Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 58
58 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 Amma Inga Jóna var sannkallað gull af manni. Amma var óspör á hrósið og hafði þann eiginleika að geta lýst allt upp í kringum sig. Hún hafði mikinn áhuga á fólki og það skipti hana miklu máli hvernig því vegnaði. Ég og hin barnabörnin vorum þar engin undantekning en amma var mik- il fjölskyldumanneskja og tjáði ást sína á okkur margsinnis í orðum og verkum. Ömmu fannst sannanlega skemmtilegra að gefa en þiggja og setti okkur alltaf í fyrsta sæti. Hún var afar stolt og henni var afar umhugað um okkar þroska og vegferð og tjáði okkur margsinnis, síðast á dánarbeðinum, að íslenska þjóð- in þyrfti ekki að örvænta. Amma var líka glettin og gaf mér t.d. bækurnar Bréf til Ungs Lög- manns og Inngangur að lögfræði í stúdentsgjöf en ég hafði á þeim tíma ekki tekið endanlega ákvörðun hvort lögfræðin skyldi verða ofan á sem hún svo og gerði. Amma var mjög fróð og var dugleg að sá og miðla þekkingu sinni til okkar barnabarnanna. Hún hafði einnig skýra framtíð- arsýn og elskaði ekkert heitar en að sjá afkomendur sína vaxa, fjölga og dafna. Hún var hörku- tól og lét ekki sjúkdóm sinn hafa áhrif á sínar fyriráætlanir. Hún ætlaði þannig t.d. að sjá íbúð sem ég var að kaupa sem og hún gerði það fáeinum dögum fyrir andlát sitt. Ömmu verður sárt saknað en ég veit að hún mun vaka yfir og fylgjast með okkur vaxa og dafna og lifa eftir þeim góðu gildum sem hún hefur kennt okkur og öðrum. Guðmundur Heiðar Guðmundsson. Elsku amma. Orð fá því ekki lýst hve mikið ég elska þig. Á hverju kvöldi hugsa ég til þín og heyri í ljúfu rödd þinni. Nærvera þín var mér ómetan- leg. Þú varst svo ástúðleg, hlý og uppbyggjandi við mig alla tíð. Lést þig alla í kringum þig varða og settir fólkið þitt í fyrsta sæti. Þú varst rík kona, fjölskyldan þín og vinir voru þér kærust. Þú ræktaðir sambönd þín við ást- vini af alhug sem ég kann mikils að meta. Þú og afi voruð ávallt með opinn faðm uppi á Skaga í Jörundarholti sem var mitt ann- að heimili í barnæsku. Þú kunnir að gleðja okkur frændsystkinin, hvert og eitt okkar. Varst búin að kaupa uppáhaldsmatinn okk- ar þegar þú áttir von á okkur, þjónaðir okkur og matreiddir líkt og við værum kóngafólk í höllinni þinni. Þú gerðir allt fyr- ir okkur og meir en það. Við vor- um gimsteinarnir þínir og þú okkar. Ég þakka guði fyrir allar stundirnar sem við áttum sam- an. Þú ert sú sem mótaðir mig hvað mest sem manneskju. Kenndir mér fyrst og fremst að vera hlý og góð við náungann. Þú gast alltaf séð það besta í fólki og lýstir upp allt í kringum þig með gleði, húmor og ást. Þú gerðir þennan heim að betri stað. „Þín velferð – mín velferð,“ sagðir þú alltaf. Þú hvattir mig til dáða við hvert einasta tæki- færi sem gafst. Engin hafði jafn mikla trú á mér og þú. Þú munt Ingibjörg Jóna Jónsdóttir ✝ Ingibjörg JónaJónsdóttir fæddist 21. mars 1944. Hún lést 28. maí 2018. Útför Ingibjarg- ar Jónu fór fram 6. júní 2018. ávallt vera stór hluti af mér og lifa innra með mér um ókomna tíð. Ég mun alltaf finna fyrir stuðningi þín- um og stolti þegar á reynir í lífi mínu. Þú ert mín fyrir- mynd og drifkraft- ur, verður alla tíð. Nú kveð ég þig, elsku amma, og græt þig svo sárt. Þú varst engillinn okkar hér á jörðu og nú ertu engill meðal Guðs. Ég trúi að nú sért þú á betri stað ásamt syni þínum og systur. Einn daginn hittumst við aftur. Gullið mitt og gimsteinn, hvíldu í friði. Þín nafna, Ingibjörg Rut Einarsdóttir. Það er erfitt að kveðja yngri systur mína eftir að hafa kvatt eldri systur mína fyrir fjórum mánuðum. Margar minningar úr æsku koma upp í hugann. Pabbi