Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 19
LÆKNAblaðið 2018/104 79 Inngangur Svefn og hreyfing eru mikilvægir áhrifaþættir heilsufars. Regluleg hreyfing á unglingsárum minnkar líkur á áunnum og langvinnum lífsstílssjúkdómum síðar á ævinni.1 Alþjóðlegar ráðleggingar mið- ast við að börn og unglingar hreyfi sig í að minnsta kosti 60 mín- útur daglega af miðlungs eða mikilli ákefð, þar af ætti að stunda erfiðar æfingar sem styrkja bein og vöðva að lágmarki þrisvar í viku.2 Samkvæmt hlutlægum mælingum árið 20113 uppfylltu að- eins 9% 15 ára íslenskra unglinga viðmið um daglega hreyfingu, en drengir hreyfðu sig meira en stúlkur af miðlungs- eða mikilli ákefð. Æskilegt er talið að ungmenni sofi í 8-10 klukkutíma á sólar- hring.4 Ríflega helmingur bandarískra ungmenna er talinn leggja sig á daginn vegna syfju.8 Aukin hreyfing er talin tengjast eða leiða til betri svefns.9 Rann- sóknum á unglingum ber saman um að hreyfing hafi jákvæð áhrif á svefnlengd þeirra.10 Einnig hefur komið fram að börn (10-12 ára) sem fylgja svefnráðleggingum eru líklegri til að viðhalda reglu- legum og heilbrigðum hreyfivenjum.11 Nýleg samantektargrein ályktaði að börn og unglingar sem hreyfa sig mikið, sofa vel og eru í lítilli kyrrsetu hafi ákjósanlegra magn líkamsfitu og séu í betra formi en þau ungmenni sem eru í meiri kyrrsetu, hreyfa sig lítið og sofa minna.12 Á síðustu árum hafa hröðunarmælar í auknum mæli verið nýtt- ir til mælinga á hreyfingu og svefni þar sem þeir gefa hlutlægt mat á hvoru tveggja í náttúrulegu umhverfi einstaklinga.1,3 Mælarnir Inngangur: Hreyfing og svefn eru mikilvægir áhrifaþættir heilsufars. Alþjóðlegar ráðleggingar mæla með því að börn og unglingar hreyfi sig að lágmarki 60 mínútur daglega af miðlungs eða mikilli ákefð og sofi í 8 til 10 klukkustundir á sólarhring. Tengsl hreyfingar og svefns meðal ungmenna eru ekki vel þekkt. Markmið rannsóknarinnar voru að meta: a) hversu hátt hlutfall 16 ára reykvískra ungmenna uppfyllir viðmið um hreyfingu og svefn, b) hvort tengsl séu milli hreyfingar og svefns og c) kynjamun á hreyfingu og svefni. Efniviður og aðferðir: Alls var 411 nemendum 10. bekkjar 6 grunnskóla í Reykjavík boðin þátttaka í rannsókninni vorið 2015. Gild gögn fengust frá 106 drengjum og 160 stúlkum. Hlutlægar og huglægar mælingar á hreyf- ingu og svefni voru gerðar með hröðunarmælum og spurningalistum. Niðurstöður: Um helmingur þátttakenda náði viðmiðum um hreyfingu samkvæmt niðurstöðum spurningalista. Þrátt fyrir að 51,9% teldu sig sofa nógu mikið náðu þó einungis 22,9% viðmiðum um ráðlagða svefnlengd samkvæmt hröðunarmælum. Engin tengsl fundust milli svefnlengdar og hreyfingar samkvæmt spurningalistum. Stúlkur hreyfðu sig marktækt meira en drengir á frídögum (p<0,01) samkvæmt hröðunarmælum en ekki var marktækur munur á meðaltali hreyfingar stúlkna og drengja yfir vikuna. Hvorki var marktækur kynjamunur á svefnlengd mældri með hröð- unarmælum né spurningalista. Ályktun: Lífsstíll íslenskra ungmenna virðist ekki endurspegla viðmið opinberra aðila um daglega hreyfingu og svefn. Einungis 22,9% náðu viðmiðum um ráðlagðan svefntíma, og 11,3% uppfylltu bæði viðmið um hreyfingu og svefn. Hreyfing og svefn reykvískra ungmenna Vaka Rögnvaldsdóttir1 íþrótta- og heilsufræðingur, Berglind M. Valdimarsdóttir1 íþrótta- og heilsufræðingur, Robert J. Brychta2 verkfræðingur, Soffía M. Hrafnkelsdóttir1 lýðheilsufræðingur, Sigurbjörn Á. Arngrímsson1 