Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 32
VIÐTAL Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Stórt gapandi sár á milli augna og upp á næstum mitt enni. Virðist vanta húðflipa í. Tveggja cm sár á ofanverðri hægri kinn. Djúpir skurðir við gagnaugu beggja vegna. Bit á hægri framhandlegg. Bit í vinstri lófa. Sár niður með nefrót beggja vegna. Tveggja cm sár vinstra megin á enni. Er í uppnámi og endurtekur að hann sé of lítill til að deyja núna.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í færslum um Sólon Brimi, fimm ára gamlan dreng í Kópavogi, sem ritaðar voru í sjúkraskrá hans á bráðamóttöku Landspítalans síð- degis föstudaginn langa í ár, skömmu eftir að hann varð fyrir árás hunds nágranna síns. Sólon litli, sem reyndar er nú orðinn sex ára, hefur þegar farið í þrjár aðgerð- ir í andliti, með svæfingu, fyrir hon- um liggur að fara í a.m.k. jafn- margar til viðbótar og hann er enn að fást við ýmsar afleiðingar árás- arinnar, ekki síst sálrænar. „Við erum einfaldlega óendanlega hamingjusöm yfir því að ekki fór verr,“ segja móðir hans og stjúpfað- ir Hafrún Anna Sigurbjörnsdóttir og Óskar Veturliði Sigurðsson. Hjónin segjast hvorki vera reið né bitur út í neinn vegna árásarinnar og vilja segja sögu Sólons í von um að það fyrirbyggi svipuð atvik. Hálfgert ískur, síðan öskur Þau höfðu um skeið haft áhyggjur af ógnandi hegðun hundsins, sem var af Alaskan Malamute-kyni. Þau segja að margir í nágrenninu hafi haft varann á sér gagnvart hund- inum, hann hafi virst vera eftirlits- laus í ógirtum garði, tjóðraður við ketilbjöllur, sem hann ætti auðveld- lega að geta dregið á eftir sér. Þá hafði hundurinn margoft verið laus í hverfinu og vakið ótta bæði fullorð- inna og barna. Þennan dag, 30. mars síðastliðinn sem var föstudagurinn langi, voru hjónin heima við ásamt ættingjum sínum. Hafrún var barnshafandi, hún var komin tíu daga fram yfir og til stóð að hún færi á fæðingardeild- ina þar sem setja átti hana af stað. Óskar og bróðir Hafrúnar fóru út til að dytta að og Sólon fór með, enda einstaklega gott veður þennan dag. „Hann vildi líka vinna eins og við og setti vatn í litlar hjólbörur sem hann keyrði um alla lóð. Við ætluðum síð- an út að hjóla og ég sagði honum að setja hjálminn á sig. Við mágur minn settumst aðeins út í sólina og þá heyrði ég skrýtið hljóð. Hálfgert ískur, síðan fylgdu hávær öskur frá Sóloni. Þetta var þannig hljóð að ég vissi að eitthvað mikið var að,“ segir Óskar. Hafrún sat á efri hæð hússins ásamt móður sinni þegar hún heyrði að Sólon kom inn og að hann gaf frá sér einkennilegt hljóð. „Ég sá andlit- ið á honum í spegli í anddyrinu og ég trúði ekki því sem ég sá. Það fyrsta sem mér datt í hug var að hann hefði dottið á hjólinu. Ég hljóp niður og þar var blóð úti um allt. Hann var með hjólahjálminn, andlitið þakið blóði og hendurnar blóðugar. Þegar ég tók hjálminn af honum blasti við mér stórt gapandi sár frá miðju enni og niður að nefrót þannig að sást í höfuðkúpuna. Það vantaði stórt stykki í andlitið á barninu og þaðan fossaði mesta blóðið. Ég sá ekki í fyrstu hvort það væri í lagi með aug- un á honum og ég spurði hann aftur og aftur; hvað gerðist, hvað gerð- ist?“ segir Hafrún. „En hann gat engu svarað. Ég spurði hann; Beit hundurinn þig? og þá kinkaði hann kolli, fékk þá málið og sagði aftur og aftur: „Ég er of lítill til að deyja. Ég er of lítill til að deyja. Sólon litli er of lítill til að deyja. Þetta endurtók hann í sífellu, líka eftir að hann var kominn í sjúkrabílinn.