Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2018/104 73 greindan brjóstverk ef þeir höfðu fengið eftirfarandi greiningar: a) brjóstverkur, ótilgreindur (R07.4); b) annar brjóstverkur (R07.3); c) skoðun vegna gruns um kransæðasjúkdóm (Z03.5); eða d) mismunagreiningar sem gáfu til kynna þráláta vefræna ástæðu eða streitutengda ástæðu fyrir brjóstverk (til dæmis vöðvabólga (M60.9), bakflæði (K21.9), vöðvaverkur (M76.9), viðbrögð við mik- illi streitu (F43.0) og oföndun (R06.4)). Ef sjúklingar höfðu grein- ingar á hjartaáfalli, hjartaöng, kransæðasjúkdómi, eða hjartabilun voru þeir skilgreindir sem hjartasjúklingar. Sextán sjúklingar (11 af Hjartagátt og 5 frá bráðamóttöku) sem fengu greiningar á bráð- um vefrænum veikindum sem skýrt gátu verkinn (það er gallstein- ar, hjartsláttartruflanir, blóðtappi í lungum og bráð ósæðarflysjun (n=2 í öllum tilvikum); og gallblöðru-, botnlanga-, bris-, og gollur- húsbólga, ósæðargúlpur og herpes zoster (n=1 í öllum tilvikum)) eða voru óhæfir vegna annarra veikinda (áfengisvanda og vegna mikillar kvíðasögu (n=2)) voru útilokaðir frá frekari úrvinnslu. Tölfræðileg úrvinnsla Gagnaúrvinnsla var gerð í forritinu IBM SPSS Statistics for Windows version 24 (IBM Cor. Armonk, N.Y. USA). Fyrir úrvinnslu var þátttakendum skipt upp í tveimur skrefum, fyrst eftir því hvort sjúklingar höfðu ótilgreindan brjóstverk eða hjartasjúkdóm og svo eftir því hvort þeir höfðu upplifað brjóstverki eftir útskrift (inn- an hvors sjúklingahóps fyrir sig). Munur á bakgrunns- og fylgi- breytum rannsóknarinnar milli sjúklingahópa var skoðaður með t-prófum fyrir samfelldar breytur, og kí-kvaðrat og tau-c prófum fyrir flokkabreytur. Munur á andlegri líðan milli sjúklingahópa, og eftir áframhaldandi brjóstverkjaupplifun innan hvors sjúk- l ingahóps, var metinn með marghliða aðhvarfsgreiningu þar sem leiðrétt var fyrir aldri, kyni og tímalengd frá útskrift. Hlutfallsleg- ur munur á fjölda sjúklinga sem mældust með einkenni um kvíða og þunglyndi (skoruðu ≥5 stig á GAD717 og PHQ919, sem gefur til kynna mild til alvarleg einkenni) og aukna streitu (skor hærra en 75% annarra þátttakenda á PSS-listanum (í þessari rannsókn ≥24 stig)) var metinn með kí-kvaðrat prófum og gagnlíkindahlutfalli (odds ratio (OR)) þar sem leiðrétt var fyrir áhrifum aldurs, kyns og tímalengdar frá útskrift. Einnig var skoðað hlutfall sjúklinga sem sýndi eitt, tvö, eða þrjú einkenni um andlega vanlíðan. Líkinda- hlutfall hvers hóps var metið í samanburði við þá sem höfðu einum færri einkenni, það er: a) engin einkenni, b) eitt eða færri einkenni, eða c) tvö eða færri einkenni. Miðað var við 5% marktektarmörk. Niðurstöður Hlutfall þátttakenda sem voru skilgreindir með ótilgreinda brjóst- verki var 72% (283), 24% (91) höfðu greiningu á hjartasjúkdómi en 4% (16) fengu aðrar