þjálfunarlífeðlisfræðingur, Erlingur Jóhannsson1,3 lífeðlisfræðingur, Kong Y. Chen2 verkfræðingur, Sigríður L. Guðmundsdóttir1 íþrótta- og heilsufræðingur eru taldir réttmætir og áreiðanlegir við mælingar á hreyfingu og svefni hjá börnum og ungmennum.14-17 Samanburður á hlutlægum og huglægum mælingum á svefnlengd unglinga bendir til þess að þær huglægu ofmeti svefnlengd, sem þýðir að ungmenni fá jafn- vel enn styttri nætursvefn en hingað til hefur verið talið.18 Fáar rannsóknir hafa metið tengsl hreyfingar og svefns með hlutlægum mælingum á báðum breytum.10 Markmið rannsóknarinnar var að meta: a) hversu hátt hlutfall 16 ára reykvískra ungmenna uppfyllir viðmið um hreyfingu og svefn, b) hvort tengsl séu á milli magns hreyfingar og svefns og ennfremur c) kynjamun á hreyfingu og svefni. Efniviður og aðferðir Rannsóknarsnið og val á þátttakendum Rannsóknin er þversniðsrannsókn byggð á gögnum sem safnað var á tímabilinu apríl-júní 2015. Þátttakendur voru nemendur 10. bekkjar við 6 grunnskóla í Reykjavík, langflestir fæddir árið 1999. Alls var 411 nemendum boðin þátttaka og 315 þáðu boðið (76,6% þátttökuhlutfall). Mælingar fóru fram í hverjum skóla fyrir sig. Ungmennin og foreldrar/forráðamenn þeirra undirrituðu upplýst samþykki áður en þátttaka hófst. Vísindasiðanefnd samþykkti framkvæmd rannsóknarinnar (VSN b200605002&03). Á G R I P 1Rannsóknastofu í íþrótta- og heilsufræði, menntavísindasviði Háskóla Íslands, 2NIH, Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna, 3deild Íþrótta og hreyfingar, Háskóli hagnýtra vísinda í Vestur-Noregi, Bergen. Fyrirspurnum svarar Sigríður L. Guðmundsdóttir, slg@hi.is Barst til blaðsins 25. ágúst 2017, samþykkt til birtingar 9. janúar 2018. R A N N S Ó K N Heilmildir. 1: Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Ganfort® dags. 1. júní 2017. 2: Leske MC et al. Arch Ophthalmol 2003; 121: 48-56. Þegar meðferðarmarkmið næst ekki með einlyfjameðferð1 Hver einasti mmHg skiptir máli2 (bimatoprost/timolol) augndropar, lausn 0,3+5 mg/ml Stytt samantekt á eiginleikum lyfs (SmPC) fyrir Ganfort augndropa, lausn: GANFORT 0,3 mg/ml + 5 mg/ml augndropar, lausn. Virkt innihaldsefni: Hver ml af lausn inniheldur 0,3 mg bimatoprost og 5 mg timolol (sem 6,8 mg timololmaleat). Ábendingar: Til að lækka augnþrýsting hjá fullorðnum sjúklingum með gleiðhornsgláku (open-angle glaucoma) eða hækkaðan augnþrýsting, sem svara ekki nægilega vel meðferð með beta-blokkandi augnlyfjum eða prostaglandinhliðstæðum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu / virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna. Teppusjúkdómur í öndunarvegum (reactive airway disease), þ.e. astmi eða saga um astma, alvarlegur langvinnur teppulungnasjúkdómur. Gúlshægsláttur, sjúkur sínushnútur, leiðslurof í gáttum, annarrar eða þriðju gráðu gáttasleglarof án gangráðs. Greinileg hjartabilun, hjartalost. Markaðsleyfishafi: Allergan Pharmaceuticals Ireland. Fyrir frekari upplýsingar um lyfið má hafa samband við Actavis Pharmaceuticals Iceland ehf., Dalshrauni 1, 220 Hafnarfjörður, sími 550 3300, www.actavis.is. Dagsetning síðustu samantektar um eiginleika lyfsins: 1. júní 2017. Október 2017. Nálgast má upplýsingar um Ganfort, fylgiseðil lyfsins og gildandi samantekt á eiginleikum þess á vef Lyfjastofnunar, www.serlyfjaskra.isActa vi s 71 01 32 UMBOÐSAÐILI Á ÍSLANDI: doi.org/10.17992/lbl.2018.02.173
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.