Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 Við tökum á móti garðaúrgangi á endurvinnslustöðvum SORPU. Opið frá kl. 12.00 til 18.30 — og á Breiðhellu opnar kl. 8.00. Allar nánari upplýsingar á flokkid.sorpa.is Losaðu þig við öll verksummerki kynnt á stórri vörusýningu Nippon Ham í janúar. Þá fá frægir kylfingar sem koma á Nippon Ham-golfmótið í sumar að smakka á vörunni. Japanski markaðurinn er stór. Þar er til dæmis næst stærsti jógúrtmarkaður í heim, í magni reiknað, á eftir Bandaríkj- unum. Jón Axel segir að þess vegna þurfi ekki stóra sneið fyrir Ísey- skyrið til að ávinningurinn verði mik- ill fyrir Mjólkursamsöluna. Skyr verður alltaf dýrara en jógúrt vegna þess að meira hráefni þarf í framleiðslu þess en samstarfsaðilar MS í Japans setja það ekki fyrir sig. Hefð er í Japan fyrir minni skömmt- un en í Evrópu og Bandaríkjunum, hvað þá á Íslandi. Algengast er að 100 grömm séu í jógúrtdós og verður skyrið því væntanlega selt í 100 eða 120 gramma dósum. Hér eru 170 grömm í hverri skyrdós. Undirbúningur að samningsgerð- inni í Japan er fremur skammur. Hann hófst fyrir alvöru í ferð fulltrúa MS um Japan og Kína á árinu 2016. Í ferðinni komst á samband við ráð- gjafarfyrirtækið Takanawa sem er í eigu Íslendinganna Bolla Thoroddsen og Björn Ársæls Péturssonar sem búsettir eru í Tókýó. Jón Axel segir að Takanawa hafi unnið ötullega að þessu verkefni í hálft annað ár. Það verði fulltrúi MS við framkvæmd samningsins og viðhald hans. Skyr á HM í Moskvu Gerður var sambærilegur samn- ingur við fyrirtæki í Rússlandi, Icepro, í febrúar sl. Það er í eigu ís- lenskra og rússneskra fjárfesta og hefur samið við mjólkurvinnslu- fyrirtæki í Novgorod um framleiðslu á Ísey-skyri. Framleiðslulínan verður tekin í notkun í næstu viku og fram- leiðslan fer á fullt í framhaldinu. Er við það miðað að hægt verði að kynna þessa nýjung á rússneska markaðnum í tengslum við leik Ís- lands og Argentínu á HM í knatt- spyrnu, hann fer fram í Moskvu 16. júní. Ísey-skyr er einn af opinberum samstarfsaðilum Knattspyrnu- sambands Íslands og munu landsliðs- mennirnir sækja orku í það. Erna segir að grundvöllur samn- inganna í Rússlandi séu umfangs- miklar markaðsrannsóknir sam- starfsaðilanna sem leitt hafi í ljós að markaðurinn er spennandi. Í upphafi verður lögð áhersla á að koma skyr- inu í verslanir í St. Pétursborg og Moskvu en halda síðan áfram. Nær og fjær Þriðji markaðurinn sem verið er að sækja á um þessar mundir og sá sem er lengst í burtu er Nýja-Sjáland og Ástralía. Eins og víða annars staðar komust samningar á fyrir milligöngu Íslendinga. Samstarfsmaður MS er búsettur í Nýja-Sjálandi og þar verð- ur skyrið framleitt fyrir bæði löndin. Í Nýja-Sjálandi er gott aðgengi að mjólk og viðurkennd gæðaframleiðsla á mjólkurvörum. Erna segir að mikill áhugi sé á skyri á þessum markaði, sérstaklega í Ástralíu, og þar eru nokkrar skyrteg- undir í boði. Segir hún að þótt það séu eftirlíkingar skapi það ákveðinn grundvöll fyrir sókn inn á markaðinn. Ekki þurfi að byrja á því að skýra út fyrir fólki hvað skyr sé. Byrjað var að selja Ísey-skyr í Belgíu, Hollandi og Lúxemborg fyrr á þessu ári. Sóknin inn á þann markað er í gegnum samstarfsaðila MS sem náð hafa sérstaklega góðum árangri á finnska markaðnum. Þar er byrjað smátt en markið sett hátt. „Það hefur reynst okkur vel að vera í samvinnu við smærri fyrirtæki og taka þetta skref fyrir skref. Við höfum ekki burði til þess að taka þátt í stórum markaðsherferðum,“ segir Jón Axel. MS á hlut í Icelandic Provisions sem sér um sölu- og markaðsstarf fyrir skyr á Bandaríkjamarkaði. Jón Axel segir að þróunin sé mjög góð þar. Stefnt sé að því að Icelandic Provisions skyrið verði komið í 6.000 verslanir í árslok og áætlað að salan verði um 4.500 tonn í ár. Þurfa ekki stóra sneið  Mikil tækifæri til aukningar á útflutningi á skyri og skyrþekkingu með samningum í Japan, Rúss- landi og Eyjaálfu  Útlit fyrir að velta MS og samstarfsaðila við sölu á skyri tvöfaldist á næstu árum Viðburður Heimafólk og gestir klæddu sig í búninga knattspyrnuliðs Nippon Ham fyrir undirritun skyrsamninganna í Tókýó. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var meðal þeirra. Undirritunin fékk mikla athygli fjölmiðla í Japan og birtust fréttir meðal annnars í stærsta viðskiptablaði landsins. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Reiknað er með að umfang sölu- og framleiðslusamninga Mjólkursamsöl- unnar fyrir sölu Ísey-skyrs á erlend- um mörkuðum meira en tvöfaldast á næstu fjórum til fimm árum, í kjölfar samninga um framleiðslu í Japan, Rússlandi, Nýja-Sjálandi og Ástralíu og nemi þá yfir 20 milljörðum kr. Um- fangið er orðið það mikið að MS hefur stofnað dótturfyrirtæki, Ísey útflutn- ing ehf., til að halda utan um þessi við- skipti. Sala á Ísey-skyri hefur aukist hröð- um skrefum í Evrópulöndum. Alls staðar þar sem aðstæður leyfa vegna fjarlægða og tollkvóta er skyrið fram- leitt á Íslandi og flutt tilbúið út. Ann- ars staðar eru gerðir framleiðslu- og vörumerkjasamningar og skyrið framleitt á viðkomandi markaðs- svæði. Stærsti samningurinn sem Mjólkursamsalan hefur gert var undirritaður í Japan um miðja síðustu viku. Eins og fram hefur komið var samið við mjólkurvörufyrirtækið Nippon Luna sem er dótturfyrirtæki Nippon Ham en það er stórt mat- vælafyrirtæki í Japan og fjórði stærsti kjötframleiðandi heims. Nippon Luna sérhæfir sig í jóg- úrtvörum og er með framleiðslufyr- irtæki í Kýótó. Það er nú færa sig nær aðalmarkaðnum í Japan með bygg- ingu nýrrar verksmiðju í Tókýó sem mun þrefalda framleiðslugetu fyr- irtækisins. Þar verður Ísey-skyrið framleitt samkvæmt uppskrift og þekkingu frá Mjólkursamsölunni og undir íslenska vörumerkinu. Á ólympíuleikunum í Tókýó Jón Axel Pétursson, framkvæmda- stjóri sölu- og markaðssviðs Mjólkur- samsölunnar, sem flytur sig um set innan fyrirtækisins og verður fram- kvæmdastjóri dótturfélagsins Ísey útflutningur ehf., segir áhugann á skyrinu hafa komið frá móðurfélaginu í Japan, stóra matvælaframleiðslufyr- irtækinu. Erna Erlendsdóttir útflutn- ingsstjóri segir að fyrirtækið hafi ver- ið að leita að próteinríkri vöru til að geta kynnt sem nýjung fyrir ólympíu- leikana sem haldnir verða í Tókýó ár- ið 2020. Jón Axel og Erna binda miklar von- ir við þennan samning. Ekki síst í ljósi þess að þótt mjólkurvörufyrirtækið sé ekki stórt á japanska vísu láti það hendur standa fram úr ermum og ráðist í nauðsynlegar fjárfestingu. Stefnt er að því að fyrsta framleiðslan komi á markað strax í byrjun næsta árs. Ísey-skyrið verður formlega Íslenskt skyr var aðalrétturinn í brúðkaupi í Japan um daginn. Erna Er- lendsdóttir, útflutningsstjóri MS, segir að japanskt par sem sótti Ísland heim á síðasta sumri hafi trúlofað sig í Bláa lóninu. Parið féll fyrir skyrinu í Íslandsferðinni og spurðist fyrir um það hvort hægt væri að fá það í brúðkaupsveisluna í Tókýó. Erna segir að MS hafi ákveðið að senda þeim 200 dósir í kynningarskyni ásamt íslenskum lopapeysum í brúðkaups- gjöf. Jafnframt var þess óskað að þau myndu senda myndir úr veislunni til baka. Myndirnar skiluðu sér og þar sást að Ísey-skyrið var í aðalhlutverki í veislunni, ef til vill í staðinn fyrir brúðkaupstertuna. Og allt skyrið klár- aðist. Íslenskt skyr í stað tertu BRÚÐKAUP Í TÓKÝÓ Brúðkaupsveisla Brúðguminn, Yoshinori Tanaka, og brúðurin, Asaki Tanaka, gæða sér á Ísey-skyri og bjóða gestum með sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.