Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 37
veita meðferð. Dæmigerður skjól- stæðingur hjá okkur fær ífarandi verkjameðferð sem dugar oft í 3-4 mánuði. Skjólstæðingurinn getur óskað eftir að fá tíma aftur og þá er tekin ákvörðun um það. Það er eðli- legt að hægt sé að bjóða upp á þessa ífarandi meðferð kannski 2-4 fjórum sinnum á ári. Ef það þarf að gera hana mikið oftar, vegna sama vandamáls, þarf maður að hugsa sig um hvort rétt sé að gera þetta. Þótt þessu fylgi mjög litlar aukaverkanir er þetta ákveðið inngrip í líkamann.“ Huglægi þátturinn mikilvægur Bjarni segir mikilvægt að taka saman gögn um líðan sjúklinga. „Verki er hægt að skilgreina sem upplifun á ástandi sem getur skýrst af líkamlegum áverka. Þetta getur líka verið huglægt fyrirbæri. Við reynum að minnka þessa upplifun tiltekið mikið. Stundum tekst okkur að taka verkina alveg í burtu en það er ekki markmiðið. Markmiðið er að minnka huglæga upplifun 50- 70%. Þegar fólk kemur til okkar í fyrsta sinn erum við með spurn- ingalista og tökum stöðuna á því hvert ástandið er í viðtali og skoð- un. Hvernig lýsa skjólstæðingar verkjum á skalanum frá núll upp í tíu? Núll eru engir verkir en tíu verstu hugsanlegu verkir. Við metum upplifun þeirra af verkjum og hvaða áhrif þeir hafa á færni, svefn og annað slíkt. Þetta tökum við alltaf fyrir í fyrsta viðtali þannig að við eigum allavega grunnupplýsingarnar, hvernig stað- an var þegar fólk kom til okkar á þessari mínútu á þessum degi. Þetta getur breyst frá einum tíma til annars. Huglæg upplifun sjúk- linga er svo mismunandi. Það eru svo margar breytur,“ segir Bjarni og tekur dæmi af verkjum í hrygg. Nú sé viðurkennt að 70-80% af verkjum í hrygg sé ekki hægt að hengja á tiltekinn verkjavald. Er- lendar rannsóknir bendi til að fimmtungur einstaklinga sé með langvarandi verki. Yfirfært á Ís- land samsvari það hlutfall um 70 þúsund einstaklingum. „Átta af hverjum tíu Íslend- ingum munu fá í bakið allavega einu sinni á ævinni. Venjulega gengur það til baka en hluti sjúk- linga verður með langvarandi vandamál, fara að fá verkina oftar. Svo versnar þetta og batnar [til skiptis]. Við reynum að rjúfa þenn- an vítahring,“ segir Bjarni. Komast ekki á næsta stig Sigurður Ásgeir segir slíka verki geta hindrað sjúklinga í að taka framförum hjá sjúkraþjálfara. „Sjúkraþjálfarar hafa leitað mik- ið eftir aðstoð með svona með- ferðum. Það er einfaldlega út af því að þeir komast ekki með ein- staklinginn upp á næsta stig. Hann er alltaf jafn slæmur og sjúkra- þjálfarinn er allur af vilja gerður að meðhöndla hann, koma honum í eigin æfingar, en sjúklingurinn nær aldrei yfir næsta þröskuld út af þessum verkjum. Hugmyndin með verkjameðferð er að hjálpa fólki að komast sem mest í eigin hreyfingu og viðhalda eigin bata,“ segir Sig- urður Ásgeir. „Bakverkir eru eitt algengasta heilsufarsvandamálið. Þetta er mjög þjóðhagslega kostnaðarsamt. Fólk er lengi frá vinnu og í með- ferðum eins og sjúkraþjálfun og/ eða á lyfjum. Margir einstaklingar eru á örorku vegna þessa. Okkur dreymir um að taka heildrænt á þessu, þ.e.a.s. að bjóða meðferð- armöguleika eins og við erum að gera og í öflugu samstarfi við aðra s.s. bakdeildina í Stykkishólmi.