Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hnífurinnkemstekki á milli Samfylkingar og Viðreisnar í andstöðunni við byggðirnar úti um landið. Þetta er undarleg staða að taka og ekki sér- staklega uppbyggileg, svo ekki sé fastar að orði kveðið. En forystumenn flokkanna vilja hafa þetta svona og ekki verður við það ráðið, í bili að minnsta kosti. Þessa dagana birtist and- staðan í hamagangi vegna til- lagna um að lagfæra veiði- gjöldin, sem nánast allir hafa viðurkennt að eru óeðlilega reiknuð. Meira að segja nú- verandi formaður Viðreisnar viðurkenndi þetta í raun sem sjávarútvegsráðherra með ósk um skýrslu frá endur- skoðunarfyrirtækinu Deloitte um ástandið í fyrravor. Skýrsla Deloitte sýnir svo ekki verður um villst að tekjur í sjávarútvegi hafa dregist verulega saman og að hagnaður fyrir afskriftir, fjár- magnsliði og skatta, EBITDA, hefur minnkað enn meira. Veiðigjaldanefnd var fengin til að leggja mat á áhrifin af þeirri neikvæðu þróun sem sjávarútvegurinn hefur búið við og komst að þeirri niður- stöðu að ef veiðigjald þessa árs yrði endurreiknað út frá nýjum forsendum ætti það að lækka um 35% í botnfiski og 15% í uppsjávarfiski. Gjaldið ætti þá samtals að nema 7,2 milljörðum króna. Þrátt fyrir þetta er í því frumvarpi sem Samfylking og Viðreisn ólmast nú yfir gert ráð fyrir að taka 8,3 milljarða króna út úr sjáv- arútveginum með veiðigjöldunum, aukaskatti sem engin önnur at- vinnugrein þarf að búa við. Frum- varpið gerir sem sagt ráð fyr- ir að taka meira en einum milljarði króna hærri fjárhæð af greininni en útreikningar veiðigjaldanefndar gefa tilefni til. Þegar slíkar staðreyndir liggja fyrir er athyglisvert að fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar skuli hafa uppi þann málflutning sem lands- menn hafa mátt heyra síðustu daga, þar með talið að þeir hyggist nýta sér „málfrelsi“ sitt sem þingmenn til að tefja afgreiðslu málsins og reyna að knýja fram skattahækkun. Þetta „málfrelsi“ hefur hingað til kallast málþóf og er gjarnan beitt og er réttur stjórnarandstöðunnar hér á landi. Hún hefur raunar að þessu leyti mun meiri rétt en víðast hvar þar sem meiri- hlutinn á auðveldara með að koma málum sínum fram. En það er ekkert að því að minnihlutinn tali, um að gera að leyfa honum það. Það er engin hótun í því fólgin að hann ætli að tala þindarlaust dögum saman og verður að- eins til að draga betur fram slæman málstaðinn. Sjálfsagt er fyrir þingið að setja upp fund sem lýkur ekki fyrr en allir hafa fengið að segja sitt, og jafnvel vel það. Og tíminn er nægur. Sumarið nýbyrjað svo ekkert liggur á. Mun verri kostur væri fyrir meirihluta þings að semja af sér til að losna við málþóf þeirra sem hafa slæman málstað að verja. Sjálfsagt er að leyfa minnihlutanum að útskýra slæman málstaðinn ýtarlega} Undarleg andstaða Íslendingarþekkja eldfjöll af eigin raun og ógnarkraftinn sem í þeim býr. Senni- lega er það af þeim sökum sem fregnir af eldsumbrotum víða um heim vekja sterkar tilfinn- ingar hér á landi. Eldgos eru ekki fjarlægur veruleiki, landsmenn hafa kynnst þeim af eigin raun. Eldfjallið Fuego í Gvate- mala er meðal þeirra virkustu í heimi og nánast stöðugt að minna á sig. Oftast er það í smáu, en á sunnudag hófst gríðarmikið sprengigos, það mesta í að minnsta kosti ára- tugi, og hefur kostað um tvö hundruð mannslíf þar í landi. Líklega hafa flestir látist af völdum logandi heitrar öskunnar sem æddi niður hlíðar fjallsins svo engin leið var að komast undan á flótta. Hér á landi eru mörg virk eldfjöll og sum þess eðlis að búist