Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 62
62 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 ✝ Baldur R.Skarphéð- insson fæddist á Króki í Víðidal, Vestur-Húnavatns- sýslu, 17. október árið 1930. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Vestur- lands á Hvamms- tanga 26. maí 2018. Baldur var son- ur hjónanna Skarphéðins Skarphéðinssonar, f. 2. júní 1892, d. 2. febrúar 1978, og Þuríðar Kristínar Árnadóttur, f. 7. júní 1898, d. 14. september 1980. Systkini Baldurs voru: Þur- íður, f. 12. apríl 1919, d. 12. júní 2000, Sigríður, f. 12. apríl 1919, d. 18. maí 2002, Árni f. 4. júní, d. 12. ágúst 2010 og Anna, f. 17. maí, d. 18. júlí 2017 Fyrri eiginkona Baldurs hét Ingibjörg Margrét Daníels- dóttir, f. 23. mars 1931, d. 26. ágúst 1989, börn þeirra Pétur Þröstur Baldursson, f. 17. júní er Jóhann Albertsson, börn þeirra eru Hrund og Albert. Unnusti Hrundar er Gunnar Páll Helgason og dóttir þeirra Hekla Sigríður. Sambýliskona Jóhanns er Kolbrún Grétars- dóttir. Grímur Lárusson, f. 31. mars, börn hans eru Daníel, Vigdís, Þórdís og Emil Ingi. Seinni eiginkona Baldurs hét Guðrún Áslaug Sigmundsdótt- ir, f. 11. júní 1944, d. 7. sept- ember 2015. Börn hennar úr fyrra hjónabandi eru Eiríkur, Guðrún, Auðbjörg, Sigmundur, Gróa og Margrét. Baldur ólst upp í foreldra- húsum og var þar fram yfir fertugsaldur og vann við öll al- menn bústörf í Króki. Baldur og Ingibjörg Margrét þekktust frá unga aldri og tóku ekki saman fyrr en 1967, giftu þau sig sama ár og hófu þá búskap á jörðinni Þórukoti í Víðidal. Eftir að Ingibjörg Margrét lést bjó Baldur einn þangað til Guð- rún kom í Þórukot 1990, sem ráðskona fyrstu árin. Baldur brá búi um áramótin 1996 og fluttist á Hvammstanga, að Nestúni 6, ásamt Guðrúnu. Giftu þau sig svo 12. ágúst 2002. Útför Baldurs fer fram í Víðidalstungukirkju í dag, 7. júní 2018, og hefst athöfnin kl. 14. 1969, giftur Önnu Birnu Þorsteins- dóttir, f. 16. júlí 1972, börn þeirra eru Rakel Sunna Pétursdóttir, Ró- bert Máni Péturs- son og Friðbert Dagur Pétursson. Unnusti Rakelar er Jóhann Bragi Guð- jónsson Kristín Heiða Baldursdóttir, f. 29. júní 1970, dætur hennar eru Inga Rún Svansdóttir og Sigrún Heiða Guðmundsdóttir. Unnusti Ingu er Hjálmar Stefánsson. Börn Ingibjargar frá fyrra hjónabandi eru Magnús Lár- usson, f. 19. janúar 1954, giftur Svanhildi Hall, börn þeirra eru Edda Margrét og Berglind María, fyrr á Magnús Hörpu og Jósep Gunnar. Eiginmaður Hörpu er George Mumford III og dóttir þeirra Nova. Þórdís Lárusdóttir f. 19. nóvember 1955. Sigríður Lárusdóttir, f. 20. febrúar 1958, d. 18. nóv- ember 2015 eiginmaður hennar Í dag þegar ég kveð Baldur frænda minn er sumar úti en hálfgert haust í sálinni. Það er erfitt að sætta sig við tapað stríð eftir hetjulega baráttu en það er víst til lítils að deila við dóm- arann, kallið var komið. Ég veit að hann er nú hvíldinni feginn enda líkaminn búinn að fá nóg, þótt í anda væri hann alltaf ung- ur. Baldur var ekki einungis móðurbróðir minn og frændi, hann gegndi líka hlutverki bróð- ur, fósturföður og vinar enda ól- umst við upp saman hjá afa mín- um og ömmu í Króki. Eftir að Baldur flutti í Þórukot varð heimili þeirra Ingu mitt annað heimili og ófáar ferðir voru farn- ar norður í veiði, í réttir og á réttarböll þar sem Baldur dans- aði