Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 14
ótilgreinda brjóstverki sýndu einkenni um bæði þunglyndi, kvíða
og streitu, samanborið við 13% hjartasjúklinga (p<0,05, OR 2,36,
95% CI: 1,19-4,59). Mat á líkindahlutfalli sjúklinga með ótilgreinda
brjóstverki á að finna fyrir einkennum kvíða og streitu hélst ekki
marktækt eftir að leiðrétt hafði verið fyrir kyni, aldri og tímalengd
frá útskrift. Í leiðréttu líkönunum hafði hærri aldur sterkustu
tengslin við minni líkur á einkennum kvíða og streitu (OR 0,96;
95% CI: 0,94-0,98 í báðum tilvikum). Sjúklingar með ótilgreinda
brjóstverki sem sýndu einkenni um kvíða og aukna streitu voru
að jafnaði 5-6 árum yngri en þeir sem ekki fundu fyrir slíkum ein-
kennum (meðaltal= 46 ± 13 ár og 51 ± 11 ár fyrir kvíða, p<0,001; og
meðaltal= 45 ± 12 ár á móti 51 ± 11 ár fyrir streitu, p<0,001).
Verkjaupplifun eftir útskrift og upplifun á þjónustu
Aðspurðir um áframhaldandi verkjaupplifun tilgreindu 60% sjúk-
linga með ótilgreinda brjóstverki (n=169) og 60% hjartasjúklinga
(n=55) að þeir hefðu fundið fyrir brjóstverk eða óþægindum fyrir
brjósti eftir útskrift. Meðal sjúklinga með áframhaldandi brjóst-
verki fundu 9% sjúklinga með ótilgreinda brjóstverki og 15%
hjartasjúklinga fyrir verk daglega eða oft á dag. Rúmlega fjórð-
ungur sjúklinga hafði fundið tvisvar til þrisvar sinnum fyrir
brjóstverk eftir útskrift. Í töflu IV má sjá að áframhaldandi verkja-
upplifun hafði tengsl við meiri byrði líkamlegra einkenna meðal
beggja hópa og við aukin kvíða-, þunglyndis- og streitueinkenni
meðal sjúklinga með ótilgreinda brjóstverki. Þau tengsl voru óháð
aldri, kyni og tímalengd frá útskrift fyrir kvíða og þunglyndi en
ekki fyrir streitu (p=0,10).
Áhyggjur og viðbrögð sjúklinga við áframhaldandi brjóst-
verkjum voru svipuð, en 30% sjúklinga með ótilgreinda brjóst-
verki (n=50) og 39% hjartasjúklinga (n=22) höfðu frekar miklar eða
mjög miklar áhyggjur af þeim brjóstverkjum sem þeir fundu fyrir
(p=0,50). Meirihluti bæði sjúklinga með ótilgreinda brjóstverki
(65% (n=108)) og hjartasjúklinga (64% (n=35)) fannst þeim þó ganga
frekar vel eða mjög vel að takast á við þá (p=0,59). Algengustu við-
brögð sjúklinga við áframhaldandi brjóstverkjum voru að reyna
að slaka á eða liðka sig og hreyfa (44% sjúklinga með ótilgreinda
brjóstverki (n=75) og 37% hjartasjúklinga (n=20)). Þriðjungur
sjúklinga með ótilgreinda brjóstverki og fjórðungur hjartasjúk-
linga greip ekki til neinna sérstakra úrræða og 16% sjúklinga með
ótilgreinda brjóstverki (n=27) og 22% hjartasjúklinga (n=12) tóku
inn lyf vegna þeirra. Aðspurðir um eigin hugmyndir um hvað ylli
þessum áframhaldandi brjóstverkjum nefndu 29% sjúklinga með
ótilgreinda brjóstverki (n=50) andlega eða bæði andlega og lík-
amlega þætti. Alls 27% (n=45) nefndu vefrænar orsakir og lífstíls-
þætti og 30% (n=50) voru óvissir um hvað ylli brjóstverkjunum
eða tilgreindu ekki ástæðu. Meðal hjartasjúklinga töldu flestir að
vefrænar orsakir lægju að baki brjóstverkjunum (33% (n=18)). Alls
22% (n=12) nefndu andlega eða bæði andlega og líkamlega þætti
og 24% (n=13) tilgreindu ekki hvað þeir teldu að ylli brjóstverkj-
unum. Alls töldu 14% sjúklinga með ótilgreinda brjóstverki (n=24)
og 18% hjartasjúklinga (n=10) að hjartatengd ástæða (með eða án
líkamlegra eða andlegra þátta) orsakaði þá brjóstverki sem þeir
höfðu fundið fyrir eftir útskrift.