“ Sigurður Ásgeir bendir svo á að margt eldra fólk sé með verki út af slitgigt. Margir séu á löngum bið- listum eftir aðgerð sem virðist stundum lengjast þrátt fyrir átaks- aðgerðir. „Aðrir eru ekki nógu slitnir til að komast á biðlista en samt illa haldnir af verkjum. Fólk eldist og er virkara fram eftir aldri en áður þekktist, stundar golf og aðrar íþróttir, ferðast og vill taka þátt. Það vill ekki láta neitt stoppa sig. Þess vegna bjóðum við upp á þessar verkjameðferðir, eins og á stærri liðum, og þar koma þessi segulómunartæki okkar við sögu, ásamt annarri sérhæfðri verkja- meðferð sem við bjóðum upp á,“ segir Sigurður Ásgeir (sjá umfjöllun hér fyrir ofan). Sigurður Ásgeir segir verkja- meðferðir í stoðkerfi vera nokkra afgangsstærð í kerfinu. „Landspít- alinn hefur átt nóg með að sinna því sem hann á að sinna. Þess vegna hefur tilhneigingin verið sú undan- farna áratugi að mikið af þessum smærri verkum, eða dagverkum, hefur flust út í bæ, samanber Orku- húsið eða aðrar sérgreinastöðvar. Það er einfaldlega vegna þess að það hefur ekki verið aðstaða til þess á Landspítalanum,“ segir Sigurður Ásgeir og rifjar upp að á sínum tíma hafi liðspeglanir um skamman tíma verið gerðar á skurðstofu á Landa- koti. „Með einu pennastriki var því breytt í öldrunarrými. Það breytti því ekki að læknarnir voru með marga á lista sem fengu ekki þessar aðgerðir.“ Sigurður Ásgeir segir einkarekst- ur þar sem hann á við geta sparað mikið fé í heilbrigðiskerfinu. Hann telur aðspurður að kostnaðarvitund í einkarekstri sé oft meiri en í al- mennum rekstri. „Þegar menn eru með eigin rekstur er hraðinn meiri og þeir anna fleirum án þess að það komi niður á gæðum. Þannig að kostn- aðarvitundin er væntanlega meiri þar sem um eigin fjármuni er að ræða en ef menn starfa eingöngu hjá öðrum. Ég bjó nánast í Orku- húsinu fyrstu 2-3 árin og hér á okk- ar stöð settum við sjálfir upp inn- réttingar og sjáum sjálf um þrif ef því er að skipta. Til viðbótar við Orkuhúsið starfaði ég til fjölda ára á slysadeildinni og var frumkvöðull í utanspítalaþjónustu. Ég var með Óðni í Smugunni 1994 og sinnti sjó- mönnum til fjölda ára. Ég var á þyrlunni í mörg ár og bjó til um 1 klst. myndbandsspólur sem fóru í öll skip á landinu. Þar sýndi ég hvernig ætti að sauma, setja upp nál og svoleiðis. Ég vildi að afrakstur- inn af sölunni færi til slysadeildar til að byggja upp frekari þjónustu fyrir sjómenn þar. Þetta rann hins vegar einhvern veginn inn í hít spítalans. Það er því miður svo að frumkvöðla- starfsemi á oft erfitt uppdráttar innan svona stofnana. Menn gætu rætt um að opna verkjamóttöku á Landspítalanum, í þeim dúr sem við erum að gera, en ég er ansi hrædd- ur um að það yrði ákaflega lítið úr því.