“ Hafrún fór með Sóloni í sjúkrabíl á sjúkrahúsið en Óskar varð eftir til að taka á móti lögreglunni. Blóðslóð lá frá staðnum þar sem hundurinn réðst á Sólon og að heimilinu og hann fór að leita að hlutanum sem hundurinn beit úr andlitinu, en fann hann ekki. „Ég vildi láta eigendurna vita hvað hefði gerst, fór að húsinu og var dauðhræddur við hundinn. En hann sat þarna hinn rólegasti, ég hafði aldrei séð hann jafnrólegan,“ segir Óskar. Enginn svaraði á heim- ilinu þegar hann knúði dyra, ekki náðist í hundaeftirlitsmann til að fjarlægja hundinn og þá ákvað lög- reglan að kalla til sérsveit ríkislög- reglustjóra. Óskar sendi eigendum hundsins skilaboð um hvað gerst hafði og komu þeir skömmu síðar. Hundinum var lógað nokkrum dög- um síðar. Þakklát fyrir hlýhug Sólon fór strax í aðgerð þar sem hægt var að loka flestum sárum hans, en ekki því stærsta. Það var ekki hægt fyrr en fimm dögum síðar þegar hann fór í aðgerð þar sem tek- inn var húðflipi fyrir aftan eyrað á honum og hann saumaður á ennið og á milli augnanna. Í frétt mbl.is þann 3. apríl af árásinni kom m.a. fram að 80 spor hefðu verið saumuð í andlit Sólons en Óskar segir að þau séu lík- lega talsvert fleiri, líklega vel á ann- að hundrað, þegar allt er talið sam- an. Þau fengu ekki að vita fyrr en að lokinni fyrri aðgerðinni, seint um kvöldið, að hægra augað í honum væri óskemmt og heilt. „Það var mikill léttir, ég get ekki lýst því,“ segir Hafrún. Hjónin bera öllu starfsfólki Land- spítalans afar góða söguna. Komið hafi verið fram við bæði Sólon og þau af einstakri nærgætni og fag- mennsku. Það sama segja þau um starfsfólk Sólhvarfa, leikskóla Sól- ons og í Vatnsendaskóla þar sem Eldon, eldri bróðir hans, er í 2. bekk og Sólon mun hefja þar nám í haust. „Það er alveg einstakt hvað fólk hef- ur verið gott við okkur. Fjölmargir úr nágrenninu hafa komið til okkar, sumt er fólk sem við þekktum lítið sem ekkert, til að óska Sóloni góðs bata og bjóða okkur aðstoð sína. Það er alveg ótrúlega fallega gert,“ segja þau með þakklæti. Báðu um að atvikið yrði skoðað Tveimur og hálfum mánuði fyrir árásina á Sólon réðst hundurinn á póstburðarmann. Hann beit í hand- legginn á honum til blóðs í gegnum úlpu þannig að hún rifnaði. Hann læsti lykla sína inni í bíl sínum, sem var í gangi og leitaði til Hafrúnar og Óskars sem buðu honum inn á með- an hann beið eftir neyðarþjónustu til að opna bílinn. Sama dag tilkynntu þau atvikið til Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæð- isins (HHK) sem ber ábyrgð á hundaeftirliti á svæðinu. Þar var þeim tjáð að þau gætu ekki lagt fram nafnlausa tilkynningu, hún yrði að vera undir fullu nafni þess sem tilkynnir, þau gætu ekki tilkynnt hundsbit fyrir annan aðila og ekki væri hægt að tilkynna ógnandi hegð- un hunda. Ef þau vildu að eitthvað yrði gert, þá yrðu þau að kæra fyrir dýraníð. „Okkur fannst það full- mikið. Við vissum ekkert um hvort hundurinn sætti illri meðferð eða ekki og leið eins og við værum að klaga nágranna okkar fyrir eitthvað sem við vissum ekkert um. Þannig að við báðum um að atvikið yrði skoðað. Það var ekki gert og núna sjáum við eftir því að hafa ekki farið lengra með málið,“ segir Hafrún. „Þarna var HHK látið vita af þessu og kaus að gera ekki neitt. Þetta hefði ekki þurft að gerast  Foreldrar drengs sem varð fyrir árás hunds segja að hægt hefði verið að koma í veg fyrir atvikið hefði reglum verið fylgt  Hundurinn beit stykki úr andlitinu  Hélt að hundurinn væri vinur sinn Morgunblaðið/Hari Horft fram á veginn Hafrún Anna Sigurbjörnsdóttir og Óskar Veturliði Sigurðsson segjast hvorki bitur né sár út í neinn vegna árásarinnar á Sólon litla. 32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyri // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Tindar og hnífar Sláttuhnífar og tindar í flestar gerðir heyvinnutækja MIÐNÆTUROPNUN Í SMÁRALIND AF ÖLLUM VÖRUM ALLAN DAGINN -20% OPIÐ TIL 24:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.