Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Flugið hefur alltaf heillaðmig; að geta farið um loft-in blá og notið frelsisinsog verið í einhverjum óendanleika,“ segir Stefanía Veiga Sigurjónsdóttir flugnemi. Hún er nítján ára og fór síðastliðinn mánu- dag í sitt fyrsta sólóflug; það er að fljúga ein síns liðs. Er nú þegar komin með 25 flugtíma og hefur jafnframt lokið bóklegu námi einka- flugmanns. Þegar 45 flugtímum er náð getur hún svo tekið próf og öðl- ast réttindi til að fljúga með farþega. Raunar setur Stefanía markið enn hærra og stefnir á atvinnuflugið, sem ætti að vera nálægt markmið. Setur allan kraft í flugnámið „Áhuginn á fluginu kom snemma,“ segir Stefanía Veiga. „Afi minn, Eðvarð Finnsson, er flugstjóri og starfaði lengi hjá Luxair, Flug- félagi Íslands og seinna Icelandair. Sem lítil stúlka fór ég oft með hon- um í flug og þegar ég var tíu ára bauð hann mér í afar eftirminnilega ferð héðan frá Reykjavík upp í Kjós og austur á Þingvöll og Selfoss. Ég fékk að taka í stýrið og þar með varð ekki aftur snúið.“ Stefanía Veiga ákvað á síðasta ári að setja allan sinn kraft í flug- námið og fór í bóklega hlutann; stíft 220 kennslustunda námskeið sem tekur tíu vikur. „Bóklega námið er mjög yfir- gripsmikið en þar tökum við greinar eins og siglingafræði, flugeðlisfræði, veðurfræði, vélfræði og fleiri mikil- væg undirstöðufög,“ segir flug- konan, sem nálgast viðfangsefni sín afar skipulega og nær þannig að áorka miklu. Hún vinnur frá klukk- an sex á morgnana og fram yfir há- degið sem móttökustjóri hjá World Class í Laugum. Eftirmiðdaginn hefur hún gjarnan tekið í flugnámið og svo framhaldsskólann á kvöldin; áfanga í fjarnámi við Verzló og Menntaskólann á Tröllaskaga. Fær svo væntanlega stúdentsprófið í lok þessa árs. Öryggið er fyrir öllu „Ég nota hverja einustu mínútu í vinnu og nám og þannig gengur þetta upp. Þegar maður er ungur er mikilvægt að nýta tímann vel. Flugnámið hefur líka verið afar skemmtilegt, þar hef ég kynnst miklum fjölda krakka á aldur við mig sem langar að verða flugmenn – og flest hafa þau einhver tengsl við þennan heillandi heim. Eiga for- eldra eða ömmur og afa sem hafa verið í fluginu, rétt eins og ég,“ segir Stefanía, sem hefur flogið bæði á Cessna 152 og Cessna 172 Skyhawk sem eru mjög algengar kennslu- vélar. „Það er tæpt á mjög mörgu í flugnáminu, bæði bóklega og verk- lega hlutanum. Áherslan er síðan alltaf sú að fólk geti og kunni rétt viðbrögð við ýmsum aðstæðum sem upp kunna að koma. Öryggið er fyr- ir öllu. Það má í sjálfu sér segja að það sé ekkert ýkja flókið að fljúga; það vandasamasta er að lenda vél- inni og hafa í loftinu alltaf undan- komuleið fari eitthvað úrskeiðis, hvort sem það er vélin, veðrið eða annað,“ segir Stefanía Veiga. Hún reiknar með að fljúga mikið í sumar enda þarf flugnemi að vera kominn með um 100 tíma í loggbókina þegar nám til atvinnuréttinda hefst. Við brautskráningu þar þurfa tímarnir að vera orðnir 170 og þá er fólk búið að fá þjálfun til dæmis á tveggja hreyfla vélar, í blindflugi og ýmsum öðrum kúnstum. Ögrar körlunum En hvað gerir flugið heillandi? Sjálfsagt margt en á Stefaníu er helst að skilja að áhuginn liggi í undirmeðvitundinni. „Þegar fjölskyldan fór fyrir löngu til Mallorca fannst mér ekkert gaman að liggja í sólinni, mér fannst flugið að heiman og heim vera há- punkturinn. Að einhver ókyrrð væri í lofti var líka bara gaman þótt aðrir væru hræddir og úr lofti séð finnst mér skýin síbreytileg og falleg. Og síðast en ekki síst með með flugið; það er gaman að ögra viðteknum gildum í flugheiminum, sem er afar karllægur. Konum í hópi flugmanna má gjarnan fjölga.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flugkona Þegar maður er ungur er mikilvægt að nýta tímann vel, segir Stefanía Veiga, hér stödd á flugvellinum. Skýin eru falleg Stefanía Veiga Sigurjóns- dóttir flýgur um loftin blá. Hún ætlar að verða atvinnuflugmaður og leggur hart að sér í námi og starfi svo draumurinn megi rætast. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kennsluvélar Mikill áhugi er meðal ungs fólks á flugnámi um þessar mund- ir enda eru starfsmöguleikar miklir og ýmis spennandi tækifæri bjóðast. Bryndrekar Íslands verða til sýnis á sunnudaginn í Samgöngusafninu í Skógum undir Eyjafjöllum. Tveir drekar eru til á landinu og eru í eigu Björgunarsveitarinnar Kára í Öræfa- sveit og Björgunarfélags Akraness. Drekar þessir, sem eru af gerðinni Thyssen sem er afbrigði af Benz Unimog, hafa reynst vel enda sterk- byggðir í meira lagi. Þeir eru rúm- lega 30 ára gamlir og komu til landsins í kringum aldamótin. Voru áður í eigu þýska hersins og fyrr á árum notaðir í landamæravörslu til dæmis við Berlínarmúrinn. „Þetta er öflugt tæki sem hefur nýst okkur vel, til dæmis þegar gerir vitlaust veður undir Hafnarfjalli og á Kjalanesi og draga þarf upp flutn- ingabíla og stórar rútur sem hafa fokið út af veginum þar,“ segir Björn Guðmundsson, björgunar- sveitarmaður á Akranesi. – Bryn- drekinn í Öræfasveitinni nýtist með líku lagi, til dæmis þegar koma þarf fólki til aðstoðar í ofsaveðri á Skeiðarársandi og þar sem vind- strengir af Vatnajökli verða. „Við efnum til bryndrekamótsins í tilefnin af 90 ára afmælis slysa- varnafélagsins sem er á þessu ári. Þarna gefst fólki kostur á að skoða bryndrekana og spjalla við björg- unarsveitarfólk sem notar þá í starfi sínu. Mætumst á miðri leið í Skóg- um, en í safninu þar er sérstök deild með ýmsum munum sem tengjast sögu slysavarna- og björg- unarstarfs á Íslandi,“ segir Hrafn- hildur Ævarsdóttir, formaður Kára í Öræfunum. Bryndrekar björgunarsveitanna verða til sýnis í Skógum Áður við Berlínarmúrinn en nú við Hafnarfjall og í Öræfunum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Thyssen Dreki Skagamanna er stór og sterkbyggður í meira lagi. Smart sumarföt, fyrir smart konur. Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 TIL LEIGU Skipholt 31 – 105 Reykjavík Skrifstofuhúsnæði 2. og 3. hæð hússins Stærð samtals 1.200 fm. Virðisaukaskattslaust. Ólafur Jóhannsson Rekstrarfræðingur Löggiltur leigumiðlari Löggiltur fasteignasali 534 1023 / 824 6703 olafur@jofur.is Allar nánari upplýsingar veitir: Til leigu tvær samliggjandi skrifstofuhæðir samtals um 1.200 fm. Um er að ræða 2. og 3. hæð hússins (efstu hæð). Lyfta í sameign. Gott útsýni og gluggar allan hringinn. Tveir rafmagnsstofnar eru inn í húsið og tveir ljósleiðarar, lagnaskápur fyrir netkerfi með lögnum í allar skrifstofur á hæðum og tengibox fyrir ljósleiðara. Aðgangsstýrt bílaplan með yfir 50 stæðum er við húsið. Getur hentað mjög vel fyrir t.d. tölvufyrirtæki eða almenna skrifstofustarfsemi. Uppl. um leiguverð gefur Ólafur í síma 824-6703. Laust strax. Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is Til leigu verslunar- og skrifstofuhúsnæði að Grandagarði 13, 101 Reykjavík, alls um 196,8 fm. Laust í júní 2018. Í boði er langtíma leigusamningur. Húsnæðið býður upp á ýmsa möguleika fyrir verslunar eða veitingastarfsemi. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á þessu sv ði á næstu árum. Á jarðhæð er verslunarrými með góðum verslunargluggum út að götu. Bakatil er aðkoma og bílastæði. Gengið er upp á 2. hæð um sameiginlegan sti agang þar sem eru sameiginlegar snyrtingar. Á hæðinni r eldhús, tvær skrifstofur og opið vinnurými. Neðri hæð er 80,3 fm., efri hæð 93,0 fm. og hlutdeild í sameign 23,5 fm. 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is Ólafur S: 824 6703 Magnús S: 861 0511 Sigurður J. S: 534 1026 Helgi Már S: 897 7086 Bergsveinn S: 863 5868 TIL LEIGU Grandagarður 13 – 101 Rvk Gerð: Verslunar- og skrifstofuhúsnæði Stærð: 196,8 m2 Allar nánari upplýsingar veitir: Bergsveinn Ólafsson Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, löggiltur leigumiðlari og rekstrarfræðingur 863 5868 | 534 1028 bergsveinn@jofur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.