuga hvort mætti vernda afkvæmin. Niðurstöðurnar voru mjög jákvæðar. Bólusetning þungaðra kvenna og verðandi mæðra hefur verið mjög mikilvæg í þróunarlöndum og hefur verið notuð til að vernda nýbura gegn stíf- krampa, þar sem börnin smitast snemma, áður en þau eru sjálf farin að mynda ónæmissvar. Þetta hafði lítið verið prófað gegn fjölsykruhjúpuðum bakteríum, en eitt af því sem rannsóknir okkar leiddu í ljós er að hægt er að nota bólusetningar mæðra til að verja yngstu afkvæmin gegn pneumókokkasýkingum. Eftir þetta fór ég að rannsaka bólusetn- ingar í gegnum slímhúð og bera árangur- inn saman við bólusetningu með sprautu. Best væri ef hægt að væri bólusetja hvern einstakling aðeins einu sinni, helst í frum- bernsku og gjarnan í gegnum slímhúð. Það er yfirleitt ekki svo heldur þarf að gefa marga skammta, nema þegar bólusett er með lifandi veikluðum sýklum. Þessar rannsóknir gáfu mjög skemmtilegar niður- stöður og sýndu kosti slímhúðarbólusetn- inga gegn öndunarfærasýkingum.“ Ónæmisglæðar sem bæta ónæmissvörun nýbura „Í upphafi þessarar aldar færði ég mig yfir í að rannsaka ónæmiskerfi nýbura og bólusetningar nýbura. Vandinn er sá að því yngri sem börnin eru því verr svara þau bólusetningum og rannsóknir okkar hafa beinst að því að finna þá þætti sem eru mest takmarkandi í ónæmiskerfi nýbura og hvernig er hægt fá fram betri ónæmissvörun. Eitt af því fyrsta sem við gerðum var að bera saman áhrif bólusetn- inga með stungu og í gegnum slímhúð nefsins. Þá sáum við að ónæmiskerfi í slímhúð þroskast fyrr, en það þarf hjálpar- efni til að koma bóluefninu yfir slímhúð- ina til ónæmiskerfisins í öndunarvegin- um. Okkar vinna hefur því mikið beinst að því að rannsaka hvaða hjálparefni má nota til að koma bóluefninu yfir slímhúð og hvaða þætti ónæmiskerfisins þau hafa áhrif á. Rannsóknirnar sýndu að bólusetn- ing með nefdropum gaf að minnsta kosti jafngott verndandi ónæmi í nýburamúsum og ef bólusett var með sprautu. Vikugamlar mýs samsvara ágætlega eins mánaðar gömlum börnum hvað varðar þroska ónæmiskerfisins og þriggja vikna mýs samsvara ungbörnum á aldrin- um tveggja til tólf mánaða. Þetta er músa- módelið sem við höfum notað fyrir ný- bura og ungbörn. Við sýndum fyrst allra fram á að með því að gefa nýburamúsum ákveðinn ónæmisglæði með bóluefni, „Mér finnst það nánast ófyrirgefanlegt þegar foreldrar neita að láta bólusetja börnin sín þar sem þau eru ekki einungis að setja sín eigin börn í hættu heldur líka önnur börn, einkum þau yngstu sem eru ekki búin að mynda verndandi ónæmi,“ segir Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði sem í lok síðasta árs hlaut verðlaun úr verðlaunasjóði Ásu Guðmunds- dóttur Wright.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.