Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 57
MINNINGAR 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018
þessum hópi. Hún var langbesti
spilarinn en aldrei fundum við
fyrir keppnisskapi eða óþreyju
við spilaborðið. Hún kunni spila-
kerfið utan að og var óþreytandi
við að leiðbeina okkur hinum.
Með tímanum þéttist hópurinn,
vináttan styrktist og sennilega
var það samveran og spjallið
sem hélt hópnum saman frekar
en metnaður tengdur briddsinu.
Guðrún skilur því eftir sig
stórt skarð ekki bara við spila-
borðið heldur miklu frekar inn-
an vinkvennahópsins.
Guðrún starfaði lengi á Hag-
stofunni. Hún hafði lært stærð-
fræði í Svíþjóð og vann sig fljótt
upp innan Hagstofunnar enda
var hún sérlega talnaglögg og
nákvæm í vinnubrögðum. Hún
sinnti starfinu af alúð, vann
ómælda yfirvinnu og sögðum við
oft í gríni að hún ætti skilið að
verða tilnefnd ríkisstarfsmaður
ársins, mörg ár í röð. Guðrún
skipti um starfsvettvang fyrir
tveimur árum. Þá minnkaði
álagið á hana og frítíminn jókst.
Hún var dugleg að hreyfa sig,
gekk til vinnu flesta daga og fór
í langar göngur um helgar. Ekki
síst þess vegna komu þessu
bráðu veikindi öllum á óvart og
við skynjum að lífið er ekki
sjálfgefið. Hárfín lína getur skil-
ið að líf og dauða og því er mik-
ilvægt að nýta tímann vel. Og
það gerði Guðrún Ragnheiður.
Hún ræktaði garðinn sinn og
bar hag fjölskyldu sinnar og
vina fyrir brjósti. Hún lagði sig
líka fram við að styðja þá sem
minna mega sín og fyrirhugaði
ferð í haust sem sjálfboðaliði til
Palestínu. En Guðrúnu var ekki
ætluð sú ferð, hennar beið annað
og stærra hlutverk í ókunnum
lendum.
Við kveðjum Guðrúnu Ragn-
heiði með virðingu og þakklæti
og sendum Sigrúnu mömmu
hennar og fjölskyldunni allri
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Þeirra er missirinn mestur.
Minningin um kæra vinkonu
mun fylgja okkur um ókomin ár.
Fjóla, Freyja, Guðrún
Margrét, Helga, Solveig,
Elísabet og Sigrún.
Kær vinur og fyrrverandi
samstarfsmaður okkar í Verð-
andi, Guðrún Ragnheiður Jóns-
dóttir, er látin 58 ára að aldri.
Guðrún réðst til starfa hjá fé-
lags- og hjálparsamtökunum
Verðandi í Stokkhólmi 27. febr-
úar 1989. Starfssvið hennar var í
byrjun fjármálastjórnun og
starfsmannahald samtakanna.
Hún ávann sér fljótt virðingu
samstarfsmanna sinna og hæfi-
leikar hennar og leiftrandi áhugi
á starfseminni varð til þess að
verkefni hennar urðu fljótt
stærri og viðameiri.
Hinn 1. janúar 1994 fékk hún
stöðu sem fulltrúi á vettvangi
hjá samtökunum. Í því fólst
vinna innanlands en einnig er-
lendis þar sem hún tók þátt í
hjálparstarfi í Rússlandi og
Vestur-Afríku. Starfið fólst m.a.
í baráttu fyrir lýðræði með því
að vera til aðstoðar við kosn-
ingar og stuðningur við jafnrétt-
issamtök á staðnum. Í starfi sínu
hjá Verðandi varð Guðrún brátt
ómissandi, vegna áhuga síns og
þekkingar á öllum stigum starf-
seminnar. Margir leituðu til
hennar og hún var óþreytandi
við að aðstoða fólk. Guðrún sat
einnig í ritstjórn tímarits sam-
takanna, þar sem hún vann að
mörgum verkefnum.
Við erum mörg sem minn-
umst Guðrúnar með söknuði.