er við miklum hamförum þegar þau fara af stað. Á það meðal annars við um Öræfa- jökul, sem talinn er geta vald- ið enn meiri vanda fyrir flug- umferð í Evrópu en Eyja- fjallajökull gerði um árið. Skyndilegt gríðarmikið gos í Fuego ætti að verða Íslend- ingum enn frekari áminning um að umgangast eldfjöll af fullri virðingu og varkárni. Risagos gera ekki endilega boð á undan sér. Skyndilegt og risa- stórt sprengigos minnir á hætturnar af eldfjöllum} Eldfjallið logandi Í síðustu viku varð ljóst að undirbún- ingur að sameiginlegu útboði Dan- merkur, Noregs og Íslands vegna kaupa á völdum lyfjum til notkunar á sjúkrahúsum væri á lokastigi. Stefnt er að útboði í haust og vonir eru bundnar við það að með sameiginlegu útboði Norðurlanda- þjóðanna skapist samlegðaráhrif sem hafi í för með sér aukna hagkvæmni og lægra lyfja- verð. Þannig er sameiginlegt lyfjaútboð fyrr- nefndra landa skref í átt að því markmiði að tryggja fullnægjandi framboð lyfja. Um mjög mikilvægan áfanga er að ræða fyrir Ísland, en útgjöld til lyfjamála eru ört vaxandi hjá öllum þjóðum heims, og Norðurlöndin og Ísland eru þar ekki undanskilin. Útgjöld vegna lyfjamála eru raunar einn stærsti útgjaldaliðurinn í rekstri vestrænna heilbrigðiskerfa. Norðurlandaríkin eru hvert um sig mjög lítill markaður fyrir lyfjaframleiðendur, en saman myndum við stærri og sterkari heild. Möguleikar á sam- eiginlegum lyfjainnkaupum Norðurlandaþjóða hafa ver- ið til umræðu í norrænu samstarfi árum saman, en nú er málið loksins komið á framkvæmdastig, og það er gleði- legt. Það er til mikils að vinna fyrir Ísland í þessu sam- starfi og ég bind miklar vonir við að þessi frumraun sam- eiginlegs lyfjaútboðs muni skila jákvæðum árangri fyrir Norðurlöndin öll. Norðurlandaþjóðirnar standa frammi fyrir fjölda áskorana í lyfjamálum sem tengjast meðal annars mismunandi stærð landanna, efna- hagsstöðu og skipulagi heilbrigðis- þjónustunnar. Öll eiga löndin sammerkt að leita leiða til að ná tökum á lyfjakostnaði um leið og þau reyna að tryggja sjúklingum eins góðan aðgang að nauðsynlegum lyfjum og mögulegt er. Um þetta er meðal annars fjallað í nýlegri skýrslu sem danska greining- arfyrirtækið KORA tók saman fyrir vinnu- hóp Norrænu ráðherranefndarinnar um sam- starf þjóðanna í lyfjamálum. Þar segir meðal annars að innleiðing nýrra og mjög kostn- aðarsamra lyfja sé ein helsta áskorunin sem þjóðirnar standa frammi fyrir, og þar er lyfjaverð afgerandi þáttur. Litið er á útboðið í haust sem reynsluverk- efni til að afla þekkingar á ýmsum hagnýtum þáttum slíkra útboða; hvort þau skili árangri, hvernig ár- angurinn skuli metinn, hvaða lyf henta til sameiginlegra útboða og hvernig best verði að útboðum staðið til fram- tíðar. Þetta fyrsta skref er því mikilvægt framfaraskref fyr- ir íslenskt heilbrigðiskerfi. Með sameiginlegu lyfjaútboði Norðurlandaþjóða tryggjum við að framboð lyfja hér- lendis sé fullnægjandi og stuðlum að hagkvæmari lyfja- innkaupum. Svandís Svavarsdóttir Pistill Samnorrænt lyfjaútboð Höfundur er heilbrigðisráðherra STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Til að við getum sinnt okkarstarfi eru breytingar áregluverkinu nauðsyn-legar,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjar- skiptastofnunar, um frumvarp til laga um persónuvernd en í frum- varpinu verður nýtt regluverk Evr- ópusambandsins (GDPR) innleitt í íslenskan rétt. Í umsögn sem Póst- og fjarskiptastofnun sendi frá sér nýverið kemur fram að verði ekk- ert að gert geti lögin hamlað við- eigandi ráðstöfunum í tengslum við netöryggi