Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 36
að ferðast til Asíu eða Afríku eða
hvert sem er,“ segir Bjarni.
Spítali Faisal konungs þjónar
fjölskyldu konungs, eða ættbálki,
sem telur um 15 þúsund manns. Þá
þjónar sjúkrahúsið almennum sjúk-
lingum á sérhæfðum sviðum. Um 30
milljónir manna búa í Sádi-Arabíu,
um þriðjungurinn útlendingar.
„Sádarnir líta á sig sem Guðs út-
valda þjóð. Því Guð gaf þeim Mekka
og Medína,“ segir Bjarni og bendir
á að heimamenn vinni alla jafna
ekki alþýðustörf. Slík verk séu í
höndum aðkomufólks. Sjúkrahús
Faisal konungs sé álitið vera eitt
það fremsta í Mið-Austurlöndum.
Bjarni og Sigurður Ásgeir hafa
lengi unnið saman. Samhliða því að
setja upp stöð sína hafa þeir þróað
samstarf við bakdeildina á sjúkra-
húsinu í Stykkishólmi.
Aðstæður í Stykkishólmi breytt-
ust þegar Jósep Ó. Blöndal lét í
fyrrasumar af störfum sem yfir-
læknir þar en hann hafði um ára-
tugaskeið beitt sérhæfðum hrygg-
sprautumeðferðum á sjúkrahúsinu.
Bjarni fór reglubundið í Stykkis-
hólm í vetur til að veita slíka með-
ferð en á því er nú breyting.
„Það fer nú væntanlega allt fram
hér hjá okkur,“ segir Bjarni. „Við
höfum hins vegar rætt um að hafa
göngudeildarþjónustu hérna og
móttöku sem sjúklingar gætu nýtt
sér samhliða tveggja vikna dvöl í
Stykkishólmi. Það kemur til við-
bótar sérhæfðum meðferðum.“
Taka aðeins við tilvísunum
Sigurður Ásgeir segir Corpus
Medica meðferðarstöð fyrir bak-
verki og aðra stoðkerfisverki.
Meginmeðferðin sé sprautumeðferð
með blöndu af bólguminnkandi ster-
um og staðdeyfingu.
„Það er mikið í umræðunni að
sérfræðilæknar séu makandi krók-
inn. Við viljum hins vegar aðeins fá
tilvísanir frá læknum. Við viljum
helst að búið sé að vinna sem mest
upp þá einstaklinga sem vísað er til
okkar. Við fáum upplýsingar um
vandamálin, til dæmis hvort til eru
myndgreiningarrannsóknir og
hvaða meðferð hefur verið reynd.
Svo hittum við fólk og þá kemur í
ljós hvort við getum hjálpað því.
Síðan fylgjum við þeim eftir varð-
andi árangur meðferða en erum
ekki með sömu sjúklinga aftur og
aftur, eða hræra í þeirra lyfja-
meðferð eða meðferð þeirra að öðru
leyti.“
Bjarni tekur svo við keflinu:
„Við erum ekki greiningaraðilar,
þetta er ekki fyrsti komustaður.
Einstaklingurinn á helst að vera bú-
inn að fá önnur möguleg meðferðar-
úrræði. Við reynum að vera ein-
beittir í því sem við gerum. Við
erum ekki í lyfjameðferð heldur í
ífarandi meðferð, sprautumeðferð,“
segir Bjarni.
Getur verið hreyfingaleysi
Sigurður Ásgeir útskýrir þetta
frekar. „Orsakirnar fyrir bakverkj-
um geta verið margar, m.a.
hreyfingarleysi og það getur verið
að einstaklingar með slík vandamál
þurfi á sjúkraþjálfun að halda en
eins er oft um ýmislegt annað að
ræða sem taka þarf á. Við erum
ekki í slíku. Við erum að deyfa fólk
og meðhöndla við verkjum. Við gef-
um okkur út fyrir að vinna í anda
þess sem menn hafa talað mikið um
í heilbrigðiskerfinu, að meðhöndlun
byrji hjá heilsugæslu. Síðan ef
heilsugæslan ræður ekki við málið,
þegar ástandið er orðið langvinnt og
lyf og sjúkraþjálfari duga ekki til,
þá sé fólki beint hingað. Þá metum
við hvort hægt sé að beita svona
ífarandi verkjameðferðum eða ann-
arri meðferð sem við bjóðum upp á,
og síðan fylgjum við því eftir hvern-
ig meðferðin hefur gengið,“ segir
Sigurður Ásgeir.