Hlýja hennar, tryggð og um-
hyggja fyrir öðrum var einstak-
ur eiginleiki í fari hennar. Hún
var stoð og stytta, vinur sem
aldrei brást. Hún hafði lag á því
að láta fólki líða vel og láta það
vaxa í því sem það var að gera.
Hún var hreinskilin og óhrædd
að segja sínar skoðanir. Hún var
lítillát og talaði gjarnan um störf
sín innan heimilishjálparinnar
og í frystihúsinu, fremur en að
leggja áherslu próf og einkunn-
ir. „Ég er vön að vinna við hitt
og þetta,“ sagði hún og þannig
fékk hún vinnuna hjá Verðandi.
Við kveðjum Guðrúnu með
söknuði. Hugur okkar leitar til
fjölskyldu hennar og vina sem
við sendum innilegar samúðar-
kveðjur. Um leið erum við þakk-
lát fyrir að hafa fengið að kynn-
ast henni og fyrir allt það sem
hún gerði fyrir Verðandi og Sví-
þjóð.
Fyrrverandi samstarfsmenn í
Verðandi,
Raoul Hansson, Danuta Ur-
banska, Inge Faldt, Gunvi
Haggren, Berit Fernqvist.
Það er fyrst og fremst einstök
manneskja sem við minnumst nú
þegar þú ert fallin frá. Mann-
eskja sem var vinur og lét sig
varða vellíðan annarra. Þú elsk-
aðir fjölskyldu þína og varst vin-
ur vina þinna, hópi sem við er-
um þakklát fyrir að tilheyra. Við
sáum það fljótt hve þú varst ná-
in fjölskyldu þinni og hve mikill
kærleikur og samheldni var
ríkjandi í ykkar hópi.
Við, vinir þínir á Hagstofunni,
deildum með þér mörgum gleði-
stundum, hvort sem var á vinnu-
tíma eða utan hans. Við vissum
að við áttum alltaf hauk í horni
þar sem Guðrún Ragnheiður
var, sem var ætíð tilbúin að
miðla þekkingu sinni og byggja
upp samstarfsfólk sitt og veita
innblástur. Svo var líka iðulega
stutt í hláturinn. Oft þurftum við
líka að stilla saman strengi þeg-
ar áskoranirnar kröfðust þess.
Þá var svo dýrmætt að eiga að
vinkonu sem var djúpvitur, heið-
arleg, skynsöm og með hjartað á
réttum stað eins og sönnum leið-
toga sæmir.
Við sáum að þú gerðir oft og
tíðum óheyrilegar kröfur til
sjálfrar þín og lagðir hart að þér
og það urðu einhverjir til að
ganga á lagið með það. Þrátt
fyrir það hafðir þú líka hæfileik-
ann, sem okkur skortir svo mörg
í dag, að þú kunnir að lifa í
núinu og njóta. Þú gafst þér
tíma fyrir fólkið þitt, fjölskyld-
una og vinina. Þú sóttir fjöldann
allan af listviðburðum, ferðaðist
og spilaðir blak og brids.
Sem einstaklingur varstu
sönn í orði og á borði. Hafðir já-
kvætt viðhorf og vannst mark-
visst að málefnum jarðar og
friðar. Enginn einn getur gert
allt, en allir geta gert eitthvað
eru orð sem eiga vel við. Þú
fórst ferða þinna gjarnan gang-
andi eða hjólandi, gættir hóf-
semi og skynsemi í neyslu og
nýtingu og notaðir frítíma þinn í
félagsstörf í þágu friðar.
Nú er skarð fyrir skildi þegar
þú ert fallin frá. Við erum svo
óendanlega þakklát fyrir að hafa
fengið að vera samferða þér
þennan tíma sem okkur var gef-
inn. Við sendum innilegar sam-
úðarkveðjur til fjölskyldu Guð-
rúnar.
Heiðrún Erika, Auður Ól-
ína, Gunnar Axel og fleiri
vinir af Hagstofu Íslands.
Það var mikið lán fyrir okkur
hjá Virk – starfsendurhæfing-
arsjóði þegar Guðrún Ragnheið-
ur Jónsdóttir ákvað að þiggja
stöðu sérfræðings hjá sjóðnum í
maí 2016. Það varð enda ljóst á
fyrstu dögum hennar í starfi að
hér var á ferðinni bæði mjög öfl-
ugur starfsmaður og samstarfs-
maður sem ávann sér strax
traust og hylli allra sem kynnt-
ust henni og störfuðu með
henni.
