Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 12
72 LÆKNAblaðið 2018/104
Markmið þessarar rannsóknar var þríþætt: a) að kanna algengi
ótilgreindra brjóstverkja meðal sjúklinga sem leitað hafa á Hjarta-
gátt eða bráðamóttöku vegna brjóstverkja eða óþæginda fyrir
brjósti; b) að meta líkamlega og andlega líðan, lífsgæði og verkja-
upplifun þessa sjúklingahóps og hjartasjúklinga eftir útskrift; c)
að skoða ánægju þeirra með meðferð og upplýsingagjöf.
Efniviður og aðferðir
Þátttakendur og framkvæmd
Þátttakendur voru sjúklingar á aldrinum 18-65 ára sem höfðu leit-
að á Hjartagátt eða bráðamóttöku Landspítala vegna brjóstverkja
frá 22. október 2015 til 16. maí 2016. Upplýsingar um komur vegna
brjóstverkja á tímabilinu voru sóttar í Sögukerfi Landspítala og til-
fellin flokkuð eftir hæfni til þátttöku. Útilokunarskilyrði voru eft-
irfarandi: talar ekki íslensku; greining á alvarlegum sjúkdómi sem
gæti valdið verkjum frá brjóstkassa eða skert getu til þátttöku (svo
sem krabbamein, Parkinsons sjúkdómur, vöðvarýrnunarsjúkdóm-
ar, Alzheimers sjúkdómur); alvarleg geðröskun, greindarskerðing;
áfengis- og vímuefnavandi; og sjónskerðing eða lögblinda. Haft
var samband við hæfa sjúklinga símleiðis einum til 8 mánuðum
eftir útskrift og þeim boðin þátttaka.
Þátttakendur mættu á Landspítala (að meðaltali 156 ± 64 dög-
um eftir útskrift) þar sem þeir skrifuðu undir upplýst samþykki og
svöruðu spurningalistum rannsóknarinnar. Á rannsóknartímabil-
inu komu 904 hæfir sjúklingar á Hjartagátt og/eða bráðamóttöku
vegna brjóstverkja. Af þeim tóku 390 þátt (43%); 240 karlar (62%) og
150 konur (38%), meðalaldur 51 ± 11,5 ár. Alls 76 neituðu þátttöku
(8%), 268 gátu ekki tekið þátt vegna búsetu eða ferðalaga (30%)
og ekki náðist samband við eða að leggja spurningalista fyrir 170
sjúklinga (19%). Þátttökuhlutfall meðal þeirra sem náðist samband
við og gátu tekið þátt var 84%. Kynjahlutfall meðal brjóstverkja-
sjúklinga var sambærilegt milli þeirra sem tóku (n=390, 62% karl-
ar) og tóku ekki þátt (n=514, 58% karlar; p=0,34). Þátttakendur voru
að meðaltali 9 árum eldri en þeir sem ekki tóku þátt (meðaltal= 51
± 12 ár miðað við 42 ± 14 ár, p<0,001).
Mælitæki
Bakgrunnsspurningar
Bakgrunnsspurningar rannsóknarinnar mátu kyn, aldur, hjú-
skaparstöðu, menntun, atvinnustöðu og fjölda barna á framfæri.
Einnig var spurt um notkun á hjartalyfjum og ólyfseðilsskyldum
lyfjum vegna brjóstverkja, fyrri komur á bráðadeildir Landspítala
og á aðra staði vegna brjóstverkja, og fjarveru frá vinnu síðastliðna
12 mánuði vegna brjóstverkja.
Staðlaðir spurningalistar
Líkamleg einkenni voru metin með Somatic Symptoms Scale (SSS-
8) sem metur almenna verki, einkenni frá hjarta og lungum, maga-
einkenni og þreytu. Heildarstigafjöldi spannar 0-32 stig, þar sem
hærri stigafjöldi sýnir aukna byrði líkamlegra verkja. Réttmæti og
áreiðanleiki listans er gott.16 Kvíði var metinn með Generalized
Anxiety Disorder spurningalistanum (GAD-7). Heildarstigafjöldi
spannar 0-21 stig, þar sem hærri stigafjöldi gefur til kynna meiri
einkenni almennrar kvíðaröskunar.17 Próffræðilegir eiginleik-
ar listans eru góðir17 og hann hefur reynst vel til að meta kvíða
meðal hjartasjúklinga.18 Þunglyndi var metið með Patient Health
Questionnaire spurningalistanum (PHQ-9). Heildarstigafjöldi
spannar 0-27 stig og hærri stig gefa til kynna alvarlegri þung-
lyndiseinkenni.19 PHQ-9 hefur reynst næmur til að greina mild
og alvarleg þunglyndiseinkenni hjartasjúklinga.18 Streita var
metin með Perceived Stress Scale (PSS), sem metur hversu streitu-
vekjandi fólk telur aðstæður í lífi sínu vera. Heildarstigafjöldinn
spannar 0-56 stig og hærri stig gefa til kynna aukna streitu. Áreið-
anleiki og réttmæti listans er staðfest erlendis20 og hérlendis.21 Lífs-
gæði voru metin með Lífsgæðakvarðanum (Quality of Life Scale,
QOLS). Heildarstigafjöldi spannar 16-112 stig þar sem hærri stiga-
fjöldi gefur til kynna meiri lífsgæði. Próffræðilegir eiginleikar list-
ans hafa verið staðfestir erlendis22 og hérlendis23 og hann virðist
meta lífsgæði ólíkra sjúklingahópa.22
Verkjaupplifun eftir útskrift og ánægja með veitta þjónustu
Lagðar voru fyrir viðbótarspurningar sem mátu verkjaupplifun
eftir útskrift, viðbrögð og ráð við brjóstverkjum sem og ánægju
með veittar upplýsingar og meðferð á bráðadeildunum. Þátttak-
endur voru einnig spurðir hvað þeir teldu að ylli brjóstverk þeirra
og hversu miklar áhyggjur þeir hefðu af brjóstverknum.
Sjúkraskrárgögn og skilgreining sjúklingahópa
Upplýsingar um ICD-10 greiningar þátttakenda á bráðadeild og
fyrri greiningar á kransæða- og hjartasjúkdómum voru sóttar í
sjúkraskrárkerfi Sögu. Þátttakendur voru skilgreindir með ótil-
R A N N S Ó K N
Tafla I. Samanburður á bakgrunnsbreytum eftir sjúkdómsgreiningu. Hlutfall (fjöldi).
Alls (n=374) Hjartasjúklingar (n=91) Sjúklingar með ótilgreinda brjóstverki (n=283) p-gildi
Kyn (% kvk) 39 (146) 23 (21) 44 (125) <0,001
Aldur (ár); meðaltal (staðalfrávik) 50,9 (11,7) 57,9 (5,8) 49,1 (11,8) <0,001
Hjúskaparstaða (% gift/ur eða í sambúð) 74 (274) 72 (66) 74 (208) 0,74
Börn á framfæri (% já) 41 (133) 24 (18) 47 (115) 0,001
Menntun (% framhaldsskólamenntun) 81 (301) 79 (71) 82 (230) 0,49
Atvinnustaða (% fullt starf) 73 (273) 73 (67) 74 (206) 0,89
Gögn í töflu eru sýnd sem prósentuhlutfall og fjöldi, nema annað sé tekið fram. P-gildi eru reiknuð með Kí-kvaðrat prófi eða t-prófi.