greiningar. Í töflu I má sjá helstu bakgrunns- breytur flokkaðar eftir sjúkdómsgreiningu. Hlutfall sjúklinga með ótilgreinda brjóstverki var hærra á bráðamóttöku (87% (129)) en á Hjartagátt (68% (154); p<0,001). Fleiri konur voru með ótilgreinda brjóstverki en hjartasjúkdóm. Sjúklingar með ótilgreinda brjóst- verki voru að meðaltali 9 árum yngri en hjartasjúklingar. Alls 44% sjúklinga með ótilgreinda brjóstverki og 67% hjarta- sjúklinga sögðust hafa leitað áður á Hjartagátt eða bráðamóttöku vegna brjóstverkja (sjá töflu II), en enginn munur mældist á með- altalsfjölda fyrri koma á bráðadeild eða til annarra aðila vegna brjóstverkja. Aðspurðir um lyfjanotkun höfðu 16% sjúklinga með ótilgreinda brjóstverki notað hjartalyf og 12% ólyfseðilsskyld lyf við brjóstverkjum. Alls 39% sjúklinga með ótilgreinda brjóstverki tilkynntu fjarveru frá vinnu vegna brjóstverkja síðastliðna 12 mánuði samanborið við 67% hjartasjúklinga. Líðan og lífsgæði Í mati á líkamlegri og andlegri líðan mældust sjúklingar með ótil- greinda brjóstverki með jafn mikla byrði líkamlegra einkenna og hjartasjúklingar og sambærileg skor á þunglyndi og lífsgæðum en hærri skor á mælingum á bæði kvíða og streitu (mynd 1). Þegar leiðrétt var fyrir kyni, aldri og tímalengd frá útskrift hélst sá mun- ur ekki marktækur (β=-0,05; p=0,40 fyrir kvíða og β=-0,01; p=0,82 fyrir streitu). Í báðum líkönum hafði aldur sterk neikvæð tengsl við meiri kvíða (β=-0,32; p≤0,001) og streitu (β=-0,28; p≤0,001). Enginn munur var á fjölda sjúklinga sem sýndu merki um þunglyndiseinkenni eftir sjúklingahópum (sjá töflu III). Hins vegar sýndu fleiri sjúklingar með ótilgreinda brjóstverki merki um kvíðaeinkenni (40% miðað við 28% hjartasjúklinga) og aukna streitu (32% miðað við 20% hjartasjúklinga). Alls 24% sjúklinga með R A N N S Ó K N Tafla II. Samanburður á lyfjanotkun, notkun á heilbrigðisþjónustu og fjarveru frá vinnu eftir sjúkdómsgreiningu. Alls (n=374) Hjartasjúklingar (n=91) Sjúklingar með ótilgreinda brjóstverki (n=283) p-gildi Taka hjartalyf (% já) 29 (108) 70 (63) 16 (45) < 0,001 Taka ólyfseðilsskyld lyf (% já) 16 (58) 29 (24) 12 (34) < 0,001 Hafa leitað lækningar annars staðar (% já) 46 (172) 47 (43) 46 (129) 0,84 Heilsugæslu (% já) 20 (69) 19 (16) 20 (53) 0,73 Hjartalækni (% já) 10 (36) 11 (10) 9 (26) 0,65 Sjúkraþjálfara (% já) 9 (33) 11 (10) 8 (23) 0,43 Fjarverandi frá vinnu (% já) 46 (141) 67 (48) 39 (93) <0,001 Fjöldi daga; meðaltal (staðalfrávik) 29 (69) 56 (96) 15 (44) <0,01 Fyrri komur á Hjartagátt og/eða bráðamóttöku (% já) 49 (182) 67 (60) 44 (122) <0,001 Fjöldi skipta; meðaltal (staðalfrávik) 2,5 (2) 2,5 (2) 2,5 (3) 0,86 Gögn í töflu eru sýnd sem prósentuhlutfall og fjöldi, nema annað sé tekið fram. P-gildi eru reiknuð með Kí-kvaðrat prófi eða t-prófi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.