Guðrún Ragnheiður hafði til
að bera alla þá kosti sem prýða
afburðastarfsmann. Hún var
vinnusöm, glaðlynd, samvisku-
söm, mjög klár, ábyrg, heiðarleg
og ekki síst jákvæð. Ég gat allt-
af verið örugg með þau verkefni
sem hún tók að sér og oftar en
ekki kom hún með nýjar lausnir
og nálganir sem aðrir sáu ekki
fyrir. Hennar framlag til upp-
byggingar og þróunar á Virk á
undanförnum tveimur árum hef-
ur verið mjög verðmætt og í
raun ómetanlegt.
Guðrún Ragnheiður var auk
þess sérstaklega góður vinnu-
félagi og mjög vel liðin af öllum
samstarfsmönnum. Hún tók
virkan þátt í félagslífi á vinnu-
staðnum og var ávallt tilbúin að
leggja sitt af mörkum til að
byggja upp góðan og öflugan
vinnustað. Hún hafði einlægan
áhuga á öðru fólki og var auk
þess áhugasöm og vel að sér um
margt, m.a. þjóðfélagsmál, bók-
menntir og ferðalög. Samtöl við
hana voru því alltaf bæði
skemmtileg, fróðleg og upp-
byggjandi.
Það er mikill missir að Guð-
rúnu Ragnheiði á skrifstofu Virk
og söknuður samstarfsmanna er
mikill. Við hjá Virk kveðjum
Guðrúnu Ragnheiði með bæði
þakklæti og eftirsjá og sendum
innilegar samúðarkveðjur til
fjölskyldu hennar.
Vigdís Jónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Virk – starfs-
endurhæfingarsjóðs.
Hún Guðrún Ragnheiður var
vinnufélagi minn á Hagstofunni
um árabil. Hún var ráðin sem
sérfræðingur í vísitöludeild, varð
síðar yfirmaður deildarinnar og
loks deildarstjóri þjóðhagsreikn-
inga. Hún var afburðastarfsmað-
ur og hörkudugleg, hafði mikla
stærðfræðiþekkingu og varð
mikill sérfræðingur um flest er
laut að verðmælingum, vísitölum
og efnahagstölfræði. Hún tók
mikinn þátt í alþjóðasamstarfi
um verðtölfræði og gat sér afar
gott orð á því sviði. Þetta var
svo sem gott og blessað og eins
og að var stefnt, en svo kom það
til að Guðrún var frábær mann-
eskja og vinnufélagi, glaðlynd,
skaprík, skemmtileg og umfram
allt gefandi. Auk þessa áttum
við nokkur sameiginleg áhuga-
mál, svo sem tónlist og veiði í
Soginu þar sem hún hafði veitt
með föður sínum og bræðrum og
ég með föður mínum og bræðr-
um. Samstarfi okkar lauk þegar
ég hvarf frá Hagstofunni fyrir
röskum áratug, leiðir okkar
skildi þó ekki, vináttan hélst og
við hittumst endrum og sinnum,
gjarnan í hádeginu á Fylgifisk-
um ásamt Eiríki Hilmarssyni,
félaga okkar. Þetta voru nota-
legar stundir og endurnærandi
eins og vænta mátti þegar Guð-
rún átti í hlut.
Það er sárt að missa slíka
manneskju, slíkan vin. Það er
sárt að missa hana Guðrúnu
Jóns.
Eftir standa minningar; um
samstarfið, samveruna og þessa
frábæru konu. Eftir stendur
ekki síður þakklæti fyrir sam-
fylgdina, félagskapinn og vinátt-
una.
Hallgrímur Snorrason.
Guðrún Ragnheiður réð mig
til starfa í vísitöludeild Hagstofu
Íslands þegar ég var að klára
háskóla. Ég er henni þakklát
fyrir að hafa gefið mér, ungri og
reynslulítilli, þetta tækifæri,
ekki síst vegna þeirra forrétt-
inda að fá að kynnast henni
sjálfri. Í Guðrúnu eignaðist ég
glæsilega fyrirmynd að því
hvernig ég vil lifa og starfa.
