Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 30
90 LÆKNAblaðið 2018/104 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ágætu læknar og kollegar! Fyrir hundrað árum, þann 14. janúar 1918, stofnuðu 39 læknar Læknafélag Íslands. Við minnumst þeirra með djúpri virðingu og þakklæti í dag og allra okkar góðu félaga sem á undan okkur hafa helgað starfsævi sína lækningum á Íslandi. Okkar síunga félag hefur vaxið og dafnað. Í dag eru 1318 fé- lagar í LÍ og í öldungadeild félagsins eru 287 félagsmenn. Það er ánægjulegt að sjá hversu margir úr okkar röðum eru hér og margir aðrir góðir gestir. Ég býð ykkur hjartanlega vel- komin. Sérstaklega vil ég þakka forseta Íslands þann heiður sem hann sýnir okkur í dag. Saga lækna og lækninga á Íslandi er löng og heimildir ná aft- ur til miðalda. Við minnumst stoltir Hrafns Sveinbjarnarsonar og Snorra goða sem þekktir voru meðal annars af lækningum sínum. Virðing fyrir sögu okkar skiptir miklu máli. Félag áhuga- manna um sögu læknisfræðinnar er einn af sterkustu meiðum samtaka okkar lækna. Á Stofnun Árna Magnússonar eru varðveitt forn íslensk lækn- ingahandrit, sem við ættum ef til vill að leggja meira af mörkum til kynningar á. Í upphafi handrits frá 13. eða 14. öld er sagt frá tilurð þess á eftirfarandi hátt. „Maður hét Hippokrates, hann var spakastur lækna. Hann bauð vildarvini sínum á andlátsdegi sínum að hann skyldi leggja undir höfuð sér í gröf hans allar virktar bækur, hans leyndar- lækningar væru um. Miklu síðar kom þar keisari gangandi og sá á gröf hans að þar lá hinn spakasti læknir er verið hafði og hugði hann þar fé mikið vera í gröf þeirri og bauð mönnum sínum að rannsaka gröf þá. En þeir fundu ekki annað í henni en leyndar- læknisbækur hans.“ Þessi formáli sveipar handritið ákveðinni dulúð og má vera að svo sé enn um störf lækna. En með þessari tengingu er einnig verið að auka á trúverðugleikann og uppruni spekinnar sannað- ur.1 En líka að dýrmætasta eign sérhvers læknis er þekking hans og lærdómur. ■ ■ ■ Læknar hafa frá örófi alda lagt áherslu á samstöðu, mannkosti og dyggðir sem hafa mótað samskipti þeirra á milli og við skjól- stæðinga þeirra. Þagmælska og miskunnsemi hafa verið ein- kennandi fyrir læknastéttina. Allir þeir sem hafa þurft á aðhlynningu læknis að halda hafa getað treyst á þagnareið lækna. Ein af fyrstu skyldum lækna er að gæta að því að enginn skaði hljótist af verkum þeirra og ákvörðunum. Primum no nocere. Læknar eiga ætíð að gæta varúðar við störf sín og sýna hófsemi í ákvörðunum og meðferð. ■ ■ ■ Heimildir sýna að stofnun Læknafélags Íslands átti sér nokkurn aðdraganda. Fyrir áeggjan margra lækna og mikinn áhuga land- læknis dr. J. Jónassen var fyrsti fundur starfandi lækna hér á landi haldinn 1896. Samtals 12 læknar mættu til fundarins. Meðal mála sem rædd voru, var stofnun íslensks læknafélags. Á næsta læknafundi sem haldinn var þremur árum seinna munu þeir 9 læknar sem þar voru saman komnir hafa stofnað Hið íslenzka læknafélag. Þeir samþykktu lög fyrir félagið og regl- ur um bróðurlega samvinnu milli lækna (Codex ethicus). Tilgangur félagsins skyldi vera að efla samlyndi og bróðerni, samvinnu og persónulega viðkynningu milli íslenskra lækna, að annast öll sameiginleg áhugamál læknastéttarinnar, halda uppi heiðri hennar í öllu og vernda íslenska læknareynslu frá gleymsku. Félagið skyldi jafnframt sjá um að haldnir væru læknafundir eigi sjaldnar en annað hvert ár og gefa út alþýðlegt tímarit um heilbrigðismál. Félagið mun hafa orðið lítið annað en nafnið og ókleift reyndist að halda læknafundi.2 Svo virðist sem læknar á Austurlandi og Norðurlandi hafi gert tilraunir til félagsstofnunar kringum aldamótin 1900. Stofn- fundur austfirskra lækna mun hafa verið haldinn á Seyðisfirði 16. ágúst 1894. Félagið hélt árlega fundi í nokkur ár í lok 19. aldar en virðist síðan hafa liðið undir lok.3 Guðmundur Hannesson, fyrsti formaður Læknafélags Íslands, var kringum aldamótin 1900 héraðslæknir á Akureyri. Hann beitti sér í félagsmálum nyrðra og hélt læknafund á Akureyri vor- ið 1902 þar sem meðal annars átti að ræða „organisation“ lækna fyrir norðan og austan. Amtmaður vildi ekki gefa nema öðrum hverjum lækni farar- leyfi og varð að ná samkomulagi um það hverjir ættu að sitja heima og hverjir að fara. Niðurstaðan varð sú að einungis tveir læknar mættu til fundarins. Næsti læknafundur er ekki haldinn fyrr 11 árum síðar, eða 1909, og er sá fundur ekki almennur læknafundur fyrir land allt, heldur fundur meðal lækna í Reykjavík til þess að ræða afstöðu læknanna gagnvart Sjúkrasamlagi Reykjavíkur og úr verður stofnun LR það sama ár.4 ■ ■ ■ Guðmundur Hannesson, sem að öðrum ólöstuðum, telst helsti forystumaður stofnunar Læknafélags Íslands, tiltók fjölmörg rök fyrir því af hverju skynsamlegt væri að stofna læknafélag: Læknafélag Íslands 100 ára Ávarp formanns á afmælishátíð í Eldborg 15. janúar 2018 Reynir Arngrímsson erfðalæknir formaður Læknafélags Íslands reynir@lis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.