Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 Lífrænar mjólkurvörur í fimmtán ár Í fimmtán ár hefur Biobú framleitt lífrænar mjólkurvörur sem notið hafa mikilla vinsælda. Vöruflokkum hefur fjölgað ár frá ári og sífellt bætast við spennandi og girnilegar nýjungar. Öll mjólk í okkar afurðir kemur frá tveimur búum, þ.e. Búlandi í Austur Landeyjum og Neðra Hálsi í Kjós. Framleiðsla Biobú fer fram samkvæmt ströngustu reglum um lífræna landbúnaðarframleiðslu. Kynnið ykkur vöruúrvalið á heimasíðu okkar, www.biobu.is. Lífrænar mjólkurvörur www.biobu.is298.1 23 /0 5. 18 Hvalárvirkjun í Ár- neshreppi mun verða mikið framfaraskref fyrir Vestfirðinga. Af- hendingaröryggi raf- orku mun batna mik- ið, framboð af raforku mun opna möguleika á nýrri atvinnu- starfsemi og útblást- ursmengun mun minnka verulega. Þessu verður hægt að ná fram með litlum tilkostnaði hins opinbera þar sem einkaaðilar munu standa straum af fram- kvæmdum. Hvalárvirkjun er 55 MW virkjun og hefur tvisvar verið samþykkt í nýtingarflokk og stað- fest af Alþingi. Aukið öryggi fyrir landsmenn Ný stórvirkjun á Vestfjörðum mun auka öryggi um land allt þar sem hún verður utan jarðskjáfta- og eldgosasvæðanna norðan- og sunnanlands og náttúruhamfarir þar munu ekki raska framleiðslu- getu Hvalárvirkjunar. Við náttúruhamfarir getur stærstur hluti raforkufram- leiðslu landsmanna verið í uppnámi og mikil vá blasir við landsmönnum. Á Vestfjörðum eru fleiri virkjanakostir og með hækkandi raforku- verði verða þeir einn af öðrum hagkvæmir á næstu árum. Þar má nefna Austurgils- virkjun, um 30 MW virkjun í Skjald- fannardal, sem er í nýtingarflokki í rammaáætlun 3. Áhrif virkjunar- innar á ferðamennsku og útivist eru metin þau fimmtu minnstu af 26 kostum sem voru athugaðir. Auk þessara tveggja eru nokkr- ir virkjunarkostir á Vestfjörðum sem eru enn utan rammaáætlunar. Þeir helstu eru: Skúfnavatnavirkj- un í Ísafjarðardjúpi (9,9 MW), Sængurfossvirkjun (7MW), Hvanneyrardalsvirkjun (15MW) og Hest- og Skötufjarðarvirkjun (16 MW). Alls eru um 85 MW komin inn í rammaáætlun og um 50 MW eru enn utan. Samanlögð raforkuframleiðsla allra þessara virkjana gæti orðið um 850 GWh/ ári, sem dugar fyrir alla almenna heimilisnotkun landsmanna. Vest- firskar virkjanir hefðu í för með sér verulega aukið öryggi fyrir alla landsmenn. Aukið öryggi fyrir Vestfirðinga Vestfirðingar eru nú mjög háðir aðfluttri orku. Virkjanir í fjórð- ungnum framleiða um 50% af orkuþörfinni og hinn helmingur- inn, sem er um 130 GWh/ári, er fluttur vestur eftir háspennulínu frá Hrútatungu, svonefndri Vesturlínu. Hvalárvirkjun mun framleiða um 320 GWh/ári. Orku- þörf Vestfirðinga að óbreyttu er því um 40% af framleiðslu Hval- árvirkjunar. Að auki opnast tæki- færi fyrir nýja framleiðslu sem í dag er ekki möguleg vegna skorts á orku og sérstaklega vegna skorts á öruggu rafmagni. Landsnet (mars 2009) segir í skýrslu um afhendingaröryggi raf- orku á Vestfjörðum að það sé minnst á landinu og að Hvalár- virkjun muni stórauka afhend- ingaröryggið. Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða, kemst að sömu niðurstöðu í ný- legu erindi. Ein leið til úrbóta væri að tvöfalda Vesturlínu. Það mun kosta 6-10 milljarða króna. Þar sem engin ný framleiðsla fylgir tvöfölduninni mun allur kostnaður falla á Landsnet og þaðan væntanlega á ríkið. Þess vegna er hún ekki vænleg. Virkjanir borga Staðan í dag er tilkomin vegna þess að ríkið hefur ekki verið tilbúið til þess að setja fé í að bæta dreifikerfið á Vestfjörðum. Vandséð er að pólitískur vilji breytist á næstu árum. Vestfirð- ingar eru einfaldlega ekki sú stærð sem dugar til áhrifa um- fram fjölmennari svæði þegar mörg brýn verkefni liggja fyrir. Þess vegna eru nýjar virkjanir lykilatriði. Nýjar virkjanir greiða tengigjöld og endurgreiða þannig kostnaðinn. Sem dæmi má nefna að Búrfellsvirkjun 2 greiðir um 850 milljónir króna árlega í tengi- gjöld. Aukið öryggi og jafnframt ný sóknartækifæri liggja í nýjum virkjunum á Vestfjörðum. Vestur- verk áætlar að Hvalárvirkjun muni greiða um 477 milljónir króna á ári í tengigjöld. Austur- gilsvirkjun gæti þurft að greiða um 230 milljónir króna á ári. Tengingin kostar 3 milljarða kr. Kostnaðurinn við tengingu Hvalárvirkjunar við kerfi Lands- nets verður um 3 milljarðar króna (mars 2009) við línur og tengivirki samkvæmt því sem fram kemur í skýrslunni, hvort heldur það er með nýrri línu til Ísafjarðar um Djúpið eða í Geiradal. Þann kostn- að þarf Landsnet að fá endur- greiddan frá nýju raforkuframleið- endunum og telur sig þurfa 200-300 m.kr. á ári yfir 20 ára tímabil. Vesturverk ehf. telur að kostnaðurinn við tengingu frá Hvalárvirkjun til Nauteyrar í Ísafjarðardjúpi og línur þaðan til Ísafjarðar kosti 3,3 milljarða króna (jan. 2015) og að tengigjöld Hvalárvirkjunar verði um 3 millj- arðar króna. Verði hins vegar tengingin í Geiradal í Vesturlín- una er kostnaðurinn áætlaður 2,5 milljarðar króna og tengigjaldið 2 milljarðar króna. Hvað svo sem verður ofan á þá er ljóst að bara Hvalárvirkjun mun greiða kostn- aðinn að mestu og verkefnið verð- ur enn fýsilegra fyrir Landsnet ef fleiri virkjanir bætast við, eins og Austurgilsvirkjun. Minni mengun Hvalárvirkjun mun minnka mengun vegna olíubrennslu. Vara- afl Vestfirðinga, bæði til húshit- unar og ljósa er í dísilvélum. Upp- sett afl dísilkatla hjá Orkubúi Vestfjarða er 24 MW í kyndistöðv- um og 20 MW í rafstöðvum. Landsnet byggði upp varaaflstöð í Bolungarvík með dísilvélum fyrir þremur árum fremur en að bæta flutningslínurnar vestur. Kostn- aðurinn varð um hálfur annar milljarður króna. Hundruð þús- unda lítra af olíu eru brennd ár- lega. Þegar verst lætur eru brennd 120 tonn af olíu á sólar- hring. Óbreytt ástand ætti að vera þyrnir í augum umhverfisverndar- fólks. Lítil umhverfisáhrif Áhrif Hvalárvirkjunar á um- hverfi sitt verða ekki mikil og auk þess afturkræf. Helst er það vatnsmagn í nokkrum fossum sem breytist. Það fer í fyrra horf þeg- ar virkjuninni verður hætt. Rask á heiðinni sjálfri verður líka hægt að afmá þegar þar að kemur. Ekk- ert er gert sem tekur nein gæði frá komandi kynslóðum. En virkj- unin mun bæta lífskjör komandi kynslóða rétt eins og hver önnur starfsemi sem rekin er með hagn- aði. Fyrir ári birti Landsvirkjun skýrslu sem Háskóli Íslands gerði fyrir Landsvirkjun og kannaði áhrif Blönduvirkjunar á upplifun ferðamanna á svæðinu í kringum virkjunina síðasta sumar. Skemmst er frá því að segja að 87% ferðamannanna sögðust ekki hafa tekið eftir virkjuninni og tengdum mannvirkjun og 92% ferðamannanna töldu ósnortin víð- erni vera hluta af aðdráttarafli svæðisins. Hvalárvirkjun verður lyftistöng fyrir Vestfirði og lands- menn, og sérstaklega mun virkj- unin auka ferðamannastraum til Vestfjarða. Eftir Kristin H. Gunnarsson » Áhrif Hvalárvirkj- unar á umhverfi sitt verða ekki mikil og auk þess afturkræf. Kristinn H. Gunnarsson Höfundur er fv. alþingismaður. Hvalá: stórstígar framfarir fyrir Vestfirðinga Atvinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.