“ Heyrir ekki undir samninginn Sigurður Ásgeir segir þau læknis- verk sem Corpus Medica sinnir að- eins að litlu leyti að finna í heildar- samningi sérfræðinga. „Við erum þess vegna ekki á samning en við höfum rætt við Sjúkratryggingar Íslands um mögulegan endur- greiðslurétt fyrir okkar skjólstæð- inga. Sú gagnrýni hefur verið sett fram að sérfræðikostnaðurinn sé eins og opinn tékki fyrir þjóðfélagið, m.a. af fv. landlækni. Stjórnmála- menn þurfa þá eftir atvikum að taka á því og ákveða hvað þeir ætla að kaupa mikið af þjónustunni fyrir hönd samfélagsins en annað verður þá á frjálsum markaði. Menn gleyma því svolítið, og mér finnst það skipta miklu máli, að það er allt- af verið að tala um að samningurinn sé fyrir lækna, sjúkraþjálfara eða hvern þann heilbrigðisstarfsmann sem er sjálfstætt starfandi. Sjúkra- tryggingar eru fyrir þjóðfélags- þegnana sem stjórnmálamennirnir starfa fyrir. Þeir eiga rétt á endur- greiðslum og til að einfalda hlutina, svo hver einasti sjúklingur sé ekki að fara í Sjúkratryggingar Íslands til að fá endurgreitt, er gerður heildarsamningur við meðferðar- aðila. Það er búið að snúa hlutunum á hvolf og segja að þetta sé samn- ingur fyrir meðferðaraðila en þetta er samningur fyrir samfélagsþegn- ana og um það snúast sjúkratrygg- ingar,“ segir Sigurður Ásgeir. FRÉTTIR 37Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13 FAI varahlutir Ódýrari kostur í varahlutum! stýrishlutir hafa verið leiðandi í yfir 10 ár. Framleiddir undir ströngu eftirliti til samræmis við OE gæði. Sími 577 1313 kistufell.com TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is Með free@home hefur aldrei verið auðveldara og hagstæðara að stjórna heimilinu, sumarbústaðnum eða fyrirtækinu. Ertu að byggja, breyta eða bæta? Endilega kynntu þér málið. Snjalllausnir – nútíma raflögn Baldur Arnarson baldura@mbl.is Bjarni Valtýsson svæfingalæknir segir verkjadeyfingar oftast byggð- ar á blöndu af bólguminnkandi ster- um og staðdeyfingu. Yfirleitt sé það byrjunarmeðferðin, tiltölulega ein- föld og áhættulítil. Ýmsum öðrum aðferðum megi einnig beita. Í sum- um tilfellum megi notast við hita- meðferð (e. radiofrequency) en að- ferðin byggist á að koma fyrir nálum, sem í raun eru rafskaut, við taugar sem bera sársaukaboð til mænu. „Riðstraumi á útvarps- bylgjutíðnisviði er hleypt á og um- hverfi taugarinnar er hitað upp. Við það falla út eggjahvítuefni í tauga- endanum og taugin verður tíma- bundið óvirk. Taugaendinn vex aft- ur og einkenni koma líklegast til á ný, þótt mismunandi sé á hvað löngum tíma. Oftast er um mánuði að ræða en tíminn getur líka verið talinn í árum,“ segir Bjarni. „Einnig er hægt að nota svipaða tækni á taugarætur en án hita. Við það myndast rafsegulsvið við nálar- endann sem truflar starfsemi taugarinnar tímabundið með minnkandi verkjum.