Yfirleitt ekki lækning
Bjarni tekur svo við orðinu:
„Við þurfum að muna að í lang-
flestum tilfellum er ekki um lækn-
ingu að ræða. Það má búast við að
sömu einkennin komi aftur. Við er-
um tilbúnir að fylgja því eftir og
Frá Sádi-Arabíu í Kópavog
Bjarni Valtýsson svæfingalæknir starfaði fyrir konungsfjölskylduna í Sádi-Arabíu Nú rekur
hann meðferðarstöðina Corpus Medica í Kópavogi ásamt Sigurði Ásgeiri Kristinssyni lækni
Morgunblaðið/Eggert
Læknar Sigurður Ásgeir Kristinsson og Bjarni Valtýsson starfa saman á Corpus Medica. Þeir segja mikla þörf fyrir verkjameðferð á Íslandi.
36 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018
Sigurður Ásgeir Kristinsson bækl-
unarlæknir hefur langa reynslu af
rekstri í heilbrigðisþjónustu.
Hann stofnaði ásamt öðrum
bæklunarlæknum félagið Stoðkerfi
ehf. árið 1997. Tilefnið var að dag-
aðgerðir bæklunarskurðlækna kom-
ust illa að á sjúkrahúsum. Langir
biðlistar höfðu myndast. Þrátt fyrir
að hafa ekki náð samningum við
Tryggingastofnun Ríkisins, TR, létu
stofnendur félagsins gera upp
læknastöð í Álftamýri 5. Samningar
náðust svo við TR og hófst rekstur-
inn árið 1998. Sigurður Ásgeir var
framkvæmdastjóri og starfaði sem
bæklunarlæknir.
Reksturinn jókst að umfangi og
keypti félagið loks allt húsnæðið að
Álftamýri 3-5. Hluthöfum fjölgaði
og hófst meðal annars samstarf við
Sjúkraþjálfun Íslands, Íslenska
myndgreiningu og innanlandsdeild
Össurar hf. Árið 2003 var starfsem-
in flutt í gamla Orkuveituhúsið á
Suðurlandsbraut 34. Hefur starf-
semin upp frá því heitið Orkuhúsið.
Þar eru nú gerðar hátt í 5.000 dag-
aðgerðir á ári og hvergi starfa jafn
margir bæklunarskurðlæknar á ein-
um stað á Íslandi.
„Ég sá mikið um baksjúklinga
langaði að byggja upp þar. Síðasta
haust fór í að finna húsnæði og
koma upp þessari starfsemi. Síðan
byrjuðum við hægt og rólega upp úr
áramótum. Bjarni þó meira, því ég
var meira í að ljúka uppbyggingu
stöðvarinnar. Ég kem nú hins vegar
einnig að móttöku og meðferð sjúk-
linga. Við vonumst til að tveir til þrír
læknar að auki komi síðar til starfa
hjá okkur. Það fer svolítið eftir
samningsumhverfinu,“ segir Sig-
urður Ásgeir um næstu skref.
þar. Bjarni var einn hluthafa og
vann bæði við svæfingar og verkja-
meðferðir. Við unnum mikið saman
á þeim tíma. Þegar Bjarni fór aftur
að starfa erlendis [í Sádi-Arabíu]
höfðum við velt fyrir okkur að það
þyrfti bak- og verkjamiðstöð á Ís-
landi,“ segir Sigurður Ásgeir.
„Þegar Bjarni flutti svo aftur
heim endurvöktum við þennan
draum. Mér fannst þá kominn tími
til að hætta í Orkuhúsinu. Ég væri
búinn að byggja allt upp sem mig
Var einn stofnenda Orkuhússins
SIGURÐUR ÁSGEIR VILDI NÝJA ÁSKORUN
Móttakan í Corpus Medica Sigurður Ásgeir er frumkvöðull í lækningum hér á landi.