þegar mest á reynir. Er þar átt við netárásir sem beinast að viðkvæmum upplýsingum mikil- vægra innviða hérlendis. Hrafnkell segir að gagnrýni Póst- og fjarskiptastofnunar bein- ist helst að ósamræmi í nýrri lög- gjöf ESB (GDPR) og NIS-til- skipuninni sem notuð er til að tryggja net- og upplýsingaöryggi ríkja í ESB og EFTA/EES. „Til- skipanirnar skarast á og það er auðvitað eitthvað sem þarf að laga. Öðruvísi er starf okkar ekki ger- legt,“ segir Hrafnkell og bætir við að ný reglugerð nái til mjög sér- tækrar vinnslu persónuupplýsinga sem fram fer innan netöryggis- sveitar Póst- og fjarskiptastofn- unar. Netöryggissveitinni er ætlað að vernda net- og upplýsinga- öryggi hérlendis, en hlutverk net- öryggissveitarinnar er fyrst og fremst að; Fylgjast með og vakta ógnir sem steðja að Íslandi, fyrir- byggja og draga úr hættu á net- árásum auk þess að vera tengiliður stjórnvalda á alþjóðlegum vett- vangi. Hrafnkell segir að sökum mik- ils hraða í net- og upplýsinga- málum sé afar mikilvægt fyrir stofnunina að geta brugðist hratt við þegar vernda á persónuupplýs- ingar. Vilja fella út nokkur ákvæði „Við getum ekki beðið eftir stjórnsýsluákvörðun í þrjá mánuði þegar hlutirnir eru að gerast á þremur mínútum hjá okkur. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á að þessu verði breytt í samræmi við NIS-tilskipunina,“ segir Hrafn- kell sem kveðst ásamt öðrum starfsmönnum Póst- og fjar- skiptastofnunar vera reiðubúinn að mæta á fund allsherjar- og menntamálanefndar sé þess óskað. Auk Póst- og fjarskiptastofn- unar hafa fleiri samtök sent frá sér yfirlýsingu vegna frumvarpsins, en fyrr í vikunni barst umsögn frá Samtökum atvinnulífsins auk ann- arra samtaka. Umsögn samtak- anna snýr þó að öðrum þáttum en gagnrýni Póst- og fjarskiptastofn- unar. Í umsögninni kemur m.a. fram að fyrrgreint regluverk Evr- ópusambandsins (GPDR) geti verið íþyngjandi fyrir fyrirtæki hér á landi. Í regluverkinu séu lagðar ríkari skyldur á íslensk fyrirtæki en í öðrum löndum Evrópu. Þá segir ennfremur að nokkur veiga- mikil atriði frumvarpsins þarfnist lagfæringar. Meðal ákvæða sem samtökin fara fram á að verði felld brott eru ákvæði um dagsektir. Þar kemur fram að verði frumvarpið að lögum geti Persónuvernd lagt á dagsektir allt að 200.000 krónum á dag til viðbótar við stjórnvaldssektir. Það væri tvöföldun á hæstu upphæð sem nú er hægt að inn- heimta í dagsektir. Samtökin fara fram á að ákvæðið verði fellt úr frumvarpinu enda séu engar slíkar heimildir í nýjum persónuverndarlögum í Danmörku og Noregi. Hamlar verndun við- kvæmra upplýsinga Morgunblaðið/Ernir Persónuupplýsingar Gagnrýni á nýtt regluverk snýr aðallega að persónuvernd hér á landi. Ýmis samtök hafa gagnrýnt regluverkið. Halldór Benja- mín Þorbergs- son, fram- kvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir að gagn- rýni SA snúi fyrst og fremst að því að með inn- leiðingu regluverksins (GDPR) sé gengið talsvert lengra en í ná- grannalöndunum. Samtökin leggi því til að Ísland nýti sér undan- þáguheimildir sem í boði eru auk nánari útfærslu á ákveðnum ákvæðum. Með því sé hægt að heimfæra regluverkið yfir á ís- lenskan markað. „Við erum í raun að kalla eftir því að við sníðum okkur stakk eft- ir vexti og nýtum okkur svigrúm sem gefst til að yfirfæra þetta á markaðinn hér heima,“ segir Hall- dór og bætir við að ákveðin ákvæði í regluverkinu séu íþyngj- andi fyrir íslensk fyrirtæki. Gagnrýnir of stífar reglur REGLUVERKIÐ ÍÞYNGJANDI Halldór Benjamín Þorbergsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.