Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 „Ægir var síðast í rekstri, þ.e. í hefð- bundinni löggæslu- og eftirlitsferð í maí og júní 2015, þ.e. fyrir þremur árum,“ segir Ásgrímur L. Ásgríms- son, framkvæmdastjóri aðgerða- sviðs Landhelgisgæslunnar. Í framhaldinu var skipinu lagt um tíma á Sauðárkróki en fór í slipp á Akureyri um haustið í hefðbundna málningarvinnu. Siglt var þaðan til Reykjavíkur í desember 2105. Ægir var svo færður frá Faxagarði í Reykjavík á núverandi legustað við Skarfabakka 18. október 2016 og þar hefur skipið legið síðan. Varðskipið Ægir fær lágmarks viðhald þar sem það liggur við Skarfabakka og því er haldið heitu. „Skipið er vaktað samkvæmt samn- ing við vöktunarþjónustufyrirtæki og starfsmenn Landhelgisgæsl- unnar fara reglulega um borð í það til eftirlits,“ segir Ásgrímur. Til stendur að þrífa skipið svo það líti vel út á afmælisdaginn, sem er þriðjudagur í næstu viku. Hefur ekki verið í rekstri í þrjú ár Morgunblaðið/Árni Sæberg Ægir varð fyrstur íslenskra varð- skipa til þess að klippa á togvíra landhelgisbrjóts. Það gerðist 5. september 1972 þegar klippt var á forvír vörpu bresks togara sem breitt hafði yfir nafn og númer. Síðar kom í ljós að um var að ræða togarann Peter Scott H-103. At- burðurinn gerðist 38,6 mílur út af Horni. Skipherra á Ægi var Guð- mundur Kjærnested. Ægir sló einnig botninn í stríðin með því að eiga síðustu klipp- inguna 24. maí 1976 en þá skar hann á annan togvír togarans Jac- inth FD-159 á Öræfagrunni. Samtals klippti Ægir aftan úr 51 togara af þeim 147 sem klippt var á í 50 og 200 sjómílna stríðunum og á milli stríða. Ekkert skip Landhelgisgæslunnar klippti aftan úr fleiri togurum en Ægir. Sá sem næstur kemur er Þór með 28 klippingar. Togararnir voru bresk- ir og vesturþýskir. Þessar upplýsingar má finna í stórfróðlegri samantekt Guð- mundar St. Valdimarssonar báts- manns, sem átti langan feril á Ægi, eða allt frá árinu 1997. Þar kemur fram að í þorska- stríðunum og á milli stríða skutu varðskipsmenn á Ægi alls 14 sinn- um að breskum og vesturþýskum togurum innan landhelginnar. Skotið var bæði púðurskotum og föstum skotum, járnkúlum. Fræg er viðureign Ægis við breska togarann Everton, sem stöðvaður var með átta föstum skotum við Grímsey vorið 1973. Alls var siglt 10 sinnum á Ægi í þorskastríðunum, þar af sjö sinn- um af breskum freigáturm. Ægir hefur allt frá byrjun kom- ið að björgun margra skipa á löngum ferli. Um er að ræða far- þegaskip, flutningaskip og fiski- skip. Mörgum var bjargað við erf- iðar aðstæður. Klippti á víra alls 51 togara Í brúnni Guðmundur Kjærnested.  Ægir öflugur í þorskastríðunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.