okkar sigldi og vildi mamma fara í ferðir með honum þegar hún gat, en þá þurfti hún að koma okkur systrum fyrir. Þeg- ar Inga Jóna var fimm ára vor- um við Halla sendar saman í sveit en Inga Jóna varð að fara á annan stað. Hún var ekki sátt við það. Mamma, ég og Halla ákváðum að segja henni að það væri bara eitt fjall á milli okkar. Og hvað gerðist? Inga Jóna lagði af stað upp fjallið til að finna okkur! Hún lét okkur Höllu heldur betur heyra það þegar við hittumst um haustið. Eitt sinn ætluðum við systur að vinna okkur inn smáaura. Inga Jóna stakk upp á að við seldum blaðið Fálkann og fengum við 10 blöð hvor. Eftir smátíma var Inga Jóna búin að selja öll blöðin en ég aðeins eitt blað. Inga Jóna tók að sér að selja mín blöð líka. Þarna kom berlega í ljós hvor var meiri sölumanneskja, enda kom síðar á daginn að hún vildi ekki fara í neinn annan skóla en Verslunarskólann. Eitt sumarið fórum við saman í sveit á Kalmanstjörn, ég var níu ára og Inga Jóna sex ára. Dag einn komu að bænum tveir ungir bandarískir hermenn sem langaði til að ganga að Reykja- nesvitanum en vissu ekki göngu- leiðina. Við sögðum konunni sem við vorum hjá að við gætum gengið með þeim. Við fengum leyfi ef við færum ekki lengra en það að við sæjumst frá bænum. Við töluðum við hermennina með bendingum. Þeir voru með fullt af sælgæti, sem við fengum af og svo tóku þeir myndir af okkur. Þegar við vorum komin á staðinn sem við lofuðum að fara ekki lengra þá báðu þeir um heimilisfang og skrifaði ég það niður. Þeir sendu okkur mynd sem þeir tóku af okkur, sem var okkur mjög dýrmæt. Bróðir okkar bauðst til að aka Ingu Jónu í Landakotsskólann eitt sinn, sem hún þáði, en þegar hann ætlaði að beygja upp Tún- götu þá heimtaði hún að fá að fara út strax og hvers vegna? Jú, bekkjarbróðir hennar var að ganga upp Túngötuna. Hún var strax sem stelpa mjög ákveðin. Eitt skipti lagðist ég í mislinga um jól og þá kom hún í dyra- gættina og sagði við mig að ég missti af jólaballi Öldunnar. Næsta dag var hún líka komin með mislingana. Þá sagði ég að nú missti hún líka af jólaballinu. En þá sagði sú stutta, að hún skyldi koma okkur á jólaball og hringdi á skrifstofu Oddfellows, sem var til húsa rétt við heimili okkar. Þegar okkur var batnað stóð hún við orð sín. Við fórum í fínu kjólana sem pabbi keypti í Ameríku og á jólaball hjá Odd- fellow. Það var svo flott að það sló alveg út jólaball Öldunnar. Við gerðum margt saman systurnar þegar við vorum komnar með fjölskyldur, en það sem stendur uppúr eru allar ferðirnar í Húsafell. Það eru endalaus atvik sem skemmtilegt er að rifja upp en ég læt hér staðar numið og kveð þig, elsku systir, og óska þér góðrar ferðar á nýjar slóðir. Mínar innilegustu samúðarkveðjur sendi ég til Ingjalds, Sólborgar, og Ingu Steinu, tengdabarna, barna- barna og langömmubarns. Kristrún. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Já, það var sannarlega bjart yfir þegar Ingjaldur bróðir minn kynnti kærustuna sína hana Ingu Jónu fyrir stórfjölskyld- unni í Miðtúni 10. Við vorum hæstánægð með þessa glæsilegu stúlku sem féll strax inn í hópinn okkar. Eftir að hafa gengið í hjónaband bjuggu þau í Reykja- vík í stuttan tíma en fluttu þá á Akranes. Á Akranesi buðust betri tækifæri bæði til starfs og búsetu. Þau byggðu sér glæsi- legt hús við Jörundarholt. Heim- ilið var rausnarlegt menningar- heimili og hjónin höfðingjar heim að sækja.