Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 götu. Meðan á leikjunum stendur verða barnakvikmyndir sýndar í öðrum sölum. Stokkið á HM-vagninn Fjöldi fyrirtækja virðist ætla að nýta sér HM-stemninguna meðal landsmanna. Auk fjölda svokallaðra HM-tilboða á veitingastöðum og af- sláttar á sjónvörpum má nú sjá í verslunum HM-útgáfur af sýrðum rjóma, osti, skyri og sælgæti. Þá eru ótaldir skrautmunir á borð við HM-armband og HM-stuðnings- mannahringinn. Og ballið er ekki byrjað. matarmarkaðinum Boxi í Skeifunni. Ekki er nauðsynlegt að fara niður í miðbæ til að horfa á leiki Íslands. Í Kópavogi verður sýnt frá fyrsta leiknum gegn Argentínu á veglegu tjaldi á Rútstúni. Í Hafnarfirði verð- ur fyrsti leikurinn sýndur á risaskjá á Thorsplani. Upphitun hefst klukkutíma fyrir leik, eða á hádegi, og lofa bæjaryfirvöld fjölskyldu- stemningu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að sýna fleiri leiki en líklegt má telja að það verði hægur vandi ef góð stemning myndast. Þá verða allir leikirnir á HM sýndir í Bíó Paradís við Hverfis- Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Einstök stemning myndaðist þegar leikir Íslands á EM fyrir tveimur árum voru sýndir á Ingólfstorgi og á Arnarhóli. Nú þegar rúm vika er í fyrsta leik Íslands á HM í Rússlandi er spennan farin að magnast. Leikir liðsins verða víða sýndir á stórum skjáum þar sem fólk getur safnast saman. „Ég held að þetta verði geggjað, frábær fjölskyldustemning,“ segir Pétur Marteinsson, einn eigenda Kaffihúss Vesturbæjar. Nokkur fyrirtæki í Vesturbænum hafa tekið sig saman og ætla að sýna leiki Íslands á stórum skjá á túninu við Vesturbæjarlaugina. Auk Kaffihúss Vesturbæjar er um að ræða Melabúðina, Brauð & co. og Hagavagninn. Hugmyndin er að veitingasala verði í tjöldum á svæð- inu. Ákveðið hefur verið að kalla svæðið Melavöllinn. „Við viljum gjarnan búa til hverfisstemningu í kringum HM. Þetta er þjóðhátíð á meðan HM er. Við erum búin að leigja stóran skjá og svo mun fólk koma með tjald- stóla og teppi og horfa á fótbolta. Ég hef fulla trú á að fólk streymi þangað úr hverfinu, á alla sex leiki Íslands á HM,“ segir Pétur kok- hraustur. Sjálfur verður hann meðal álitsgjafa á RÚV og mun því birtast grönnum sínum á risaskjánum. Allir leikir Íslands verða sýndir í Hljómskálagarðinum og allir leikir mótsins verða sýndir á Ingólfstorgi. Í Hljómskálagarðinum verður veit- ingaaðstaða og leiktæki fyrir börn. Leikir Íslands verða líka sýndir á Morgunblaðið/Árni Sæberg Stuðningur úr lofti Vélar Air Iceland Connect skarta baráttukveðjunum Húh! og Áfram Ísland! næstu vikur. Fljúga á einni af merktu vélunum yfir Laugardalsvöll í dag þegar Ísland mætir Gana í vináttuleik í knattspyrnu.. „Þetta er þjóðhátíð“  Leikir Íslands á HM víða sýndir á risaskjáum  Melavöll- urinn endurvakinn  Fjölmörg fyrirtæki komin í HM-gír Morgunblaðið/Hari HM-tilboðin Nú er hægt að grípa HM-sýrða rjómann og HM-pítsaostinn úti í búð. Þá eru sérhannaðir skartgripir líka komnir í sölu af þessu tilefni. 9 DAGAR Í FYRSTA LEIK ÍSLANDS Sunnanáttirnar hafa nú verið nærri samfelldar frá því 29. apríl, eða í næstum 40 daga. Ekki var nema einn heiðarlegur norðanáttadagur í öllum maí. Þetta segir Trausti Jónsson veðurfræðingur aðspurður. Vestanáttir hafa líka verið al- gengari en þær austlægu á þess- um tíma, en þó hefur austlægum nokkuð brugðið fyrir, segir Trausti. Vestan- áttardagar í maí voru þannig 18, en austanátt var ríkjandi í 13 daga. Vest- lægar og suðlægar áttir hafa verið ríkjandi þessa fyrstu daga í júní. Sunnanáttir í háloftunum voru tíðari í maí en áður er vitað um. „Það er eitt- hvað verið að tala um norðanáttir í næstu viku – en hvort af þeirri breyt- ingu verður er enn mjög óljóst,“ segir Trausti. Eins og fram hefur komið hafa af- leiðingarnar verið vætutíð á landinu. Maí var úrkomusamur á landinu öllu og óvenju blautur á landinu vestan- verðu. Nýliðinn maímánuður var m.a. óvenjulegur að því leyti að hlýrra var um landið norðaustanvert heldur en suðvestanlands – ekki aðeins að til- tölu heldur líka í hreinum tölum. „Svo langt gekk hann meira að segja að meðalhitinn í Reykjavík var 0,1 stigi lægri heldur en meðalhiti landsins alls. Slíkt hefur ekki gerst áður svo vitað sé. Maímeðalhiti í Reykjavík hefur sumsé alltaf hingað til verið hærri heldur en meðalhiti allra byggða landsins saman,“ segir Trausti á bloggi sínu. sisi@mbl.is Sunnanáttir hafa verið ríkjandi í nærri 40 daga  Meðalhitinn í Reykjavík í maí var lægri en meðalhiti landsins alls Trausti Jónsson Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Ég lít á þetta sem nýtt upphaf og held að það séu bjartir tímar fram- undan,“ segir Sunna Elvira Þorkels- dóttir, sem nýverið var útskrifuð af legudeildinni á Grensási, tæpum fimm mánuðum eftir að hafa lamast eftir fall af svölum á heimili sínu í Malaga á Spáni. Sunna segir að fram undan sé áframhaldandi endurhæfing en hún hefur nú komið sér fyrir í lítilli íbúð ásamt dóttur sinni. „Mér líður vel í dag og sjálfstraustið eykst bara með hverjum deginum. Það er auðvitað frábært að vera loksins komin aftur heim eftir tæplega fimm mánaða flakk. Ég og dóttir mín búum núna tvær saman og það gefur mér mikið að geta séð um okkur báðar sjálf,“ segir Sunna og bætir við að endur- hæfingin á Grensási hafi reynst henni gríðarlega vel. Gæti starfað sem lögfræðingur „Eftir mikla þjálfun og æfingar er alveg ótrúlegt hvað maður getur gert. Það má í raun segja að ég sé hætt að vera sjúklingur og orðin ég sjálf á nýjan leik,“ segir Sunna sem kveðst ætla að skoða atvinnumál þegar líða tekur á haustið. Þá komi vel til greina að starfa áfram sem lögfræðingur líkt og fyrir slysið. „Það opnaðist alveg nýr heimur fyrir manni við þetta slys. Ég fékk betri innsýn í heim fatlaðra og ég held að það geti verið vettvangur sem ég gæti starfað á þegar fram líða stundir,“ segir Sunna. Slysið enn til rannsóknar Í kjölfar falls Sunnu á Spáni var fyrrverandi eiginmaður hennar, Sig- urður Kristinsson, grunaður um að- ild að slysinu en sú rannsókn er enn í gangi hjá lögreglu. Auk þess er Sig- urður grunaður um aðild að stór- felldum fíkniefnainnflutningi í skák- málinu svokallaða en skv. heimildum Morgunblaðsins er skammt þar til rannsókn í málinu lýkur. Að sögn Sunnu er hún ekki með réttarstöðu sakbornings í skákmál- inu. Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu Elviru, gat þó ekki staðfest það en sagði að það kæmi sér ekki á óvart ef svo væri. Fimm mánaða flakki loksins lokið  Sunna er útskrifuð af legudeildinni á Grensási og sér fram á bjartari tíma  Segir koma vel til greina að starfa áfram sem lögfræðingur  Fyrrverandi eiginmaður liggur áfram undir grun vegna slyssins Sunna Hún sér fram á nýtt upphaf. Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 109.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! sp ör eh f. Jólaferð tilWiesbaden Aðventan er tími ljóss og friðar. Ilmurinn af jólaglöggi og brenndum möndlum liggur í loftinu.Við höldum til Wiesbaden, þar sem upplýstar stjörnur svífa yfir litríkum jólahúsum á jólamarkaðnum.Við förum í dagsferð til Rüdesheim þar sem hinn skemmtilegi jólamarkaður þjóðanna er og getum fylgst með hvernig handverk frá hinum ýmsu þjóðum er unnið. 6. - 9. desember Fararstjóri: Íris Sveinsdóttir AUKA BROTTFÖR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.