eins og enginn væri morg- undagurinn. Nú þegar hann hef- ur dansað sinn síðasta dans þá leita minningarnar upp í hugann ein af annarri. Ein sú fyrsta er þegar hann fékk sér forláta rús- sajeppa sem gjörbreytti sveita- lífinu og rauf þá einangrun sem fylgdi því að alast upp á heið- arbýli þar sem ekki buðust aðrir farkostir en hestar. Fljótlega fékk ég að taka í stýrið og ekki leið á löngu þar til ég fékk að aka þessu undursamlega tæki um tún og engi. ér er minnisstæð ferð okkar niður í Víðidal einn fagran vetrardag þegar ég fékk að keyra Rússann, þá sennilega 11 ára en Baldur sat í framsæt- inu við hliðina á mér. Þegar við vorum komin að þeim stað sem kallast Kambar lá svellbunki yfir veginum og bíllinn fór að snúast. Eitthvað hef ég gert rétt því bíll- inn réttist af. Sé ég þá Baldur skreiðast upp af gólfinu en þang- að hafði hann hent sér niður sennilega viss um að við værum á leið inn í eilífðina. „Erum við enn á veginum?“ var það eina sem hann sagði og glotti. Það var venja okkar í bílferðum að taka lagið, eða réttara sagt Baldur söng við raust enda raddmikill og söngmaður góður og kunni ógrynni af textum, hvort sem það voru ættjarðarsöngvar eða dægurlög, og ég raulaði með. Önnur minning skýtur upp kollinun, ég er 17 ára og á leið- inni í bílpróf eftir þrjá ökutíma hjá ökukennara. Ég var eitthvað efins um að ég ætti að fara svona fljótt í prófið og auk þess ekki búin að læra umferðarreglurnar, „Þú lest bara bókina í nótt og færð bílinn í viku ef þú næði prófinu.“ Þetta boð Baldurs var ekki hægt að standast enda öll réttarböllin framundan. Prófinu náði ég þrátt fyrir yfirlið í spurn- ingatímanum. Baldur stóð við loforðið og bíllinn var minn í viku. Baldur var hraustmenni og hamhleypa til vinnu. Önnur minning sem leitar á hugann er eltingaleikur okkar við kind. Baldur var þá um sextugt en ekki komu árin í veg fyrir að hann hlypi uppi kindina án þess að blása úr nös meðan ég rúm- lega 20 árum yngri stóð á önd- inni og hafði ekki roð við honum. Hann hafði líka mjög gaman af veiði og eftir að hann fluttist í Nestún dvaldi hann nokkur sum- ur með Dúdda kunningja sínum við veiðivörslu uppi við Arnar- vatn og undi þar hag sínum vel, enda kallaði heiðin hann alltaf til sín. Nú hefur rödd Baldurs hljóðnað en minningin um ein- stakan öðling kátan og glaðbeitt- an lifir áfram. Kristín Gunnarsdóttir (Stella). Minn kæri frændi er dáinn. Baldri kynntist ég sem barn hjá afa og ömmu í Króki í Víði- dal. Var Baldur yngstur barna þeirra, en þau eru nú öll látin. Baldur var glæsilegur maður, hár vexti og grannur. Það var alltaf gaman að spjalla við hann um gamla tíma, veðurfar, upp- vöxtinn, hestana hans, en hann hafði gaman að hestamennsku og átti fallega hesta. Þegar afi og amma hættu bú- skap í Króki hafði Baldur kynnst Ingibjörgu konu sinni. Þau hófu búskap í Þórukoti árið 1968 og byggðu þar myndarbú. Inga, eins og hún var kölluð, átti fjög- ur börn frá fyrra hjónabandi og gekk Baldur þeim í föðurstað, en saman eignuðust þau tvö börn, þau Pétur Þröst og Kristínu Heiðu. Þegar ég var barn og ungling- ur dvaldi ég oft á sumrin í Þór- ukoti. Þar gat ég umgengist dýr- in og auðvitað var farið á hestbak á kvöldin með krökkun- um í langa reiðtúra, ég var með bú úti í móa, passaði Pétur Þröst og Kristínu Heiðu, kenndi þeim