Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 53
53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 Stema kerrur - þýsk gæðavara StemaBasic 750 124.900 m.vsk Ásafl erumboðs- og þjónustuaðili Stema á Íslandi Opið 8:30 - 17:00 virka daga - Sími: 562 3833 asafl.is HJALLAHRAUNI 2, 220 HAFNARFIRÐI Jón Jónsson mætti einn síns lið í morgun- þáttinn Ísland vaknar en Friðrik Dór, sem ætlaði að mæta með, var fjarri góðu gamni og lét ekki í sig ná. „Ég veit ekkert hvar hann er,“ sagði Jón aðspurður hvar bróðir hans væri. „Það er meira að segja slökkt á símanum.“ Jóni þótti líklegast að Friðrik væri steinsofandi. „Við fórum mjög snemma til Vestmannaeyja til að taka upp mynd- band fyrir þjóhátíðarlagið, ég vaknaði tutt- ugu mínútum yfir fjögur í gær en Friðrik var svo stressaður yfir að vakna ekki að hann vaknaði klukkan tvö, algerlega farinn sko.“ Aðspurður hvernig hafi gengið að semja lagið segir Jón að þetta hafi allt byrjað heima hjá foreldrum þeirra bræðra. „Við tókum einn heilan dag í Birkiberginu heima hjá mömmu og pabba, þar er píanó og svona, mamma og pabbi bara í vinnunni og við bræðurnir bara að leika okkur. Það var ekkert að koma, við ætluðum svo innilega að gera eitthvað nett en svo ákváðum við að lokum að gera bara þjóhátíðarlag, lag sem hægt er að syngja með og þá var þetta fljótt að fæðast.“ Aldrei komið en séð myndir Bræðurnir verða á ferð og flugi í allt sumar og millilenda meðal annars á HM í Rússlandi í júní en þeir réðu sig sem far- arstjóra hjá ferðaskrifstofunni Tripical. „Ég náttúrlega þekki Rússland mjög vel,“ segir Jón, sposkur á svipinn og bætir við að hann hafi farið þangað þrettán sinnum. „Nei, ég er að djóka, ég hef aldrei komið til Rúss- lands, en hef séð myndir, segir hann hlæj- andi og fullviss um að stemningin verði góð í hópnum. „Ég ætla samt ekkert að vera syngjandi í rútum og flugvélum, þetta verð- ur einhver millivegur en samt mikið stuð,“ segir Jón og minnir á að enn séu til miðar í þessa mögnuðu upplifun. rikka@k100.is Neitar að syngja í rútu eða flugvél Bræðurnir og tónlistarmennirnir Jón og Friðrik Dór Jónssynir eru afskaplega samrýndir og nýlega var það gefið út að þeir kæmu til með að semja þjóðhátíðarlagið þetta árið. Ekki nóg með að þeir semji eitt lag, eins og venjan er, heldur ætla þeir að skella í tvo smelli þar sem annað lagið er meira alvöru en hitt til gamans. Samvinna Bræðurnir Jón og Friðrik Dór Jónssynir semja tvö Þjóðhátíðarlög þetta árið. Þegar Björgvin Franz Gíslason var í viðtali í Magasíninu á K100 á dögunum var hann spurð- ur út í helstu áskoranirnar við að leikstýra, þrátt fyrir að hann hafi gert barnaefni í mörg ár. Meira krefjandi en hann bjóst við „Það kom mér á óvart hvað þetta er miklu meira krefjandi því það er svo margt sem þarf að ganga upp á sama tíma. Sagan þarf að vera sterk og grípandi á meðan leikmynd gerð af hugkvæmni, ljós og hljóðmynd þarf að styðja á rökréttan hátt við söguna. Manni er sérstak- lega hugleikið að halda athygli barna sem eru ekki hrædd við að sýna það þegar þeim er farið að leiðast,“ útskýrir Björgvin Franz. Fallegur boðskapur Leikritið fjallar í raun um gildi samvinnu og mikilvægi þess að vera í takt við umheiminn. Nótan Frú FA rífur sig lausa úr Nótnaheimum til að hefja sólóferil með sér einni. Á leiðinni uppgötvar hún hinsvegar hversu mikilvægt það er að eiga samvinnu við aðrar nótur svo að lög heimsins gangi nú hreinlega upp. Á sama tíma er Herra Taktur í sinni eigin krísu því honum finnst enginn vera í takt við sig lengur, hvorki mannfólkið né nóturnar og ákveður því að taka sér frí frá því að gefa taktinn í öllum lögum heimsins og í heiminum. Hann uppgötvar þó að ef hann er ekki til staðar fer heimurinn bók- staflega úr böndunum en með samstilltu átaki Frú FA, Herra Takts og áhorfenda, ná þau að koma röð og reglu á heiminn í gegnum tónlist. Þriðju bekkingar fá boð á sýninguna Björgvin Franz segist sem betur fer með frá- bæran hóp með sér, sem hafi hjálpað til við að þróa handritið og gera það ennþá sterkara. Unnur Birna Björnsdóttir og Orri Huginn Ágústsson leika, Björgvin Franz leikstýrir og er annar leikritshöfunda ásamt Ólafi Reyni Guðmundssyni. Kristinn Sturluson sér um tón- list og hljóðmynd, Aldís Davids gerir leikmynd og búninga og Freyr Vilhjálmsson sér um ljósa- hönnun. „Í leikritinu leggjum við áherslu á mikilvægi samvinnu og að vera í takt við umhverfið. Þátt- taka áhorfenda er því mikil en leikritið er stút- fullt af skemmtilegri tónlist sem krakkarnir fá að taka þátt í. Öll börn í þriðja bekk munu svo fá boð á leikritið sem verður sýnt í haust.“ hulda@mbl.is Björgvin Franz leik- stýrir í fyrsta sinn Björgvin Franz Gíslason vinn- ur nú við að koma barna- leikritinu Nótnaheimar á sviði í Hörpu. Segir hann að það hafi komið honum á óvart hversu ólíkt sjónvarps- og sviðsformið er. A.m.k. frá sjónarhorni leikstjórans og handritshöfundarins. Leikstjóri Björgvin Franz: „Það er krefjandi að halda athygli barna sem eru ekki hrædd við að sýna þegar þeim er farið að leiðast.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.