Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 69
hvernig sagan er sögð. Fyrir mig var algjörlega nauðsynlegt að taka virkan þátt í því frá upphafi að leggja söguna og framvinduna,“ segir Daníel og rifj- ar upp að þau Kerstin Perski hafi í sameiningu skipulagt allar senur áður en hún fór að skrifa líbrettóið. „Ég var því kominn með góða tilfinningu fyrir því hvernig dramatíski frásagnarbogi verksins var áður en ég byrjaði að skrifa,“ segir Daníel og tekur fram að þegar frásagnarboginn hafi legið fyrir hafi hann meira eða minna skrifað óperuna í réttri röð. „Maður kynnist persónum verksins í raun smám saman þegar maður fer að skrifa fyrir þær. Þetta er eitthvað sem ég geri frekar spontant og organ- ískt. Sköpunarferlið er mjög kaótískt, en smátt og smátt fær það strúktúr. Manneskjan er góð í því að vinna svona hluti á innsæinu og hlutirnir hafa tilhneigingu til að ganga upp á líf- rænan hátt og mynda heild. Mér hefur reynst það mun betur, heldur en að búa til strúktúra fyrirfram. Ég er rosalega lélegur í því, enda er ég hvorki góður stærðfræðingur né arki- tekt.“ Langar að skrifa fleiri óperur Hvernig myndir þú lýsa óperu- tónlist þinni? „Ég held að þessi ópera sé mjög að- gengileg þó efnið sé ekki skemmtiefni. Mín músík er allt í senn. Ég nota mjög gjarnan sterk hljómasambönd, bæði dúr og moll, atónalítet, pólýtónalítet pólýrytma, rómantísk hljómasambönd – allt sem hentar hverju sinni. Ég ákveð aldrei að nú ætli ég að opna rómantísku verkfærakistuna eða hræra smá atónalítet út í. Ég er búinn að skrifa það mikið af músík að ég er bara kominn með mitt eigið tónmál. Það fer líka eftir því hvað er að gerast í sögunni og hvað verkið kallar á. Annars mega aðrir greina það sem ég er að gera. Viðtökur fara að stórum hluta eftir því úr hvaða átt fólk kemur og hvaða tónlistarlegu viðmið það hef- ur. Í hópi hörðustu nútímatónlistar- aðdáenda þykir mín tónlist líklega frekar aðgengileg og einföld meðan einhverjum öðrum gæti fundist hún frekar krefjandi.“ Ertu kominn á bragðið? Langar þig að skrifa fleiri óperur? „Mér liggur ekkert á að skrifa næstu óperu, en mig langar til þess. Ég er alltaf með annað augað opið eft- ir góðri sögu sem spennandi væri að semja óperu upp úr. Dramatíkin hent- ar mér ágætlega, en ég hefði samt gaman af því að reyna við eitthvað annað, kannski farsa eða gaman- tragedíu. Það verður bara að koma í ljós.“ Áttu von á því að Brothers rati víðar á svið en í Danmörku og hérlendis? „Það er mögulega eitthvað í píp- unum þó að ekkert sé enn fast í hendi. Það mættu útsendarar á sýninguna í Danmörku og ég veit að það koma ein- hverjir útsendarar hingað til lands að skoða uppfærsluna,“ segir Daníel og tekur fram að það hjálpi sennilega óp- erunni að hún er sungin á ensku. Ólíkt frumuppfærslunni í Dan- mörku heldur þú sjálfur um tónsprot- ann við flutning Brothers á laugardag. Er skemmtilegra að stjórna eigin verki? „Mér fannst mjög fínt að stjórna ekki frumuppfærslunni í Danmörku. Það var gott að geta horft á verkið úr fjarlægð. Þá gat ég líka veitt uppsetn- ingunni sem heild meiri athygli, enda erfiðara að fylgjast náið með sviðinu þegar maður er ofan í gryfjunni. Í gryfjunni er maður í meiri tengslum við hljómsveitina. Að sama skapi er ég mjög ánægður með að fá tækifæri til að takast á við verkið í meira návígi núna,“ segir Daníel og tekur fram að hann hafi breytt verkinu nokkuð eftir frumuppfærsluna í Danmörku, örlítið í sönglínum en aðallega í hljómsveitar- útsetningunni. „Stundum fattar mað- ur of seint að hlutirnir myndu virka betur með öðrum hætti og stundum vill maður breyta til að leggja meiri áherslu á eitthvað eða draga úr öðru. Það eru svo margir þræðir sem koma saman í einni óperu, jafnt einsöngv- arar, kór og stór hljómsveit, þannig að það er hægt að fínstilla lengi á eftir.