Í Jörundarholt- inu eins og á fyrri heimilum þeirra ríkti gestrisni, góðvild og hlýja og, þar var gott að vera. Hjá þeim áttu bæði ungir og aldnir gott skjól þegar á þurfti að halda. Þau voru dugleg að ferðast og á meðan börnin voru lítil þá voru þau alltaf tekin með bæði innanlands og utan. Þau voru ættrækin og dugleg að halda tengslum við fjölskylduna. Ferðalög milli Akraness og Reykjavíkur voru ekki alltaf auðveld á veturna þegar allra veðra var von, ekki um annað að ræða en að aka Hvalfjörðinn eða fara með Akraborginni til að halda tengslum við ættingja og vini. Inga Jóna var gáfuð kona og mörgum góðum kostum gædd en aðalsmerki hennar var hversu góð manneskja hún var. Hún hafði þann hæfileika sem ekki er öllum gefinn að kunna að hrósa, hvetja og sýna væntum- þykju. Hún var einstaklega ljúf og góð við börn og ungmenni og sýndi þeim áhuga. Ég tel að þessi kostur hafi verið þáttur í því hve vel henni gekk í starfi sínu sem sérkennari. Árið 2004 urðu þau fyrir þungu áfalli þegar þau misstu einkasoninn. Það fóru í hönd erf- iðir tímar og sjúkdómar fóru að sækja að. Þegar sjúkdómur Ingu Jónu ágerðist var ákveðið að flytja á höfuðborgarsvæðið til að vera nær læknishjálp og fjöl- skyldu. Nú var orðið styttra á milli og auðveldara að hittast og taka þátt í uppákomum með fjöl- skyldu og vinum. Þau hjónin nýttu tímann vel og voru dugleg að sækja menn- ingarviðburði, hitta vini sína og skólafélaga og taka þátt í sam- félaginu á meðan heilsa hennar leyfði. Inga stóð ekki ein í bar- áttunni. Ingjaldur og fjölskylda þeirra öll annaðist hana svo að til fyrirmyndar var. Yndislegur hópur afkomenda var mesta gleði og stolt Ingu Jónu og þeirra vegna og Ingj- alds hefði hún viljað staldra hérna við eitthvað lengur. Hún stóð á meðan stætt var og það var ótrúlegt að fylgjast með hve dugleg hún var að drífa sig upp og taka þátt, þrátt fyrir oft á tíð- um miklar kvalir og vanlíðan. Baráttan var hörð en hinn illvígi vondi sjúkdómur hafði að lokum betur. En nú er hún laus frá þrautum og kvölum og komin á annan stað þar sem vel hefur verið tekið á móti henni. Með þakklæti og virðingu kveð ég mína kæru mágkonu og vin. Elsku Ingjaldur, Inga Steina, Sólborg, Gurrý og fjöl- skyldur, innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Ingu Jónu. Hjördís. Með þessum fátæklegu kveðjuorðum viljum við þakka kærri vinkonu, svilkonu og mág- konu okkar, Ingibjörgu Jónu Jónsdóttur, samfylgdina á um- liðnum árum. Það var fyrir meira en fimmtíu árum síðan sem við kynntumst Ingibjörgu Jónu fyrst, en það var þegar hún og Ingjaldur fóru að draga sig saman og hún varð hluti fjöl- skyldunnar. En það var mikil gæfa fyrir fjölskylduna að hún yrði hluti hennar. Þessi farsælu kynni hafa staðið óslitið síðan og aldrei borið skugga á. Inga var glæsileg vel mennt- uð kona sem hafði góða nærveru , sérlega hjartahlý, glögg og ná- kvæm. Hún hafði afburða minni og var því ávallt hægt að leita til hennar með ýmiskonar upplýs- ingar sem mann vanhagaði um. Óhætt er að fullyrða að stór hluti hinnar farsælu samheldni fjölskyldunnar hafi verið Ingu að þakka. Að vísu vorum við ekki alltaf að troða hvert öðru um tær í tíma og ótíma en þegar einhverj- ir sérstakir viðburðir áttu sér stað stóð ekki á því að allir tækju þátt og fögnuðu saman . Einnig var það að ef eitthvað bjátaði á hjá einhverjum þá sam- einaðist fjölskyldan og stóð sam- an sem einn maður við lausn vandans. Fyrir allnokkrum árum greindist Inga með illvígan sjúk- dóm sem að lokum hafði yfir- höndina. Allan þann tíma barðist hún hetjulega og leitaðist við að lifa eðlilegu lífi eins og kostur var á og var ótrúlegt að fylgjast með dugnaði hennar í þeirri bar- áttu. Við viljum þakka Ingu allar góðu samverustundirnar sem margar eru ógleymanlegar. Ekki verður auðvelt að fylla það skarð sem myndast við brott- hvarf hennar. Við sendum Ingj- aldi og öllum afkomendum þeirra okkar bestu samúðar- kveðjur. Svandís