Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2018/104 71 R A N N S Ó K N Inngangur Hjarta- og æðasjúkdómar eru meðal algengustu dánarorsaka í heiminum og er meðferðarkostnaður og álag vegna þeirra gríðar- legt innan heilbrigðisþjónustu í Evrópu.1 Vegna þeirrar miklu áhættu sem fylgir hjartaáföllum og mikilvægis bráðainngripa til að koma í veg fyrir dauðsföll eða varanlegan skaða, hefur ver- ið brýnt fyrir fólki að leita sér læknisaðstoðar hið fyrsta fái það skyndilegan brjóstverk.2 Eðli málsins samkvæmt geta brjóstverkir vakið upp ótta, kvíða og aðra vanlíðan og fjölgað komum á bráða- deildir.3 Hjá meirihluta sjúklinga sem leita aðstoðar vegna brjóst- verkja eða óþæginda fyrir brjósti finnast hins vegar engin merki um hjartasjúkdóm við ítarlega skoðun og rannsóknir, né önnur bráð veikindi sem gætu skýrt verkinn. Slík tilvik má skilgreina sem ótilgreinda brjóstverki (non-cardiac chest pain).4 Ótilgreindir brjóstverkir geta stafað af margvíslegum vefrænum orsökum á borð við vélindabakflæði og stoðkerfisverki en einnig af sálræn- um þáttum, eins og kvíða og þunglyndi.4,5 Algengi ótilgreindra brjóstverkja hefur aukist undanfarin ár6 en talið er að 50-75% allra koma á hjartabráðamóttökur séu vegna þeirra.5,7 Skráðar voru yfir 5000 bráðakomur á hjartagátt Landspít- Inngangur: Ótilgreindir brjóstverkir eru endurteknir brjóstverkir sem stafa ekki af kransæðasjúkdómi eða öðrum bráðum veikindum. Erlendar rann- sóknir hafa sýnt að 50-75% heimsókna á hjartabráðadeildir séu vegna þeirra. Markmið þessarar rannsóknar var að meta algengi ótilgreindra brjóstverkja á bráðadeildum Landspítala og tengsl þeirra við áfram- haldandi verkjaupplifun, andlega líðan, lífsgæði, og ánægju með meðferð. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 390 sjúklingar (18-65 ára) sem komu á Hjartagátt (236) eða bráðamóttöku Landspítala (154) vegna brjóstverkja frá október 2015 fram í maí 2016. Þátttakendur svöruðu stöðl- uðum spurningalistum, einum til átta mánuðum eftir útskrift, um líkamleg einkenni, andlega líðan og lífsgæði, auk spurninga um áframhaldandi verki og meðferð. Niðurstöður: Alls 72% (283) þátttakenda töldust hafa ótilgreinda brjóst- verki og 24% sjúklinga (91) höfðu greiningu á hjartasjúkdómi. Sjúklingar með ótilgreinda brjóstverki höfðu svipaða byrði líkamlegra einkenna og þunglyndis, en ívið meiri kvíða og streitu en hjartasjúklingar. Jafnt hlutfall hjartasjúklinga og sjúklinga með ótilgreinda brjóstverki fundu fyrir brjóst- verkjum eftir útskrift, eða 60%. Áframhaldandi brjóstverkir tengdust meiri kvíða (β=0,19, p<0,001) og þunglyndi (β=0,17, p<0,003) meðal sjúklinga með ótilgreinda brjóstverki, en ekki meðal hjartasjúklinga. Þrjátíu prósent sjúklinga með ótilgreinda brjóstverki skorti skýrar leiðbeiningar um við- brögð við áframhaldandi verkjum (samanborið við 19% hjartasjúklinga, p<0,05) og einungis 40% sjúklinga með ótilgreinda brjóstverki fengu upp- lýsingar um aðrar mögulegar orsakir brjóstverkja. Ályktanir: Ótilgreindir brjóstverkir voru algengir meðal sjúklinga á bráða- deildum Landspítala. Meirihluti þeirra sjúklinga hafði áframhaldandi brjóstverki eftir útskrift sem tengdust andlegri vanlíðan, og þriðjungi þeirra fannst þá skorta skýringar á mögulegum orsökum brjóstverkjanna og leiðbeiningar um viðbrögð við frekari verkjum. Ótilgreindir brjóstverkir og tengsl við viðvarandi verkjaupplifun og vanlíðan Erla Svansdóttir*1 sálfræðingur, Sesselja Hreggviðsdóttir*2 nemi, Björg Sigurðardóttir3 hjúkrunarfræðingur, Elísabet Benedikz1 læknir, Karl Andersen3,4 læknir, Hróbjartur Darri Karlsson5,6 læknir 1Gæða- og sýkingavarnadeild Landspítala, 2sálfræðideild Háskóla Íslands, 3Hjartagátt Landspítala, 4læknadeild Háskóla Íslands, 5læknadeild Háskóla Otago, Dunedin, Nýja Sjálandi, 6hjartadeild, SDHB Dunedin, Nýja Sjálandi. Fyrirspurnum svarar Erla Svansdóttir, erlasvan@landspitali.is Barst til blaðsins 2. júní 2017, samþykkt til birtingar 8. janúar 2018. Á G R I P ala árið 20158 og líklega má rekja talsverðan fjölda þeirra til ótil- greindra brjóstverkja. Sjúklingar með ótilgreinda brjóstverki eru ekki í aukinni áhættu á að þróa með sér kransæðasjúkdóm um- fram fólk í almennu þýði.5,9 Þessir sjúklingar búa engu að síður við minni heilsutengd lífsgæði,10 meðal annars vegna þess að 42-56% þeirra hafa áframhaldandi brjóstverki eftir útskrift.11,12 Að auki er minni virkni, langvarandi lyfjanotkun, tilfinningalegt álag, fjar- vera frá vinnu og tíðar endurkomur á sjúkrahús áberandi meðal þeirra.4 Sjúklingar með ótilgreinda brjóstverki virðast hafa slakari skilning á ástandi sínu og hvernig þeir geti tekist á við brjóstverk sinn samanborið við hjartasjúklinga.13 Slíkt kemur fram í kvört- unum yfir veittri þjónustu á hjartabráðadeildum og óánægju með að fá ekki skýringar á orsökum brjóstverkjanna.14 Samkvæmt ís- lenskri rannsókn fannst fjórðungi sjúklinga sem leituðu á hjarta- gátt yfir tveggja mánaða tímabil árið 2012 þeir ekki fá nægar skýr- ingar á einkennum sínum, auk þess sem þeim fannst eftirfylgni vera ábótavant.15 *Þessir höfundar lögðu fram jafn mikla vinnu við ritun þessarar vísindagreinar. doi.org/10.17992/lbl.2018.02.172 Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is ACCUVEIN ÆÐASJÁIN HJÁLPAR ÞÉR AÐ FINNA GÓÐAN STUNGUSTAÐ • Getur dregið úr sársauka við stungur • Eykur stungunákvæmni • Auðvelt í notkun • Tækið er handhægt, nett og létt • Standur fylgir fyrir handfrjálsa notkun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.