“ Innsetning fyrir horn og flygla Ert þú oft að fínstilla verk þín lengi eftir að þú sendir þau frá þér? „Ég gæti átt það til, en reyni að vera samt ekki þannig. Ég held að ég sé nú kominn á þann stað að ég láti Brothers hér eftir vera í friði. Ég er bara nokkuð ánægður með hvernig verkið situr núna.“ Hvaða verkefni bíða þín í framhald- inu? „Ég verð með verk á Holland Festi- val 23. júní. Þar er um að ræða hálf- gerða innsetningu fyrir tólf horn og tólf flygla sem nefnist „We came in peace for all mankind“. Svo er ég að fara að skrifa slagverkskonsert fyrir Martin Grubinger og Gautaborgar- sinfóníuna sem þau taka með á tón- leikaferðalag í byrjun næsta árs. Mér finnst spennandi að semja meira fyrir raddir og mun skrifa sönglagaflokk fyrir Crash Ensemble á Írlandi og söngkonu sem flutt verður seinni hluta næsta árs. Svo fyndist mér gaman að semja fyrir stöku bíómynd eða sjón- varpsþáttaröð.“ Þú hefur verið á mála sem tónskáld og stjórnandi hjá hinni þekktu um- boðsskrifstofu í London, Harrison- Parrott, í á annað ár. Hefur það haft mikil áhrif á feril þinn? „Það hefur hjálpað mér að koma tónsmíðum mínum á framfæri, en ekki síður komið mér á kortið sem stjórn- anda. Ég stjórna miklu meira í útlönd- um en ég gerði áður og mun gera á næsta og þarnæsta ári. Ég var aldrei að eltast við það áður en ég komst á samning.“ Mín túlkun ekki sú eina rétta Finnst þér gaman að stjórna? „Já, en þetta þarf bara allt að vera í jafnvægi,“ segir Daníel og tekur fram að hann vilji helst ekki fljúga út til að stjórna oftar en einu sinni í mánuði. „Ég er nokkuð mikið að elta mína eig- in tónlist þegar ég stjórna. Það var alltaf draumurinn hjá mér að mín eig- in músík myndi fleyta mér áfram sem stjórnandi,“ segir Daníel og tekur fram að hann vantreysti síður en svo öðrum stjórnendum fyrir tónsmíðum sínum. „Raunar er það mjög mikilvægt að aðrir stjórnendur stjórni líka minni músík. Mín túlkun er ekkert endilega sú eina rétta. Verkin verða stærri en maður sjálfur og öðlast sitt eigið líf þegar maður er búinn að semja þau. Þegar ég kem að mínum eigin verkum þá er það bara sem flytjandi. Það gef- ur mér mikið að taka þátt í því að skapa verkið sem flytjandi og vera í nánu samstarfi við hljóðfæraleik- arana.“ Ekki er hægt að sleppa Daníel án þess að forvitnast um hvenær íslensk- ir áhorfendur fái næst að njóta krafta hans sem stjórnanda. „Ég mun stjórna fiðlukonserti mín- um í febrúar hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands með Pekka Kuusisto og í kjöl- farið tökum við verkið upp. Í október stjórna ég nýju tónlistarævintýri um Maxímús sem ég stjórnaði líka í Los Angeles. Auk þess stjórna ég í ágúst Klassíkinni okkar sem sýnd verður á RÚV. Og svo held ég áfram að taka upp plötur með íslenskri tónlist fyrir Sono Luminus í flutningi Sinfóní- unnar.“ Morgunblaðið/Valli Ljósmynd/Jóhanna Ólafsdóttir Minningar Oddur Arnþór Jónsson syngur hlutverk Michaels. MENNING 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Fim 7/6 kl. 20:00 50. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s Fös 8/6 kl. 20:00 51. s Sun 10/6 kl. 20:00 Lokas. Allra síðustu sýningar! Elly (Stóra sviðið) Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Fös 8/6 kl. 20:30 Lokas. Tilnefnd til sex Grímuverðlauna. Allra síðustu sýningar. Slá í gegn (Stóra sviðið) Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Svartalogn (Stóra sviðið) Fös 8/6 kl. 19:30 10.sýn Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.