Guðrún Ragnheiður var ynd-
islegur yfirmaður en algjör fork-
ur til vinnu. Vann langa daga og
mætti oft á laugardögum. Slíkt
gerir fólk ekki nema vegna
brennandi áhuga og metnaðar í
starfi. Kæmi það fyrir að Guð-
rún færi fyrr úr vinnunni var
yfirleitt einhver skýring, tón-
leikar eða annar viðburður sem
hún ætlaði að sækja. Þegar Guð-
rún ákvað að flytja sig til í starfi
hefði auglýsingin eftir eftir-
manni hennar þurft að vera á þá
leið að ekki dytti nokkrum í hug
að sækja um. Sömu kröfur um
glöggskyggni, talnaminni, elju,
vinnusemi, samskiptafærni,
hjálpsemi, álagsþol og ósérhlífni
hefði enginn uppfyllt.
Þótt Guðrún Ragnheiður ynni
mikið gerði hún margt annað
líka og var í miklum tengslum
við fjölskyldu og vini. Meðal
annars spilaði hún bridge, rækt-
aði gulrætur í garðinum og spil-
aði blak. Eitt sinn fór hún ein
frá Hagstofu Íslands á blakmót
evrópskra hagstofa þar sem hún
spilaði með liði sænsku hagstof-
unnar.
Ég veit ekki til þess að hún
hafi þekkt liðsfélagana neitt fyr-
ir fram. Enda voru henni veitt
verðskulduð hugrekkisverðlaun
fyrir þátttöku á mótinu.
Í gegnum daglegt samstarf
við Guðrúnu finnst mér ég
þekkja stóra hluta fjölskyldu
hennar og vina. Foreldrar henn-
ar, systkini, systkinabörn og
fósturbörnin, sem hún kallaði
svo, áttu stóran sess í hjarta
hennar. Ég hugsaði oft til þess
hversu heppin systkinabörn
hennar væru að eiga svona frá-
bæra frænku.
Það er mikil synd að við fáum
ekki að njóta samvista við Guð-
rúnu Ragnheiði lengur. Hennar
verður sárt saknað en minnst af
hlýju af mjög mörgum.
Lára Guðlaug Jónasdóttir.
Í árslok árið 1996 var auglýst
laust starf í vísitöludeild Hag-
stofu Ísland. Umsækjendur voru
margir og þar á meðal Guðrún
Ragnheiður. Hún stundaði nám í
Svíþjóð, starfaði þar í mörg ár
og vann hjá sænskum samtök-
um, Verdandi, við uppbyggingu
á félagasamtökum aðallega í
Pétursborg og Gambíu.
Ég leitaði eftir umsögn yfir-
manns hennar í Stokkhólmi og í
lok samtalsins sagði hann. „Þó
að það séu liðin tíu ár kann ég
enn starfsumsókn hennar utan-
bókar, hún var frekar einföld,
tvær setningar: Ég er Íslend-
ingur. Ég er vön að vinna.“ Ég
hafði á orði á góðri stundu að
líklega væri hún eina manneskj-
an sem hefði verið ráðin til
starfa í tveimur ríkjum með
sömu atvinnuumsókn.
Guðrún okkar eins og nánasta
samstarfsfólk nefndi hana starf-
aði á Hagstofunni í rúmlega 19
ár og var einn nánasti sam-
starfsmaður minn. Frá upphafi
kom í ljós að hún var afburða-
manneskja og dugnaður hennar
og nákvæmni einstök. Hún var
vinnusöm og dugleg, eiginleikar
sem nýttust vel undir miklu
álagi sem starfinu fylgdi.
Guðrún okkar átti auðvelt
með að tengja saman ólíkar
heimildir, var mjög rökföst og
stóð ætíð föst á því sem hún
taldi rétt, en samt aldrei ósann-
gjörn. Hún hafði þolinmæði til
að hlusta á aðra og reyna að
átta sig á innihaldi þess sem
sagt var og jafnframt þann
sjaldgæfa hæfileika að gera alla
að vinum sínum og þá skipti
engu hvort þeir væru sammála
henni eða ekki.
