Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 28
88 LÆKNAblaðið 2018/104 aftur fyrir Alþingi og var samþykkt að greiða læknum dýrtíðar- uppbætur frá 1. júlí 1918.17 Læknar hafa nokkrum sinnum gripið til uppsagna í tengslum við baráttu um bætt kjör og starfsaðstöðu. Sem dæmi má nefna uppsagnir 31 sjúkrahúslæknis árið 196218 og árið 1966 þegar 19 læknar sögðu upp við Landspítalann og Kleppspítalann19 og þegar 70 sjúkrahúslæknar sögðu upp árið 1972.20 Rétt er að taka það fram að afstaða lækna gagnvart uppsögnum var sú að ekki væri um verkfallsaðgerð að ræða, heldur ákvarðanir einstak - l inga. Í tilkynningu stjórnar Læknafélags Reykjavíkur vegna uppsagna lækna árið 1972 segir að þrátt fyrir þessa kjaradeilu sé ekki um verkfall að ræða. „Uppsagnir fela ekki í sér verkfall á neinn hátt og munu læknar fúsir að halda áfram störfum eftir að uppsagnir hafa tekið gildi, ef þess verður óskað en greiðslur munu þá fara eftir gjaldskrá Læknafélags Reykjavíkur. Starfsemi sjúkrahúsanna þarf því ekki að raskast vegna kjaradeilu þessarar.“21 Fyrsta verkfall lækna Fyrsta verkfall lækna hér á landi átti sér nokkurn aðdraganda. Mikil umræða hafði verið um stöðu heilbrigðismála hér á landi allt frá efnahagshruninu. Á aðalfundi Læknafélags Íslands 25. september 2014 var skorað á stjórnvöld að móta raunhæfa stefnu um íslenska heilbrigðiskerfið og tryggja fjármögnun þess. Læknar og félög þeirra höfðu oft og tíðum bent á lausnir til að bregðast við þeim vanda sem steðjaði að heilbrigðiskerfinu hér á landi.22 Á sama aðalfundi var samþykkt að hefja undirbúning að stofnun verkfallssjóðs sem var ákveðin vísbending um að nota þyrfti verkfallsvopnið til að fá kröfum framgengt. Læknar voru mjög óánægðir með kjör sín, þeir höfðu dregist aftur úr öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum í launum og brottflutning- ur lækna var staðreynd. Það vantaði hvata fyrir íslenska lækna starfandi erlendis til að koma heim. Á árunum 2009-2014 höfðu 330 læknar flutt frá Íslandi en 140 læknar flutt til landsins. Í árs- byrjun 2014 voru 110 færri læknar starfandi hér á landi en 2009.23 Þorbjörn Jónsson, þáverandi formaður Læknafélags Íslands, benti á þá stöðu að Íslendingar gætu misst út heila kynslóð lækna.24 Þann 1. febrúar 2014 voru kjarasamningar lækna lausir og hófu læknar strax að undirbúa kröfugerð sína. Á haustmánuðum 2014 var ljóst að það myndi stefna í verkfall lækna, í fyrsta skipti hér á landi. Árangurslausar samningaviðræður höfðu staðið yfir í 9 mánuði. Kjaradeilu lækna, það er Læknafélags Íslands og Skurð- læknafélags Íslands, var vísað til ríkissáttasemjara 18. og 20. júní 2014. Forvígismenn lækna leituðu fljótlega til Gunnars Steins Páls- sonar, almannatengils, til að vera læknum innan handar þegar kæmi að samskiptum við fjölmiðla og viðsemjendur.25 Nokkuð hefur verið um að stéttarfélög leiti til utanaðkomandi ráðgjafa í vinnudeilum, slíkt gerðu ljósmæður í tengslum við verkfall sitt árið 2008. Kosið var um verkfallsboðun meðal félagsmanna í Læknafélagi Íslands og Skurðlæknafélagi Íslands í byrjun október 2014. