Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 71
hún miðlar reynslu sinni af ferða- lagi í kringum Hálslón. Sýning- argesturinn er leiddur í gegnum rými þar sem renna fyrir skilning- arvitin myndir á hreyfingu; leiðin er vörðuð gruggugu vatni, and- stæðum gróðurþekju og aurugs lands og vélrænu tómahljóði. Áhorfandanum verður órótt er hann sogast inn í andrúmsloft óræðrar atburðarásar þar sem til- finningin fyrir aðsteðjandi ógn er sterk og tíminn virðist á þrotum. Hálendið sem leikvöllur Í verki sínu í A-salnum bregður Katrín Sigurðardóttir á leik. Verk- ið lætur í fyrstu lítið yfir sér sem hvítur kassi á gólfi – og minnir þannig á hugmyndir um nútíma- listasafnið sem hlutlaust rými („white cube“). En kassi Katrínar er ekki hlutlaust rými, heldur hreyfiafl. Þegar sýningargestir stinga höfðinu inn í verkið tapa þeir um stund áttum líkt og gjarn- an gerist þegar staðið er frammi fyrir hrikaleik öræfanna og nátt- úrufyrirbærum sem erfitt er að henda reiður á. Verk Katrínar skírskotar þannig til háleitrar reynslu sem kviknað getur þegar maðurinn skynjar vensl sín við náttúruna á þann hátt sem ekki ljóst að þótt nánast allar mynd- irnar séu mannlausar, þá er hin myndræna endursköpun öræfa- landslagsins í sjálfu sér vitnisbur- ður um gagnvirk tengsl manns og umhverfis. Í öræfunum býr andi, eins og Kjarval bendir á í verkum þar sem verur með mannlega ásýnd virðast renna saman við um- hverfið. í myndinni „Andi öræf- anna“, frá 1926, horfir stúlka ein íhugul yfir víðernin, til sýnilegs og ósýnilegs veruleika í senn. Ekki þarf að fjölyrða um mikil- vægan þátt landslagsverka í sjálf- stæðisbaráttunni á liðinni öld og í mótun nútímalegrar þjóðarsjálfs- myndar og myndlistarhefðar hér á landi. Og þessi gömlu landslags- verk – sjónrænn menningararfur – geta enn orðið uppspretta sprelllif- andi pælinga um náttúru og list; frammi fyrir þeim sameinast fólk í umræðu um verðmæti sem varða okkur öll. Spurningarnar varða fegurð og andlegt gildi en líka hag- nýtingu og átroðning: málverk Kristínar Jónsdóttur, „Hverir – Þeistareykir“ (1954), birtir per- sónulega sýn á sérstætt og lítt snortið landslag Þeistareykja sem nú hafa verið virkjaðir til raf- orkuframleiðslu og því ljóst að þar ríkir ekki lengur „fegurðin ein“. Það er umhugsunarefni að jafnvel þótt fegurð staða og undursamleg reynsla þeim tengd hafi orðið hluti af menningarvitundinni í marg- víslegu myndrænu formi, dugar það ekki til. Hægt er að líta á sýn- inguna á Kjarvalsstöðum sem eins konar minnisvarða um hálendi Ís- lands. Jarðtenging og rof Á sýningunni í Hafnarhúsinu eru færri málverk til sýnis en þar er áherslan á samtímamyndlist og þá tæknilegu fjölbreytni sem einkenn- ir tjáningu listamanna á gildi öræf- anna á líðandi stundu. Verkin endurspegla mörg hver vitund um söguna og eldri landslagslist sem og listfræðilega, heimspekilega og samfélagslega umræðu um fag- urfræði, landslag, náttúru og um- hverfi. Myndin „Málverk af mál- verki“ þar sem Húbert Nói málar mynd af mynd Þórarins B. Þor- lákssonar, geymir þannig minn- ingu um liðna tíð, en í málverki Georgs Guðna á sýningunni er fólgin endurnýjun landslagsmál- unar í kjölfar tímabils þegar róm- antísk náttúrutjáning hafði átt í vök að verjast. Í túlkun hans á samspili birtu og lands í óræðu og lágstemmdu þokulandslagi, krist- allast hugmyndir um fag- urfræðilega reynslu af landslagi sem líkömnuð skynjun á mörkum ytri hlutveruleika og huglægs, innri veruleika. Dulúðugt and- rúmsloftið í verkinu sogar til sín áhorfandann og vekur hann til vit- undar um áhrifamátt listarinnar þegar kemur að því að skilja gildi landslags sem djúpstætt samband manns og umhverfis – og hvað í húfi er, rofni þessi jarðtenging. Í A-sal Hafnarhússins er að finna verk sem beina sjónum að af- leiðingum virkjunarframkvæmda á hálendinu. Verkið „360° – óveruleg þyngd ósýnileikans“ eftir Stein- unni Gunnlaugsdóttur felur í sér áleitna myndlíkingu fyrir óseðj- andi raforkuþörf og umbreytingu manneskjunnar í óvirkan, andlits- lausan neytanda. Í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar leituðust margir við að bjarga hinu af- skekkta landsvæði sem fórna átti undir Hálslón með því að mynd- gera það. Myndlistarmenn létu ekki sitt eftir liggja í því að opna augu landsmanna fyrir lífríki og fegurð svæðisins og gildi ósnort- inna víðerna. Myndröð Péturs Thomsen, „Aðflutt landslag“, sem sýnir framkvæmdir við stíflugerð- ina, ber vitni um ógnvekjandi eyði- leggingarmátt mannskepnunnar og í verki Rúríar, „Tortími“, hafa myndir af fossum – sem nú heyra sögunni til – einfaldlega lent í tæt- aranum. Ósk Vilhjálmsdóttir er ein þeirra sem tóku virkan þátt í því að mótmæla framkvæmdunum. 12 ár- um síðar hefur B-salur Hafnar- hússins verið lagður undir viða- mikla vídeó- og hljóðinnsetningu Óskar, „Land undir fót“, þar sem verður færður í orð. Jafnframt er snertingin við verkið sjálft upp- spretta undrunar og kæti meðal sýningargesta sem uppgötva ekki aðeins eigin viðbrögð, heldur líka hinna gestanna og freistast til að bera saman bækur og ræða reynslu af víðernum landsins. Þetta leiðir hugann að Riverbed, árfarvegi Ólafs Elíassonar, og þeirri blöndu af undrun, spenningi og íhugun sem ráða mátti af við- brögðum nærstaddra. Verk hans varpaði jafnframt ljósi á að öræfa- landslag Íslands er ekki einkamál eða „heimavöllur“ íslensku þjóðar- innar. Myndröð Einars Fals Ing- ólfssonar, Hálendi, af þeim glað- beittu ferðamönnum sem nú móta ásýnd og ímynd hálendisins, minn- ir á að það er auðlind og leikvöllur, í skilningi afþreyingar, útivistar, endurnýjunar og örvunar, á heim- skortinu. Margir sjá það einnig sem „leikvöll“ nýtingarafla og tækifærissinna og í heild hefur ágangurinn vakið fólk til vitundar um verndun svæðisins. Sýningin Einskismannsland – Ríkir þar feg- urðin ein? dregur saman merk- ingarþræði, sjónarmið listarinnar og kveikjur – og safnar saman há- lendinu – í farveg samræðu sem varðar okkur öll. Hreyfiafl Gestur rýnir í verk Katrínar Sigurðardóttur. Fyrir aftan er myndröð Péturs Thomsen.Íhugul Málverk Jóhannesar S. Kjarval „Andi öræfanna“, frá 1926. Gildi öræfanna Í vestursal Kjarvalsstaða eru málverk eftir frumherjana, verk eftir Jón Stefánsson hér fyrir miðju. MENNING 71 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 FÆREYJAR 2 fullorðnir með fólksbíl. verð á mann frá ISK14.700 DANMÖRK 2 fullorðnir með fólksbíl. verð á mann frá ISK27.400 Vikulegar siglingar allt árið til Færeyja og Danmerkur. Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600 Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 | info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Taktu bílinn með til Færeyja eða Danmerkur Bæklingurinn okkar fyrir 2018 er kominn út. Í honum finnur þú fullt af tilboðum og verðdæmum. Hægt er að nálgast hann á www.smyrilline.is Bókaðu núna og tryggðu þér pláss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.