Það eina sem hún þoldi illa
var ef henni var ekki sýnd full
virðing í samræðum eða sam-
skiptum. Alltaf tókst henni að
koma þeim sem við var rætt í
skilning um, með vingjarnlegum
en ákveðnum hætti, að slík
framkoma væri ekki liðin. Ég
hefði aldrei viljað vera í sporum
þeirra og eftir á hafði hún ekki
mörg orð um málið, en brosti
samt eilítið út í annað.
Í samskiptum var það ætíð
hún sem gaf af sér, sýndi vinum
sínum áhuga og mikla um-
hyggjusemi og var að auki gædd
eðlilegri forvitni um hag allra.
Hjálpsemi og umhyggja hennar
leiddi til þess að flestir sem hún
hafði samskipti við opnuðu
sálarkima sína og ræddu um
hina ólíklegustu hluti, hún gat
alltaf gefið góð ráð sem voru vel
þegin.
Þetta voru tímar mikilla
breytinga og þróunar í gerð og
útreikningi á vísitölu neyslu-
verðs og við tókum einnig virkan
þátt í erlendu samstarfi og skrif-
uðum saman nokkra ráðstefnu-
pappíra. Allt var unnið undir
álagi og mikilli tímapressu.
Þessi tími var samt afar
skemmtilegur og ætíð litið á
skoplegu hlið hlutanna því Guð-
rún okkar hafði beitta kímni-
gáfu. Þegar munnurinn herptist
eilítið og augun kipruðust saman
komu stuttar en hárfínar at-
hugasemdir sem alltaf enduðu
með dillandi hlátri sem lifir í
minningunni.
Mikill harmur er kveðinn að
ættingjum og vinum við fráfall
hennar en eftir lifir minningin í
huga og hjarta allra sem hana
þekktu, um einstaka manneskju
og vin.
Við Helga færum móður
hennar, systkinum og ættingjum
innilegar samúðarkveðjur.
Rósmundur Guðnason.
Kveðja frá Hagstofu Íslands
Hagstofan kveður í dag náinn
og vel metinn samstarfsmann
Guðrúnu Ragnheiði Jónsdóttur
sem starfaði á Hagstofu Íslands
í rúm 19 ár. Guðrún starfaði í
vísitöludeild Hagstofunnar árin
1997 til 2012 og sem deildar-
stjóri frá árinu 2007. Á árinu
2012 tók hún við sem deilda-
stjóri í deild þjóðhagsreikninga
og opinberra fjármála og starf-
aði þar til ársins 2016 er hún lét
af störfum. Áður en Guðrún
Ragnheiður hóf störf á Hagstof-
unni var hún við nám og störf í
Svíþjóð.
Á ferli sínum á Hagstofunni
starfaði Guðrún á mörgum svið-
um sem snerta efnahagstölfræði
Íslendinga á tímum þegar mikl-
ar umbætur urðu í hagskýrslu-
gerð. Starfsemi vísitöludeildar-
innar varð önnur og aðferðir við
útreikning og gerð neysluverðs-
vísitölunnar breyttust sem átti
sér alþjóðlegar rætur og þar var
Guðrún Ragnheiður í forystu.
Ein veigamesta breytingin
var þegar grunnur neysluvísitöl-
unnar var reistur á árlegri út-
gjaldarannsókn sem var óslitin
frá árinu 2000. Á hverju ári var
skipt um útgjaldagrunn vísitöl-
unnar sem var meginbreyting í
vinnu við neysluvísitöluna og jók
til muna álag á starfsmenn
deildarinnar.
Guðrún Ragnheiður stjórnaði
og kom gagnaúrvinnslunni í fast
form og birti niðurstöðurnar
reglulega og er sú úrvinnsla enn
notuð í dag. Að skipuleggja
vinnsluna og koma á reglulegri
úrvinnslu og útgáfu var verulegt
átak og þar nýttist dugnaður,
skipulagsgáfa og framtakssemi
hennar vel. Árleg útgáfa á nið-
urstöðum útgjaldarannsóknar
var mikil framför og jók hróður
Hagstofunnar.
Guðrún Ragnheiður sá einnig
um ýmsar Hagtíðindaútgáfur
svo sem fyrir vísitölu neyslu-
verðs og alþjóðlegan verðsam-
anburð.
