Morgunblaðið - 07.06.2018, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018
Við tökum á móti garðaúrgangi á endurvinnslustöðvum SORPU.
Opið frá kl. 12.00 til 18.30 — og á Breiðhellu opnar kl. 8.00.
Allar nánari upplýsingar á flokkid.sorpa.is
Losaðu þig við öll
verksummerki
kynnt á stórri vörusýningu Nippon
Ham í janúar. Þá fá frægir kylfingar
sem koma á Nippon Ham-golfmótið í
sumar að smakka á vörunni. Japanski
markaðurinn er stór. Þar er til dæmis
næst stærsti jógúrtmarkaður í heim, í
magni reiknað, á eftir Bandaríkj-
unum. Jón Axel segir að þess vegna
þurfi ekki stóra sneið fyrir Ísey-
skyrið til að ávinningurinn verði mik-
ill fyrir Mjólkursamsöluna.
Skyr verður alltaf dýrara en jógúrt
vegna þess að meira hráefni þarf í
framleiðslu þess en samstarfsaðilar
MS í Japans setja það ekki fyrir sig.
Hefð er í Japan fyrir minni skömmt-
un en í Evrópu og Bandaríkjunum,
hvað þá á Íslandi. Algengast er að 100
grömm séu í jógúrtdós og verður
skyrið því væntanlega selt í 100 eða
120 gramma dósum. Hér eru 170
grömm í hverri skyrdós.
Undirbúningur að samningsgerð-
inni í Japan er fremur skammur.
Hann hófst fyrir alvöru í ferð fulltrúa
MS um Japan og Kína á árinu 2016. Í
ferðinni komst á samband við ráð-
gjafarfyrirtækið Takanawa sem er í
eigu Íslendinganna Bolla Thoroddsen
og Björn Ársæls Péturssonar sem
búsettir eru í Tókýó. Jón Axel segir
að Takanawa hafi unnið ötullega að
þessu verkefni í hálft annað ár. Það
verði fulltrúi MS við framkvæmd
samningsins og viðhald hans.
Skyr á HM í Moskvu
Gerður var sambærilegur samn-
ingur við fyrirtæki í Rússlandi,
Icepro, í febrúar sl. Það er í eigu ís-
lenskra og rússneskra fjárfesta og
hefur samið við mjólkurvinnslu-
fyrirtæki í Novgorod um framleiðslu
á Ísey-skyri. Framleiðslulínan verður
tekin í notkun í næstu viku og fram-
leiðslan fer á fullt í framhaldinu.
Er við það miðað að hægt verði að
kynna þessa nýjung á rússneska
markaðnum í tengslum við leik Ís-
lands og Argentínu á HM í knatt-
spyrnu, hann fer fram í Moskvu 16.
júní. Ísey-skyr er einn af opinberum
samstarfsaðilum Knattspyrnu-
sambands Íslands og munu landsliðs-
mennirnir sækja orku í það.
Erna segir að grundvöllur samn-
inganna í Rússlandi séu umfangs-
miklar markaðsrannsóknir sam-
starfsaðilanna sem leitt hafi í ljós að
markaðurinn er spennandi. Í upphafi
verður lögð áhersla á að koma skyr-
inu í verslanir í St. Pétursborg og
Moskvu en halda síðan áfram.
Nær og fjær
Þriðji markaðurinn sem verið er að
sækja á um þessar mundir og sá sem
er lengst í burtu er Nýja-Sjáland og
Ástralía. Eins og víða annars staðar
komust samningar á fyrir milligöngu
Íslendinga. Samstarfsmaður MS er
búsettur í Nýja-Sjálandi og þar verð-
ur skyrið framleitt fyrir bæði löndin. Í
Nýja-Sjálandi er gott aðgengi að
mjólk og viðurkennd gæðaframleiðsla
á mjólkurvörum.
Erna segir að mikill áhugi sé á
skyri á þessum markaði, sérstaklega í
Ástralíu, og þar eru nokkrar skyrteg-
undir í boði. Segir hún að þótt það séu
eftirlíkingar skapi það ákveðinn
grundvöll fyrir sókn inn á markaðinn.
Ekki þurfi að byrja á því að skýra út
fyrir fólki hvað skyr sé.
Byrjað var að selja Ísey-skyr í
Belgíu, Hollandi og Lúxemborg fyrr á
þessu ári. Sóknin inn á þann markað
er í gegnum samstarfsaðila MS sem
náð hafa sérstaklega góðum árangri á
finnska markaðnum. Þar er byrjað
smátt en markið sett hátt. „Það hefur
reynst okkur vel að vera í samvinnu
við smærri fyrirtæki og taka þetta
skref fyrir skref. Við höfum ekki
burði til þess að taka þátt í stórum
markaðsherferðum,“ segir Jón Axel.
MS á hlut í Icelandic Provisions
sem sér um sölu- og markaðsstarf
fyrir skyr á Bandaríkjamarkaði. Jón
Axel segir að þróunin sé mjög góð
þar. Stefnt sé að því að Icelandic
Provisions skyrið verði komið í 6.000
verslanir í árslok og áætlað að salan
verði um 4.500 tonn í ár.
