Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 24
84 LÆKNAblaðið 2018/104 R A N N S Ó K N drengja6 en í erlendum rannsóknum á unglingum hafa niðurstöð- ur um svefnlengd eftir kynjum verið misjafnar og sýnt bæði að drengir sofi lengur en stúlkur og öfugt.27,28 Nokkuð gott samræmi fékkst milli hlutlægra og huglægra mælinga á svefni. Þannig virtust þeir sem svöruðu í spurninga- lista að þeir svæfu nægilega mikið einnig sofa að meðaltali lengur samkvæmt hröðunarmæli en þeir sem sögðust sofa minna. Þrátt fyrir að svefndagbækur hafi verið gagnrýndar fyrir ónákvæmni í mælingum,18 virðist huglægt mat unglinganna á því hvort þeir sofi nóg haldast í hendur við mælda svefnlengd þrátt fyrir að svefn- lengdin nái ekki endilega viðmiðum um ráðlagða svefnlengd. Einungis 11,3% þátttakenda uppfylltu viðmið fyrir hvort tveggja, ráðleggingar um hvíldartíma (≥8 klst/nótt) og hreyfivið- mið (≥60 mín/dag) að meðaltali yfir vikuna. Þeir sem ná viðmiðum um daglega hreyfingu, sofa ekki endilega meira en þeir sem ekki ná þeim viðmiðum. Rannsóknir þar sem gögn fyrir bæði hreyf- ingu og svefn eru fengin með huglægu mati og einnig þar sem hlutlægar mælingar eru notaðar fyrir báðar breytur hafa bent til þess að aukin hreyfing hafi jákvæð áhrif á svefn.10 Þegar bornar eru saman hlutlægar og huglægar mælingar á svefnlengd ung- linga virðast þær huglægu ofmeta svefnlengd.18 Því er nauðsyn- legt að kanna betur tengsl hreyfingar og svefns mældum með hlutlægum mælingum. Bandarísku svefnsamtökin mæla með reglulegri hreyfingu til að bæta svefn29 þrátt fyrir að rannsókn- ir meðal barna og unglinga sýni fram á mismunandi tengsl milli svefns og hreyfingar.11,30,31 Þá geta mismunandi mæliaðferðir milli rannsókna, árstíðir og aldur mögulega útskýrt mismunandi niðurstöður á tengslum hreyfingar og svefns. Styrkleikar og takmarkanir Þetta er fyrsta íslenska rannsóknin sem skoðar bæði hreyfingu og svefn ungmenna með hlutlægum mælingum. Gott þátttöku- hlutfall fékkst við gagnasöfnun en alls tóku 315 nemendur þátt eða 76,6% þeirra sem boðin var þátttaka í rannsókninni. Þó höfðu einungis 266 einstaklingar gild gögn sem má skýra með lágmarks- kröfum um gild gögn úr hröðunarmælum eða 14 klukkustundir á dag, þrjá skóladaga og einn frídag. Hröðunarmælar gefa nákvæm- ar upplýsingar um svefn og hreyfingu hjá ungmennum í sínu náttúrulega umhverfi. Þrátt fyrir aukin gæði í svefnmælingum og áreiðanleika Actigraphy-hröðunarmælanna gera mælarnir illa greinarmun á svefni og vöku þegar við liggjum fullkomlega kyrr í lengri tíma.17 Þetta gæti verið skýring þess að daglúrar greindust aðeins hjá 15 einstaklingum en alls greindust 19 daglúrar, þar af mældist einn einstaklingur með 5 daglúra. Þegar bera á niðurstöð- ur fyrir mælingar á svefni og hreyfingu með hröðunarmælum saman við almennar ráðleggingar um svefn og hreyfingu eru við- miðunargildi fyrir hlutlægar mælingar af skornum skammti þar sem viðmiðin hafa í gegnum tíðina verið þróuð með huglægum mælingum eins og spurningalistum. Þar sem rannsóknin fór fram að vori hjá nemendum 10. bekkjar er ekki hægt að útiloka að dagsbirta, veðurfar, álag og starf í skóla geti haft áhrif á svefnlengd, hvíldartíma og hreyfingu miðað við aðra árstíma. Þá er hugsanlegt að þátttaka í rannsókninni og það að bera hreyfimæli hafi haft áhrif á svefn- og hreyfivenjur þátttak- enda. Að auki kunna aðrir þættir eins og andleg líðan, skjánotkun, neysla orkudrykkja og tímasetningar íþróttaæfinga að hafa haft áhrif á niðurstöðurnar. Ályktun Lífsstíll íslenskra ungmenna virðist ekki endurspegla viðmið op- inberra aðila um daglega hreyfingu og svefn. Aðeins um helm- ingur ungmenna í þessari rannsókn náði viðmiðum um ráðlagða hreyfingu samkvæmt niðurstöðum spurningalista. Fá ungmenni náðu viðmiðum um ráðlagðan svefntíma og enn færri uppfylltu bæði viðmið um hreyfingu og svefn. Þakkir Rannsóknarhópurinn vill þakka ungmennunum sem tóku þátt í rannsókninni. Einnig þökkum við starfsfólki þátttökuskólanna sem veitti okkur mikla aðstoð og góða aðstöðu til mælinga. Þá viljum við þakka Rannís fyrir fjárhagslegan stuðning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.