“ Ekki til ein aðferð fyrir alla Bjarni segir ekki til eina meðferð sem gagnast öllum verkjum, t.d. or- sökuðum af slitgigt. „Þess vegna bjóðum við upp á nokkra mismun- andi meðferðarmöguleika. Við get- um beitt blóðflöguríku blóðvatni í stað stera. Þar er tekið heilblóð úr einstaklingum, það spunnið og blóð- vatnið tekið frá. Því er síðan spraut- að í liði, við sinar og fleira til að minnka bólgur og örva gróanda. Blóðvatnið örvar einnig stofn- frumur sem til eru af náttúrunnar hendi í vefjum. Til að auka þéttni stofnfruma er hægt að taka fitu- frumur á tiltölulega einfaldan hátt úr kviðvegg og meðhöndla á sér- stakan hátt hér á staðnum þannig að það nýtist sem byggingarblokk og auki áhrif blóðvatnsmeðhöndl- unar,“ segir Bjarni. Bein greru hraðar Bjarni segir Corpus Medica nota nýja leið við meðhöndlun á stoð- kerfi. „Segulómunarmeðferð (MBST) var þróuð þegar farið var að nota segulómun í greining- arskyni. Tekið var eftir að bólgu- verkir minnkuðu, bein og sinar greru hraðar. Segulsviðið er til- tölulega lítið, en örvar starfsemi fruma, þ. á m. í stoðkerfi. Þessi meðferð er vel þekkt og þróuð í Þýskalandi og í Mið-Evrópu. Þessi tækni er nú notuð í um 40 löndum. Hún hefur verið notuð í um 20 ár við ýmsum stoðkerfisvandamálum. Mesta reynslan af þessari meðferð er á slitgigt og við beinþynningu.“ Stöðug endurnýjun í gangi Bjarni útskýrir aðferðina nánar. „Til að gera langa sögu stutta og einfalda eykur þetta orkuna í frum- unum. Þær fara að endurnýja sig og vinna eðlilega. Það er ekkert blóðflæði í brjóskinu. Brjósk þarf næringu og súrefni frá vefjunum í kring. Brjóskið er alltaf undir álagi, sérstaklega í þessum stóru álags- liðum. Þar fá þær ekki næga nær- ingu og súrefni og deyja því hraðar en þær endurnýjast. Þannig er þetta yfirleitt í skrokknum. Það er stöðug endurnýjun í gangi. Frumur deyja og nýjar frumur koma í stað- inn. Þetta þarf að vera í jafnvægi til að allt sé eðlilegt. Með auknum aldri verður endurnýjun hægari. Rannsóknir benda til að rúmmál brjósks hafi aukist eftir segulómun. En okkur var kennt í læknisfræði að brjósk endurnýjaði sig ekki,“ segir Bjarni. Þess virði að reyna á hana Sigurður Ásgeir segir þetta hafa hljómað of vel til að vera satt. „Við áttum fyrst bágt með að trúa þessu. Við fórum því til Þýskalands og ræddum við lækna sem höfðu reynslu af þessari meðferð en þýsk- ur verkfræðingur er upphafsmaður hennar. Við heimsóttum meðferðar- stöðvar sem nota aðferðina. Læknar þar gáfu henni sín bestu meðmæli. Þannig að við ákváðum að láta slag standa. Það er þess virði að láta reyna á þessa meðferð hér- lendis því ekki eru þekktar neinar aukaverkanir af meðferðinni,“ segir Sigurður Ásgeir. Örvar frumur til beinmyndunar Bjarni segir þá jafnframt nýlega hafa fengið í hús svonefndan bein- þéttnibekk fyrir þá sem eru með beinþynningu. Bekkurinn komi til viðbótar við 2 aðra meðferðarbekki. „Beinþynningarbekkurinn örvar beinfrumur. Við beinþynningu verð- ur meira niðurbrot en endurnýjun á beinum þannig að beinin þynnast. Þetta er alls staðar mikið vandamál, sérstaklega á Vesturlöndum. Stór hluti eldra fólks er með beinþynn- ingu sem eykur hættuna á bein- brotum og vandamálum sem því fylgja,“ segir Bjarni. Segulómun bætir brjósk  Læknarnir á Corpus Medica fara nýjar leiðir við meðferð  Segulómun örvar endurnýjunarmátt frumna í líkamanum Morgunblaðið/Eggert Sérfræðingur Bjarni hefur starfað sem læknir í nokkrum löndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.