Valsdóttir og Guðbrandur Bogason. Inga Jóna frænka er fallin frá aðeins fjórum mánuðum á eftir elstu systur sinni. Lífið er skrít- ið og það kennir okkur að njóta hvers dags. Hugurinn reikar til baka. Einu sinni vorum við systkin í pössun hjá Ingu Jónu. Hún kallar á okkur í kvöldmat og það sem við blasti voru sviða- hausar. Við systkinin höfðum aldrei séð sviðahaus áður, hvað þá borðað. Inga Jóna sá hvað okkur var brugðið og bauð okk- ur að fá annað í staðinn, sem við þáðum með þökkum. Inga Jóna var mjög gestrisin og það fór enginn svangur frá henni. Eig- inkona tannlæknisins bauð ekki upp á sælgæti, þó hún hafi verið sælgætisgrís á yngri árum. Það var boðið upp á malt, ekki coke. Þetta breyttist þó í seinni tíð og var farið að sjást sælgæti í skál- um heima hjá þeim hjónum. Inga Jóna var gjafmild og vildi gera vel við alla sem hún þekkti. Við systkinin sendum Ingj- aldi, Ingu Steinu, Sólborgu, tengdabörnum, barnabörnum og langömmubarni okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt hverju orði fylgir þögn og þögnin hverfur alltof fljótt. En þó að augnablikið aldrei fylli stund skaltu eiga við það mikilvægan fund því að tár sem þerrað burt aldrei nær að græða grund. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. Þú veist að tímans köldu fjötra enginn flýr enginn frá hans löngu glímu aftur snýr. Því skaltu fanga þessa stund því fegurðin í henni býr. (Bragi Valdimar Skúlason) Hróðný og Jón Tryggvi. Blasir við breiða; brekkan græna skýlir. Svanirnir seiða; sál mín þar sig hvílir. Ó að mætti’ eg eyða æfi minnar dögum í heimahögum! (Halla Eyjólfsdóttir frá Laugabóli) Akranes var stór partur í lífi okkur systkinanna meðan við vorum að alast upp. Þar bjuggu nefnilega þrjár systur afa, en afi Þór fór löngu áður en við fædd- umst og misstum við því af hans kynnum. Inga Jóna á Akranesi, eins og hún var kölluð á heimili okkar, passaði upp á að halda minningum afa á lífi. Hún talaði ávallt um hann þegar við hittum hana. Það er því skrítið að minn- ast þess núna þegar Inga Jóna er búin að kveðja þennan heim, að það er henni að þakka að við fengum að kynnast afa örlítið betur, þá í gegnum hana. Það er alltaf sárt að kveðja, en að kveðja Ingu Jónu er okkur þungbært. Hún var miklu meira en bara frænka og við fundum það ávallt frá henni, jafnvel þó að langur tími leið á milli hitt- inga. Hún var alltaf svo auðmjúk og góðhjörtuð, hún var engum öðrum lík. Böndin á milli okkar og hennar voru sterk og það var henni að þakka, því faðmurinn var alltaf eins. Þéttingsfast faðmlag, koss á kinn og hvísl í eyra „þú ert gull, afi þinn væri stoltur af þér“. Það er skrítið að þegar hún kvaddi þá fann maður skyndilega fyrir öllum minning- unum og arfleifðinni sem hún skildi eftir sig og þykir afskap- lega vænt um það. Við eigum eft- ir að sakna þín, elsku fallega Inga Jóna okkar. Takk fyrir allt, við elskum þig, minningin lifir. Þór, Sara, Hera. Við erum að fara upp á Skaga, til Ingu og Ingjalds, var sagt við okkur systkinin. Við sögðum þá gjarnan við hvort annað; „Inga mun örugglega segja þegar við komum að börnin hafi bara ekki sofið í nótt vegna tilhlökkunar að hitta okkur.