Á þessum árum jókst þátt-
taka Hagstofunnar í erlendu
samstarfi verulega og tók Guð-
rún Ragnheiður virkan þátt í
því.
Hún var virk í starfsemi ým-
issa vinnuhópa á sviði verðvísi-
talna og þjóðhagsreikninga. Hún
var ætíð glæsilegur fulltrúi Ís-
lands og tók virkan þátt og
skrifaði og lagði fram pappíra
ásamt samstarfsfólki sínu um
ýmis aðferðafræðileg mál á sviði
neysluverðsvísitalna. Hún var
skýr í framsetningu og naut
virðingar og vinsælda meðal
samstarfsfólks jafnt hér á landi
sem erlendis.
Árið 2012 tók Guðrún Ragn-
heiður við starfi deildarstjóra í
deild þjóðhagsreikninga og opin-
berra fjármála. Á þeim tíma
stóðu yfir miklar umbætur og
voru nýir staðlar teknir í notkun
árið 2014. Guðrún Ragnheiður
var í forystu í þeirri vinnu og
lagði af mörkum mikið og óeig-
ingjarnt starf ásamt samstarfs-
mönnum við að koma nýja staðl-
inum í notkun með góðum
árangri.
Guðrún Ragnheiður var vin-
sæl meðal samstarfsmanna og
lét sér annt um hagi þeirra. Þeir
leituðu gjarna til hennar eftir
stuðningi við úrlausn ýmissa
mála bæði hvað varðaði starf og
einkahagi og þáðu frá henni góð
ráð. Hún var rökföst í framsetn-
ingu og hafði sérstakan eigin-
leika að sjá hluti í stærra sam-
hengi. Vinnusemi hennar,
samviskusemi, alúð og dugnaður
var mikill og fyrir framlag henn-
ar og einlægt samstarf þakkar
Hagstofan.
Hagstofan sendir móður
hennar, systkinum og öðrum
ættingjum innilegar samúðar-
kveðjur.
Ólafur Hjálmarsson
hagstofustjóri.
Í dag kveð ég góða vinkonu
og yndislega manneskju.
Ég kynntist Guðrúnu þegar
ég var um það bil að ljúka við
doktorsritgerð mína en sumarið
2000 vann ég að gagnasöfnun á
Hagstofu Íslands.
Guðrún hafði starfað hjá Hag-
stofunni frá árinu 1997 en það ár
flutti hún til Íslands eftir tíu ára
búsetu í Svíþjóð. Þar sátum við
hlið við hlið um nokkurra vikna
skeið og ég fann strax að Guð-
rún var bæði hjálpsöm og greið-
vikin en líka einstaklega
skemmtileg kona.
Eftir að ég lauk námi mínu í
Svíþjóð lágu leiðir okkar aftur
saman þegar ég hóf sjálf störf
hjá Hagstofunni. Vinátta Guð-
rúnar var ómetanleg. Til hennar
var alltaf hægt að leita með stór
og smá vandamál. Það var alltaf
jafngott að sækja hana heim og
sitja í fallega, sjálfbæra garð-
inum hennar.
Guðrún var einstök. Hún var
réttsýn, lét til sín taka í mann-
úðarmálum og hafði, þrátt fyrir
mikla vinnusemi, alltaf tíma fyr-
ir ættingja sína og vini. Sjálf átti
hún engin eigin börn en þau eru
mörg börnin sem hafa notið
góðs af kærleika hennar.
Dóttir mín var ein þeirra en
Guðrún bauðst til að aðstoða
hana í stærðfræði þegar hún var
að lesa undir samræmdu prófin.
„Ég fann svo vel að hún hafði
trú á mér,“ sagði dóttir mín í
samtali þegar við ræddum um
fráfall Guðrúnar.
Samverustundir okkar Guð-
rúnar urðu því miður alltof fáar.
Nú er hún farin frá okkur en
eftir lifir minningin um einstaka
manneskju og góða fyrirmynd.
Móður Guðrúnar, systkinum,
systkinabörnum og öðrum að-
standendum sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Missir ykkar er mikill.
Ólöf Garðarsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar