Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 70
Á Kili Ítalskur ferðamaður um miðnætti á Kili í ljósmynd eftir Einar Fal Ingólfsson frá 2012. AF MYNDLIST Anna Jóa Fyrir nokkrum árum heimsótti undirrituð Louisiana-safnið í Dan- mörku. Þegar stigið var inn úr sumarblíðunni blasti við gróðurvana landslag innan dyra. Laus jarð- vegur, grjót og meira grjót, fyllti króka og kima hins hvíta safnrýmis og safngestir sáust klöngrast yfir straumvatn sem rann milli her- bergja. Engu var líkara en að þarna væru á ferð vanbúnir túristar uppi á hálendi Íslands og var ekki laust við að við íslensku gestirnir brost- um dálítið í kampinn yfir aðför- unum, enda sumpart á heimavelli mitt í þessu framandi umhverfi – sem sagt í listaverki Ólafs Elías- sonar, Riverbed. Leiðin, vörðuð misháum dyrum, lá upp í móti, að „árupptökunum“ og út. Viðbrögð safngesta voru að sjálfsögðu hluti af verkinu og skynreynslan af hinu endurskapaða öræfalandslagi þannig sett í fagurfræðilegt sam- hengi – og beinlínis römmuð inn af veggjum safnsins. Ein merking- arvídda þessa margslungna verks er pólitísk: rétt eins og Vatnasafn Roni Horn í Stykkishólmi hverfist um bráðnun jökla, mætti líta á inn- setningu Ólafs sem áminningu um auðlindir í útrýmingarhættu – og þar með einnig um þá hættu sem steðjar að menningunni. Riverbed beindi þannig sjónum að listasafn- inu sem farvegi merkingarflæðis og vettvangi þar sem safngestir geta uppgötvað sjálfa sig á sér- stakan hátt. Hálendið í mynd Allir salir Listasafns Reykja- víkur, á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsi, hafa nú verið lagðir undir sýningu sem hverfist um öræfi Íslands. Í yfirskrift sýning- arinnar er spurningu varpað fram: Einskismannsland – Ríkir þar feg- urðin ein? er ákall til sýningar- gesta um að hugleiða víðerni lands- ins og afdrif þeirra. Sennilega er þetta fyrsta stóra samsýningin sem spannar íslenska nútímalistasögu og beinir sjónum sérstaklega að hálendinu, þótt vissulega séu nýleg dæmi um samsýningar þar sem há- lendið hefur verið til umfjöllunar, meðal annars í tengslum við ferða- mennsku og hið háleita. Alls eiga 32 listamenn verk á sýningunni og hafa sum þeirra verið unnin sér- staklega fyrir hana. Að auki má sjá skissubækur, stuttar textatilvitn- anir á veggjum þar sem birtast hugleiðingar um öræfin, landkynn- ingarefni (heimildamyndir og ljós- myndabækur) og gamlar ljós- myndir sem varpað er á veggi. Sýningunni fylgir einnig bitastæð sýningarskrá með náttúruhugleið- ingum ýmissa höfunda. Á Kjarvalsstöðum eru málverk í fyrirrúmi en í vestursalnum er að finna elstu verkin sem sýna öræfa- landslag. Þórarinn B. Þorláksson og Ásgrímur Jónsson lögðu fyrstir listmálara upp í ferðir í óbyggðum; verk Þórarins, „Stórisjór (Langi- sjór)“, er frá 1906 og árið síðar málaði Ásgrímur myndina „Í Möðrudal“. Jóhannes S. Kjarval túlkar öræfastemningu í verkinu „Nótt á öræfum“ frá 1914 og um og upp úr 1920 slást fleiri málarar í hóp túlkenda: Kristín Jónsdóttir málar „Námaskarð“, norræn dulúð sveipar fjöll í verki Jóns Stef- ánssonar, „Kvöld (Tindafjöll)“, og í myndum Júlíönu Sveinsdóttur af Eyjafjallajökli má sjá áhrif frá franska málaranum Paul Gauguin. Ens og glögglega sést á verkunum var það ástríðufullt verkefni list- málara á fyrri hluta aldarinnar að máta áhrif, aðferðir og stílbrögð frá námi erlendis við landslags- form, birtubrigði og veðraham hér Hálendið í söfnunum Nýtt land Viðamikil innsetning Óskar Vilhjálmsdóttur, „Land undir fót“, sýnir hvar hlaupið er umhverfis Hálslón. Ósnortið? Málverk Kristínar Jónsdóttur „Hverir – Þeistareykir“ frá 1954. á landi – og við framandi veruleika óbyggðanna. Fjöll og helstu jöklar landsins eru algengt viðfangsefni í salnum en þar sjást líka háheiðar, jarðhitasvæði og jökulár, sandar og hraun. Þegar gengið er í gegnum miðrými Kjarvalsstaða blasa við Herðubreiðarmyndir nævistans Stórvals, sterkar í einfaldleika sín- um, og í austursalnum eru m.a. til sýnis verk eftir Finn Jónsson og „fjallamanninn“ Guðmund frá Mið- dal sem túlka jarðfræðilegan tíma og sköpunarkraft náttúrunnar í myndum af gígaröðum og eldgosi, auk verka sem endurspegla óhlut- bundnari og huglægari reynslu af landslagi öræfanna, þar á meðal verk eftir Ragnheiði Jónsdóttur Ream, Kristin Pétursson og Eirík Smith. Hár sjónbaugur einkennir verk sýningarinnar á Kjarvals- stöðum og þar af leiðandi mikill og athyglisverður forgrunnur þar sem áferð landsins eru gerð skil. Í raun er býsna magnað að sjá hversu stór hluti af hálendinu og fyrir- bærum þess hefur verið túlkaður í myndrænu formi af íslenskum list- málurum. Andi öræfanna Sýningin gefur tilefni til vanga- veltna um gildi öræfanna sem stað- ar í þjóðarvitundinni og þátt list- arinnar þar. Við skoðun verka kvikna minningar, hugrenningar og þankar sem tengjast því að rýna í staði og kennileiti, sem og spek- úlasjónir um efnistök listamann- anna og útfærslu verka. Kjarvals- staðir verða þannig vettvangur samræðu sýningargesta við verkin og sín á milli. Merkingin mótast í flæði gestanna um sýningarrýmið og þetta er undirstrikað með grá- máluðum veggjum sem líkja eftir stígandi birtu grátóna andrúms- lofts eða himins. Sýningarhönnunin á þannig þátt í að ýta undir tilfinn- ingu fyrir flæði og tengja verkin saman í eitt allsherjar „hálendi“. Áhorfandanum verður jafnframt 70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 LAGERSALA 30-70%afsláttur Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is Verð með fylgihlutum.Sturtubotn, 90x90 cm 22.822 kr. Verð áður: 32.603 kr. Kaldewei 30% afsláttu r Handlaugartæki með lyftitappa 14.900 kr. Verð áður: 22.564 kr. Mora MIXX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.