Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 Þröstur Þórhallsson, HannesHlífar Stefánsson og HelgiÁss Grétarsson voru allirmeð 5 vinninga af sex mögulegum eftir sjöttu umferð Opna Íslandsmótsins sem stendur yfir þessa dagana í Valsheimilinu á Hlíðarenda. Að þessir þrír berjist um Íslandsmeistaratitilinn kemur ekki á óvart en forysta þeirra er naum; Jóhann Ingvason, Lenka Ptacnikova og Vignir Vatnar Stef- ánsson eru öll með 4½ vinning. Svo koma sex skákmenn með fjóra vinn- inga, en keppendur eru 51 talsins. Mótið er helgað minningu Her- manns Gunnarssonar og vel við hæfi að það fari fram við góðar aðstæður í hátíðarsal Vals að Hlíðarenda. Þar hefur verið komið upp vegg með blaðaúrklippum og öðru efni frá nokkrum þeirra frábæru skák- viðburða sem Hermann starfaði við. Talsvert hefur verið um óvænt úr- slit. Þannig vann Jóhann Ingvason Braga Þorfinnsson í 5. umferð og Birkir Ísak Jóhannsson vann Jón Viktor Gunnarsson strax í fyrstu umferð. Heimasíða mótsins er http:// icelandicopenchess.com. Telja má fullvíst að möguleikar Héðins Steingrímssonar til að verða Íslandsmeistari í fjórða sinn séu úr sögunni eftir tap hans fyrir Vigni Vatnari Stefánssyni í 6. umferð. Þessi ósigur stigahæsta keppendans opnar á þann möguleika að nýtt met verði slegið hvað varðar yngsta Ís- landsmeistara sögunnar. Héðinn var 15 ára þegar hann vann frækinn sig- ur á Íslandsmótinu á Höfn í Horna- firði haustið 1990. Vignir sem varð 15 ára í febrúar myndi með sigri bæta met Héðins um nokkra mán- uði. Afrek Héðins er merkilegt því að hann varð Íslandsmeistari í fyrstu tilraun en til samanburðar má geta þess Hannes Hlífar, sem tefldi fyrst á þinginu árið 1986, varð fyrst Íslandsmeistari í 12 tilraun árið 1998 og hefur orðið Íslandsmeistari oftar en nokkur annar eða 12 sinnum. Þröstur Þórhallsson tefldi meira og minna sleitulaust í landsliðsflokki frá árinu 1985 eða þar til hann varð Ís- landsmeistari árið 2012. Helgi Áss Grétarsson tefldi fyrst kornungur í landsliðsflokki árið 1991, hefur nokkrum sinnum verið nálægt sigri en á eftir að bæta hin- um eftirsóknarverða titli í safnið rétt eins og Bragi Þorfinnsson. Í skák Héðins og Vignir sem hér fer á eftir tefldi Vignir Leningrad- afbrigði hollensku varnarinnar óná- kvæmt virtist sigur blasa við Héðni en ónákvæmni í 25 leik var dýr- keypt: Héðinn Steingrímsson – Vignir Vatnar Stefánsson Hollensk vörn 1. d4 f5 2. g3 Rf6 3. Bg2 g6 4. Rf3 Bg7 5. c4 0-0 6. 0-0 d6 7. Rc3 c6 8. b3 Ra6 9. Hb1 He8 10. d5 e5 11. dxe6 Bxe6 12. Rg5 Rc5 13. Dc2 h6? Ónákvæmni sem Héðinn notfærir sér þegar í stað. 14. b4! hxg5 Skárra var 14. … Rcd7. 15. bxc5 Bxc4 16. Hxb7 d5 17. Bxg5 Dc8 18. Hfb1 Rd7 19. Dd2?! Hb8? 20. Hxb8 Rxb8 21. Rxd5! Bxd5 22. Bxd5 cxd5 23. Dxd5+ Kh7 24. Hb7 Hf8 25. Be7?? Eftir vel útfærða byrjun – ef frá er talinn 19. leikurinn – gat Héðinn unnið með 25. Bf4!, t.d. 25. … Dc6 26. Db3 Ra6 27. Be5 Hg8 28. Df7 Rxc5 29. Hb4! o.frv. 25. … Rc6! 26. Hd7 Hf7 27. Hd6 Hxe7 28. Hxc6 Db7 29. Dd6 Db1+ 30. Kg2 De4+ 31. f3? Tapleikurinn. Eftir 31. Kg1 er ekki víst að svartur eigi meira en jafntefli. 31. … Dxe2+ 32. Kh3 Df1+ 33. Kh4 Dc4+ 34. f4 Df7 35. Ha6 He2 36. Kh3 g5! 37. g4 He3+ 38. Kg2 Db7+! – og hvítur gafst upp. Vignir vann Héðin og aldursmetið gæti fallið Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Valli Íslandsmótið Skákmótið fer fram í hátíðarsal Vals að Hlíðarenda. Afmælisþakkir Ykkur öllum, sem gerðu afmælisdaginn minn þann 19. maí svo ánægjulegan, færi ég alúðarþakkir og kveðjur. Lifið heil. Magnús Guðmundsson Staðarbakka TIL LEIGU Skipholt 31 – 105 Reykjavík Skrifstofuhúsnæði 2. og 3. hæð hússins Stærð samtals 1.200 fm. Virðisaukaskattslaust. Ólafur Jóhannsson Rekstrarfræðingur Löggiltur leigumiðlari Löggiltur fasteignasali 534 1023 / 824 6703 olafur@jofur.is Allar nánari upplýsingar veitir: Til leigu tvær samliggjandi skrifstofuhæðir samtals um 1.200 fm. Um er að ræða 2. og 3. hæð hússins (efstu hæð). Lyfta í sameign. Gott útsýni og gluggar allan hringinn. Tveir rafmagnsstofnar eru inn í húsið og tveir ljósleiðarar, lagnaskápur fyrir netkerfi með lögnum í allar skrifstofur á hæðum og tengibox fyrir ljósleiðara. Aðgangsstýrt bílaplan með yfir 50 stæðum er við húsið. Getur hentað mjög vel fyrir t.d. tölvufyrirtæki eða almenna skrifstofustarfsemi. Uppl. um leiguverð gefur Ólafur í síma 824-6703. Laust strax. Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is Til leigu um 452 fm. verslunar- og skrifstofuhúsnæði við Höfðabakka. Stórir gluggar sem ná niður í gólf, loft eru með endurnýjaðri klæðningu og vandaðri innbyggðri lýsingu. Hátt til lofts. Gólf eru me snyrti egum gráum flísum. Rýmið e að mestu opið en ti staðar ru tvæ skrifstofur. Auðvelt er að fjölga skrifstofum. Eldtraust geymsla er innan rýmis. Laust strax. 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is Ólafur S: 824 6703 Magnús S: 861 0511 Sigurður J. S: 534 1026 Helgi Már S: 897 7086 Bergsveinn S: 863 5868 TIL EIGU Höfðabakki 9 – 110 Rvk. Gerð: Verslunar- og skrifstofuhúsnæði Stærð: 452 m2 Allar nán ri upplýsingar veitir: Ólafur Jóhannsson Rekstrarfræðingur, löggiltur fasteignasali og löggiltur leigumiðlari 534 1023 / 824 6703 olafur@jofur.is Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ríkiskaup fyrir hönd ríkissjóðs hafa auglýst eftir húsnæði á höfuðborgar- svæðinu fyrir skrifstofur Landspít- alans. Húsrýmisþörf er áætluð tæpir 5.000 fermetrar og miðað er við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu til 15 ára. Skrifstofur Landspítalans eru nú á Eiríksstöðum við Eiríksgötu 5, rétt við Hallgrímskirkju. Húsið var áður í eigu Góðtemplarareglunnar. „Markmiðið með þessu er að losa dýrmætt húsnæði sem er á góðum stað fyrir klíníska starfsemi,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspít- alans, í forstjórapistli á föstudag. Eiríksgata 5 er um 3.400 fermetrar að stærð og fær Landspítalinn því gott viðbótarrými til að sinna sjúkling- um. „Við viljum búa betur að göngu- deildarstarfsemi og skapa svigrúm fyrir ýmis klínísk verkefni sem er vax- andi þörf fyrir, m.a. brjóstamiðstöð, erfðaráðgjöf og sameiginlega inn- skriftamiðstöð svo eitthvað sé nefnt. Mikil þörf er fyrir aukna starfsemi af þessum toga á Landspítala og rímar vel við áherslur heilbrigðisyfirvalda að tryggja að svo megi verða,“ segir Páll. Hann segir að starfsemin á Eiríks- götu 5 sé þess eðlis að finna megi henni annan stað. Nálægð Eiríksstaða við kjarnastarfsemina á Hringbraut veiti mikil tækifæri til að efla starf- semina. „Eins og við öll þekkjum eru þrengsli klínískrar starfsemi gríðarleg en með þessu vonumst við til að geta aukið rýmið verulega auk þess að nýta betur það húsnæði sem losnar við þessa tilfærslu. Það verður mjög spennandi að vinna að þessari upp- byggingu en við gerum ráð fyrir að geta hafið hana um næstu áramót,“ segir Páll. Í auglýsingu Ríkiskaupa er tiltekið að mikilvægt sé að hið nýja húsnæði verði í nálægð aðalstarfsstöðvar Landspítala við Hringbraut og í Foss- vogi. Deildir verða sameinaðar „Samhliða því að skapa þetta aukna rými fyrir þá klínísku þjónustu sem Landspítali er að veita munum við safna saman starfsemi sem vegna þrengsla er dreifð um bæinn og sam- eina hana í nýju húsnæði, þessu hús- næði sem við erum að auglýsa eftir,“ segir Ingólfur Þórisson, fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspít- ala. Um er að ræða aðalskrifstofur Landspítala sem eru á Eiríksgötu 5, hugbúnaðardeild sem er staðsett í húsi við Landspítala í Fossvogi, vís- indadeild sem er staðsett í leigu- húsnæði á Rauðarárstíg, menntadeild sem er staðsett í Ármúla, sam- skiptadeild sem er að hluta á Landa- koti, gæðadeild sem er að hluta í Landspítala í Fossvogi og verk- efnastofu sem er að hluta í húsi við Landspítala á Hringbraut. Skrifstofurými verður breytt í sjúkrastofnun  Landspítali auglýsir eftir húsnæði fyrir skrifstofur Átta litlir gæsarungar fylgja gæsamömmu fast eftir, en gæsirnar koma upp á land til að bíta gras. Gæsir eru af ætt andfugla, en ungviði þeirra er frægt fyrir að fylgja mömmunni hvert fótmál. Það verður því lítill friður hjá gæsamömmu fyrr en í haust þegar hún fær nýjar flug- fjaðrir og ungarnir sínar fyrstu. Morgunblaðið/Ómar Gekk af stað með gæsabörnin smáu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.