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 80%, 910 læknar voru á kjörskrá og sögðu 96,0% já, 2,1% nei og 1,9% skiluðu auðu. Sem dæmi má nefna var þátttaka breskra lækna vegna verkfalls- boðunar þeirra árið 2012, 51% og sögðust 84% vera hlynntir verk- falli en 16% á móti verkfallsboðun. Þetta var í fyrsta sinn í 180 ára sögu bresku læknasamtakanna (British Medical Association) að greidd voru atkvæði í allsherjaratkvæðagreiðslu um verkfall.7 Verkföll Skurðlæknafélags Íslands og Læknafélags Íslands hófust 27. október 2014 og lauk 7. og 8. janúar 2015. Verkfallið var skipulagt í lotum með nokkrum hléum á milli og áttu aðgerðir að standa fram í miðjan desember. Loturnar voru þrjár, 27. október til 6. nóvember, 10.-20. nóvember og 8.-11. desember. Verkfallsað- gerðir stóðu yfir í tæpar 11 vikur og voru haldnir yfir 80 samn- ingafundir hjá samninganefndum þessara félaga.26 Sama dag og verkfall lækna hófst birtist í dagblöðum heilsíðutilkynning frá Læknafélagi Íslands, undirrituð af Þorbirni Jónssyni, þáverandi formanni Læknafélags Íslands. Í tilkynningunni kemur fram að læknum finnst miður að fara í verkfall til að knýja á um bætt kjör, en neyðarmönnun og undanþágur tryggi það að öryggi sjúklinga verði ekki ógnað en óhjákvæmlegt er að einhverjir verði fyrir óþægindum. Einnig er farið yfir kröfur lækna, starfsaðstöðu þeirra, nýliðun og að heil- brigðisþjónusta á Íslandi sé ekki á ábyrgð lækna en þeim sé alls ekki sama um hana. Að endingu er beðið um stuðning þjóðar- Vísir, 10. maí 1972. Verkfall lækna hefst í dag. Því miður. Læknar á Íslandi hafa í fyrsta sinn gripið til þess réttar síns að leggja niður störf til að knýja á um leiðréttingu launa sinna. Neyðarmönnun og hugsanlegum undanþágum er hagað með þeim hætti að öryggi sjúklinga sé ekki ógnað. Óhjákvæmilegt er þó að aðgerðirnar valdi óþægindum. Okkur þykir það leitt. Kjarabarátta lækna snýst ekki bara um laun heldur einnig um eðlilega endurnýjun í læknastéttinni. Á undanförnum árum höfum við misst hóp lækna úr landi. Það er mikil blóðtaka fyrir okkur öll. Meðalaldur lækna á Íslandi hækkar. Nýliðun í hópnum er nauðsyn. Augljóst er að í óefni stefnir ef fram heldur sem horfir. Stærsti þáttur alþjóðlegrar samkeppnishæfni í starfsumhverfi lækna er laun þeirra. En fleira kemur til. Á meðal þess er vinnuálag, aðgengi að góðum tækjabúnaði, svigrúm til kaupa á nýjustu og bestu lyfjum, þátttaka í framþróun læknavísindanna og fleira. Á öllum þessum sviðum hafa Íslendingar dregist aftur úr og bilið fer ört stækkandi. Læknar bera ekki ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni á Íslandi. Okkur er hins vegar langt í frá sama um hana. Í gegnum tíðina höfum við bæði axlað ábyrgð sem einstaklingar og sem heild eftir því sem í okkar valdi hefur staðið. Við viljum gera það áfram. Þess vegna grípum við til aðgerða. Við teljum það ábyrgðarleysi af okkar hálfu að bregðast ekki af alefli við þeim vanda sem við blasir. Við biðjum um stuðning þjóðarinnar og skilning þeirra sem fá munu skerta þjónustu á meðan á verkfallsaðgerðum stendur. Við skorum á stjórnvöld að bregðast hratt við. Leiðrétting á launum lækna þolir ekki lengri bið. Þorbjörn Jónsson formaður Læknafélags Íslands Verkfall lækna LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS Úr Fréttablaðinu, 27. október 2014.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.