Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 15
LÆKNAblaðið 2018/104 75
R A N N S Ó K N
gætu skýrt brjóstverkinn. Af þeim sem tilgreindu hvaða skýr-
ingar þeir höfðu fengið á öðrum mögulegum orsökum nefndu
flestir áhrif líkamlegra einkenna og neikvæðra lífsstílsþátta (sjá
töflu V). Einungis 11% sjúklinga með ótilgreinda brjóstverki og 3%
hjartasjúklinga sögðust hafa fengið upplýsingar um að andlegir
eða bæði andlegir og líkamlegir þættir gætu valdið brjóstverkjum.
Hlutfallslega fleiri sjúklingar með ótilgreinda brjóstverki sögðust
ekki hafa fengið skýrar leiðbeiningar við útskrift um hvað þeir
ættu að gera ef brjóstverkurinn kæmi aftur (30% í samanburði við
19% hjartasjúklinga, p=0,029; OR 1,87; 95% CI: 1,04-3,36).
Umræða
Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að ótilgreind-
ir brjóstverkir séu algengir á bráðadeildum Landspítala. Mikill
meirihluti þátttakenda sem leitað höfðu á Hjartagátt eða bráða-
móttökuna í Fossvogi á 8 mánaða tímabili vegna brjóstverkja
voru greindir með ótilgreindan brjóstverk, eða 72%. Það hlutfall
er sambærilegt við erlendar rannsóknir.5,7 Nærri helmingur þeirra
hafði leitað áður á bráðadeild vegna brjóstverkja og þeir áttu að
meðaltali jafn margar fyrri komur og hjartasjúklingar. Miðað við
þessar tölur og þann umtalsverða kostnað sem þekkt er að fylgi
greiningu og meðhöndlun sjúklinga með ótilgreinda brjóstverki í
heilbrigðiskerfinu annars vegar og samfélagslegan kostnað þeim
tengdum hins vegar,24,25 má gera ráð fyrir að heildarkostnaður
vegna þeirra sé talsverður hérlendis.
Samanborið við hjartasjúklinga fundu sjúklingar með ótil-
greinda brjóstverki fyrir jafn mikilli byrði líkamlegra einkenna,
sambærilegum lífsgæðum og svipuðum einkennum þunglyndis
en sýndu ívið meiri kvíða- og streitueinkenni. Þekkt er að hjarta-
sjúklingar séu viðkvæmir fyrir andlegri vanlíðan. Vísbendingar
eru um að ekki sé greinanlegur munur á algengi kvíða- og þung-
lyndiseinkenna milli hjartasjúklinga og sjúklinga með ótilgreinda
brjóstverki.10,26 Styðja niðurstöður þessarar rannsóknar raunar við
slíkar rannsóknarniðurstöður. Í heildina sýndi rúmlega helming-
ur sjúklinga með ótilgreinda brjóstverki einkenni um einhverja
andlega vanlíðan. Það hlutfall er sambærilegt við norska rannsókn
þar sem 39% slíkra sjúklinga höfðu sálræn vandamál.27 Af þess-
um niðurstöðum má ljóst vera að algengi kvíða og þunglyndisein-
kenna meðal þátttakenda var hærra en þekkist meðal almennings
þar sem 20% einstaklinga reynast hafa einhverja geðröskun yfir
fjögurra vikna tímabil.28 Munur á andlegri líðan milli sjúklinga-
hópanna í þessari rannsókn hélst ekki marktækur þegar leiðrétt
var fyrir aldri, en lægri aldur hafði sterk tengsl við verri andlega
Tafla IV. Tengsl áframhaldandi brjóstverkja eftir útskrift við byrði líkamlegra einkenna, andlega líðan og lífsgæði.
Hjartasjúklingar (n=91) Sjúklingar með ótilgreinda brjóstverki (n=283)
Brjóstverkir eftir
útskrift
Engir brjóstverkir eftir
útskrift Β
a ΔR2,b Brjóstverkir eftir útskrift
Engir brjóstverkir
eftir útskrift Β
a ΔR2,b
Líkamleg
einkenni 11,3 (7,1)** 7,9 (5,7)** 0,23* 0,05* 11,4 (7,1)** 6,8 (5,1)** 0,30** 0,09**
Kvíði 4,1 (3,8) 3,0 (3,3) 0,12 0,01 5,5 (5,1)** 3,5 (3,7)** 0,19*** 0,03**
Þunglyndi 5,7 (4,8) 3,8 (4,0) 0,19 0,03 6,0 (5,0)** 4,0 (4,2)** 0,17*** 0,03**
Streita 17,1 (8,0) 15,8 (7,7) 0,05 0,00 20,0 (10,4)* 17,2 (8,6)* 0,11 0,01
Lífsgæði 88,5 (15,3) 91,1 (11,6) -0,10 0,01 87,3 (12,9) 89,8 (12,4) -0,08 0,01
*p<0,05 **p<0,01 ***p<0,001. aStaðlaður hallastuðull úr línulegri aðfallsgreiningu, þar sem stjórnað er fyrir áhrif aldurs, kyns, og tímalengdar frá útskrift. bBreyting í skýrðri dreifni í
fylgibreytu þegar frumbreytunni „brjóstverkir eftir útskrift“ er bætt við líkanið.
Tafla V. Upplifun sjúklinga með ótilgreinda brjóstverki og hjartasjúklinga á upplýsingagjöf á bráðadeildum Landspítala. Hlutfall (fjöldi).
Hjartasjúklingar
(n=91)
Sjúklingar með ótilgreinda brjóstverki
(n=283)
Já Nei Er ekki viss Já Nei Er ekki viss
1. Fékk nægar upplýsingar um brjóstverkinn á bráðadeild. 81 (74) 17 (15) 2 (2) 75 (208) 25 (69) 1 (2)
2. Fékk skýrar leiðbeiningar um hvað ég eigi að gera ef verkur kemur aftur. 81 (74) 19 (17)* -- 70 (192) 30 (83)* --
3. Var eitthvað ábótavant við þá meðferð sem þér var veitt? 18 (16) 78 (70) 4 (4) 20 (55) 60 (169) 20 (55)
4. Fékk skýringar á öðrum mögulegum orsökum brjóstverkja á bráðadeild. 37 (33) 45 (40) 18 (16) 40 (109) 36 (97) 24 (67)
4.a. Ef já, hvaða skýringar veittar? n=33 n=109
Andlegir þættir 0 (0) 5 (5)
Andlegir og líkamlegir þættir 3 (1) 6 (7)
Líkamleg einkenni og lífstílsþættir 21 (7) 46 (50)
Afleiðingar slyss / aðgerða / lyfja 6 (2) 2 (2)
Ótilgreint 70 (23) 41 (45)
*p<0,05.