VIÐTAL
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Bjarni Valtýsson svæfingalæknir og
Sigurður Ásgeir Kristinsson bækl-
unarlæknir létu gamlan draum ræt-
ast þegar þeir opnuðu meðferðar-
stöð í Kópavogi um áramótin. Stöðin
heitir Corpus Medica og er á sjö-
undu hæð Hjartaverndarhússins í
Holtasmára. Þar er beitt ýmsum að-
ferðum við verkjameðferð.
Með þeim Bjarna og Sigurði Ás-
geiri starfar Dóra Gerður Stef-
ánsdóttir hjúkrunarfræðingur sem
sér um daglegan rekstur. Þórunn
Sigurðardóttir er læknaritari.
Bjart var á skrifstofunni þegar
þau buðu Morgunblaðinu í heim-
sókn í lok vinnudags á þriðjudaginn
var. Á skrifstofunni hjá Bjarna
glampaði sólin á gyllt sverð frá kon-
ungsfjölskyldunni í Sádi-Arabíu.
Fylgdi í fótspor föður síns
Bjarni útskrifaðist úr læknadeild
Háskóla Íslands árið 1983. Hann
fékk svo sérfræðiþjálfun í svæf-
ingum á Landspítalanum. Með því
fylgdi hann í fótspor föður síns, Val-
týs Bjarnasonar, sem var fyrsti yfir-
læknir svæfinga á Landspítalanum.
Eftir nokkur ár á spítalanum fór
Bjarni til Uppsala í Svíþjóð og lauk
þar sérnámi. Hann starfaði í þrjú ár
í Svíþjóð. Þaðan lá leiðin á Háskóla-
sjúkrahúsið í Madison í Wisconsin.
Fékk Bjarni þar stöðu sérfræðings
og aðstoðarprófessors þar sem hann
starfaði m.a. við verkjameðferð.
Eftir áratug í Wisconsin flutti
Bjarni með fjölskyldu sína heim til
Íslands. Þar hóf hann störf á Land-
spítalanum á ný. Vonir um að geta
komið á þverfaglegri verkjadeild á
Landspítala rættust ekki. Urðu það
Bjarna mikil vonbrigði. Fór svo að
hann hætti á spítalanum og hóf
störf í Orkuhúsinu og síðar á Hand-
læknastöðinni í Glæsibæ. Fjallað er
um stofnun Orkuhússins í grein hér
til hliðar.
Stefnan tekin á Sádi-Arabíu
Næstu tímamót á starfsferli
Bjarna urðu árið 2010 þegar vinur
hans, Halldór Benediktsson rönt-
genlæknir, var ráðinn til starfa á
sjúkrahúsi Faisal konungs í Riyadh
í Sádi-Arabíu. Bjarni fékk áhuga á
landinu og sendi inn umsókn. Hon-
um var í kjölfarið boðið út til að
skoða aðstæður. Úr varð að Bjarni
var ráðinn á sjúkrahús Faisal kon-
ungs. Þar hitti Bjarni meðal annars
fjóra íslenska lækna. Meðal þeirra
var gamall vinur úr menntaskóla og
læknadeild Háskóla Íslands, Atli
Eyjólfsson hjartaskurðlæknir.
Læknarnir bjuggu í sama hverf-
inu ásamt fjölda sérfræðilækna
víðsvegar að úr heiminum. Hverfið
er kennt við pálma og í eigu kon-
ungsfjölskyldunnar sem öllu ræður.
„Þarna voru margir læknar frá
Svíþjóð og Danmörku en fáir frá
Noregi. Það er hollt að breyta um
umhverfi og samlagast annarra
manna venjum. Það er ákveðin núll-
stilling. Þarna eru ýmis óskráð lög
sem maður þurfti að læra inn á um
hvernig maður á að haga sér og
gera hlutina, sem ég tel mjög gott.
Það er ekki aðeins einn vegur til
Rómar heldur margir,“ segir
Bjarni.
Einbýlishús og ókeypis ferðir
Hann brosir þegar spurt er um
launakjör í Sádi-Arabíu. Enginn
tekjuskattur er greiddur af launum
í Sádi-Arabíu og voru afnot af ein-
býlishúsi hluti af starfskjörunum.
Frídagar voru margir og greiddi
sjúkrahúsið fyrir árlega heimferð
Bjarna og fjölskyldu til Íslands.
„Maður er þarna miðsvæðis í heim-
inum. Frá Sádi-Arabíu er þægilegt