grunnatriði í reiðmennsku, byggði hús og lagði götur í sand- kassa, fór á íþróttaæfingar, rak beljurnar, fór í réttir á haustin og hjálpaði til við innverkin. Baldur í Þórukoti notaði mikið viss orðatiltæki og þegar var verið að hjálpa til úti við, eins og að standa fyrir kindum, þá var betra að hafa þau á hreinu eða eins og; stattu hér fyrir að aust- anverðu, farðu vestur fyrir, farðu að sunnanverðu eða að norðanverðu við hliðið. Hann notaði líka að fara vestur eftir, út eftir, inneftir og austur fyrir. Alltaf var maður velkominn í Þórukot þótt þar væri margt um manninn og þakka ég fyrir að hafa dvalið hjá þeim. Á sumrin voru oft kaupamenn í sveit hjá þeim hjónum og hafa margir dvalið þar sem sumarvinnu- menn. Baldur missti Ingu sína árið 1989 en hún lést úr krabbameini fyrir aldur fram. Hann hélt áfram búskap í Þórukoti og kynnist hann seinni konu sinni Guðrúnu en hún kom sem ráðs- kona til hans og tók hún öllu hans fólki eins og hún hefði verið þar búsett frá upphafi. Árið 1997 hættu þau búskap og fluttu á Hvammstanga. Þá tók Pétur Þröstur, sonur Baldurs og Ingu, og Anna Birna kona hans við búinu í Þórukoti. Á Hvammstanga bjuggu þau Baldur og Guðrún í Nestúni í íbúð fyrir aldraða. Fyrir utan stofugluggann voru þau með lít- inn garð með blómaræktun og kartöflugarði. Þau voru samhent og miklar félagsverur og voru dugleg að halda uppi starfi í Nestúni. Þau sóttu í heimsóknir til vina, tóku þátt í kórstarfi, sóttu þorrablót og margt fleira. Þau nýttu líka tímann á meðan heilsa Guðrúnar leyfði til að fara ferðalög. Guðrún lést árið 2015 og var þá stórt skarð hoggið í til- veru Baldurs. Sama haust missti hann fósturdóttur sína, Sigríði Lárusdóttur. Baldur var góður og þolin- móður við börn og þótti börnum gott að vera nálægt honum, en hann eignaðist fimm barnabörn. Árni Þór sonur minn var í sveit hjá Baldri og Guðrúnu í fjögur sumur og sótti í frjálsræðið þar og sveitalífið sem vinnumaður við sveitastörf. Traktorar og vinnuvélar voru heillandi og fékk hann að vera sjálfstæður við sveitastörfin en tók leiðbeining- um og var honum var treyst fyrir því að gera við heyvinnutæki 12 og 13 ára gamall. Þannig var Baldur, hann var ekki að draga úr manni kjarkinn heldur treysti hann manni fyrir verkunum. Ég var á Hvammstanga í maí og heimsótti Baldur og dvaldi hjá honum undir það síðasta. Það var gott að geta kvatt hann. Þó hann væri mikið lasinn síð- ustu dagana þá sá maður blik í augunum á honum og ánægju og það gaf hann í skyn þegar hann togaði í hárið á mér og brosti. Takk, frændi, fyrir stundirnar okkar saman. Elsku Pétur Þröstur og Krist- ín Heiða og fjölskyldur ykkar, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Þín frænka, Kristín Árnadóttir. Meira: mbl.is/minningar Baldur Ragnar Skarphéðinsson Nú er komið að kveðjustund því fallinn er frá kær vinur og bróðir, Björgúlfur Andrésson. Þegar ég hugsa til þín þá koma einungis í hugann góðar minning- ar, gleði og fegurð umluktu okkar samband allt frá upphafi. Vinátta okkar hófst einungis fyrir þrettán árum á vinnustað okkar. Ég fann það strax að ég varð að fara eftir þínum reglum þarna og var það nokkuð erfitt til að byrja með en ég var fljótur að sjá að þarna var eitthvað gott á ferð. Þarna var maður með gildin á hreinu, þag- mælskur, var, hófsamur og hjálp- samur með