Morgunblaðið - 07.06.2018, Side 70

Morgunblaðið - 07.06.2018, Side 70
Á Kili Ítalskur ferðamaður um miðnætti á Kili í ljósmynd eftir Einar Fal Ingólfsson frá 2012. AF MYNDLIST Anna Jóa Fyrir nokkrum árum heimsótti undirrituð Louisiana-safnið í Dan- mörku. Þegar stigið var inn úr sumarblíðunni blasti við gróðurvana landslag innan dyra. Laus jarð- vegur, grjót og meira grjót, fyllti króka og kima hins hvíta safnrýmis og safngestir sáust klöngrast yfir straumvatn sem rann milli her- bergja. Engu var líkara en að þarna væru á ferð vanbúnir túristar uppi á hálendi Íslands og var ekki laust við að við íslensku gestirnir brost- um dálítið í kampinn yfir aðför- unum, enda sumpart á heimavelli mitt í þessu framandi umhverfi – sem sagt í listaverki Ólafs Elías- sonar, Riverbed. Leiðin, vörðuð misháum dyrum, lá upp í móti, að „árupptökunum“ og út. Viðbrögð safngesta voru að sjálfsögðu hluti af verkinu og skynreynslan af hinu endurskapaða öræfalandslagi þannig sett í fagurfræðilegt sam- hengi – og beinlínis römmuð inn af veggjum safnsins. Ein merking- arvídda þessa margslungna verks er pólitísk: rétt eins og Vatnasafn Roni Horn í Stykkishólmi hverfist um bráðnun jökla, mætti líta á inn- setningu Ólafs sem áminningu um auðlindir í útrýmingarhættu – og þar með einnig um þá hættu sem steðjar að menningunni. Riverbed beindi þannig sjónum að listasafn- inu sem farvegi merkingarflæðis og vettvangi þar sem safngestir geta uppgötvað sjálfa sig á sér- stakan hátt. Hálendið í mynd Allir salir Listasafns Reykja- víkur, á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsi, hafa nú verið lagðir undir sýningu sem hverfist um öræfi Íslands. Í yfirskrift sýning- arinnar er spurningu varpað fram: Einskismannsland – Ríkir þar feg- urðin ein? er ákall til sýningar- gesta um að hugleiða víðerni lands- ins og afdrif þeirra. Sennilega er þetta fyrsta stóra samsýningin sem spannar íslenska nútímalistasögu og beinir sjónum sérstaklega að hálendinu, þótt vissulega séu nýleg dæmi um samsýningar þar sem há- lendið hefur verið til umfjöllunar, meðal annars í tengslum við ferða- mennsku og hið háleita. Alls eiga 32 listamenn verk á sýningunni og hafa sum þeirra verið unnin sér- staklega fyrir hana. Að auki má sjá skissubækur, stuttar textatilvitn- anir á veggjum þar sem birtast hugleiðingar um öræfin, landkynn- ingarefni (heimildamyndir og ljós- myndabækur) og gamlar ljós- myndir sem varpað er á veggi. Sýningunni fylgir einnig bitastæð sýningarskrá með náttúruhugleið- ingum ýmissa höfunda. Á Kjarvalsstöðum eru málverk í fyrirrúmi en í vestursalnum er að finna elstu verkin sem sýna öræfa- landslag. Þórarinn B. Þorláksson og Ásgrímur Jónsson lögðu fyrstir listmálara upp í ferðir í óbyggðum; verk Þórarins, „Stórisjór (Langi- sjór)“, er frá 1906 og árið síðar málaði Ásgrímur myndina „Í Möðrudal“. Jóhannes S. Kjarval túlkar öræfastemningu í verkinu „Nótt á öræfum“ frá 1914 og um og upp úr 1920 slást fleiri málarar í hóp túlkenda: Kristín Jónsdóttir málar „Námaskarð“, norræn dulúð sveipar fjöll í verki Jóns Stef- ánssonar, „Kvöld (Tindafjöll)“, og í myndum Júlíönu Sveinsdóttur af Eyjafjallajökli má sjá áhrif frá franska málaranum Paul Gauguin. Ens og glögglega sést á verkunum var það ástríðufullt verkefni list- málara á fyrri hluta aldarinnar að máta áhrif, aðferðir og stílbrögð frá námi erlendis við landslags- form, birtubrigði og veðraham hér Hálendið í söfnunum Nýtt land Viðamikil innsetning Óskar Vilhjálmsdóttur, „Land undir fót“, sýnir hvar hlaupið er umhverfis Hálslón. Ósnortið? Málverk Kristínar Jónsdóttur „Hverir – Þeistareykir“ frá 1954. á landi – og við framandi veruleika óbyggðanna. Fjöll og helstu jöklar landsins eru algengt viðfangsefni í salnum en þar sjást líka háheiðar, jarðhitasvæði og jökulár, sandar og hraun. Þegar gengið er í gegnum miðrými Kjarvalsstaða blasa við Herðubreiðarmyndir nævistans Stórvals, sterkar í einfaldleika sín- um, og í austursalnum eru m.a. til sýnis verk eftir Finn Jónsson og „fjallamanninn“ Guðmund frá Mið- dal sem túlka jarðfræðilegan tíma og sköpunarkraft náttúrunnar í myndum af gígaröðum og eldgosi, auk verka sem endurspegla óhlut- bundnari og huglægari reynslu af landslagi öræfanna, þar á meðal verk eftir Ragnheiði Jónsdóttur Ream, Kristin Pétursson og Eirík Smith. Hár sjónbaugur einkennir verk sýningarinnar á Kjarvals- stöðum og þar af leiðandi mikill og athyglisverður forgrunnur þar sem áferð landsins eru gerð skil. Í raun er býsna magnað að sjá hversu stór hluti af hálendinu og fyrir- bærum þess hefur verið túlkaður í myndrænu formi af íslenskum list- málurum. Andi öræfanna Sýningin gefur tilefni til vanga- veltna um gildi öræfanna sem stað- ar í þjóðarvitundinni og þátt list- arinnar þar. Við skoðun verka kvikna minningar, hugrenningar og þankar sem tengjast því að rýna í staði og kennileiti, sem og spek- úlasjónir um efnistök listamann- anna og útfærslu verka. Kjarvals- staðir verða þannig vettvangur samræðu sýningargesta við verkin og sín á milli. Merkingin mótast í flæði gestanna um sýningarrýmið og þetta er undirstrikað með grá- máluðum veggjum sem líkja eftir stígandi birtu grátóna andrúms- lofts eða himins. Sýningarhönnunin á þannig þátt í að ýta undir tilfinn- ingu fyrir flæði og tengja verkin saman í eitt allsherjar „hálendi“. Áhorfandanum verður jafnframt 70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 LAGERSALA 30-70%afsláttur Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is Verð með fylgihlutum.Sturtubotn, 90x90 cm 22.822 kr. Verð áður: 32.603 kr. Kaldewei 30% afsláttu r Handlaugartæki með lyftitappa 14.900 kr. Verð áður: 22.564 kr. Mora MIXX

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.