Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 80
FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 158. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Tók allt bólgumyndandi úr fæðinu 2. Sunna Elvira útskrifuð af ... 3. Kölluð lygari og þorði ekki að ... 4. Þarf að fara að ræsa gröfurnar »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Píanóleikarinn Behzod Abduraimov frá Úsbekistan snýr aftur til landsins og leikur á síðustu áskriftartónleikum starfsárs Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem haldnir verða í Eldborgarsal Hörpu í kvöld og leikur píanókonsert nr. 2 eftir Rakhmanínov. Abduraimov lék með hljómsveitinni haustið 2015 og lék þá píanókonsert eftir Prokofíev. Á tónleikunum í kvöld verður einnig flutt sinfónía nr. 1 eftir Florence Price en hún var fyrsta bandaríska blökku- konan sem lagði fyrir sig sinfónískar tónsmíðar og vann til verðlauna fyrir fyrstu sinfóníu sína árið 1932. Þriðja verkið sem flutt verður á tónleikunum er svo Egmont-forleikurinn eftir Lud- wig van Beethoven en hljómsveitar- stjóri er Joshua Weilerstein. Fyrir tónleikana verður boðið upp á tónleikakynningu í umsjón Árna Heim- is Ingólfssonar kl. 18.20 í Hörpuhorni á 2. hæð. Ljósmynd/Nissor Abdourazakov Abduraimov snýr aftur í Eldborg  Tónlistarparið Lára Sóley Jóhanns- dóttir og Hjalti Jónsson heldur tón- leika með Valmari Väljaots, organista Glerárkirkju, í Hofi á Akureyri í kvöld kl. 20.30 og eru þeir hluti af tón- leikaröðinni Hamskipti. Þau munu flytja fjölbreytta tónlist: klassík, þungarokk og allt þar á milli og verð- ur tónlistin fléttuð saman með frá- sögnum og sálfræðilegum pælingum um samskipti fólks og áhrif tónlistar á lífið en Hjalti starfar sem sálfræð- ingur auk þess að vera tónlistar- maður. Hann leikur á gítar og syngur og Lára leikur á fiðlu og syngur einnig. Tónlist og sálfræði Á föstudag Sunnan og suðvestan 3-8 og dálítil súld eða þokuloft, en bjart norðaustan- og austanlands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norð- austanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg S-læg átt, skýjað S- og V-lands og víða þoka. Léttir til. Bjart N-lands en þoka við ströndina. Súld eða rign- ing V-til um kvöldið. Hiti 8-20 stig, hlýjast í innsveitum NA-lands. VEÐUR Karlalandsliðið í knattspyrnu kveður íslensku þjóðina í kvöld áður en það heldur á HM í Rússlandi á laugardag- inn þegar það mætir Gana í síðasta undirbúnings- leiknum á Laugardalsvell- inum. Gylfi Þór Sigurðsson verður fyrirliði liðsins í leikn- um í kvöld í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar, sem er á batavegi og verður klár í fyrsta leiknum á HM sem er gegn Argentínu. »1 Gylfi fyrirliði gegn Gana í kvöld Patrice Canayer, þjálfari nýkrýndra Evrópumeistara í handknattleik karla, Montpellier, hefur oft verið kallaður Wenger handboltans. Starf hans hefur getið af sér marga af bestu handknattleiksmönnum Frakk- lands. »3 Trúr sínu, utan vallar sem innan Enn eitt árið munu ríkjandi Íslands- meistarar í handknattleik karla ekki taka þátt í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Mikill kostnaður fylgir þátttöku í keppninni, meiri en í EHF- keppninni eða Áskorendakeppninni. ÍBV mun taka þátt í EHF-keppninni á næstu leiktíð en óvíst er með þátt- töku annarra liða, karla og kvenna, í Evrópukeppnum á næstu leiktíð. » 2 Enn fælir kostnaðurinn Íslandsmeistarana frá ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Hrannar Atli Hauksson skilaði ný- verið lokaverkefni sínu í listahá- skóla í Bretlandi, 32 blaðsíðna myndasögu um Gretti Ásmundar- son. Hrannar lærir myndskreyt- ingu í Arts University of Bourne- mouth. Íslendingasögurnar heilla Hrannar hefur lengi notað goða- fræði í sögur sínar en Íslendinga- sögurnar heilla hann jafnframt. „Ætli það sé ekki hljómsveitin Skálmöld sem endurvakti áhuga minn á Íslendingasögunum og nor- rænu goðafræðinni.“ Hrannar seg- ist ekki hafa haft mikinn áhuga á sögunum þegar hann var fyrst lát- inn lesa þær. „Þegar maður var í menntó var maður látinn lesa þetta en var ekki alveg í rétta hugar- ástandinu. Seinna meir fór ég að líta til baka og skoða þetta aftur og þá eru þetta svo skemmtilegar og magnaðar sögur, margar hverjar.“ Aðspurður hvers vegna Grettis saga varð fyrir valinu segir Hrann- ar: „Sumar Íslendingasagnanna eru svo ofboðslega langar og ná yfir margar kynslóðir, eins og til dæmis Laxdæla saga. Grettis saga er þannig uppbyggð að það er auðvelt að taka nokkra kafla úr henni og gera að myndasögu.“ Tveir kaflar undirstaðan Sköpun verksins hófst á því að skoða Grettis sögu nokkuð ná- kvæmlega. „Ég var alltaf með Grettis sögu opna fyrir framan mig á meðan ég var að leita að heppilegum senum til að taka fyrir. Að lokum ákvað ég að einblína á tvær senur og blanda þeim saman. Ég notaði glímuna við Glám, sem er svona hápunktur sög- unnar, og senuna þar sem Þorbjörn öngull fer út í Gríms- ey og vegur Gretti." Kollurinn fullur af hugmyndum Þrátt fyrir að Íslendingasög- urnar eigi hug Hrannars allan þessa stundina þá útilokar hann ekki að skapa sínar eigin sögur einn daginn. „Í skólanum vilja kennararnir frekar að við ein- blínum á teikninguna sjálfa en söguþræðina. Ég hef samt sem áð- ur mikinn áhuga á að skrifa mínar eigin sögur og hef aðeins verið að prófa mig áfram í því. Það eru margar hugmyndir í kollinum á mér og það er auðvitað bara spurning um að gefa sér tíma í að koma þeim á blað.“ Grettis saga sem myndasaga  Skálmöld end- urvakti áhugann á Íslendingasögum Ljósmynd/The outlaw Grettis saga Innblástur myndasögunnar kemur úr Grettis sögu en Hrannar einblínir mestmegnis á glímuna við Glám og víg Grettis. Hér fréttir Grettir af því að draugur hrelli heimamenn á Þórhallsstöðum. Þrátt fyrir að lokaverkefni Hrannars hafi verið heilar 32 blaðsíður náði það einungis yfir hluta af Grettis sögu. Hrannar segist spenntur fyrir því að gera Grettis sögu í heild að myndasögu og það verði jafnvel að veruleika í framtíð- inni. Tíminn var einfaldlega af skornum skammti fyrir þetta tiltekna verkefni en Hrannar segir að það sé nokkuð tímafrekt að gera myndasögur. ,,Það tekur langan tíma að finna út hvernig persónur sög- unnar eiga að líta út og svo er vandasamt að velja rétt atriði til að taka fyrir en það krefst þess að maður lesi bókina aftur og aftur. Það tekur rúman dag að teikna eina blaðsíðu og svo þarf að hreinteikna og svo fram- vegis.“ Myndasögur tímafrek sköpun FLÓKNARA FERLI EN MARGUR HELDUR Hrannar Atli Hauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.