eindæmum. Maður sem hefur réttlæti og hreina samvisku efst á blaði það er maður sem gott er að eiga að sem vin. Þú varst minn traustasti vinur og ég sakna þín mikið. Við áttum eftir að gera svo margt saman sem við vorum búnir að plana en við vorum þó byrjaðir og fyrir það er ég þakklátur. Eftir að við hjónin héldum upp á afmæli Hafdísar með ykkur í Kaup- mannahöfn þá hef ég litið borgina öðrum augum en Kaupmannahöfn var staður þar sem þú kunnir vel við og þar fannst þér alltaf gaman að vera með Hafdísi. Þið voruð alltaf eins og ástfangið ungt par og vona ég svo sannarlega að sam- Björgúlfur Andrésson ✝ BjörgúlfurAndrésson fæddist 3. febrúar 1946. Hann varð bráðkvaddur 27. maí 2018. Björgúlfur var jarðsunginn 5. júní 2018. band okkar Kristín- ar verði jafn farsælt og ykkar Hafdísar. Ég á þér svo margt að þakka, þú kynntir mig fyrir veröld sem ég vissi ekki að væri til, þú tókst mig í nokkurs konar þjálfunarbúð- ir og slepptir mér svo lausum og sagð- ir að ég myndir alltaf spjara mig bara ef ég fylgdi samvisku minni, halda stöðugt áfram í leit að ljósi og sannleika og gefast aldrei upp. Þú studdir mig í einu og öllu og ég gat alltaf leitað til þín eftir ráðum, háttupplýstur varst þú svo það var auðvelt að leita svara hjá þér við öllu. Þegar ég hafði ekki látið vita af mér þá hringdir þú í mig til að taka stöðuna. Þú passaðir upp á okkar samband og lést ekkert skyggja á það. Við áttum svo margt sameiginlegt og þú skildir mig svo vel. Það er fyr- ir þínar sakir að okkar samskipti og samband var alltaf fullkom- lega heiðarlegt og einlægt. Ég hugga mig við það að við eigum okkar stað þar sem ég get verið með þér í anda og ég mun líta eftir þínu þar til við munum ná saman aftur. Þegar laununum hefur verið útdeilt eftir aflokið dagsverk þá á ég ekki von á öðru en að þú sért sáttur. Hvíldu í friði uns við náum saman aftur. Við hjónin vottum Hafdísi okk- ar dýpstu samúð og biðjum að Guð veri með þér og styrki í þess- ari sorg. Með bróðurlegri kveðju, Baldvin Bjarnason. Magnús Hjartar- son bílstjóri er lát- inn í hárri elli og verður minnst af fjölskyldu og vinum fyrir einstaka góðvild og dugnað. Margir minnast gælunafns sem hann gekk gjarnan undir „Maggi í kók“. Magnús Hjartarson ✝ Magnús Hjart-arson fæddist 2. desember 1929. Hann lést 27. apríl 2018. Útför hans fór fram í kyrrþey 4. maí 2018. Ég kynntist Magnúsi fyrst sem unglingur í Þing- holtunum í Reykja- vík, en Árni bróðir minn og Magnús voru jafnaldrar og vinir. Þannig tengd- umst við einnig fjöl- skyldu Magnúsar gegnum árin. Magnús var glaðvær og tryggur í öllu og varðveitti í sér áhrif uppeldis í íslenskri sveit og táningsár vaxandi borgarmenn- ingar seinni stríðsáranna. Þannig komu Coca Cola áhrif- in til sögunnar, en Magnús fékk óskastarf við útkeyrslu á kók á flottustu vörubílum síns tíma. Uppúr þessu gerir hann út um áratuga skeið leigubíla á BSR og svo rútur í þjónustu ferðamanna. Mest og helst var treyst á Mercedes Benz og alltaf gert út á vönduðustu bíla. Magnúsi fylgdi mikið við- skiptatraust og ætíð fylgdi hann sínum málum eftir af rómaðri snyrtimennsku. Það var hægt að treysta Magnúsi í hvívetna. Þannig var hann einnig frum- kvöðull og hafði góð áhrif á þró- un mála. Sem bílstjóri á BSR fyrir langalöngu stofnaði hann til þess sem hann kallaði „Svartaskóla“. Hægt er að sjá fyrir sér út- lendinga ganga að röð leigubíla og biðja um akstur, kannski austur að Geysi. Auðvitað á fyrsti bíll í röðinni að fá akst- urinn, en samningar takast ekki vegna þess að bílstjórinn og akstursbeiðandi eiga erfitt með að skilja hvor annan. Prófað er að fara aftar í röð- ina og loks þegar kemur að Magnúsi er málið leyst. Illindi verða meðal hinna bíl- stjóranna sem missa viðskiptin. Hvað gerði Magnús málstaðn- um til varnar? Hann hvatti til þess og kom því á að haldin voru tungumálanámskeið á „stöðinni“ svo betri þjónusta yrði veitt (Svartiskóli). Einnig veit ég að þau hjónin Gunní og hann voru á ferð í New York og komu heim með nýjung sem var talkerfi í bílana. Ég hef fyrir satt að Magnús var skipuleggjandi og kom á fyrstu dagsferðum með „túrista“ á það sem kallað er Suðurströnd, þ.e. söguslóðir, fossa, jökla, svarta sanda og fuglalíf. Þessar dagsferðir eru með allra vinsælustu ferðum á land- inu, allan ársins hring. Þeir sem fóru í ferðir með Magnúsi minntust hans ætíð fyr- ir greiðvikni og kunnáttu um landshagi, náttúru og mannlíf, sem hann miðlaði af gleði. Einnig var Magnús til fyrir- myndar og neytti hvorki tóbaks né áfengra drykkja. Samferðamenn Magnúsar hljóta að taka undir með mér að hann var ætíð hinn besti félagi sem hægt var að treysta á. Hygg ég að hann hafi lokið langri starfsævi við áhættusöm störf án óhappa. Ég kveð Magnús með söknuði og þakklæti fyrir samfylgdina. Aðstandendum hans votta ég samúð og bið þeim blessunar. Gunnar Gunnarsson. Það myndast stórt skarð í lífi manns þegar móðir mín lést. Síðustu ár mömmu voru henni nokkuð erfið og þurftu því að- standendur að hafa nokkuð fyrir henni. Á yngri árum var mamma ákveðin og vildi láta hlýða sér. Þegar við fluttum í Auðholtshjá- leigu var fjósinu breytt í hænsnahús og fljótlega var mamma komin með 300 hænur Unnur Benediktsdóttir ✝ Unnur Bene-diktsdóttir fæddist 24. nóv- ember 1923. Hún lést 26. apríl 2018. Útför hennar fór fram 14. maí 2018. og fór alltaf sjálf með eggin til Reykjavíkur. Var ég hænsnahirðir og vann fyrir matnum þannig. Þegar hún kom í sveitina var enginn sauma- klúbbur og fannst mömmu það ómögulegt og fékk fljótlega konurnar í sveitinni til að koma í klúbb. Við þetta batnaði samstarf kvennanna í sveitinni. Var stundum hlegið svo hátt í saumaklúbbnum að ég var stundum að hugsa um að fara út. Mamma var virt í kvenfélag- inu og var hún gjaldkeri Kot- strandarsóknar. Eftir að hún flutti í Hvera- gerði og hætti að vinna, fóru þau hjónin að læra að skera út í tré. Pabbi fór að renna hluti og hún skar út. Var hún einnig mikil saumakona. Síðustu árin bjó mamma á Selfossi þar sem ég bý og var þá stutt á milli okkar. Var hún heimsótt oft og þannig vildi hún hafa það. Þegar fólk kom í heim- sókn var hún hispurslaus á að segja fólki sína skoðun og móðg- aði því suma. Fyndið var að oft sagði hún fólki að það væri orðið heldur feitt og kom síðan með rjóma- tertur á borðið. Þegar hún var 80 ára keypti hún sér nýjan bíl og ók honum þar til hún var orðin 94 ára. Síðasta árið var henni erfitt eftir að hún fór á Lund á Hellu. Hún var sjálfstæð og var það henni erfitt að þurfa að fara á hjúkrunarheimili. Blessuð sé minning hennar. Hennar sonur, Ásgeir Eggertsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.