Þurfa ekki stóra sneið
Mikil tækifæri til aukningar á útflutningi á skyri og skyrþekkingu með samningum í Japan, Rúss-
landi og Eyjaálfu Útlit fyrir að velta MS og samstarfsaðila við sölu á skyri tvöfaldist á næstu árum
Viðburður Heimafólk og gestir klæddu sig í búninga knattspyrnuliðs Nippon Ham fyrir undirritun skyrsamninganna í Tókýó. Guðlaugur Þór Þórðarson
utanríkisráðherra var meðal þeirra. Undirritunin fékk mikla athygli fjölmiðla í Japan og birtust fréttir meðal annnars í stærsta viðskiptablaði landsins.
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Reiknað er með að umfang sölu- og
framleiðslusamninga Mjólkursamsöl-
unnar fyrir sölu Ísey-skyrs á erlend-
um mörkuðum meira en tvöfaldast á
næstu fjórum til fimm árum, í kjölfar
samninga um framleiðslu í Japan,
Rússlandi, Nýja-Sjálandi og Ástralíu
og nemi þá yfir 20 milljörðum kr. Um-
fangið er orðið það mikið að MS hefur
stofnað dótturfyrirtæki, Ísey útflutn-
ing ehf., til að halda utan um þessi við-
skipti.
Sala á Ísey-skyri hefur aukist hröð-
um skrefum í Evrópulöndum. Alls
staðar þar sem aðstæður leyfa vegna
fjarlægða og tollkvóta er skyrið fram-
leitt á Íslandi og flutt tilbúið út. Ann-
ars staðar eru gerðir framleiðslu- og
vörumerkjasamningar og skyrið
framleitt á viðkomandi markaðs-
svæði. Stærsti samningurinn sem
Mjólkursamsalan hefur gert var
undirritaður í Japan um miðja síðustu
viku. Eins og fram hefur komið var
samið við mjólkurvörufyrirtækið
Nippon Luna sem er dótturfyrirtæki
Nippon Ham en það er stórt mat-
vælafyrirtæki í Japan og fjórði
stærsti kjötframleiðandi heims.
Nippon Luna sérhæfir sig í jóg-
úrtvörum og er með framleiðslufyr-
irtæki í Kýótó. Það er nú færa sig nær
aðalmarkaðnum í Japan með bygg-
ingu nýrrar verksmiðju í Tókýó sem
mun þrefalda framleiðslugetu fyr-
irtækisins. Þar verður Ísey-skyrið
framleitt samkvæmt uppskrift og
þekkingu frá Mjólkursamsölunni og
undir íslenska vörumerkinu.
Á ólympíuleikunum í Tókýó
Jón Axel Pétursson, framkvæmda-
stjóri sölu- og markaðssviðs Mjólkur-
samsölunnar, sem flytur sig um set
innan fyrirtækisins og verður fram-
kvæmdastjóri dótturfélagsins Ísey
útflutningur ehf., segir áhugann á
skyrinu hafa komið frá móðurfélaginu
í Japan, stóra matvælaframleiðslufyr-
irtækinu. Erna Erlendsdóttir útflutn-
ingsstjóri segir að fyrirtækið hafi ver-
ið að leita að próteinríkri vöru til að
geta kynnt sem nýjung fyrir ólympíu-
leikana sem haldnir verða í Tókýó ár-
ið 2020.
Jón Axel og Erna binda miklar von-
ir við þennan samning. Ekki síst í ljósi
þess að þótt mjólkurvörufyrirtækið sé
ekki stórt á japanska vísu láti það
hendur standa fram úr ermum og
ráðist í nauðsynlegar fjárfestingu.
Stefnt er að því að fyrsta framleiðslan
komi á markað strax í byrjun næsta
árs. Ísey-skyrið verður formlega
Íslenskt skyr var aðalrétturinn í brúðkaupi í Japan um daginn. Erna Er-
lendsdóttir, útflutningsstjóri MS, segir að japanskt par sem sótti Ísland
heim á síðasta sumri hafi trúlofað sig í Bláa lóninu. Parið féll fyrir skyrinu
í Íslandsferðinni og spurðist fyrir um það hvort hægt væri að fá það í
brúðkaupsveisluna í Tókýó. Erna segir að MS hafi ákveðið að senda þeim
200 dósir í kynningarskyni ásamt íslenskum lopapeysum í brúðkaups-
gjöf. Jafnframt var þess óskað að þau myndu senda myndir úr veislunni
til baka.
Myndirnar skiluðu sér og þar sást að Ísey-skyrið var í aðalhlutverki í
veislunni, ef til vill í staðinn fyrir brúðkaupstertuna. Og allt skyrið klár-
aðist.
Íslenskt skyr í stað tertu
BRÚÐKAUP Í TÓKÝÓ
Brúðkaupsveisla Brúðguminn, Yoshinori Tanaka, og brúðurin, Asaki Tanaka, gæða
sér á Ísey-skyri og bjóða gestum með sér.