“ Jú, það stóð heima og frændsystkini okkar urðu vandræðaleg og reyndu að koma því að að víst hefðu þau sofið, og sjálf reyndum að koma því að að við værum varla svo merkileg að þetta gæti staðist. En Inga sat við sinn keip, setti saman greipar og hló. Við átt- uðum okkur ekki á því þá að það gæti hafa verið Inga sem hefði verið glöð að sjá okkur, en sá skilningur kom síðar því alltaf var Inga glöð og faðmaði okkur eins og sín eigin börn, og varla leið sá afmælisdagur að ekki bærist kveðja eða gjöf, þótt við værum komin á miðjan aldur. Og þannig var Inga, hún snérist í kringum okkur og aðra og gerði allt til þess að fólki liði vel og alltaf væri nóg af öllu. Minn- ingarnar ofan af Skaga, hvort sem við dvöldum þar skemmri eða lengri tíma, eru því sveip- aðar björtum ljóma, ekki síst vegna þín, Inga, takk fyrir okk- ur. Bogi Hjálmtýsson og Steinunn Hjálmtýsdóttir (Systa og Bogi). Í dag kveðjum við okkar ást- kæru frænku Ingu Jónu. Fyrir okkur systur var hún miklu meira en frænka, hún var ljós- beri sem umvafði okkur hlýju og stuðningi. Ótal fallegar minning- ar koma í huga okkar sem við munum ávallt varðveita með okkur. Þegar við misstum föður okkar ungar stóðu hún og fjöl- skylda hennar þétt að baki okk- ar með hvatningu og stuðningi. Á jólum, afmælum og öðrum merkisviðburðum í lífi okkar var hún þar. Eitt sérstaklega minnisstætt og lýsandi dæmi um hugulsemi hennar er þegar við urðum 40 ára og fengum sendar 40 rauðar rósir. Það var einstök upplifun. Inga Jóna var mikil kjarna- kona og sterkur persónuleiki. Hún var jákvæð, falleg og með góða nærveru. Enda valdi hún sér starfsgrein sem hún gaf sig alla í. Hún byrjaði ung að að- stoða litlu frænku við að draga til stafs. Síðar valdi hún sér að starfa sem kennari og sérkenn- ari. Má segja að hún hafi lifað og starfað við það sem hún unni mest, að aðstoða börn og ungt fólk að fóta sig í lífinu. Vitum við að barnabörnin leituðu til ömmu til að fá næði, aðstoð og stuðning við námið. Sem kennari var hún mörgum fyrirmynd og hafði hún örugglega áhrif á starfsval margra. Inga Jóna var mikil fjöl- skyldukona og rækti þau tengsl vel. Fjölskyldan skipti hana miklu máli. Hún var í góðu sam- bandi við börn, barnabörn og af- komendur alla tíð. Hún sýndi ættingjum mikla umhyggju og var dugleg að kalla þá saman. Gaf hún sér alltaf tíma til að ræða við unga og aldna. Hún var einlæg í áhuga sínum að fylgjast með sínu fólki. Hún var sérstaklega ætt- rækin og stolt af formóður sinni Höllu Eyjólfsdóttur skáldi frá Laugabóli. Þegar sýningar, út- varpsþættir eða annað sem tengdist Höllu Eyjólfsdóttir var á dagskrá fengum við sendar lín- ur eða spólur með upptökum hér áður. En í seinni tíð var hún dug- leg að senda okkur skilaboð eða tölvupósta um viðburði eða þætti. Umræður um Laugabóls- ættina voru oftar en ekki upp- spretta mikilla gleði og glettni. Okkur finnst þetta erindi úr ljóðinu „Mig langar að fljúga“ eftir Höllu Eyjólfsdóttur ömmu hennar eiga vel við hana og hennar framkomu við aðra. Næra og gefa sér tíma fyrir já- kvæða hvatningu. Ef guðsástin vaknar, þá gefst æðri sýn, því guð er í öllu sem lifir og hrærist, þá sæju menn betur hve sól hennar skín í sérhverri fræögn, er af henni nærist, þá birtist í lofti svo hugurinn heima fær háfleyga þekking, sem vert er að geyma. Inga Jóna frænka hefur skap- að varanlega minningu hjá okk- ur sem hefur auðgað og skerpt vitund okkar á lífið og tilveruna. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum Ingu Jónu frænku. Við þökkum þér, kæra Inga Jóna, fyrir allt sem þú gafst okk- ur, alla þína umhyggju fyrir okk- ur. Hvíl í friði. Við sendum Ingj- aldi og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðrún og Inga Jóna Þórsdætur. Í dag kveð ég kæra vinkonu. Það má segja að Ingibjörg Jóna og Ingjaldur Bogason hafi verið miklir örlagavaldar í lífi mínu og eiginmanns mín heitins, Lárusar Arnars Péturssonar. Eftir að Lárus útskrifaðist tann- læknir þá réð hann sig í vinnu á Tannlæknastofu Ingjalds á Akranesi. Við ákváðum að vera eitt ár á Akranesi en úr varð að árin urðu vel á fjórða tuginn og var það ekki síst vegna þess hve
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.