Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 73
leiklistarnámskeið hjá Ólafi Darra boðið í Borgarleikhúsið. Þar varð ég innblásin af Íslenska dansflokknum og næsta vetur, þegar ég var 17 ára, skráði ég mig á byrjendanám- skeið í Klassíska listdansskólanum.“ Læknirinn gleymdist, dansarinn tók við. „Ég gerði mér grein fyrir að tæknilega væri ég á eftir jafn- öldrum mínum, en ég hafði bara svo ótrúlega mikinn áhuga og var al- gjörlega viss um að ég vildi verða dansari,“ segir Bára, sem hélt ótrauð áfram, tók diplómu í dansi frá Listaháskóla Íslands og lærði dans í Listaháskólanum í Amster- dam áður en hún fluttist til Brussel þar sem hún lauk námi við P.A.R.T.S (Performing Arts Re- search and Training) þar í borg árið 2011.“ Íranska danssenan Bára ílengdist í Brussel þar sem henni gekk strax allt í haginn og hefur nú verið sjálfstætt starfandi dansari og danshöfundur þar í borg í tíu ár. Hún byrjaði að semja dans- verk samhliða námi, kynntist þá framleiðanda og hefur síðan verið á ferð og flugi með dansverkin sín. Síðast í Íran. „Ég hef verið viðloð- andi írönsku danssenuna síðan 2014 þegar mér var boðið að sýna á „neðanjarðar“ danshátíð og var ein- mitt að frumsýna þar tvö frum- samin verk í maí á viðurkenndri danshátíð. Annars vegar dansverkið Being og hins vegar Tide, sem er dúett með norskum trompetleik- ara,“ segir Bára. Eftir byltinguna árið 1979 var dans ekki hátt skrifaður hjá íranska klerkaveldinu, jafnvel bannaður, en að sögn Báru eru viðhorfin að breytast og listrænn dans óðum að ryðja sér til rúms. Ritskoðaður vel að merkja eins og The Lover þegar hún setti verkið þar á svið á dög- unum og reyndar líka Being og Tide. „Ég þurfti til dæmis að breyta titlinum á The Lover í Náttúra. Annars nýti ég ritskoðunina sem skapandi ramma til að vinna í, því bæði mér og írönsku samstarfsaðil- unum finnst mikilvægt að hinn al- menni íranski borgari fái notið verkanna.“ Bláa kortið og brúðkaupið Bára hefur verið með sama fram- leiðandann frá því hún lauk námi, en hún segir utanumhald gríðarlega mikið, til dæmis við að skipuleggja sýningar, sækja um styrki, gera fjárhagsáætlun og þar fram eftir götunum. „Fyrirkomulagið í Belgíu er til fyrirmyndar og gefur lista- mönnum tækifæri til að einbeita sér 100% í því sem þeir hafa menntað sig til og hafa áhuga á og metnað til að gera. Ég þarf að fylla út Bláa kortið svokallaða og fæ þá greidd listamannalaun þá daga sem ég er ekki í verkefnum.“ Samt er Bára senn á förum frá Brussel. Ekki þó til Íslands heldur Ósló. Upp úr dúrnum kemur að norski trompetleikarinn á hlut að máli. Hinn elskhuginn. Eivind Lønning heitir hann. Brúðkaupið ætla þau að halda á Íslandi í sumar. Dansverkið The Lover verður sýnt kl. 20 í kvöld og annað kvöld í Tjarnarbíói. Sköpunin „Bara að fæðast er sköpun sem og allt sem við höfum byggt, gert og planað; allt mannbyggt og manngert,“ segir Bára Sigfúsdóttir, dansari og danshöfundur. MENNING 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 að reyna að hanga í einhverri núvit- und en hún er fokin út í veður og vind. Hata að hann sé orðinn svona mjór og fitt. Já ég er í ruglinu!“ (Bls. 91) Maður skyldi halda að þetta erfiða efni sem er til umfjöllunar, missir, sorg, fjárhagsáhyggjur og slíkt, gerði það að verkum að bókin væri enda- laust svartnætti en það er ekki svo. Leit Kristborgar að sjálfri sér og útþráin er þroskasaga. Mitt í sögunni dettur manni í hug að nú hafi höfundur ákveðið að breyta sögunni úr dagbók með úrvinnslu- þema í skvísubók – bókakaflar enda oft á þemalagi dagsins og á Spotify er að finna lagalistann 261 dagur. En því fer fjarri, bókin er hreinræktuð raun- saga sem tekur fyrir málefni sem hef- ur verið tabú að ræða um: áföll við skilnað, sorgarferli og þunglyndi, og hefur fengið umfjöllun sem verðugt innlegg í þau mál. Í viðtali segir Kristbjörg að bókin hafi fengið góða ritstjórn, efnið sé mikið skorið niður og texti lesinn yfir af lögfræðingi. Er einhver leið að gagnrýna „dagbók“ án þess að fara í manninn? Bókin er of endurtekn- ingasöm, og of löng fyrir vikið. Það væri hægt að gera meira með þessa bók og ef hún verður þýdd á önnur tungumál gæti hún fengið aukna rit- stjórn og yrði betri fyrir vikið. Ljósmynd/Jónína G. Óskarsdóttir Tabú Bók Kristborgar er „raunsaga sem tekur fyrir málefni sem hefur ver- ið tabú að ræða um: áföll við skilnað, sorgarferli og þunglyndi, og hefur fengið umfjöllun sem verðugt innlegg í þau mál,“ segir rýnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.