Tafla V sýnir niðurstöður úr mati sjúklinga á upplýsingagjöf.
Þar sést að fjórðungur sjúklinga með ótilgreinda brjóstverki og
17% hjartasjúklinga taldi sig ekki hafa fengið nægar upplýsingar
um brjóstverkinn sem var ástæða fyrir komu þeirra á deildina.
Meðal upplýsinga sem sjúklingum með ótilgreinda brjóstverki
fannst vanta voru upplýsingar um ástæður brjóstverkjarins (n=22)
eða um ástæður brjóstverkjarins og framhaldið (n=8) en 9 sjúk-
lingar sögðust hafa verið í algjörri óvissu. Meðal hjartasjúklinga
skorti flesta upplýsingar um ástæður brjóstverkjarins (n=8).
Alls 60% sjúklinga með ótilgreinda brjóstverki og 63% hjarta-
sjúklinga höfðu ekki fengið eða voru óvissir um hvort þeir hefðu
fengið upplýsingar frá heilbrigðisstarfsfólki um aðra þætti sem
74 LÆKNAblaðið 2018/104
R A N N S Ó K N
Mynd 1. Samanburður á byrði líkamlegra einkenna, andlegri líðan og lífsgæðum sjúk-
linga með ótilgreinda brjóstverki og hjartasjúklinga.
Tafla III. Hlutfallslegur fjöldi sjúklinga sem sýndi einkenni um andlega vanlíðan eftir sjúklingahópum. Hlutfall (fjöldi).
Sjúklingar með ótilgreinda
brjóstverki (n=283)
Hjartasjúklingar
(n=91) p-gildi
Óleiðrétt líkindahlutfall;
OR (95% vikmörk)
Leiðrétt líkindahlutfall;
OR (95% vikmörk)
Þunglyndiseinkenni 43 (120) 41 (36) 0,73 1,12 (0,69-1,80) 0,76 (0,44-1,27)
Kvíðaeinkenni 40 (111) 28 (25) 0,036 1,78 (1,06-2,98)* 1,19 (0,68-2,09)
Streitueinkenni 32 (88) 20 (17) 0,017 2,02 (1,12-3,62)* 1,24 (0,66-2,35)
Heildarfjöldi einkenna um andlega vanlíðan
Engin einkenni til staðar 46 (126) 49 (43)
0,07a
-- --
Eitt einkenni til staðar 18 (50) 26 (23) 1,17 (0,73-1,88)b 0,77 (0,46-1,30)b
Tvö einkenni til staðar 12 (32) 12 (10) 1,87 (1,09-3,24)*c 1,19 (0,66-2,17)c
Öll þrjú einkenni til staðar 24 (67) 13 (11) 2,36 (1,19-4,59)*d 1,32 (0,66-2,91)d
aReiknuð raðfylgni (tau-c). bLíkindahlutfall samanborið við þá sem höfðu engin einkenni. CLíkindahlutfall samanborið við þá sem höfðu engin eða bara eitt einkenni.
dLíkindahlutfall samanborið við þá sem höfðu engin einkenni, eitt eða tvö einkenni. *p<0,05.